Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 2

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 2
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 63 Vísindaráð Landspítala Vísindaráð er framkvæmdastjóm til ráðgjafar um vísindastefnu og vísindastarf á sjúkrahúsinu gagnvart háskólastofnunum og öðrum. Vísindaráð er vísinda-, mennta- og gæðasviði til ráðgjafar um þau verkefni sem snúa að háskóla- og vísindastarfi og þróun heilbrigðisvísinda. Vísindaráð á aðild að úthlutun styrkja úr Vísindasjóði LSH samkvæmt reglum sjóðsins, og semur matsreglur í samræmi við alþjóðlegar viðmiðanir og með hliðsjón af matsreglum íslenskra háskóla. Vísindaráð hefur það hlutverk að sjá um kynningu á vísindastarfi sem fram fer á spítalanum og er til ráðgjafar við veitingu viðurkenninga fyrir vísindastörf á spítalanum. Árlega eru haldnir vísindadagar, Vísindi á vordögum, þar sem markverðar vísindaniðurstöður eru kynntar í fyrirlestrum og á veggspjöldum. Þá eru einnig veitt verðlaun til vísindamanna og styrkir veittir úr Vísindasjóði Landspítalans. Vísindaráð er skipað sjö mörmum til fjögurra ára. VÍSINDARÁÐ LANDSPÍTALA Gísli H. Sigurðsson læknir (formaður), skipaður af læknaráði Rósa Björk Barkardóttir yfirnáttúrufræðingur (varaformaður), skipuð af forstjóra LSH Sigríður Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, skipuð af hjúkrunarráði Herdís Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur, skipuð af hjúkrunarfræðideild HÍ Gunnar Guðmundsson læknir, skipaður af læknadeild HÍ Halldór Jónsson jr. læknir, skipaður af læknadeild HÍ Jón Friðrik Sigurðsson sálfræðingur, skipaður af forstjóra LSH Varamenn Magnús Gottfreðsson læknir, skipaður af læknaráði Þórður Helgason heilbrigðisverkfræðingur, skipaður af forstjóra LSH Páll Biering hjúkrunarfræðingur, skipaður af hjúkrunarráði Guðrún Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur, skipuð af hjúknmarfræðideild HÍ Hannes Petersen læknir, skipaður af læknadeild HÍ Einar Stefán Björnsson læknir, skipaður af læknadeild HÍ Inga Þórsdóttir náttúrufræðingur, skipuð af forstjóra LSH Verkefnastjóri Vísindaráðs: Sigríður Sigurðardóttir, vísinda-, mennta- og gæðasviði 2 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.