Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 54

Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 54
UMSJÓN: HÁLFDAN ÓMAR HÁLFDANARSON OG ÞURÍÐUR ÞORBJARNARDÓTTIR Jarðarför Saljúts Sovéska geimstöðin Saljút - 7 féll til jarðar árla morguns föstudaginn 7. febrúar síðast- liðinn. Geimstöðin, sem vó um 40 tonn, steyptist til jarðar í hlíð- um Andesfjalla í vestanverðri Argentínu í Suður-Ameríku. Sovéskir geimvísindamenn reyndu síðustu mínútur jarð- arfararinnar að beina stöðinni til hafs en eldsneyti gekk til þurrðar og gerði að engu þá velviljuðu viðleitni takka- stjórnenda í Sovétríkjunum. Talið er að meginhluti geim- stöðvarinnar hafi brunnið upp er hún kom inn í andrúmsloft- ið en að sögn talsmanna argen- tínska varnarmálaráðuneytis- ins náðu allt að hálfs annars tonna þungir hlutir úr stöðinni til jarðar. Dagblaðið La Nacion skýrði frá því að frú Delia Adela Gu- evara de Palazzo hefði næstum því orðið fyrsta fórnarlamb rusls úr geimnum (loftsteinar eru undanskildir). Brot úr geimstöðinni, um hálft annað kíló að þyngd, féll í bakgarð- inn hjá henni og munaði aðeins um einum og hálfum metra að það kæmi henni í koll í bók- staflegri merkingu! Gallar sáðf rumanna koma niður á börnunum! Mikilvægi heilsuverndar karla vegna barnsgetnaðar hefur verið stórlega vanmet- ið. Þegar kona gengur með barn er henni ráðlagt að hætta að drekka og reykja og að fara í einu og öllu varlega í sambandi við eiturefni og geislun til þess að draga úr líkum á fæðingar- göllum í ófæddu barni (eða börnum) hennar. Einnig er Woody Allcn leikur sáðfrumu í kvikmynd. gengt að konur séu útilokaðar frá störfum þar sem hætta er á að þær verði fyrir hættulegri geislun eða efnum. En líklegt þykir að fæðingargallar geti allt eins stafað af því að feður komist í snertingu við hættu- leg efni eða verði fyrir geislun. Sífellt fleiri rannsóknir benda til þessa en þrátt fyrir það eru konurnar einar látnar bera ábyrgð á heilsu fóstra sem þær ganga með. Þetta er í raun fráleitt þar eð karlmenn eru meirihluti vinnuafls og því eru meiri líkur á að þeir komist í snertingu við hvers kyns skað- leg efni. Það ætti því ekki síður að gæta að heilsufari þeirra þegar leitað er að orsökum fæðingargalla. í Bandaríkjunum fæðast ár- lega 250.000 börn með fæðing- argalla. Orsök þess er óþekkt í sex af hverjum tíu tilfellum. Þessar tölur ná ekki til þeirra tilfella þar sem gallarnir eru ekki augljósir en koma fram þegar nokkuð er liðið frá fæð- ingu, t.d. efnaskiptagallar og hegðunarvandamál. Rannsóknir á mönnum hafa leitt í ljós að komist faðir í snertingu við ýmis lyf, vín- anda, geislun eða eiturefni á vinnustað getur það leitt til alls kyns eftirkasta í fjölskyldu hans, t.d. andvana fæðinga, fósturláta, vaxtarseinkunar fyrir og eftir fæðingu, barna- hvítblæði, heilaæxlis og hegð- unarbreytinga. Af einhverjum ástæðum eru margir tregir til að viðurkenna þær staðreyndir sem liggja fyrir um áhrif heilsu föður á fósturþroskun. Því hefur verið haldið fram að kynkerfi kvenna geti hafnað gölluðum sáðfrumum en það hefur ekki verið staðfest. Sam- kvæmt stöðlum alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar telst karlmaður vera eðlilega frjó- samur ef helmingur sáðfruma hans er óskemmdur. Ekki er vitað hvort skemmdar sáð- frumur nái nokkurn tíma að frjóvga egg en u.þ.b. helming- ur fósturvísa nær aldrei ból- festu í leginu og deyr. Skýring- in gæti verið sú að lélegar sáðfrumur hafi frjóvgað þau egg- Eistun eru mjög viðkvæm líffæri. Sáðfrumur geta skemmst af völdum efna eða geisla á mörgum stigum myndunar og á leið þeirra í gegnum rásir kynkerfisins (eistalyppu, sáðrásir og þvag- rás). Mörgum flnnst því tíma- bært að taka tillit til þessa þegar menn vinna við áhættu- söm störf. Til að útiloka fæð- ingargalla af völdum þátta sem tengjast slíkum störfum er ekki nóg að koma í veg fyrir að vanfærar konur vinni þau heldur er einnig nauðsynlegt að væntanlegir feðir séu vernd- aðir. 54 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.