Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Síða 53

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2008, Síða 53
V í S I N D 1 Á V 0 R D O G F Y L G I R I T U M 5 6 myndavél, ljósdeilum, ljóssíum og sérhæfðum hugbúnaði. Súrefnismæling var gerð á fyrstu og annarrar gráðu æðlingum í sjónhimnu 20 heilbrigðra einstaklinga og sjö sjúklinga með nýæðamyndun vegna sykursýki. Allir sjö sjúklingarnir höfðu farið í árangursríka laser meðferð. Tölfræðileg úrvinnsla var gerð með ópöruðum t-prófum. Niðurstöður: Súrefnismettun í slagæðlingum var 92±4% (meðaltal±staðalfrávik) í heilbrigðum en 100±10% í sykursjúk- um (p=0,002). í bláæðlingum var súrefnismettun í heilbrigðum 60±8% en 70±7% í sykursjúkum (p=0,007). Alyktun: Súrefnismettun í slag- og bláæðlingum sjónhimnu er hærri í sykursjúkum með nýæðamyndun í sjónhimnu og sögu um laser meðferð en í heilbrigðum. V-111 Áhrif glákuaðgerða á súrefnismettun í sjónhimnu María Soffía Gottfreðsdóttir, Sveinn Hákon Harðarson, Einar Stefánsson Augndeild Landspítala mariago@landspitali. is Inngangur: Samkvæmt lögmáli Poiseuille ætti lækkun á augn- þrýstingi, að öðru óbreyttu, að auka blóðflæði um sjónhimnu. Ef gert er ráð fyrir fastri súrefnisnotkun í sjónhimnu ætti súr- efnismettun í bláæðlingum sjónhimnu að aukast við lækkun á augnþrýstingi. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif augn- þrýstingslækkunar með glákuaðgerð á súrefnismettun í sjón- himnu. Aðferðir: Súrefnismælirinn mælir súrefnismettun blóðrauða í æðlingum sjónhimnu. Hann er settur saman úr augnbotna- myndavél, ljósdeilum, ljóssíum og sérhæfðum hugbúnaði. Súrefnismettun var mæld í fyrstu og annarrar gráðu æðlingum í sjónhimnu fyrir og um það bil einum mánuði eftir þrýstings- lækkandi glákuaðgerð. Öllum sjúklingum með gleiðhornsgláku, sem undirgengust aðgerð á sex mánaða tímabili, var boðið að taka þátt. Alls voru 25 einstaklingar mældir fyrir og eftir aðgerð en niðurstöður fyrir sex voru útilokaðar frá lokaúrvinnslu vegna slæmra myndgæða. Tölfræðileg greining var framkvæmd með tvíþátta ANOVA fyrir endurteknar mælingar og Bonferroni eft- irprófum. Niðurstöður: I slagæðlingum augna sem aðgerð var gerð á hækkaði súrefnismettun úr 97±4% (meðaltal±staðalfrávik) í 99±6% við aðgerð (p<0,05). Súrefnismettun í bláæðlingum í sömu augum var óbreytt eða 63±5% fyrir aðgerð og 63±6% eftir aðgerð. Breytingar í augum sem ekki var gerð aðgerð á voru ómarktækar. I þeim augum var súrefnismettun 96±5% í slag- æðlingum fyrir aðgerð og sömuleiðis 96±5% eftir aðgerð en í bláæðlingum var súrefnismettun 64±6% fyrir aðgerð og 63±8% eftir aðgerð. Augnþrýstingur lækkaði í öllum augum sem aðgerð var gerð á og að meðaltali úr 25±9mmHg í 10±4mmHg. Ályktun: Súrefnismettun í slagæðlingum sjónhimnu hækkar lít- illega við glákuaðgerð en mettun í bláæðlingum breytist ekki. V-112 Súrefnisþurrð í miðbláæðarlokun í sjónhimnu manna Sindri Traustason’, Sveinn Hákon Harðarson2, Gísli Hreinn Halldórsson', Róbert Amar Karlsson', James M. Beach1, Jón Atli Benediktsson3, Þór Eysteinsson2, Einar Stefánsson2 'Oxymap ehf, 2augndeild Landspítala, 3rafmagns- og tölvuverkfræðiskor HÍ sveinnha@gmail.com Inngangur: Miðbláæðarlokun í sjónhimnu (e. central retinal vein occlusion, CRVO) er talin geta leitt til súrefnisþurrðar en vegna skorts á tækni hefur verið erfitt að mæla súrefnisbúskap í sjónhimnu manna. Rannsóknarhópurinn vinnur að þróun og prófun slíkrar tækni. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að beita nýrri tækni til að mæla súrefnismettun í æðlingum sjónhimnu í sjúk- lingum með miðbláæðarlokun. Aðferðir: Súrefnismælirinn mælir súrefnismettun blóðrauða í æðlingum sjónhimnu. Hann er settur saman úr augnbotna- myndavél, ljósdeilum, ljóssíum og sérhæfðum hugbúnaði. Súrefnismæling var gerð á fyrstu og annarrar gráðu æðlingum í sjónhimnu fimm sjúklinga með miðbláæðarlokun. Meðaltals súrefnismettun var reiknuð fyrir bæði slag- og bláæðlinga í hvoru auga hvers sjúklings og parað t-próf notað til samanburð- ar á sjúkum og heilbrigðum augum. Niðurstöður: í augum með miðbláæðarlokun var súrefnismett- un í bláæðlingum 51 ±10% (meðaltal± staðalfrávik) en 66±4% (p=0,04) í heilbrigðum augum. Súrefnismettun í slagæðlingum var 100±3% í augum með miðbláæðarlokun en 98±5% í heil- brigðum augum (p=0,38). Talsverður breytileiki var í súrefn- ismettun bláæðlinga í augum með miðbláæðarlokun og dæmi er um að tveir bláæðlingar í sama auga hafi mælst með mettunina 13% og 59%. Ályktun: Meðaltals súrefnismettun í bláæðlingum er marktækt lægri í augum með miðbláæðarlokun en í heilbrigðum augum sömu einstaklinga. Súrefnisþurrðin virðist geta verið breytileg innan auga með miðbláæðarlokun. LÆKNAblaðió 2008/94 53

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.