Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Qupperneq 38

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Qupperneq 38
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 56 þess að kúrkúmín hafi áhrif á tjáningu þétttengslaprótína og að samband TER og tjáningar slíkra prótína sé flókið. Mismunandi áhrif kúrkúmíns og afleiðna þess á TER lungnaþekju benda til þess að hluti byggingar kúrkúmíns hækki TER en aðrir hlutar kúrkúmíns hafi ýmist engin áhrif eða lækki TER. Ályktun: Þessar niðurstöður gætu hjálpað við að útskýra ávinning við notkun kúrkúmíns fyrir sjúklinga með slímseigju- sjúkdóm. Gera þarf mun viðameiri rannsóknir til að skilja áhrif kúrkúmíns á byggingu og virkni lungnaþekju almennt. V-73 Q100R stökkbreyting í geni storkuþáttar VII hjá íslenskri fjölskyldu með blæðingarhneigð Helga Sigrún Sigurjónsdóttir', Elizabeth Cook’, Brynja R. Guðmundsdóttir2, Vigfús Þorsteinsson3, ísleifur Ólafsson1 'Klínískri lífefnafræðideild, ^blóðmeinafræðideild Landspítala, 3rannsóknardeild Sjúkrahúsinu á Akureyri isleifur@landspitali.is Inngangur og markmið: Storkuþáttur VII er K-vítamínháður serín próteasi sem kemur af stað fyrstu þrepum storkukerfisins. Skortur á storkuþætti VII (FVII) er sjaldgæfur arfgengur storku- galli, en algengi hans er talin vera 1:300.000-500.000. Nýlega var lýst íslenskri fjölskyldu með FVII skort. Einn fjölskyldumeðlim- ur hafði blæðingarsjúkdóm og minna en 2% af eðlilegri virkni FVII. Þá höfðu aðrir í fjölskyldunni verulega lækkaða virkni FVII en voru án klínískra einkenna. Tilgangur þessarar rann- sóknar var að finna sameindaerfðafræðilega orsök FVII skorts í fjölskyldunni. Efniviður og aðferðir: Erfðaefnið var einangrað úr bláæða- blóði frá vísitilfelli og þremur systkinum. Allar útraðir í geni strokuþáttar FVII voru fjölfaldaðar með fjölliðunarhvarfi og niturbasaröð þeirra ákvörðuð. Aðferðir til arfgerðargreiningar á geni FVII voru þróaðar og leitað að stökkbreytingum og erfða- breytileikum í 100 manna úrtaki heilbrigðs íslensk þýðis. Niðurstöður og ályktun: Við stökkbreytingaleit í geni vísitilfellis fannst stökkbreyting í útröð 5 á arfhreinu formi. Stökkbreytingin felst í að kóðinn CAG fyrir Gln í stöðu 100 í fjölpeptíðkeðju FVII verður CGG fyrir Arg (Q100R). Stökkbreytingaleitin sýndi að aðrir fjölskyldumeðlimir voru samsett arfblendnir fyrir stökk- breytingunni Q100R og erfðabreytileika í útröð 8, R353Q, en hann er þekktur fyrir að valda um það bil 25% lækkun í virkni FVII. Samsætutíðni R353Q var ákvörðuð í 100 manna heilbrigðu íslensku úrtaki og reyndist hún vera 0,08. Þar sem Q100R er algengasta stökkbreytingin í geni FVII meðal Norðmanna er líklegt að tilvist hennar hér á landi megi rekja þangað. V-74 Stjórn á afritun cystatín C gens um stutta kjarnsýruröð í stýrilsvæði Elizabeth Cook, ísleifur Ólafsson Klínískri lífefnafræðideild Landspítala ecook@iandspitati.is Inngangur: Cystatín C tilheyrir stórri fjölskyldu þróunarlega skyldra próteina, sem hafa það hlutverk að hemja virkni pró- teinkljúfandi ensíma af flokki cystein próteinasa. Gen cystatín C er staðsett á litningi 20pll.2, en þar er að finna gen margra annarra cystatína. Stýrilsvæði gensins er GC-ríkt og svipar að mörgu leyti til stýrilsvæða hússtjórnargena. Rannsóknir hafa sýnt að genið er tjáð í öllum vefjum, en þó mismikið eftir vefja- gerð og ytri þættir geta haft áhrif á tjáninguna. í klínísku starfi er styrkur cystatíns C í serumi víða notaður til að meta skerta starfsemi nýma. Þá er stökkbreytingin cystatín L68Q þekkt fyrir að valda arfgengri heilablæðingu með æðamýlildi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að finna þær kjarnsýruraðir sem taka þátt í að stjórna afritun cystatín C gensins. Efniviður og aðferðir: Plasmíð með mislanga hluta stýrilsvæðis cystatín C gens tengda vísigeni (reporter gene) voru innleidd í ræktaðar HeLa frumur. Með fákirnum og fjölliðunarhvarfi voru 8 mismunandi stökkbreytingar settar inn í kjamsýruröðina sem nær frá -172 til -189 í stýrilsvæði. Áhrif stökkbreytinganna á afritunarvirkni stýrilsvæðisins voru mæld bæði með 340 bp og 1084 bp löngum bút af svæðinu og einnig með og án dexametha- son í frumurætunaræti. Niðurstöður og ályktun: Veruleg minnkun varð í afritunar- virkni stýrilsvæðis við að setja stökkbreytingar í kjarnsýruröð- ina frá -172 til -178. Athyglisvert var að stökkbreytingar sem settar voru í kjarnsýruröðina frá -179 til -189 höfðu lítil áhrif á afritunarvirkni þegar þær voru í 1084 bp löngum bút af stýril- svæði, meðan sömu stökkbreytingar í 340 bp bút drógu verulega úr afritunarvirkni. Þetta fyrirbæri má skýra með víxlverkunar við afritunarþætti sem tengjast fjarlægum markröðum. Að setja markröð fyrir glúkókortikóíð viðtækið í kjarnsýmröðina frá -177 til -190 leiddi ekki til aukinnar afritunarvirkni við dexamethasón örvun. V-75 A-ONE: Rasch greining ADL kvarða Guðrún Árnadóttir', Anne G. Fisher2 'Iðjuþjálfun, endurhæfingarsviði Landspítala, 2Háskólinn í Umeá, Svíþjóð gudrunar@landspitali. is Inngangur: A-ONE matstækið (Árnadóttir OT-ADL Neurobehavioral Evaluation) er notað af iðjuþjálfum til að meta samtímis færni við framkvæmd athafna daglegs lífs (ADL) og þau einkenni, sem tengjast röskun á taugaatferli, sem draga úr framkvæmd ADL. Kvarðar A-ONE eru raðkvarðar. Matstækið var þróað samkvæmt hefðbundnum próffræði aðferðum. Nýrri próffræði aðferð býður upp á tölfræði greiningu sem nýta má til að kanna innra réttmæti matstækja og breyta raðkvörðum í jafnbilakvarða. Með notkun hennar skapast því möguleiki á að breyta matstækjum í mælikvarða sem nota má til að mæla árangur. Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna rétt- mæti ADL kvarða A-ONE með því að nota Rasch greiningu, til að athuga möguleika á breytingu kvarðans yfir í jafnbilakvarða. Annað markmið var að kanna uppbyggingu stigagerðar kvarð- anna (rnting scnle structure) og áreiðanleika atriðanna. Aðferðir: Að fengnu leyfi siðanefndar Landspítala var upp- lýsingum af A-ONE eyðublöðum, úr 209 sjúkraskrám safnað. 38 LÆKNAblaðiö 2008/94

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.