Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Síða 45

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Síða 45
V í S I N D I Á VORDOGUM FYLGIRIT 56 kransæðavíkkun. Aðferðafræði í samræmi við Systematic Coronary Risk Evaluation (SCORE) rannsóknina var notuð. Aðgreiningarhæfnin var metin með aðgreiningarferlum (ROC gröfum). Niðurstöður: Alls fengu 188 (2,2%) konur kransæðasjúkdóm innan 10 ára. Af konum yngri en fimmtíu ára fengu 34 (1,0%) kransæðasjúkdóm innan 10 ára. 314 (4,1%) karlar fengu krans- æðasjúkdóm innan 10 ára. Af körlum yngri en fimmtíu fengu 187 (5,3%) kransæðasjúkdóm innan 10 ára. Núverandi reiknivél miðar við að fólk með 10% raunáhættu eða meira sé í mikilli áhættu. Miðað við þá vinnureglu er næmið 8,0% hjá konum almennt. Hjá konum yngri en fimmtugt er næmið ekkert eða 0%. Líkur á að fá kransæðasjúkdóm innan 10 ára hjá konum yngri en fimmtíu með viðmiðið 3,0 í hlutfallslega áhættu gefur 0,83 í area under the curve (AUC). Næmi 62%, sértæki 83%, jákvætt forspárgildi 3,6% og neikvætt forspárgildi 99,5%. Hjá körlum yngri en fimmtíu með viðmiðið 3,5 í hlutfallslega áhættu gefur 0,68 í AUC. Næmi 44%, sértæki 81%, jákvætt forspárgildi 11% og neikvætt forspárgildi 97%. Ályktun: Hlutfallsleg áhætta bætir aðgreiningarhæfni áhættu- reiknivélarinnar hjá konum yngri en fimmtíu ára. V-91 Ættlægni skyndidauða af völdum hjartasjúkdóma Þorgeir Gestsson1, Anna Helgadóttir2, Kristleifur Kristjánsson2, Guðbjörn F. Jónsson2, Gestur Þorgeirsson1 ‘Lyflækningasviði I Landspítala, 2íslenskri erfðagreiningu thorgg@landspitali. is Inngangur: Á höfuðborgarsvæðinu deyja árlega um 60 manns skyndidauða utan sjúkrahúsa. Stærstur hluti þeirra dauðsfalla er vegna undirliggjandi hjartasjúkdóma. Markmið: Að rannsaka þátt ættlægni í skyndidauða af völdum hjartasjúkdóma. Aðferðir: Notaðar voru skýrslur neyðarbíls um hjartastopps- tilfelli utan sjúkrahúsa á Reykjavíkursvæðinu á árunum 1987- 2005. Öll árin hefur neyðarbílslæknir skráð skv. Utstein skil- merkjum m.a. takttruflun á fyrsta riti, viðbragðstíma, líklegustu orsök hjartastoppsins o.fl. í þessari rannsókn voru eingöngu tilfelli skyndidauða sem voru talin orsökuð af hjartasjúkdómi. Hjartastopp til dæmis vegna eitrana, drukknunar og heilablæð- inga voru útilokuð. Úr skýrslunum var sótt kennitala og nafn um 770 sjúklinga og þessar upplýsingar sendar dulskráðar í tölfræðilega rannsókn á skyldleika einstaklinganna. Meðaltalsskyldleikastuðull (kinship coefficient (KC)) var reiknaður út fyrir sjúklingahópinn og út frá því reiknuð hlutfallsleg áhætta á skyndidauða fyrir skyldmenni sjúklings. Marktækni þessara gilda var fundin með því að bera saman sömu gildi fyrir þúsund viðmiðunarhópa sem hver um sig var jafnstór sjúklingahópnum. Viðmiðunarhóparnir voru paraðir við sjúklingahópinn m.t.t. fæðingarárs, fæðingarstaðar og kyns. Útreikningarnir byggðust á ættfræðigagnagrunni íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöður: Alsystkini voru með hlutfallslega áhættu 1,85 [1,17-2,95, p gildi 0,009]. Fyrir 1. gráðu ættingja í heild var áhætt- an 2,03 [1.34 - 3.00, p gildi 0,001]. Ályktun: I ljós kom að marktækt auknar líkur á skyndidauða voru í 1. gráðu ættingjum einstaklinga sem höfðu fengið hjarta- stopp. Reikna má með auknum skyldleika innan hóps sjúklinga sem fær hjartastopp miðað við handahófsvalinn viðmiðunarhóp þar sem þekktir era ættlægir sjúkdómar sem valda skyndidauða. Þeirra helstur er kransæðasjúkdómur. Þó virðist skyldleiki þessa hóps hugsanlega meiri heldur en sambærilegar tölur hafa sýnt um skyldleika fólks með kransæðasjúkdóm eingöngu. Til stendur að bera saman erfðaefni þessa þýðis við erfðaefni hóps sjúklinga með kransæðasjúkdóm í því skyni að finna meingen sem veldur auknum líkum á skyndidauða. V-92 Bólgumiðlar spá ekki fyrir um tilkomu endurþrengsla í stoðnetum Sigurdís Haraldsdóttir13, Dagbjört Helga Pétursdóttir2, Þórarinn Guðnason1, Axel F. Sigurðsson1, Anna Helgadóttir1, Kristján Eyjólfsson', Sigurpáll Scheving1, Kristleifur Kristjánsson1, Björn Rúnar Lúðvíksson2, Karl Andersen1-3 'Hjartadeild, 2næmisfræðideild Landspítala, Mæknadeild HÍ,5 íslenskri erfðagreiningu s igurdih@landspitali. is Inngangur: Stoðnetsísetningum er nú beitt í vaxandi mæli hjá sjúklingum með kransæðaþrengsli en búast má við endur- þrengslum hjá 20-30% þessara sjúklinga á fyrstu 3-6 mánuðum eftir kransæðavíkkun. Oft reynist erfitt að greina endurþrengsli og því þarf að grípa til kransæðaþræðingar sem er inngrips- mikil greiningartækni. Bólgumiðlar hafa talsvert verið rannsak- aðir í kransæðasjúkdómi en minna í greiningu endurþrengsla í stoðnetum. Markmið: Að kanna á framsæjan hátt hvort nota mætti mæl- ingar á bólgumiðlum til að spá fyrir um tilkomu endurþrengsla í stoðnetum. Aðferðir: Hundrað og fjórtán sjúklingar sem fóru í krans- æðavíkkun og fengu stoðnet voru teknir inn á tímabilinu maí 2005 -júlí 2006. Sjúklingar með bráða kransæðastíflu, fyrri sögu um kransæðasjúkdóm, nýrnabilun og skuggaefnisofnæmi voru útilokaðir. Blóðprufur voru teknar í kransæðavíkkun og 6 mán- uðum seinna voru allir kallaðir inn í nýja kransæðaþræðingu og blóðprufa endurtekin. Eftirfarandi bólgumiðlar voru mældir: hs-CRP (CRP Latex HS reagent, Roche Diagnostics), myelope- roxidasi (ELISA, Assay Design Inc.), IL-lb, IL-6, IL-8, MCP-1, VEGF, IFN-y, TNF-a, IL-18 og VCAM-1 (Bioplex Cytokine Assay, BioRad). Niðurstöður: Tíu sjúklingar duttu út á tímabilinu og því voru samtals 104 sjúklingar með 157 stoðnet metnir. Miðtími frá kransæðavíkkun að endurþræðingu voru 203 dagar (Q1-Q3: 185-233). Meðalaldur var 63 +/-10 ár (spönnun 39-83 ár) og 79% sjúklinga voru karlar. Tíðni áhættuþátta var eftirfarandi: há- þrýstingur 61%, háar blóðfitur 49%, sykursýki 14% og reykingar 22%. Lyfjahúðuð stoðnet voru notuð í 35% sjúklinga. Tuttugu og átta sjúklingar (27%) reyndust hafa endurþrengsli, þar af fengu 5 sjúklingar klínísk endurþrengsli sem krafðist krans- æðavíkkunar áður en fyrirhuguð endurþræðing fór fram. Það LÆKNAblaðið 2008/94 45

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.