Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 9

Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 9
Margir taka í þann streng að hún sé einlæg og samkvæm sjálfri sér og segja hana lifa látlausu lífi og í fullkomnu sam- ræmi við hugsjónir sínar. „Hún er heil- brigðasti þingmaðurinn", sagði einn við- mælenda Þjóðlífs og vísaði til þess að Jó- hanna bærist ekki á eins og oft vill verða. „Hún ekur ekki um á límonsínum meðan aðra vantar brauðið“. Margir segja hana berjast fyrir þá sem minna mega sín. Og þeir vilja skýra stuðn- ing hennar við Albert Guðmundsson í forsetakosningunum 1980 með því að þar hafi „litli maðurinn“ átt hauk í horni. „Hins vegar réðst hún fram á ritvöllinn í kosningabaráttunni til að mótmæla nei- kvæðum skrifum um Vigdísi Finnboga- dóttur, af því að réttlætiskennd hennar var misboðið fyrir Vigdísar hönd“, sagði jafnaðarmaðurinn sem var ósáttur við af- stöðu Jóhönnu í þessum forsetakosning- um. Nokkrir ræddu töluvert um það orð sem fer af Jóhönnu, að hún sé fjölmiðla- fælin, —og erfitt væri að ná fundi hennar. Hún væri jafnvel ómannblendin. Aðstoð- armaður hennar segir hins vegar að það sé aðeins til ein skýring á því að erfitt geti reynst að ná fundum hennar, og hún sé sú að Jóhanna sé hlaðin mikilvægum verk- efnum og hlaupi ekki frá þeim fyrr en þau séu komin í höfn. Hann kveður drjúgan tíma hjá henni og aðstoðarfólki hennar fara í að aðstoða einstaklinga sem leiti úr- lausnar á vandamálum sínum. Og slík verkefni séu tekin alvarlega. Enn aðrir gera tilraun til að skýra meinta fjölmiðlafælni hennar og ómann- blendni: „Hún hefur þurft að berjast einmana baráttu sem kona í hörðum heimi karlmanna. Hún hefur smám saman kom- ið sér upp skel, sem er vörn. Vörn gegn karlaveldinu. Þetta er e.t.v. lykillinn að árangri hennar", segir kona í Alþýðu- flokknum. Haft var á orði að hún væri ósveigjan- leg, en aðrir sögðu að hún væri sveigjan- leg. Þettta þótti spyrli mótsagnakenndar fullyrðingar. í umræðu um málið kváðu nokkrir viðmælendur þetta engu að síður ganga upp. í hinu svonefnda leikskóla- máli lenti Jóhanna til að byrja með upp á kant við samherja sína, fóstrur og félaga- samtök og var afskaplega ósveigjanleg. En þegar í ljós kom að málið var strandað, þá miðlaði hún málum, söðlaði um, var sveigjanleg og leiddi málið farsællega til lykta. Sömu sögu er að segja af búsetamál- unum, eins og áður var minnst á. óhanna hefur óhrædd tekið margar sennur við Alexander Stefánsson forvera hennar í embætti félagsmálaráð- herra og yfirleitt haft betur. Sömuleiðis hefur hún staðið í stappi við samráðherra sína og ekki síður flokksbræður en aðra. En slíkum sennum hefur einnig yfirleitt lyktað með því að viðhorf hennar hafa orðið ofan á. En hún hefur þá verið reiðu- búin til að sættast—eins og formannakoss- inn frægi á flokksþingi Alþýðuflokksins vitnar um. Margir hafa á orði að Jóhanna hefði átt að sækjast eftir fyrsta sæti framboðslista flokks síns í Reykjavík. En aðrir halda því fram að hún hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað rjúfa friðinn í flokknum. Sumir vilja að hún verði næsti formaður flokksins. „Hún hefur alla burði til þess, en ekki víst að hún vilji það“, sagði framámaður í flokknum um þetta mál. alið er að ef ríkisstjórnin haldi meiri- hluta í komandi kosningum sé Jó- hanna öruggust allra ráðherra ásamt Steingrími Hermannssyni um að halda sæti sínu í ríkisstjórninni. „Ef Alþýðu- flokkurinn fer með okkur í ríkisstjórn, verður Jóhanna Sigurðardóttir ekki ráð- herra“, sagði þingmaður í Sjálfstæðis- flokknum. „Við viljum sams konar stjórn, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir verður áfram kjölfesta stjórnarinnar", sagði kona í Alþýðuflokknum. 0 ÞJÓÐLÍF 9

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.