Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 53

Þjóðlíf - 01.03.1991, Side 53
Novotel hóteí frá Accor í Hamborg. HOTEL Formule Hægt og rólega, aö minnsta kosti hávaðalaust, hafa tveir Frakkar Gerard Pélison (58 ára) og Paul Dubrule (56 ára), byggt upp stærstu hót- elkeðju í heimi. Þeir hafa unn- ið saman í aldarfjórðung og deila öllu með sér, m.a.s. skrifstofu. Engir hafa staðið þeim jafnfætis á síðustu árum í uppbyggingu hótela. Fjórða hvern dag er opnað hótel á þeirra vegum einhvers staðar í heiminum. Hótelhringur þeirra er talinn ráða yfir 165.000 rúmum. Hvað fjölda hótela varðar eru þeir taldir númer eitt á listanum, á und- an frægum hótelkeðjum eins og Holiday Inn, Marriott og Hyatt. Fram að aldamótum er gert ráð fyrir að þeir opni um 100 hótel til viðbótar. Þeir vinirnir lærðu báðir og störfuðu í Bandaríkjunum en hófu starfsemi sína 1967 í Evrópu. En það er ekki endi- lega víst að gestir á hótelum þeirra viti að þeir séu að gista hjá þeim, hótelkeðjan starfar nefnilega undir mismunandi nöfnum og aðalnafnið Accor sést sjaldan. Önnur þekkt nöfn á hótelum í Evrópu sem tilheyra þessari keðju eru Softiel, Novotel, Mercure, Ib- is, Urbis og Formule 1. í Bandaríkjunum er Motel 6 markaðsnafnið. Hugmyndafræðin og mark- aðssóknin þykir skyld jap- anskri markaðsfræði. „Við tökum engan þátt í stjörnu- stríði hótelanna", segja þeir félagar. Þeir leggja áherslu á „ódýrt og gott“. Dæmigert fyrir þetta er uppbyggingin á Formule 1 hótelunum í Frakk- landi. Á síðustu fimm árum byggðu þeir Formule 1 upp þar í landi með 150 hótelum og 8000 rúmum. Til að byrja með voru arkitektum og öðr- um áætlanasmiðum gefin Stærsta hótel keðja í heimi Formule 1 hótel frá Accor í Frakklandi. Accor félagarnir. þau fyrirmæli að verðið á her- bergi mætti ekki fara yfir 100 franka fyrir sólarhring eða 1080 kr. Þá sögðu verkfræð- ingarnir og arkitektarnir að fyrir þetta verð væri ekki hægt að hafa sturtu og baðaðstöðu nema fjögur herbergi deildu því með sér. Og sú varð raun- in. í Þýskalandi þar sem Accor á keðjuna Novotel voru byggð hótel þar sem salerni og bað fylgir hverju 12 fer- metra herbergi, — þrjú rúm eru í hverju þeirra. Herbergið kostar um 2200 krónur, sama hversu margir sofa þar. Þeir segja starfsemi sína vera eins og hverja aðra iðn- aðarstarfsemi og leggja áherslu á hið einfalda og ódýra, þó þannig að kröfum nútímafólks um hreinlæti, þægindi og gæði er fullnægt. Fyrsta hóteliö byggðu þeir fyrir lánsfé 1967 í Lille í Frakk- landi. Þremur árum síðar opnuðu þeir sjöunda hótelið sitt. Þeir segjast hafa átt auð- velda leiki. „Við komum að nær ósnortnum markaði, í Frakklandi hafði ekki verið byggt hótel í 50 ár og enginn bjó yfir þekkingu á þvi hvernig hótelkeðja er byggð upp.“ Á síðustu fimm árum fjór- faldaðist hagnaður Accor og veltan tvöfaldaðist. í fyrra var veltan rúmlega 133 milljarðar króna, en hagnaðurinn um 8.5 milljarðar. Stofnendurnir tveir eiga einungis 2% hvor í keðjunni. „Við stóðum frammi fyrir vali; annað hvort ættum við hvor 50% hlut og 20 hótel eða við ættum 2% og 1500 hótel. En Accor á ekki aðeins hótel og herbergi til að hagn- ast af, heldur einnig veitinga- staði og mötuneyti víða um lönd... (Spiegel/óg) ÞJÓÐLÍF 53

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.