Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Qupperneq 51

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Qupperneq 51
VISINDl A VORDOGUM FYLGIRIT 56 með jákvæða GBS ræktun blóðs eða mænuvökva á árunum 1975-2006. Úr sjúkraskrám var aflað upplýsinga varðandi klín- íska þætti tengda meðgöngu, fæðingu, sýkingu og ástand barns. Niðurstöður: I rannsókninni voru 91 barn með 93 sýkingar, 50 drengir og 41 stúlka. Hjá nýburum (<90 dagar) voru 87 sýk- ingar, 53 snemmkomnar (<6dagar frá fæð., early onset, EO) en 34 síðkominnar (7-90 dagar, late onset, LO). Nýgengi EO og LO jókst úr 0,14 á fyrsta fjórðungi tímabilsins í 0,98/1000 lif- andi fæddra barna á síðasta fjórðungi (p<0,001). Nýgengi EO lækkaði á síðasta fjórðungi en LO fór vaxandi yfir allt tímabilið ( p<0,001). Átta börn létust (síðast 1999), sjö með EO, ekki sást fylgni við hjúpgerðir. Meðallengd meðgöngu var 37,7 vikur hjá EO en 36,2 hjá LO. Meðalfæðingarþyngd EO var 3322 grömm en 2501 hjá LO. Fyrirburar (<38 vikur) voru 17 EO og 13 LO. Til stofngreiningar voru 63 stofnar, hjúpgerð III var algengust bæði í EO (31,6%) og LO (59,1%). Einn eða fleiri áhættuþáttur GBS sýkingar (jákvætt strok móður, hiti móður við fæðingu eða ótímabært rof himna) sáust í 25 EO og 4 LO. Sex börn greindust eftir 90 daga aldur, öll með aðra undirliggjandi sjúkdóma. Ályktanir: Niðurstöðurnar varpa ljósi á þróun GBS sýkinga. Fækkun EO tilfella gefur til kynna árangur fyrirbyggjandi sýklalyfjagjafar í fæðingu. Hins vegar fer LO tilfellum fjölgandi. Þörf er á að styrkja varnir gegn GBS sýkingum í börnum frekar. Skýrar reglur varðandi greiningu áhættuþátta á meðgöngu og meðferð mæðra og barna eru æskilegar. V-106 Reykingar mæðra á meðgöngu eða á fyrsta aldursári barns auka hættu á barnaexemi við 10-11 ára aldur Michael Clausen1'2, Sigurður Kristjánsson1'2, Ásgeir Haraldsson12, Bengt Björkstén3 'Barnaspítala Hringsins, Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Institute of Environmental Medicine, Karolinska Institutet, Stokkhólmi mc@landspitali.is Inngangur: Reykingar foreldra hafa verið tengdar öndunar- færaeinkennum bama of ofnæmi. Markmið: Að kanna tengsl reykinga mæðra á meðgöngu eða á fyrsta aldursári bams við barnaexsem (atopic dermatis, AD) við 10-11 ára aldur. Aðferð: Rannsóknin var hluti af International Study of Asthma and Allergy in Childhood. Á Islandi svömðu 946 börn og for- eldrar þeirra spumingum um ofnæmissjúkdóma og mögulega áhættuþætti, þar með talið umhverfisþætti eins og reykingar foreldra. Húðpróf gegn algengum loftbornum ofnæmisvökum vom gerð á 774 börnum og börnin skoðuð m.t.t. einkenna um AD. Niðurstöður: Við skoðun höfðu 9,2% barnanna einkenni AD en 27% þeirra höfðu haft einkenni um AD á undangengnum 12 mánuðum. Tæplega 20% mæðra höfðu reykt á meðgöngu en 25,7% reyktu á fyrsta aldursári barnsins, 23% mæðra reyktu þegar rannsóknin var gerð. Greinileg tengsl voru milli reykinga mæðra á meðgöngu eða á fyrsta aldursári og AD barnanna við 10-11 ára aldur (OR 2.0 (1.1-3.8), p=0,018 fyrir reykingar á með- göngu og OR 2.0 (1.1-3.6), p=0,013 fyrir reykingar á fyrsta ári). Ekki fundust tengsl milli reykinga mæðranna og astma eða ofnæmiskvefs barnanna. Ályktun: Reykingar mæðra á meðgöngu eða á fyrsta aldursári barnsins tengjast marktækt AD barnanna við 10-11 ára aldur. Reykingar mæðra á meðgöngu eða á fyrsta aldursári barns geta haft langvarandi áhrif á heilsu barnanna. Ekki fundust tengsl við aðra ofnæmissjúkdóma. V-107 Sýklalyfjaónæmi og hjúpgerðir pneumókokka í heilbrigðum börnum í Litháen Óli H. Ólason1, Jolanta Bernatoniene2, Helga Erlendsdóttir13, Karl G. Kristinsson1-3, Ásgeir Haraldsson1-4 Læknadeild HÍ1, Vilnius University Children Hospital, Litháen2, smitsjúkdómadeild Landspítala3, Barnaspítala Hringsins4 asgeidSlandspitali. is Inngangur: Rannsóknir hafa leitt í ljós að penisillín ónæmir pneumókokkar eru tiltölulega sjaldgæfir í Litháen, einkum í samanburði við lönd í mið og austur Evrópu. Markmið: Að meta sýklalyfjaónæmi og hjúpgerðir pneumó- kokka í heilbrigðum börnum í Litháen. Aðferð: Nefkokssýnum var safnað í mars árið 2006 frá 601 heilbrigðu barni á aldrinum 1-7 ára á 13 leikskólum í Vilníus, Lithaén. Leikskólarnir voru valdir þannig að þeir endurspegl- uðu mismunandi félags- og fjárhagslegan aðbúnað sem og upp- runa bamanna. Sýnin voru ræktuð og sýklalyfjanæmi ákvarðað skv viðurkenndum stöðlum. Sýklalyfjanæmi var metið fyrir ox- acillíni, erythromycíni, tetracyclíni, chloramphenicóli og trimet- hoprimi/sulfamethoxazóli. Oxacillín ónæmir stofnar voru einn- ig metnir fyrir penicillín MIC með E-prófi. Allir pneumókokkar voru hjúpgreindir með Pneumotest-Latex aðferð. Niðurstöður: Beratíðni pneumókokka var 43% (258/601). Stofnar með minnkað penicillínnæmi (MIC>0,094pg/ml) voru 9% (25/282), algengasta hjúpgerðin var „rough" (16 stofnar). Aðrar hjúpgerðir stofna með minnkað næmi voru 6B, 23F og 9V. Allar þessar hjúpgerðir að frátaldri 9V voru fjölónæmar. Þrír stofnar voru ónæmir fyrir penicillíni (MIC>2pg/ml), og voru allir af hjúpgerð 9V. Nítján stofnar (7%) voru ónæmir gegn erythromýcíni, algengasta hjúpgerðin var 23F (9 stofnar) og „rough" (5 stofnar). 24 börn báru tvær tegundir pneumókokka. Algengasta tegund pneumókokka voru 23F og 19F (37 stofnar hvor), næst komu 6A og 6B (22 stofnar hvor). Samtals voru 26 hjúpgerðir greindar. Af þeim pneumókokkum sem greind- ust voru 46% af hjúpgerðum sem eru í sjögilda pneumókokka bóluefninu. Ályktun: Rannsóknin undirstrikar nauðsyn þess að hvert land meti markvisst sýklalyfjaónæmi og hjúpgerðir algengsutu bakt- ería, einkum pneumókokka. Þannig skapast grundvöllur til markvissrar meðferðar og mögulegra fyrirbyggjandi aðgerða. LÆKNAblaðið 2008/94 51

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.