Þjóðlíf - 01.03.1991, Page 54

Þjóðlíf - 01.03.1991, Page 54
UMSJÓN: HÁLFDAN ÓMAR HÁLFDANARSON OG ÞURÍÐUR ÞORBJARNARDÓTTIR Jarðarför Saljúts Sovéska geimstöðin Saljút - 7 féll til jarðar árla morguns föstudaginn 7. febrúar síðast- liðinn. Geimstöðin, sem vó um 40 tonn, steyptist til jarðar í hlíð- um Andesfjalla í vestanverðri Argentínu í Suður-Ameríku. Sovéskir geimvísindamenn reyndu síðustu mínútur jarð- arfararinnar að beina stöðinni til hafs en eldsneyti gekk til þurrðar og gerði að engu þá velviljuðu viðleitni takka- stjórnenda í Sovétríkjunum. Talið er að meginhluti geim- stöðvarinnar hafi brunnið upp er hún kom inn í andrúmsloft- ið en að sögn talsmanna argen- tínska varnarmálaráðuneytis- ins náðu allt að hálfs annars tonna þungir hlutir úr stöðinni til jarðar. Dagblaðið La Nacion skýrði frá því að frú Delia Adela Gu- evara de Palazzo hefði næstum því orðið fyrsta fórnarlamb rusls úr geimnum (loftsteinar eru undanskildir). Brot úr geimstöðinni, um hálft annað kíló að þyngd, féll í bakgarð- inn hjá henni og munaði aðeins um einum og hálfum metra að það kæmi henni í koll í bók- staflegri merkingu! Gallar sáðf rumanna koma niður á börnunum! Mikilvægi heilsuverndar karla vegna barnsgetnaðar hefur verið stórlega vanmet- ið. Þegar kona gengur með barn er henni ráðlagt að hætta að drekka og reykja og að fara í einu og öllu varlega í sambandi við eiturefni og geislun til þess að draga úr líkum á fæðingar- göllum í ófæddu barni (eða börnum) hennar. Einnig er Woody Allcn leikur sáðfrumu í kvikmynd. gengt að konur séu útilokaðar frá störfum þar sem hætta er á að þær verði fyrir hættulegri geislun eða efnum. En líklegt þykir að fæðingargallar geti allt eins stafað af því að feður komist í snertingu við hættu- leg efni eða verði fyrir geislun. Sífellt fleiri rannsóknir benda til þessa en þrátt fyrir það eru konurnar einar látnar bera ábyrgð á heilsu fóstra sem þær ganga með. Þetta er í raun fráleitt þar eð karlmenn eru meirihluti vinnuafls og því eru meiri líkur á að þeir komist í snertingu við hvers kyns skað- leg efni. Það ætti því ekki síður að gæta að heilsufari þeirra þegar leitað er að orsökum fæðingargalla. í Bandaríkjunum fæðast ár- lega 250.000 börn með fæðing- argalla. Orsök þess er óþekkt í sex af hverjum tíu tilfellum. Þessar tölur ná ekki til þeirra tilfella þar sem gallarnir eru ekki augljósir en koma fram þegar nokkuð er liðið frá fæð- ingu, t.d. efnaskiptagallar og hegðunarvandamál. Rannsóknir á mönnum hafa leitt í ljós að komist faðir í snertingu við ýmis lyf, vín- anda, geislun eða eiturefni á vinnustað getur það leitt til alls kyns eftirkasta í fjölskyldu hans, t.d. andvana fæðinga, fósturláta, vaxtarseinkunar fyrir og eftir fæðingu, barna- hvítblæði, heilaæxlis og hegð- unarbreytinga. Af einhverjum ástæðum eru margir tregir til að viðurkenna þær staðreyndir sem liggja fyrir um áhrif heilsu föður á fósturþroskun. Því hefur verið haldið fram að kynkerfi kvenna geti hafnað gölluðum sáðfrumum en það hefur ekki verið staðfest. Sam- kvæmt stöðlum alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar telst karlmaður vera eðlilega frjó- samur ef helmingur sáðfruma hans er óskemmdur. Ekki er vitað hvort skemmdar sáð- frumur nái nokkurn tíma að frjóvga egg en u.þ.b. helming- ur fósturvísa nær aldrei ból- festu í leginu og deyr. Skýring- in gæti verið sú að lélegar sáðfrumur hafi frjóvgað þau egg- Eistun eru mjög viðkvæm líffæri. Sáðfrumur geta skemmst af völdum efna eða geisla á mörgum stigum myndunar og á leið þeirra í gegnum rásir kynkerfisins (eistalyppu, sáðrásir og þvag- rás). Mörgum flnnst því tíma- bært að taka tillit til þessa þegar menn vinna við áhættu- söm störf. Til að útiloka fæð- ingargalla af völdum þátta sem tengjast slíkum störfum er ekki nóg að koma í veg fyrir að vanfærar konur vinni þau heldur er einnig nauðsynlegt að væntanlegir feðir séu vernd- aðir. 54 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.