Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Qupperneq 21

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Qupperneq 21
V í S I N D I Á V 0 R D 0 G F Y L G I R I T U M 5 6 aðferðum. Sams konar mælingar eru gerðar til samanburðar í sneiðmyndatæki. Niðurstöður: Geislaskammtar í CTDI líkönum mælast 28- 56 mGy við CBCT myndatökur en í sneiðmyndatæki á Myndgreiningardeild Landspítala á bilinu 31-52 mGy. Taka þarf tillit til stillinga á tökuþáttum eins og kV, mAmp o.s.frv. Myndgæði CBCT mynda eru umtalsvert verri en hinna hefð- bundnari sneiðmynda, en þó er myndirnar nýtilegar fyrir sértækar mælingar á þykkt og staðsetningu líffæra. Ályktun: CBCT myndir auka öryggi við geislameðferð krabba- meina. Með notkun þessarar tækni er unnt að auka eftirlit með hreyfingu líffæra og fá fram vinnuhagræðingu við undirbúning meðferðar. Geislaskammtar sem mælast við CBCT myndatöku mælast af sambærilegum gildum og hefðbundnari sneiðmynda- tökur. Rétt er að leita eftir hámarks ávinningi með sem lægstum viðbótar geislaskammti. V-30 Myndtækni nýtt til þróunar og endurbóta í geislameðferð krabbameins í blöðruhálskirtli Agnes Þórólfsdóttir1, Garðar MýrdaP ’Geislameðferð krabbameinslækninga,2 geislaeðlisfræðideild krabbameinslækninga, Landspítala agnest@landspitali. is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að með hækkun geisla- skammta í meðferðarsvæði megi ná fram auknum lækningalík- um. Við aukinn geislaskammt er þörf á að minnka öryggismörk um meðferðarsvæði til að hlífa sem mest heilbrigðum vef. Stefnt er á að hafa á Landspítala styrkmótaða geislameðferð (e. Intensity Modulated Radiation Therapy) sem gefur möguleika á hærri geislaskömmtum í meðferðarsvæði og heilbrigðum vef yrði jafnframt betur hlíft. Mikinn rmdirbúning þarf til að hefja slíka meðferð og skoða þarf alla þætti meðferðar, eins og tæknilega þætti, gæðaeftirliti, fræðslu o.fl. Markmið: Að fá tölulegt mat á nákvæmni geislameðferðar við staðbundnu krabbameini í blöðruhálskirtli með stafrænu mynd- kerfi til ákvörðunar á stærð öryggismarka um meðferðarsvæði. Skoðuð voru áhrif líkamsmassastuðuls (BMI) á nákvæmni meðferðar. Athuguð voru áhrif hans á nákvæmni innstillingar með tilliti til ákvörðunar á stærð öryggismarka og möguleika sjúklinga með hátt BMI að fá IMRT meðferð. Aðferðir: Myndir voru skoðaðar í myndskoðunarkerfi eftir að meðferð sjúklings var lokið. Þátttakendur voru 40, það er allir þeir sjúklingar sem fengu geislameðferð vegna staðbundins krabbameins í blöðruhálskirtli á geisladeild Landspítala árið 2006. Mæld voru frávik í innstillingu þessara sjúklinga. Heildarfjöldi mynda sem teknar voru og metnar í myndskoð- unarforriti var 3032. Myndir sem hægt var að meta voru 2595. Fundnar voru kerfisskekkjur innstillingar (SSE) og slembiskekkj- ur innstillingar (cSE) í stefnur M-L (hægri -vinstri á sjúkling), S-I (til höfða-fóta og A-P (fram-aftur á sjúkling). Niðurstöður voru notaðar til að reikna út ráðlögð öryggismörk utanum kjörmeð- ferðarsvæði (CTV-PTV). Niðurstöður: Niðurstöður þessa verkefnis eru að öryggismörk um meðferðarsvæði þyrftu að vera 6,2 mm í SI stefnu og 10,1 mm í AP stefnu. Reiknuð þrívíð öryggismörk vegna IMRT-með- ferðartækni þyrftu að vera 15,8mm miðað við uppstillingarfor- sendur á Landspítala árið 2006, sem ekki er ásættanlegt með tilliti til líklegra aukaverkana. Jákvæð fylgni var á milli BMI sjúklinga og skekkju til hægri eða vinstri (M-L) (r=0,21) Ályktun: Áður en tekin er upp IMRT-tækni þarf að fara yfir alla þætti undirbúnings og framkvæmd meðferðar og fá fram aukna nákvæmni. Unnið er að þeim endurbótum. V-31 Grindarbotnsþjálfun með raförvun og án sem meðferð við áreynsluþvagleka Halldóra Eyjólfsdóttir1, María Ragnarsdóttir1, Guðmundur Geirsson2, Þórarinn Sveinsson3 'Endurhæfingardeild, 2þvagfæraskurðdeild Landspítala, 3sjúkraþjálfunarskor læknadeildar HI halldey@landspitali.is Inngangur: Tólf -55% kvenna hafa fundið fyrir þvagleka ein- hvern tímann á ævinni. Þetta er því algengt vandamál sem mikil- vægt er að finna árangursríka meðferð við. Markmið: Að kanna gagnsemi grindarbotnsþjálfunar með og án raförvunar og bera saman hvor meðferðin gefi betri árangur. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru þægindaúrtak 24 kvenna 20-75 ára sem greindar voru með áreynsluþvagleka. Barnshafandi konur og konur með bráðaþvagleka voru útilok- aðar. Þeim var skipt í tvo hópa með slembivali, hópur 1 þjálfaði grindarbotnsvöðva með hefðbundnum grindarbotnsæfingum, en hópur 2 notaði raförvun að auki. Styrkur og úthald grind- arbotnsvöðva var metinn með þreifingu frá 0-5 og vöðvarafriti (Myomed 930 Enraf Nonius), sem sýnir hámarks-, lágmarks-, heildar-, og meðalspennu í samdrætti og hvíld. Konumar svör- uðu spurningalista International Continence Society um magn og gerð þvaglekans, áhrif á daglegt-, félags- og kynlíf, fyrir með- ferð við áreynsluþvagleka og árangur þeirrar meðferðar, fylltu út þvaglátaskrá og mátu þvaglekan á VAS kvarða fyrir og eftir meðferð. Meðferð: Konur í báðum hópum gerðu grindarbotnsæfingar tvisvar á dag, spenntu í 7 sekúndur með 7 sekúndna hléi á milli í alls 15 mínútur. Konur í hópi 2 notuðu auk þess raförvun með yfirborðselektróðu í leggöngum samtímis æfingunum. Urvinnsla: Lýsandi tölfræði, Mann-Whitney U-próf og Wilcoxon signed rank test fyrir paraðar mælingar. Við úrvinnslu var notað Excel forritið og tölfræðigreining gerð í SPSS 11.0. Marktækni sett við p>0,05 Niðurstöður: í upphafi meðferðar var einungis marktækur munur á hópunum í aldri. Eftir meðferð juku báðir hópar marktækt spennu í grindarbotnsvöðvum (p=0,007: p=0,005) og hópur 2 hafði marktækt minni þvagleka (p=0,008) og lágmarks spennu (p=0,013) í EMG. Munur á árangri hópanna var hvergi marktækur. Ályktanir: Grindarbotnsþjálfun er árangursrík við áreynslu- þvagleka. Raförvunarhópurinn var ekki marktækt betri að með- ferð lokinni. LÆKNAblaðið 2008/94 21

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.