Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 53

Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 53
Novotel hóteí frá Accor í Hamborg. HOTEL Formule Hægt og rólega, aö minnsta kosti hávaðalaust, hafa tveir Frakkar Gerard Pélison (58 ára) og Paul Dubrule (56 ára), byggt upp stærstu hót- elkeðju í heimi. Þeir hafa unn- ið saman í aldarfjórðung og deila öllu með sér, m.a.s. skrifstofu. Engir hafa staðið þeim jafnfætis á síðustu árum í uppbyggingu hótela. Fjórða hvern dag er opnað hótel á þeirra vegum einhvers staðar í heiminum. Hótelhringur þeirra er talinn ráða yfir 165.000 rúmum. Hvað fjölda hótela varðar eru þeir taldir númer eitt á listanum, á und- an frægum hótelkeðjum eins og Holiday Inn, Marriott og Hyatt. Fram að aldamótum er gert ráð fyrir að þeir opni um 100 hótel til viðbótar. Þeir vinirnir lærðu báðir og störfuðu í Bandaríkjunum en hófu starfsemi sína 1967 í Evrópu. En það er ekki endi- lega víst að gestir á hótelum þeirra viti að þeir séu að gista hjá þeim, hótelkeðjan starfar nefnilega undir mismunandi nöfnum og aðalnafnið Accor sést sjaldan. Önnur þekkt nöfn á hótelum í Evrópu sem tilheyra þessari keðju eru Softiel, Novotel, Mercure, Ib- is, Urbis og Formule 1. í Bandaríkjunum er Motel 6 markaðsnafnið. Hugmyndafræðin og mark- aðssóknin þykir skyld jap- anskri markaðsfræði. „Við tökum engan þátt í stjörnu- stríði hótelanna", segja þeir félagar. Þeir leggja áherslu á „ódýrt og gott“. Dæmigert fyrir þetta er uppbyggingin á Formule 1 hótelunum í Frakk- landi. Á síðustu fimm árum byggðu þeir Formule 1 upp þar í landi með 150 hótelum og 8000 rúmum. Til að byrja með voru arkitektum og öðr- um áætlanasmiðum gefin Stærsta hótel keðja í heimi Formule 1 hótel frá Accor í Frakklandi. Accor félagarnir. þau fyrirmæli að verðið á her- bergi mætti ekki fara yfir 100 franka fyrir sólarhring eða 1080 kr. Þá sögðu verkfræð- ingarnir og arkitektarnir að fyrir þetta verð væri ekki hægt að hafa sturtu og baðaðstöðu nema fjögur herbergi deildu því með sér. Og sú varð raun- in. í Þýskalandi þar sem Accor á keðjuna Novotel voru byggð hótel þar sem salerni og bað fylgir hverju 12 fer- metra herbergi, — þrjú rúm eru í hverju þeirra. Herbergið kostar um 2200 krónur, sama hversu margir sofa þar. Þeir segja starfsemi sína vera eins og hverja aðra iðn- aðarstarfsemi og leggja áherslu á hið einfalda og ódýra, þó þannig að kröfum nútímafólks um hreinlæti, þægindi og gæði er fullnægt. Fyrsta hóteliö byggðu þeir fyrir lánsfé 1967 í Lille í Frakk- landi. Þremur árum síðar opnuðu þeir sjöunda hótelið sitt. Þeir segjast hafa átt auð- velda leiki. „Við komum að nær ósnortnum markaði, í Frakklandi hafði ekki verið byggt hótel í 50 ár og enginn bjó yfir þekkingu á þvi hvernig hótelkeðja er byggð upp.“ Á síðustu fimm árum fjór- faldaðist hagnaður Accor og veltan tvöfaldaðist. í fyrra var veltan rúmlega 133 milljarðar króna, en hagnaðurinn um 8.5 milljarðar. Stofnendurnir tveir eiga einungis 2% hvor í keðjunni. „Við stóðum frammi fyrir vali; annað hvort ættum við hvor 50% hlut og 20 hótel eða við ættum 2% og 1500 hótel. En Accor á ekki aðeins hótel og herbergi til að hagn- ast af, heldur einnig veitinga- staði og mötuneyti víða um lönd... (Spiegel/óg) ÞJÓÐLÍF 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.