Þjóðlíf - 01.03.1991, Qupperneq 20

Þjóðlíf - 01.03.1991, Qupperneq 20
ERLENT BRESTIR HEIMA FYRIR Á meðan Frakkar sameinuðust um hernaðaraðgerðir gegn írak, gleymdust ýmsar pólitískar deilur innanlands. Efnahagsástand og kreppa í atvinnumálum enn alvarlegri en fyrr. Hugsanlegar breytingar á ríkisstjórn sósíalista ÞORFINNUR ÓMARSSON FRAKKLANDI að er nánast hefð fyrir því, að þegar Frakkar eiga í stríði við aðrar þjóðir verða einhver umskipti í stjórnmálum landsins í kjölfarið. Nægir að nefna enda- lok III. lýðveldisins eftir seinna stríð og myndun V. lýðveldisins í lok sjötta ára- tugarins þegar Alsírstríðið stóð sem hæst. Því velta stjórnmálaskýrendur fyrir sér hvort mikilla breytinga sé að vænta í franskri pólitík næstu mánuði, enda þótt engar kosningar séu fyrirhugaðar. Ýmis merki benda nú til breytinga sem verða þó varla á grundvallarþáttum stjórnarfarsins. Á meðan stríðið stóð sem hæst við Persaflóa breyttist öll stjórnmálaumræða hér í Frakklandi. Francois Mitterrand forseti hafði mjög víðtækan stuðning við aðgerðir sínar gegn írak og myndaðist ein- ing meðal annarra stjórnmálaafla til stuðn- ings forsetanum þannig að minniháttar deilur féllu niður á meðan. Á sama hátt jókst stuðningur almennings við forsetann þegar líða tók á stríðið og náði upp í allt að 80% í skoðanakönnunum. Að vísu voru ekki allir ánægðir með beitingu hernaðar á þessu svæði og gagnrýndu öfgasinnar bæði til hægri og vinstri stefnu stjórnar- innar. En þegar sverðin voru slíðruð rifjuðust upp ýmis pólitísk vandamál sem eru jafn- vel enn alvarlegri en áður. Nú þegar ríkis- stjórn sósíalista, undir forystu Michels Rocards þarf að taka á vaxandi efnahags- vanda í kjölfar stríðsins, verða óánægju- raddir mun háværari. „Ríkisstjórnin sleppur ekki frá aðgerðarleysi sínu innan- lands þótt Frakkland hafi átt í stríði,“ sagði Jacques Chirac formaður hægri Lýðveldisflokksins (RPR) og benti jafnvel á að stjórnin ætti að segja af sér vegna ástandsins innanlands. Ríkisstjórnin hef- ur raunar átt í ýmsum vandræðum í allan vetur, eða allt frá því írak réðst inn í Kú- veit í byrjun ágúst. Erfiðlega gekk að koma fjárlagafrumvarpi í gegnum þingið, einkum vegna niðurskurðar á félagslegum sviðum, s.s. í mennta- og menningarmál- um. Á tímabili náðist ekki samstaða innan raða sósíalista um efnahagsráðstafanir og almenningur mótmælti harðlega nýjum nefskatti forsætisráðherrans. Að auki þykir nú fyrirsjáanlegt að leggja verði á sérstakan skatt til að svara kostnaði vegna stríðsins, þótt fjármálaráðherrann Pierre Bérégovoy hafi lofað öðru í fyrstu. Beinn kostnaður nam nálægt 30 milljörð- um franka og fimm milljarða „gjöf ‘ Kú- veitsstjórnar til Frakka fyrir „hjálpina“ því aðeins fimmtungur. ngu að síður eru sósíalistar ákveðnir í að snúa vörn í sókn og hafa boðað lausnir á sviðum félags- og atvinnumála sem eiga að tryggja sterkari stöðu Frakk- lands áður en árið 1992 rennur upp. Marg- ir eru reyndar vantrúaðir á lausnir þar að lútandi, því samdráttur hefur verið í efna- hags- og atvinnulífi í vetur. Þannig dróst Rocard forsætisráðherra. Hefur haldid fylgi sínu í öllum hamaganginum. 20 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.