Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 12

Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 12
SEXTIU AR FRA SÖGULEGU STRANDI Strand Cap Fagnet á Hraunsfjörum 1931. Slysavarnasveitin Þorbjörn frá Grindavík bjargaði 38 mönnum skömmu eftir stofnun félagsins. Fyrsta björgunin með fluglínu. Eitt markverðasta spor í sjóbjörgunarsögunni 24. marz 1931. Guðmundur Erlendsson tekur í gikkinn. Hamarinn smellur fram og sprengir púðurskotið í byssunni. Á sama andartaki kveikir það í eldflauginni og hún þýtur afstað með hávœru hvisshljóði. I fyrsta skipti hefur verið skotið úr línubyssu til björgunar á íslandi. (Ur Þrautgóðir á raunastund.) Strendur íslands barðar heljarafli hafs- ins. Hafið, þessi mikilvæga lífsbjörg þjóðarinnar, reiðir til höggs. Þjóðin varð að sætta sig við hlutskipti sitt. Fyrirvinnur barnmargra heimila, synir íslensku þjóð- arinnar, áttu ekki víst að ná heim með lífsbjörgina sem hafið gaf. Úfið hafið heimtaði sitt. Ungur prestur neitaði að greiða tollinn. Hann hvatti þjóðina til baráttu gegn valdi ægis. Séra Oddur V. Gíslason taldi menn á að hafna því að það væri náttúrulögmál að greiða þennan toll. Baráttu sinni fann séra Oddur stað í blaðinu Sæbjörgu sem hann gaf út mánaðarlega árið 1892. Þá varð séra Oddur að gefast upp á útgáf- unni. Hún var baráttumanninum ofraun. Þarna má segja að barátta Islendinga fyrir slysavörnum hafi hafist. ann 7. apríl 1906 urðu hörmuleg sjó- slys. Tvö þilfarsskip úr Reykjavík ráku á land á Mýrum og fórust þar allir menn, 48 talsins. Að morgni sama dags INGI HANS JÓNSSON strandaði Kútter Ingvar úr Reykjavík á skeri við Viðey, örskammt frá landi. Þar háðu 20 manns vonlausa baráttu við dauð- ann í augsýn bæjarbúa sem safnast höfðu saman á ströndinni og gátu enga hjálp veitt. Á þessum eina degi höfðu því 68 manns týnt lífi. íslensku þjóðinni var nóg boðið. Hvatningarorð séra Odds urðu nú á vör- um enn fleiri íslendinga. íslendingar ætl- uðu að segja Ægi konungi stríð á hendur. Fátæk þjóðin ætlaði að berjast fyrir tilveru sinni. En árin liðu. Þann 3. ágúst 1918 stigu Vestmannaey- ingar fyrsta skrefið með stofnun Björgun- arfélags Vestmannaeyja með það að mark- miði að eignast björgunar- og bátagæslu- skip á fiskislóðum Eyjabáta. 26. mars 1920 rættist svo draumurinn er björgunarskip- ið Þór sigldi fánum prýddur til heima- hafnar í Vestmannaeyjum. Fyrsti áfangi í sjóslysasögu þjóðarinnar var orðinn að veruleika. 29. janúar 1928 var Slysavarnafélag ís- lands stofnað. Þegar eftir stofnun þess var hafist handa við stofnun félagsdeilda um allt land. Baráttan við tollheimtu hafsins var hafin. Félagið breiddi úr sér og varð fljótt einn helsti öryggishlekkurinn í lífi þjóðarinnar. Fluglínutækin komu til sög- unnar og félagið hóf að koma þeim fyrir vítt og breitt um landið. Starfið sem öllum þykir svo eðlilegt að hafa í dag var hafið með dugnaði og mikilli elju. ann 13. október 1930 ákvað stjórn Slysavarnafélags íslands að koma upp fluglínustöð í Grindavík og reyna að stofna þar félagsdeild. 2. nóvember það sama ár mættu 56 manns til stofnfundar. Slysavarnadeildin Þorbjörn var til orðin. Varla hefur nokk- urn úr þessum hóp grunað að þeir ættu eftir að bjarga 38 manna áhöfn aðeins fjór- um mánuðum seinna. Togarinn Cap Fagnett F 398 frá Fécamp hafði verið á veiðum fyrir sunnan land og hafði fiskað vel. Skipstjórinn tók „Nú, 60 árum seinna hefur þessi eina björgunarsveit bjargað yfir 200 manns úr sjávarháska. Á vegum Slysavarnafélags íslands hefur um 3000 manns verið bjargað úr hafsnauð..." 12 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.