Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Qupperneq 37

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Qupperneq 37
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var gera greinargott yfirlit yfir hvað lyfjafræðileg umsjá er á íslensku, fyrir íslensk- ar aðstæður og sérstaklega með starfsemi á göngudeildum Landspítala í huga. Einnig að setja fram skilmerki fyrir því hvernig best sé að þjálfa lyfjafræðinema og lyfjafræðinga í að veita lyfjafræðilega umsjá. Enn fremur að veita sjúklingum á dag- og göngudeild 11B lyfjafræðilega umsjá og taka saman klínísk gögn úr þeirri lyfjafræðilegu umsjá sem veitt var. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin skiptist í þrjá hluta. I fyrsta hluta rannsóknarinnar var unnið með hugtakið lyfjafræðileg umsjá og fjögurra vikna fjarnámskeiði við Minnesotaháskóla lokið þar sem kennd voru undirstöðuatriði lyfjafræðilegrar umsjár. Annar hluti fól í sér þjálfun við að veita lyfjafræðilega umsjá á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga 11B, Landspítala. Þriðji hluti rannsóknarinnar fólst í samantekt klínískra upplýsinga, s.s. flokkun lyfjatengdra vandamála og úrlausna þeirra. Niðurstöður: Óskað var eftir þátttöku sjúklinga á tímabilinu 12. febrúar - 3. apríl 2007. Urtakið var valið í samráði við lækna á dag- og göngudeild 11B og samanstóð af 65 sjúklingum. Þátttakendur voru 51 talsins, sjö neituðu og aðrir sjö forföll- uðust. Tekið var frum- og eftirfylgniviðtal við 50 sjúklinga (einn lést á tímabilinu). Lyfjatengd vandamál fundust hjá 31 sjúklingi. Þau voru 46 talsins og tókst að leysa 40 þeirra. Flest voru lyfjatengdu vandamálin í flokknum "þörf er á viðbótarlyfjameð- ferð" og næstflest í flokknum „meðferðarheldni léleg". Sett var upp þjálfunaráætlun og hún endurskoðuð eftir að rannsakandi hafði veitt lyfjafræðilega umsjá á dag- og göngudeild 11B. í ljósi reynslu rannsakanda gæti vel verið mögulegt að hefja starfsemi í lyfjafræðilegri umsjá á göngudeildum Landspítala. Ályktun: Lyfjafræðileg umsjá gæti gagnast sjúklingum á Islandi líkt og sýnt hefur verið fram á erlendis. Ákjósanlegast er að lyfjafræðingar/lyfjafræðinemar fái þjálfun í grunnatriðum lyfjafræðilegrar umsjár áður en þeir hefjast handa við að veita hana. Lyfjafræðilega umsjá er vel hægt að veita við íslenskar aðstæður. Hugsanlega væri best að gangsetja þjónustuna þar sem fólk er vant að fá heilbrigðisþjónustu, s.s. á göngudeildum og heilsugæslustöðvum. V-71 Sýklalyfið azithromycin ver lungnaþekju gegn Pseudomonas aeruginosa sýkingu óháð bakteríudrepandi virkni Skarphéðinn Halldórsson1, Guðmundur Hrafn Guðmundsson1, Þórarinn Guðjónsson3-4, Magnús Gottfreðsson5, Ólafur Baldirrsson3-6 * * * * * 'Líffræðistofnun, 2rannsóknastofa í stofnfrumufræðum, líffærafræðideild læknadeildar, 3lyfjafræðideild HÍ, 4blóðmeinafræðideild, 5smitsjúkdómadeild, 6lungnadeild Landspítala skarph@hi.is Inngangur: Gram neikvæða bakterían Pseudomonas aeruginosa getur valdið alvarlegum lungnasýkingum í einstaklingum með skerta ónæmisstarfsemi á borð við sjúklinga með slímseygju (cystic fibrosis (CF)) eða króníska lungnateppu (chronic obst- ructive pulmonary disease (COPD)). Lungnaþelið er fremsta varnarlína gegn sýkingum í öndunarfærum. Samheldni þess, skautun og gegndræpi er stjórnað af þéttitengjapróteinum. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að sýklalyfið azithromycin hefur jákvæð áhrif á lungnastarfsemi CF sjúklinga án þess að um beina bakteríudrepandi virkni sé að ræða. Við höfum áður sýnt að azithromycin eykur rafviðnám og breytir tjáningu þéttitengja- próteina í berkjufrumulínunni VA10. Markmið: Að rannsaka samspil P. aeruginosa og lungnaþelsins við sýkingu og að skilgreina varnaráhrif azithromycins í því samhengi. Aðferðir: Með því að notast við himnuræktir gátum við mælt rafviðnám, samsetningu þéttitengja og innskrið P.auruginosa í lungnaþekju líkani. Þekjan var bæði meðhöndluð með lifandi bakteríum og sterílu floti úr P.aeruginosa rækt. Niðurstöður: Rannsóknir okkar benda til þess að rhamnolípíð sem P.aeruginosa seytir frá sér riðli byggingu þéttitengja sem lækkar rafviðnám í lungnaþekjunni. Niðurstöðumar sýna einnig að meðhöndlun lungnaþekjunnar með azithromycini ver þekjuna fyrir lækkun á rafviðnámi og flýtir fyrir bata í kjölfar P.aeruginosa sýkingar, óháð bakteríudrepandi virkni lyfsins. Ályktun: Með þessari rannsókn er stigið skref í átt að því að útskýra hvernig hliðarverkun azithromycins getur styrkt nátt- úrulegar varnir lungnaþelsins gegn sýkingum. V-72 Áhrif kúrkúmíns og kúrkúmínóíða á lungnaþekjuvef in vitro Berglind Eva Benediktsdóttir1, Þórarinn Guðjónsson2, Hanne Hjort Tonnesen3, Már Másson1, Ólafur Baldursson14 'Lyfjafræðideild HÍ, 2rannsóknastofu í stofnfrumufræðum, líffærafræði, læknadeild HÍ og blóðmeinafræðideild Landspítala, 3School of Pharmacy, Dept. of Pharmaceutics, University of Oslo, 4lungnadeild Landspítala bergiib@hi.is Inngangur: Kúrkímín er náttúruefni og finnst í þurrkuðum jarð- stönglum plöntunnar Curcuma longa L. en þurrkuðu jarðstöngl- arnir hafa víða verið notaðir í aldaraðir sem gult litarefni og sem krydd og því er kúrkúmín talið lítt eitrað. Kúrkúmín hefur verið rannsakað frá lyfjafræðilegu sjónarhorni vegna hugsanlegrar virkni þess gegn ýmsum sjúkdómum en rannsóknir hafa sýnt að efnið hefur bólgueyðandi- og andoxunarvirkni, virkni gegn krabbameini auk þess sem stök tilfelli hafa sýnt að kúrkúmín hefur reynst vel sjúklingum með slímseigjusjúkdóm. Til að skil- greina betur hugsanleg áhrif kúrkúmíns þá rannsökuðum við áhrif þess á lungnaþekjufrumur in vitro. Aðferðir: Lungnaberkjuþekjufrumum var sáð á gegndræpa filtra og þær meðhöndlaðar með kúrkúmíni og kúrkúmínóíð- unum dímetoxýkúrkúmín og bisdemetoxýkúrkúmín. Niðurstöður: Tilraunir okkar sýna að kúrkúmín eykur rafviðnám (TER, transepithelial electrical resistance) lungnaþekju in vitro og virðast áhrifin vera skammtaháð. Niðurstöðurnar sýna einn- ig að mismunandi afleiður kúrkúmíns hafa mismunandi áhrif á TER. Dímetoxýkúrkúmín jók ekki TER heldur virtist halda því niðri en bisdemetoxýkúrkúmín jók rafviðnám marktækt þótt áhrifin væru skammvinn. Þar sem vitað er að þétttengslapró- tein stjórna TER, leituðum við skýringa á áhrifum kúrkúmíns á tjáningu þeirra. Mótefnaflúrlitun og western blotting benda til LÆKNAblaðið 2008/94 37

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.