Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 24

Þjóðlíf - 01.03.1991, Blaðsíða 24
SPRENGJUARAS IRA Sprengjuárás IRA á Stjórnarráðið í Whitehall kom lögreglunni í opna skjöldu GUÐMUNDUR JÓNSSON BRETLANDI Myndin sýnir hvaðan sprengjunum var skotið og hvar þær lentu. Litlu munaði að breska herráðið yrði sprengt í loft upp að morgni 7. febr- úar þegar það sat á fundi í Downingstræti 10, sjálfu aðsetri forsætisráðherrans. írska lýðveldishernum tókst að sleppa í gegnum stranga öryggisgæslu um hábjartan dag og skjóta þrem sprengjum úr flutningabíl sem hafði verið lagt fyrir framan stjórnar- ráðsbyggingarnar í Whitehall. Ein sprengjan sprakk í bakgarði Downing- strætis 10 aðeins 15 metrum frá fundar- herbergi herráðsins, hinar féllu lengra frá byggingunni án þess að springa. Þetta er það næsta sem írski lýðveldis- herinn, IRA, hefur komist í að ráða for- sætisráðherra Breta af dögum síðan sprengjuárásin í Brighton var gerð árið 1984 sem drap fimm manns og særði þrjá- tíu. Árásin nú virðist hafa komið lög- reglunni algerlega í opna skjöldu. Hvítum sendiferðabíl var lagt fyrir framan stjórn- arráðið um tíuleytið, síðan hljóp bílstjór- inn af stað og var tekinn upp af manni á mótorhjóli skammt frá. Komust þeir und- an án þess að nokkur yrði þeirra var. Einni til tveim mínútum síðar var sprengjunum skotið úr sprengjuvörpu á tímastillingu út um þaklúgu á bílnum og um leið kviknaði í honum. Við sprenginguna í bakgarðinum myndaðist gýgur í jörðina og rúður sprungu í byggingum umhverfis en aðeins minniháttar meiðsli urðu á fjórum mönn- um, þar af þrem löggæslumönnum. Her- ráð Breta sem stýrði aðgerðum Breta í Persaflóastríðinu undir forystu John Ma- jors, forsætisráðherra, var nýsest að fundi og var þar á meðal John Wakeham, ráð- herra orkumála, sem missti fyrri konu sína í sprengjutilræðinu í Brighton 1984. Við sprenginguna eru einhverjir ráðs- manna sagðir hafa falið sig undir borði, en John Major lét sér hvergi bregða og sagði hæglátlega við félaga sína „Ég held við ættum að flytja okkur um set“. Enginn vafi er talinn leika á því að írski lýðveldisherinn hafi staðið að baki sprengjutilræðinu, enda lýsti hann sam- dægurs yfir ábyrgð á hendur sér. í yfir- lýsingu frá honum segir að árásin á „kjarna breska valdakerfisins“ hafi verið í undirbúningi í marga mánuði og er tilræð- ismönnunum hrósað fyrir að hafa brotist í gegnum „stóraukna öryggisgæslu" sem komið hafi verið á vegna Persaflóastríðs- ins. „Komum bresku ríkisstjórninni í skilning um það að á meðan þjóðernis- sinnar í sýslunum sex (þ.e. á N-írlandi) eru neyddir til að búa við breska stjórn verður breska ríkisstjórnin neydd til að halda fundi í neðanjarðarbyrgjum.“ Vangaveltur voru uppi um það í fyrstu að sprengjutilræðið væri gert í samvinnu við arabíska skæruliða vegna Persaflóastríðs- ins, en ekkert bendir til þess að svo sé. Þótt sprengjuvarpa af þeirri gerð sem notuð var þyki afar ónákvæm og því ólík- leg til að hitta skotmark sitt er tilræðið talið mikil lyftistöng fyrir írska lýðveldis- herinn. Honum tókst að ná athygli fjöl- miðla svo um munaði með vel skipulagðri og fífldjarfri árás og sýna þar með að það er ekki aðeins kraftur í honum heldur geti hann ráðist á sjálft stjórnarsetur Bret- lands. resku ríkisstjórninni er mikið í mun að sýna að árásin hafi lítilli röskun valdið og lífið gangi sinn vanagang eftir sem áður. Viðbrögð manna eru sem endranær þau að fordæma ódæðisverk IRA og lýsa hermönnum hans sem „brjál- uðum morðhundum“. En jafnframt minnir þessi atburður fólk á hve lítið hefur miðað í málefnum Norður-Irlands, sem svo lengi hefur verið fleinn í holdi breska ríkisins. Vandamál þess hafa oft verið tal- in óleysanleg af breskum stjórnmála- mönnum og í besta falli sé hægt að halda þeim í skefjum. Baráttan virðist fyrst og fremst snúast um að kveða niður hryðju- verkastarfsemi Irska lýðveldishersins með bestu öryggisgæslu og njósnatækni sem völ er á, en pólitísk úrræði eru talin hafa lítið upp á sig. Síðustu tveir áratugir hafa þó sýnt og sannað að írski lýðveldisherinn hefur get- að haldið uppi blóði drifinni baráttu sem stundum hefur jaðrað við styrjaldarástand með aðeins fáeinum starfandi smáhópum. Það eitt sýnir nauðsyn þess að leitað sé pólitískrar en ekki hernaðarlegrar lausn- ar. Sé hún gefin upp á bátinn horfumst við ekki í augu við annað en „hatur, ein- strengishátt, fordóma og tilgangsleysi sem munu viðhalda þessu óþverrastríði“, eins og Marthin Dillon skrifar í bók sinni, Dirty War, um ástandið á Norður-írlandi. 0 24 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.