Þjóðlíf - 01.03.1991, Page 26
HEILBRIGÐI
ENGIN TÖFRAMEÐFERÐ
Magnús Ólason lœknir segir nauðsynlegt að virkja sjúklinga í verkjameðferð.
Nálastungur hafi sínar takmarkanir.
„Eg héltfyrst að nálastungur vœru töfrabrögð eða sefjun“
Magnús Ólason hefur fengist við nála-
stungulækningar í níu ár. Hann er sér-
menntaður frá Svíþjóð og síðustu árin
sín þar vann hann með hópi sérfræðinga
í Gautaborg sem kallaði sig Smártgrupp-
en. Hópurinn fjallaði um mál sjúklinga
með erfiða verki.
ámskeið í nálastungum fyrir lækna á
Vesturlöndum vara annaðhvort í
eina eða nokkrar vikur. Eftir það ættu
byrjendur í nálastungum að njóta hand-
leiðslu lækna sem hafa stundað þetta með-
ferðarform um nokkurt skeið. Það telur
Magnús vera besta skólann.
Magnús segir að í sjálfu sér sé nála-
stungumeðferðin ekki merkilegra með-
ferðarform en hver önnur meðferð í lækn-
isfræði. Aðalatriðið er að læknar geri sér
grein fyrir takmörkunum þess. Það er að
sjálfsögðu ekki hægt að lækna alla sjúk-
dóma með þessu móti. Samkvæmt Magn-
úsi bendir sú fræðilega vitneskja sem fyrir
liggur til að nálastungumeðferð sé fyrst og
fremst verkjameðferð. „Með því að stinga
EVA MAGNÚSDÓTTIR
nálum £ vissa punkta örvast taugar og þar
með miðtaugakerfið sem myndar þá meira
af ákveðnu boðefni, endorfíni. Sam-
keppni um forgang boða inn í miðtauga-
kerfíð á sér einnig stað þegar skyntaugar
eru örvaðar. Þetta er fyrst og fremst með-
ferð við langvinnum verkjum og einkum
þegar um er að ræða starfræna truflun í
taugakerfinu. Þar má nefna sjúkdóma eins
og taugagigt, taugaklemmur eða tauga-
bólgur. Nálastungur eru einnig gagnlegar
þegar deyfa á höfuðverki og bakverki í
vissum tilvikum. Verki sem orsakast af
vöðvagigt er ekki hægt að bæta nema til
skamms tíma.“
Magnús heldur því fram að mikilvægt
sé að virkja einstaklinginn í meðferðinni.
Nálastungan komi aðeins til álita sem einn
liður hennar. Hún minnki sárasta verkinn
og geri einstaklinginn sjálfan hæfari til
þess að taka á vandamálinu.
„Virkni sjúklingsins er aukin með þol-
þjálfun. Hjarta- og lungnaþol virðist einn-
ig hafa áhrif á verkjaþolið. Það stafar m.a.
af því að þolþjálfun eykur myndun lík-
amsmorfína. A Reykjalundi meðhöndlum
við sjúklinga með langvinna verki með
þolþjálfun. Þrekþjálfun er ekki eins góð
aðferð sem vörn gegn verkjum.“
„Nálastungulækningar eru engin bylt-
ing á sviði læknavísindanna en hefur
lengst af verið talin óhefðbundin lækn-
ingaaðferð. Það eina sem er byltingar-
kennt er þekkingin sem við höfum öðlast í
dag á því hvernig líkaminn (miðtaugakerf-
ið) nemur og bregst við verkjum og í
tengslum við það hvaða áhrif nálastung-
urnar hafa á líkamann. Augu lækna á
Vesturlöndum hafa að lokum opnast fyrir
því að þetta er virk aðferð sem vert er að
gefa gaum.“
„Ég sá fyrst kvikmynd af nálastungu-
meðferð í kínverska sendiráðinu árið
1976. Þá hafði ég enga trú á að þetta gæti
læknað sjúklinga. Ég hélt eins og flestir
sem þarna voru að þetta væru einhvers
konar töfrabrögð eða sefjun. Síðan hef ég
skipt um skoðun og lært annað.“
„Það er yfirleitt ekki um alvarlegar
aukaverkanir að ræða hjá sjúklingum sem
gangast undir nálastungumeðferð hjá
læknum. Slíkra aukaverkana gætir fyrst
og fremst hjá „fúskurum“ þ.e. fólki sem
ekki hefur þekkingu á líffærafræði og
stingur þ.a.l. kannski inn í viðkvæm líf-
færi. Vægar aukaverkanir eru syfja eða
þreyta sem fólk getur fundið fyrir eftir
meðferðina. Það er yfirleitt varað við þess-
um aukaverkunum og engin hætta á ferð-
um ef fólk veit af þessum möguleika.
Vægar aukaverkanir koma ef til vill oftar
fram hjá þeim sem hafa fengið góðan bata
en það er ekki hægt að sanna að um sam-
band þar á milli sé að ræða.“
agnús hefur meðhöndlað marga
mígrenisjúklinga. Nálastungumeð-
ferðin er oft gagnleg við að draga úr verkj-
um þeirra. Meðal mígrenisjúklinganna er
svörunin einnig misjöfn og búast má við
Um nálastungumeðferð
Indverjar voru fyrstir til þess að upp-
götva nálastungumeðferðina en Kín-
verjar þróuðu hana sem mjög árang-
ursríka verkjalækningu. Nálastungu-
lækningar eru þó oft taldar eiga
uppruna sinn í Kína.
Fyrstu rituðu heimildir um nálast-
ungulækningar eru frá því 2000 árum
fyrir Krist. Aðferðin náði miklum vin-
sældum og útbreiðslu í Kína á tímum
Ming-keisaraættarinnar á 14. og fram á
miðja 17. öld. Hún féll síðan í ónáð í
Kína um og eftir aldamótín 1800. Þeirra
tíma siðfræði var mótfallin því að sjúkl-
ingar afklæddust fyrir framan lækna.
Nálastungulækningar voru síðan teknar
upp að nýju í Kína á tímum menningar-
byltingarinnar.
Talið er að vitneskjan um nálastungu-
lækningar hafi fyrst borist til Evrópu á
17. og 18. öld með kaupmönnum og
trúboðum sem heimsóttu Kína. Áhugi á
aðferðinni varð þó ekki verulegur á
Vesturlöndum fyrr en upp úr 1970. Á
sama tíma urðu miklar framfarir á sviði
lífeðlisfræði sem leiddu til skilnings á
því hvernig líkaminn bregst við sárs-
auka. Þessi nýju vísindi fæddu af sér
nýjar aðferðir til að deyfa sársauka og
skýringar fundust á deyfiáhrifum eldri
aðferða, m.a. nálastungumeðferðar.
26 ÞJÓÐLÍF