Þjóðlíf - 01.03.1991, Síða 20

Þjóðlíf - 01.03.1991, Síða 20
ERLENT BRESTIR HEIMA FYRIR Á meðan Frakkar sameinuðust um hernaðaraðgerðir gegn írak, gleymdust ýmsar pólitískar deilur innanlands. Efnahagsástand og kreppa í atvinnumálum enn alvarlegri en fyrr. Hugsanlegar breytingar á ríkisstjórn sósíalista ÞORFINNUR ÓMARSSON FRAKKLANDI að er nánast hefð fyrir því, að þegar Frakkar eiga í stríði við aðrar þjóðir verða einhver umskipti í stjórnmálum landsins í kjölfarið. Nægir að nefna enda- lok III. lýðveldisins eftir seinna stríð og myndun V. lýðveldisins í lok sjötta ára- tugarins þegar Alsírstríðið stóð sem hæst. Því velta stjórnmálaskýrendur fyrir sér hvort mikilla breytinga sé að vænta í franskri pólitík næstu mánuði, enda þótt engar kosningar séu fyrirhugaðar. Ýmis merki benda nú til breytinga sem verða þó varla á grundvallarþáttum stjórnarfarsins. Á meðan stríðið stóð sem hæst við Persaflóa breyttist öll stjórnmálaumræða hér í Frakklandi. Francois Mitterrand forseti hafði mjög víðtækan stuðning við aðgerðir sínar gegn írak og myndaðist ein- ing meðal annarra stjórnmálaafla til stuðn- ings forsetanum þannig að minniháttar deilur féllu niður á meðan. Á sama hátt jókst stuðningur almennings við forsetann þegar líða tók á stríðið og náði upp í allt að 80% í skoðanakönnunum. Að vísu voru ekki allir ánægðir með beitingu hernaðar á þessu svæði og gagnrýndu öfgasinnar bæði til hægri og vinstri stefnu stjórnar- innar. En þegar sverðin voru slíðruð rifjuðust upp ýmis pólitísk vandamál sem eru jafn- vel enn alvarlegri en áður. Nú þegar ríkis- stjórn sósíalista, undir forystu Michels Rocards þarf að taka á vaxandi efnahags- vanda í kjölfar stríðsins, verða óánægju- raddir mun háværari. „Ríkisstjórnin sleppur ekki frá aðgerðarleysi sínu innan- lands þótt Frakkland hafi átt í stríði,“ sagði Jacques Chirac formaður hægri Lýðveldisflokksins (RPR) og benti jafnvel á að stjórnin ætti að segja af sér vegna ástandsins innanlands. Ríkisstjórnin hef- ur raunar átt í ýmsum vandræðum í allan vetur, eða allt frá því írak réðst inn í Kú- veit í byrjun ágúst. Erfiðlega gekk að koma fjárlagafrumvarpi í gegnum þingið, einkum vegna niðurskurðar á félagslegum sviðum, s.s. í mennta- og menningarmál- um. Á tímabili náðist ekki samstaða innan raða sósíalista um efnahagsráðstafanir og almenningur mótmælti harðlega nýjum nefskatti forsætisráðherrans. Að auki þykir nú fyrirsjáanlegt að leggja verði á sérstakan skatt til að svara kostnaði vegna stríðsins, þótt fjármálaráðherrann Pierre Bérégovoy hafi lofað öðru í fyrstu. Beinn kostnaður nam nálægt 30 milljörð- um franka og fimm milljarða „gjöf ‘ Kú- veitsstjórnar til Frakka fyrir „hjálpina“ því aðeins fimmtungur. ngu að síður eru sósíalistar ákveðnir í að snúa vörn í sókn og hafa boðað lausnir á sviðum félags- og atvinnumála sem eiga að tryggja sterkari stöðu Frakk- lands áður en árið 1992 rennur upp. Marg- ir eru reyndar vantrúaðir á lausnir þar að lútandi, því samdráttur hefur verið í efna- hags- og atvinnulífi í vetur. Þannig dróst Rocard forsætisráðherra. Hefur haldid fylgi sínu í öllum hamaganginum. 20 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.