Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 52

Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 52
VIÐSKIPTI Óvelkomin Forstjóri Mercedes Benz, Werner Niefer, fékk óvenju- lega heimsókn á dögunum. Skattarannsóknarlögreglan kom meö leitarheimild til aö skoöa hverja pappírsörk í skrifstofu forstjórans. Tilefni leitarinnar var nafnlaus upp- hringing hjá saksóknaraem- bættinu í Stuttgart. Þar var Niefer sakaöur um aö hafa á kostnað fyrirtækisins látið koma fyrir dýrindis arni í húsi sínu án þess aö hafa látið færa á skattskýrslur sem hlunnindi. Forstjórinn vísar heimsókn þessari ásökun á bug og kveöst leggja fram reikning sem sýni fram á aö hann hafi persónulega greitt allan kostnaö viö hinn rándýra ar- inn. Hins vegar kom þessi heimsókn skattayfirvalda á versta hugsanlega tíma fyrir Niefer. Hann á yfir höfði sér réttarrannsókn vegna bíl- slyss í Róm á Ítalíu, en hann keyröi á konu, sem slasaöist alvarlega. ímynd forstjórans þykir vera stórlega sködd- uð... (Spiegel/óg) Nóg af Löngu áöur en stríðið brast á viö Persaflóa höföu Saudi- Arabar og íranir komiö mikl- um birgðum af olíu fyrir á risa- olíuflutningaskipum sem biöu utan viö Persaflóa. Þetta var gert í öryggisskyni. Taliö er aö á milli 1.5 og 3 milljónir tonna hafi verið í slíkri Olíuflutningaskip í Saudi-Arabíu. geymslu um miðjan janúar er stríðið brast á. Haldið var áfram aö safna olíu í skip og í lok stríösins voru 7 milljónir tonna af olíu í olíuskipunum frá írönum og Saudi-Aröbum. Ef þessar birgöir væru settar á markað myndi olíuverð hrynja um leið. Og til aö verja markaðinn frá hruni hafa þessi ríki unnið aö því aö þetta magn veröi til frambúö- ar í birgðum — af öryggis- ástæðum. Margvíslegar vís- bendingar eru um aö næg ol- ía sé og hafi verið á markaöi. Þannig var t.d. ákveðið meö- an á stríðinu stóö, aö Þjóð- verjar byöu hluta af birgöum sínum, 360 þúsund tonn til sölu á alþjóðamarkaði. Þetta var gert í þeirri trú aö annars kynni olíuverð aö rjúka uppúr öllu valdi. Hins vegar kom í Ijós aö erfitt var aö selja þess- ar birgöir og tveimur vikum eftir stríðslok voru enn 170 þúsund tonn óseld... (Spiegel/óg) V8 módelið af Audi. Misheppnuð tilraun Svo viröist sem mistekist hafi aö koma Audi í lúxusbíla- flokkinn meö BMW og Mercedes Benz. Audi, sem er dótturfyrirtæki Volkswagen, seldi einungis 5357 vagna af lúxusgeröinni V8 í fyrra. Þegar þessi gerö, sem kost- aði 36 milljarða kr. aö hanna og þróa, kom í sýningarsalina árið 1987 reiknuðu forstjórar Audi meö aö hægt væri að framleiða 10 til 15 þúsund bíla á ári. En þessu marki hefur aldrei veriö náö. Viðskiptavini Breska leikkonan Vanessa Redgrave, sem nú er 54 ára, hefur þótt róttæk í pólitískum viðhorfum sínum. Hins vegar hafa fjölmiðlar oft gert meira úr því en efni standa til, og oft hefur hún þurft að verja sig. Þannig var t.d. haft eftir henni um miðjan janúar að hún styddi Iraka í Persaflóadeil- unni. Leikkonan sá sér ekki annað fært til að leiðrétta þennan orðróm en kaupa hálfs- íðuauglýsingu í New York Ti- mes, sem kostaði töluvert á aðra milljón króna. Iauglýsing- unni sagði að orð hennarhefðu verið mistúlkuð og hún hefði ekki átt við annað en að hún væri skilyrðislaust á móti inn- rás íraka íKúweit... vantaði, þeim fannst bíllinn of dýr (3.6 milljónir) miðað við ímyndargildi hans. Það þykir nefnilega fínna að vera á Benz eöa BMW heldur en Audi. Ekki bætti heldur úr skák í þessu máli, aö Audi fór í herferð og seldi bíla í ódýrari útgáfu, þ.e. án ýmissa auka- hluta. Þannig kostaði bílinn aðeins 2.9 milljónir og þeim sárnaöi sem höföu fjárfest í dýrari útgáfunni... (Spiegel/óg) I djúpum vanda Þýsk fyrirtæki í Bandaríkjun- um hafa ekki einungis átt í erf- iðleikum vegnafallandi geng- is dollara og samdráttar í efnahagslífinu þar. Nú hefur komið til viöbótar óánægja meö Þjóöverja vegna þess aö þeir tóku ekki þátt í stríðsað- gerðum viö Persaflóa. Tals- menn nokkurra stórfyrirtækja hafa látiö hafa eftir sér að þeir hafi fundið fyrir andúö á öllu sem þýskt er meðal banda- rískra neytenda. Og eftir að stríðinu lauk veröi æ augljós- ara aö Bandaríkjamenn spyrji: hverjir tóku þátt í þessu meö okkur af lífi og sál og hverjir ekki? Þeim síðar- nefndu veröi hegnt af mark- aðnum... (Spiegel/óg) 52 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.