Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Qupperneq 33

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Qupperneq 33
V í S I N D I A V 0 R D O G F Y L G I R I T U M 5 6 Inngangur: S. pneumoniae veldur árlega um 1 milljón dauðsfalla í börnum undir 5 ára aldri. Nýburar geta svarað próteintengd- um pneumókokka fjölsykrubólueínum (Pnc) en svörunin er lægri en í fullorðnum einstaklingum auk þess sem þau eru dýr og því ekki fýsilegur kostur fyrir þróunarlönd. Vel varðveitt prótein gætu veitt vemd gegn mörgum hjúpgerðum í mismun- andi heimssvæðum. IC31 samanstendur af örverudrepandi peptíði og fákimaröð (oligonucleotide) sem hefur reynst auka Thl ónæmissvör í fullorðnum músum. Markmið: Að kanna áhrif IC31 á ónæmissvar nýburamúsa gegn Pncl-TT og nýjum prótínbóluefnum gegn pneumókokkum. Aðferðir: Nýburamýs voru bólusettar með Pncl-TT eða pró- teinbóluefnum (Sp2216. Spl732, Sp0117 og Spl650) með eða án IC31. Þegar mýsnar voru 5 vikna (Pncl-TT) eða 7 vikna (pró- teinbóluefni) voru þær sýktar með S. pneumoniae serótýpu 1 um nef og lungna- og blóðsýking metin með því að telja kóloníu myndandi einingar (CFU). Mótefnamagn var mælt í sermi. Niðurstöður: Ein bólusetning með Pncl-TT og IC31 jók mót- efnamagn nýburamúsa marktækt miðað við ef enginn ónæm- isglæðir var gefinn og voru þær fullkomlega verndaðar gegn blóðsýkingu auk þess sem lungnasýking var marktækt lægri. Öll próteinin vöktu ónæmissvar í nýburamúsunum en besta vernd gegn blóð- og lungnasýkingum fékkst ef öll fjögur pró- teinin voru gefin saman í blöndu með IC31. Alyktun: Niðurstöður okkar sýna að IC31 getur aukið ónæm- issvar nýburamúsa bæði gegn Pncl-TT og nýjum prótínbóluefn- um. Þetta gefur til kynna að IC31 megi nota til að bæta virkni nýburabóluefna. V-61 Áhrif neyslu magurs fisks á þyngdartap í of þungum og of feitum einstaklingum Alfons Ramel, Margrét Þóra Jónsdóttir, Inga Þórsdóttir Rannsóknarstofu f næringarfræði, Landspítala og HÍ alfons@landspitali.is Inngangur: Fiskneysla getur haft jákvæð áhrif á líkamsþyngd samkvæmt dýra- og faraldsfræðilegum rannsóknum. íhlutandi rannsóknir á samspili þyngdartaps og fiskmetisneyslu eru fáar, en þær styðja þessi tengsl. Markmið rannsóknarinnar var því að kanna áhrif neyslu magurs fisks á þyngdartap í of þungum og of feitum einstaklingum. Efniviður og aðferðir: Alls hófu 126 karlar og konur (20-40 ára) með líkamsþyngdarstuðul á bilinu 27,5-32,5 kg/m2 þátttöku. Ihlutun stóð yfir í 8 vikur. Dagleg orka sem þarf til að halda óbreyttri þyngd var metin fyrir hvern þátttakanda í upphafi íhlutunarinnar og hver einstaklingur fékk matseðil sem sam- svaraði 30% orkuskerðingu. Þátttakendum var skipt í þrjá rannsóknarhópa af handahófi: 1) viðmiðunarhóp (sólblóma- olíu hylki, enginn fiskur eða fiskiolíur), 2) þorskhóp 1 (3 x 150g af þorski/viku), og 3) þorskhóp 2 (5 x 150g af þorski/viku). Mælingar á líkamssamsetningu og blóðbreytur voru gerðar við upphaf og lok íhlutunar. ANCOVA líkan var notað til að meta áhrif fiskneyslu á þyngdartap. Niðurstöður: Líkamsþyngd lækkaði eftir 8 vikur (-5,0 ± 2,9 kg, P<0,001), líka mittisummál (-5,0 ± 3,2 cm, P<0,001), líkams- þyngdarstuðull (-1,65 ± 0,95 kg, P<0,001), slagþrýstingur (-3,4 ± 8,9 mmHg, P=0,001), þanþrýstingur (-2,4 ± 6,9 mmHg, P<0,001), þríglýceríð (-1,26 ± 0,567 mmol/L, P=0,030) og fastandi insúlín (-1,21 ± 5,31 mU/L, P=0,025). Samkvæmt ANCOVA líkani voru línuleg tengsl milli þorskneyslu og þyngdartaps og 5x150 g þorskneysla í viku jók þyngdartap aukalega um 1,7 kg í of þung- um og of feitum einstaklingum í samanburði við viðmið. Ályktun: Þessi rannsókn sýnir að neysla magurs fisks fimm sinum í viku meðan á megrun stendur er ásættanleg leið til að auka þyngdartap í of þungum og of feitum einstaklingum í sam- anburði við fæðu án sjávarfangs. (Rannsóknin var styrkt af AVS, samningsnúmer R 048-05) V-62 Mataræði og járnbúskapur íslenskra ungbarna - áhrif nýrra ráðlegginga Ása Vala Þórisdóttir1, Gestur I. Pálsson2, Inga Þórsdóttir1 ’Rannsóknastofu í næringarfræði, 2Barnaspítala Hringsins, Landspítala asavaia@tandspitaii.is Inngangur: íslenskar ráðleggingar um mataræði ungbarna voru endurbættar árið 2003. Rannsókn á næringu ungbarna 1995-97 leiddi í ljós lágan járnbúskap og háa próteininntöku Markmið: Markmið með þessari rannsókn 2005-07 var að rann- saka áhrif nýrra ráðlegginga á mataræði og járnbúskap ung- barna. Aðferðir: Handahófskennt úrtak fjögurra mánaða ungbarna var valið af Hagstofu íslands. Fæðusaga var notuð til að meta mat- aræði 0-4 mánaða barna og mánaðarlegum upplýsingum um mataræði var safnað með 24 stunda matarskráningum við 5-8 og 10-11 mánaða aldur og með þriggja daga vigtuðum skráningum við 9 og 12 mánaða aldur (n=250). Við 12 mánaða aldur voru teknar blóðprufur og járnbúskapur metinn (n=140). Niðurstöður: í þessari rannsókn voru engin börn með járn- skortsblóðleysi (Hb<105g/L, s-ferritin<12pg/L, MCV<74fl); 4,3% höfðu járnskort (s-ferritin<12pg/L, MCV<74fl) og 5,8% voru með skertar járnbirgðir (s-ferritin<12pg/L). Hins vegar voru 2,7% með járnskortsblóðleysi, 20% með járnskort og 41% með skertar járnbirgðir í fyrri rannsókninni. Helstu breytingar sem orðið hafa á mataræði barnanna voru samkvæmt nýju ráð- leggingunum, þ.e. kúamjólkurneysla hefur dregist verulega saman en stoðmjólk hefur að miklu leyti komið í staðinn fyrir hana. Aukin neysla á grautum og ávöxtum hafði einnig jákvæða fylgni við járnbúskaps breytur. Börnin voru lengur eingöngu á brjósti í þessari rannsókn en í fyrri rannsókninni (miðgildi fjórir mánuðir á móti þremur mánuðum). Ennfremur hafði prótein- neysla minnkað síðan 1995-97. Ályktanir: Ráðleggingar frá 2003 og breytingar á mataræði ungbarna hafa bætt járnbúskap 12 mánaða íslenskra ungbarna. Islenskir foreldrar fylgja ráðleggingum um mataræði ungbarna, en fylgni við ráðleggingar um brjóstagjöf þarf að bæta. LÆKNAblaðið 2008/94 33

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.