Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Síða 13

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Síða 13
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 56 á kviðarholi. Fjórum mánuðum frá upphaflegu hjartaaðgerðinni er hún á góðum batavegi og innan skamms er fyrirhugað að loka kviðarholinu að fullu með skurðaðgerð. Umræða: Kviðarholsháþrýstiheilkenni er lífshættulegt fyrirbæri sem mikilvægt er að hafa í huga hjá gjörgæslusjúklingum. Auðvelt er að greina það með þrýstimælingu í þvagblöðru og meðferð felst í að opna kviðarholið og létta þannig á þrýst- ingnum. I þessu tilfelli voru orsakir heilkennisins sennilega margþættar, m.a. bjúgur í görnum vegna langrar hjartaaðgerðar og ECMO-meðferðar, mikil notkun æðaherpandi lyfja og blæð- ingar í aftanskinurými. V-11 Krabbamein í smágirni á íslandi Jóhann Páll Ingimarsson’, Jón Gunnlaugur Jónasson2, Jónas Magnússon1, Páll Helgi Möller' ’Skurðlækningadeild Landspítala, 2rannsóknarstofu HI í meinafræði ]ohannpa@landspitali.is Inngangur: Æxli í smágirni eru sjaldgæf orsök garnastíflu og blæðinga um meltingarveg. Tilgangur rannsóknar okkar var að athuga faraldsfræði æxlanna, greiningaraðferðir, meðferðir og lifun á íslandi yfir 50 ára tímabil frá 1955 til 2005. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar úr Krabbameinsskrá KÍ um þá er greinst hafa með æxli í smágirni voru bornar saman við greiningaskrá Rannsóknarstofu Háskólans. Gögn voru fengin úr sjúkraskrám. Öll sýni voru endurskoðuð af meinafræðingi. Niðurstöður: 110 greindust á tímabilinu, 58 karlar og 52 konur. Meðalaldur við greiningu var 65 ár (bil 15-91). Nýgengi var 1,04 á 100.000 íbúa á ári. Silfurfrumuæxli (carcinoid) voru 78, kirt- ilfrumuæxli 22, strómaæxli sjö og önnur þrjú. Dausgarnaræxli voru mun algengari en í ásgörn. Algengustu einkennin óháð vefjaflokkum voru: kviðverkir (n=47), uppköst (n=20), nið- urgangur (n=19) og slappleiki (n=18). Silfurfrumuheilkenni var til staðar í átta tilvikum. Æxlin voru tilviljunargreiningar í 26 sjúklingum. Algengustu rannsóknir voru magaspeglun (n=24), ristilspeglun (n=24) og tölvusneiðmynd (n=23). Algengustu aðgerðir voru hlutabrottnám á smágirni (n=43) og brottnám á botnristli og dausgarnarenda (n=13). Helstu fylgikvillar voru garnastífla (n=ll), sárasýkingar (n=8) og lungnabólga (n=6). Fjórir létust í kjölfar aðgerðar. 16 fengu krabbameinslyfjagjöf. Eins árs lifun fyrir kirtilfrumukrabbamein var 36%, 5 ára 12% og 10 ára 6%. Eins árs lifun fyrir silfurfrumuæxli er 72%, 5 ára 52% og 10 ára 33%. Umræða: Æxli í smágirni eru sjaldgæf á íslandi og hefur tíðni haldist svipuð undanfarin 40 ár. Æxlin eru oft tilviljanafundur. Hlutfall silfurfrumuæxla er hærra hér en erlendis. Einkenni eru ósértæk og greina ekki milli meingerða. Silfurfrumuheilkenni er fátítt. Lífslíkur eru slæmar líkt og erlendis. V-12 Taugaslíðursæxli á þvagfæraskurðdeild 2002-2007 Jóharrn Páll Ingimarsson’, Guðmundur Geirsson1, Guðjón Haraldsson1, Guðjón Birgisson2, Bjarni Torfason3, Ingvar Hákon Olafsson4, Agústa Andrésdóttir5, Sigfús Nikulásson6, Eiríkur Jónsson1 ’ÞvagfæraskurðdeiId, 2almenn skurðdeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild, ’heila- og taugaskurðdeild, 5röntgendeild Landspítala, 6rannsóknarstofu HÍ johannpa@iandspitaii.is Inngangur: Taugaslíðursæxli (schwannoma) við þvagvegi eru sjaldgæf, jafnan góðkynja æxli. Einkenni og myndrannsókn- ir eru ósértæk og æxlin oft innvaxin í taugar við greiningu. Tilgangur greinarinnar er að lýsa slíkum tilfellum á Islandi, greiningu þeirra, meðferð og afdrifum. Efniviður og aðferðir: Á Landspítala greindust fimm taugaslíð- ursæxli við þvagvegi á árunum 2002-2007. Gögn voru fengin úr sjúkraskrám. Niðurstöður: Tveir sjúklinganna voru konur og þrír karlar, 26 til 52 ára. Tveir greindust vegna viðvarandi verkja, tveir fyrir tilviljun og einn vegna verkja við holdris. Nokkur töf var á greiningu þeirra þriggja sem höfðu einkenni. Beðið var með eina aðgerð vegna meðgöngu. Þrjú æxlanna voru aftan skinu (retroperitoneal), þar af eitt einnig vaxið upp í brjósthol aftan fleiðru. Eitt æxli fannst í lim og eitt í sáðstreng (funiculus). Enginn sjúklinganna hafði von Recklinghausen sjúkdóm eða aðra þekkta taugasjúkdóma. Öll æxli voru kortlögð með tölvu- sneiðmynd og segulómun. Eitt var fjarlægt um kviðsjá en hin í opinni aðgerð. í öllum tilvikum náðist að fjarlægja allan æxl- isvöxt. I fjórum tilvikum var komist hjá stórsæjum skaða á taug- um. Æxlin voru 1-8 cm og reyndust öll góðkynja. Sjúklingurinn með æxlið aftan fleiðru fékk loftbrjóst í kjölfar aðgerðar, en ekki voru aðrir snemmkomnir fylgikvillar við aðgerðir. Einu til fimm árum frá aðgerð eru allir sjúklingar á lífi án endurkomu á æxli. Tveir hafa langvinn taugaeinkenni, einn tilfinningaglöp (parestehsia) á skynsvæði fyrstu spjaldhryggstaugar og annar viðvarandi verki í aðgerðaröri. Umræður: Æxli aftan skinu eru algengustu taugaslíðursæxli við þvagvegi. Skammtímahorfur af meðferð á Landspítala eru góðar, en fylgikvillar frá taugum til staðar. Ekki hefur áður verið lýst taugaslíðursæxli sem orsök verkja við holdris. V-13 Samanburðurá krufningagreindum nýrnafrumukrabbameinum og þeim sem greinast fyrir tilviljun í sjúklingum á lífi Ármann Jónsson1, Sverrir Harðarson21, Vigdís Pétursdóttir2, Helga Björk Pálsdóttir1, Eiríkur Jónsson31, Guðmundur Vikar Einarsson3, Tómas Guðbjartsson3-1 ’Læknadeild HÍ, ’rannsóknarstofu í meinafræði, 3þvagfæraskurðdeild Landspítala arj1@hi.is Inngangur: Krufningagreind nýrnafrumukrabbamein eru æxli sem greinast við krufningu hjá sjúklingum sem fyrir andlát hafa ekki þekkt einkenni sjúkdómsins. Segja má að um nokk- urs konar tilviljanagreiningu sé að ræða en það hugtak er þó eingöngu notað um æxli sem greinast án einkenna í sjúklingum LÆKNAblaðið 2007/93 1 3

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.