Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Side 12

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Side 12
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 56 í 436 sek (314-556). Sömu niðurstöður fengust þegar fibrinogeni var bætt út í sýnin en að auki sást aukinn stöðugleiki storknunar (MCF), eða frá 55 mm (52-60) í 58 mm (56-62). Best storknun fékkst þegar NovoSeven® og fibrinogeni var bætt út í saman en þá leiðréttust allar fjórar breyturnar marktækt. Ályktun: Neikvæðar breytingar verða á storkuriti eftir HLV og þær má að hluta til leiðrétta með því að bæta NovoSeven® og/ eða fibrinogeni út í blóðsýni. Hugsanlegt er að þessi efni, saman eða í sitt hvoru lagi, geti haft sambærileg áhrif á klíníska blæð- ingu hjá sjúklingum. Frekari rannsóknir þarf þó til áður en hægt er að fullyrða um slíkt. V-9 Blæðing er aukin eftir kransæðahjáveituaðgerðir á sláandi hjarta í samanburði við aðgerðir framkvæmdar með aðstoð hjarta- og lungnavélar Hannes Sigurjónsson1, Bjarni G. Viðarsson1, Bjarni Torfason1-2, Tómas Guðbjartsson 1,2 'Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild HÍ hannes@landspitali.is Inngangur: Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á betri árangur kransæðahjáveituagerða sem framkvæmdar eru á sláandi hjarta samanborið við hefðbundna aðgerð þar sem notast er við hjarta- og lungnavél. Meðal annars hefur verið sýnt fram á minni blæðingar eftir aðgerð á sláandi hjarta. Þessar rannsóknir hafa hins vegar verið gagnrýndar fyrir lítinn sjúklingaefnivið og val- skekkju (selection bias). Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman þessar tvær aðgerðir, sérstaklega með tilliti til blæðingar og blóðgjafa eftir aðgerð. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á íslandi frá júní 2002 til febrúar 2005. Sjúklingum sem gengust undir aðra aðgerð samtímis kransæðahjáveitu (t.d. lokuaðgerð) var sleppt. Sjúklingunum, 307 talsins, var skipt í tvo hópa, CABG-hóp (n=218) og OPCAB-hóp (n=89). Niðurstöður: Hóparnir voru sambærilegir (tafla I) þegar kom að aldri (67 ár), kyni, útbreiðslu kransæðasjúkdóms og fjölda græð- linga í aðgerð. OPCAB-aðgerðirnar tóku lengri tíma og blæðing var aukin um 498 ml (p<0,001). Þó var tíðni enduraðgerða vegna blæðinga og magn blóðgjafa sambærilegt í báðum hópum. Hjartadrep í aðgerð (9% vs. 18% p <0,05) og aftöppun fleiðru- vökva (7% vs. 17% p = 0,03) var marktækt algengara í CABG hópnum. Tíðni gáttatifs/flökts, heilablóðfalla, skurðdauða og heildarlegutími voru sambærileg í báðum hópum. Ályktun: Kransæðahjáveituaðgerðir á sláandi hjarta eru líkt og hefðbundin aðgerð örugg meðferð, jafnvel hjá sjúklingum með útbreiddan kransæðasjúkdóm og lélegan slegil. Tíðni hjarta- dreps í aðgerð er lægri en hins vegar taka þær lengri tíma og blæðing er marktækt aukin. Hugsanleg ástæða þess gæti verið of kröftug blóðþynning þessara sjúklinga fyrst eftir aðgerðina. Tafla I. (Gefinn er upp % og fjöldi sjúklinga f sviga.) OPCAB (n = 89) CABG (n = 218) p-gildi Euroscore 4,9 4,8 óm EF < 30% 6(7) 15(7) óm Vinstri höfuðstofnsþrengsli 43 (48) 79(37) óm Fjöldi æðatenginga 3,4 3,3 óm Aðgeröartími, mín 215 191 <0,01 (bil) (85-460) (110-365) Blæðing (meöaltal í ml) 1357 859 <0,001 Enduraögerð v. blæðingar 2(2) 13(6) óm Blóðgjafir (ein.) 1,8 1,6 óm Heildarlegutími, 10 10 (miðgildi, bil) (6-42) (5-96) óm óm = ómarktækt, EF = Ejections fraction , , NYHA = New York Heart Association V-10 Kviðarholsháþrýstiheilkenni í kjölfar ECMO meðferðar eftir bráða ósæðarlokuskiptaaðgerð Haraldur Már Guðnason1, Guðjón Birgisson2, Alma Möller3'4, Kári Hreinsson3, Heigi K. Sigurðsson2, Tómas Guðbjartsson14 ’Hjarta og lungnaskurðdeild, 2almenn skurðdeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, Jlæknadeild HÍ harmagu@landspitali.is Inngangur: Kviðarholsháþrýstiheilkenni (Abdominal Compart- ment Syndrome, ACS) er skilgreint sem kviðarholsþrýstingur >20 mmH,0, og einkennist af skertu blóðflæði til hjarta, lungna og líffæra í kviðarholi. Heilkennið sést oft á gjörgæslu; sér- staklega hjá sjúkl. með kviðarholsáverka og eftir stórar kvið- arholsaðgerðir. í alvarlegum tilfellum er dánarhlutfall mjög hátt (>50%). Hér er greint frá tilfelli af alvarlegu ACS í kjölfar bráðrar hjartaaðgerðar. Tilfelli: 46 ára kona með þekkta ósæðarlokuþrengingu kom á bráðamóttöku þar sem hún fór endurtekið í hjartastopp sem ekki svaraði rafstuði eða hjartahnoði. Hún var færð beint á skurðstofu, hjartað hnoðað beint og með aðstoð hjarta- og lungnavélar var skipt um ósæðarloku. í aðgerðinni, sem tók 18 klst., var dæluvirkni hjartans afar léleg (stone heart) og varð því að hvíla hjartað með því að koma fyrir ECMO-dælu úr hægri gátt yfir í ósæð sjúklings. Nokkrum klst. eftir að ECMO-meðferð var hafin þandist kviður upp og mældist þrýstingur í þvag- blöðru 27 mmH,0. Kviðarholið var opnað og lækkaði þrýsting- urinn strax í eðlileg gildi. Kviðurinn var skilinn eftir opinn í sól- arhring og síðan lokað með sárasogsvampi (VAC). ECMO-með- ferðin tók alls átta daga og fór sjúklingurinn í fjölkerfabilun þar sem blóðstorkuvandamál (DIC), nýrna-, lifrar- og öndunarbilun (ARDS) voru mest áberandi. Hún greindist einnig með sýklasótt og þurfti háa skammta af æðaherpandi lyfjum til að halda uppi blóðþrýstingi. í kjölfarið greindist drep í maga og görnum og þurfti að nema á brott þriðjung magans. Sárasogsvampi var beitt áfram og smám saman var hægt að draga saman opið á kviðarholinu. Fjölkerfabilun gekk til baka og útskrifaðist hún á legudeild eftir 108 daga á gjörgæslu. Heildarblæðing var 44 lítr- ar og hefur hún samtals gengist undir 38 skurðaðgerðir, flestar 12 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.