Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Qupperneq 19

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Qupperneq 19
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 Inngangur: Æxlisvöxtur upprunninn í fleiðru getur verið stað- bundinn eða útbreiddur um himnuna. Æxli af fyrrnefndu gerð- inni nefnast á ensku Solitanj Fibrous Tumors of the Pleura (SFTP) en um 20% þeirra eru illkynja og draga þá þriðjung sjúklinga til dauða. Algengari og betur rannsökuð eru mesothelioma, sem vaxa með dreifðum hætti, tengjast útsetningu fyrir asbesti og hafa nær 100% dánarhlutfall. Markmið rannsóknarinnar er að nýta hagstæðar aðstæður hér á landi til lýðgrundaðrar (e. population-based) úttektar á SFTP og ákvarða nýgengi sjúkdóms- ins sem hingað til hefur ekki verið þekkt. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskygn og fengust upplýsingar um sjúklinga með SFTP úr sjúkragögnum og skrám rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði. Vefjafræði æxlanna var yfirfarin af meinafræðingi. Til samanburðar voru upplýsing- ar um nýgengi mesothelioma sóttar til Krabbameinsskrár KI. Niðurstöður: Alls greindust 11 sjúklingar með SFTP á tímabilinu (8 konur og 3 karlar, meðalaldur 60 ár) en 35 með mesothelioma (4 konur og 31 karl, meðalaldur 68 ár). Árlegt aldursstaðlað ný- gengi SFTP og mesothelioma er því 1,4 og 4,0 af 1.000.000 (95% öryggisbil 0,69-2,5 og 2,6-5,4). Aðeins þrír sjúklingar með SFTP höfðu einkenni af sjúkdómnum en hinir greindust fyrir tilviljun. Allir sjúklingamir vom meðhöndlaðir með brottnámi æxlis í opinni aðgerð utan einn sem greindist við krufningu. Engir alvarlegir fylgikvillar komu upp í eða eftir aðgerð. Endurkoma sjúkdómsins hefur ekki verið skráð í neinu tilfelli og enginn sjúklinganna látist úr sjúkdómnum (miðgildi eftirfylgni 70 mán.). Ályktanir: Á 24 ára tímabili greindust hér á landi 46 tilfelli æxl- isvaxtar með uppruna í fleiðru. Fjórðungur þeirra voru stað- bundin SFTP æxli sem í öllum tilvikum sýndu af sér góðkynja klíníska hegðun og vefjagerð. Þótt um sé að ræða litla rann- sókn og fá tilfelli er þetta fyrsta lýðgrundaða rannsóknin sem vitað er um á SFTP og gefur hún nýgengið á þessum sjaldgæfa sjúkdómi. V-25 Lyfjabrunnar á Landspítala 2002-2006, ísetning og notkun Skúli Óskar Kim1, Páll Helgi Möller2, Bergþór Björnsson2, Pétur Hannesson3, Agnes Smáradóttir4 'Læknadeild HI, 2skurðlækningadeild, 3myndgreiningadeild, dyflækningadeild krabbameina Landspítala sokVShi.is Inngangur: Isetning og notkun lyfjabrunna hefur aukist und- anfarin ár á Landspítala. Erlendar rannsóknir sýna lága tíðni snemm- og síðkominna fylgikvilla. Þetta hefur ekki verið rann- sakað hér á landi. Tilgangur rannsóknar var að kanna ísetningu og notkun lyfjabrunna á Landspítala, auk tíðni fylgikvilla og bera saman við niðurstöður erlendra rannsókna. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Allir sjúklingar yfir 18 ára aldur sem fengu lyfjabrunn á skurðlækn- ingadeild Landspítala Hringbraut á tímabilinu 1. janúar 2002 til 31. desember 2006 voru teknir inn í rannsóknina. Skráðar voru upplýsingar úr aðgerð, niðurstöður lungnamyndatöku eftir ísetningu og klínískar upplýsingar á meðan notkun stóð. Farið var yfir myndrannsóknir þar sem vandkvæði komu upp við ísetningu eða notkun á lyfjabrunni. Rannsókn var samþykkt af Vísindasiðanefnd Landspítala og Persónuvernd. Niðurstöður: Á tímabilinu voru settir 482 lyfjabrunnar í 438 sjúklinga. Sjúklingar voru með lyfjabrunna í 398 (2-1875) daga. Ábendingar fyrir ísetningu voru krabbamein (n=361), blóð- sjúkdómar (n=97) og aðrir sjúkdómar (n=24). Snemmkomnir fylgikvillar voru loftbrjóst (n=12) og blæðing (n=l). Síðkomnir fylgikvillar voru blóðsegar (n=23), brunnsýkingar (n=6) og blóðsýkingar (n=8), snúningur á lyfjabrunni (n=ll), tilfærsla á æðalegg (n=8) og slöngurek (n=2). Ályktun: Tíðni fylgikvilla við ísetningu og notkun lyfjabrunna á Landspítala er svipuð og þekkt er úr erlendum rannsóknum. Blóðsegar eru ívið tíðari hjá okkur samanborið við erlendar rannsóknir. Ástæður kurtna að vera fjöldi daga sem lyfjabrunnur er til staðar eða ófullnægjandi skolun við notkun. Mögulega er hægt að draga úr tíðni annarra fylgikvilla með hjálp ómskoð- unar við neðanviðbeinsbláæðaástungu eða með ísetningu lyfjabrunns með skurði niður á bláæð. V-26 Þrívíddarlíkan af mjúkvefjaæxli í hnésbót og nærliggjandi vefjum Eyþór Örn Jónsson', Paolo Garguilo2, Hildur Einarsdóttir3, Halldór Jónsson jr.1,4, Þórður Helgason2 'Læknadeild HÍ, 2rannsóknar- og þróunarstofu, 3röntgendeild, 4bæklunarskurðdeild Landspítala eythororn@gmail. com Inngangur: Myndgreining í þrívídd hefur reynst gagnleg við undirbúning ýmissa skurðaðgerða en þrívíddarlíkön sýna afstöðu vefja með skýrari hætti en tvívíðar þversneiðar. Þrívíddarlíkön af mjúkvefjaæxlum á grunni segulómskoðunar eru nánast óþekkt. Tilgangur verkefnisins var að gera þrívídd- arlíkan af mjúkvefjaæxli í hnésbót ásamt nærliggjandi vefjum á grunni segulómskoðunar og meta lrvort líkanið gagnaðist við undirbúning á brottnámi æxlisins. Efniviður og aðferðir: Sjúklingurinn er áður hraustur 41 árs gamall karlmaður sem gekkst undir segulómskoðun vegna verkja í hné og greindist þá með mjúkvefjaæxli djúpt í hnésbót- inni. Vefir hnésbótarinnar voru einangraðir og endurbyggðir með myndvinnsluforritinu MIMICS. Gerð var viðbótar seg- ulómskoðun með mjög þunnum sneiðum til að kanna hvort þrívíddarlíkan á þeim grurtni hefði meira notagildi. Niðurstöður: Gerð þrívíddarlíkananna gekk vel en það tók 2Vi klst. að gera hvort líkan um sig. í MIMICS er hægt að skoða líkönin frá öllum sjónarhornum og birta og hylja vefi að vild. Einnig var framleitt haldbært gipslíkan en gerð þess tók 3Vi klst. Við undirbúning aðgerðarinnar var einkum gagnlegt að sjá af- stöðu æxlisins til tauga og æða vegna vals á nálgun (approach). Við aðgerðina kom í ljós að líkanið spáði mjög vel fyrir um legu æxlisins. Líkanið sem byggir á hefðbundinrti sneiðaþykkt sýnir afstöðu vefja með fullnægjandi hætti en það sem byggir á þynnri sneiðum er þó talsvert nákvæmara. Við meinafræðilega skoðun kom í ljós að um mjög stóran hlaupbelg (ganglion) var að ræða. Umræða: Það er unnt að gera þrívíddarlíkön af mjúkvefjaæxlum LÆKNAblaðið 2008/94 1 9

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.