Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 12

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 12
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 63 munur var á annarri og þriðju mælingu en í íjórðu mælingu var SBÞ lægri með SM (109±9 sbr. við 110±8 mm Hg, p=0,02). Ekki var munur milli fyrstu mælinga hlébilsþrýstings (HBÞ) en í annarri, þriðju og fjórðu mælingu mældist HBÞ lægri með SM (61±8 sbr. við 64±6, p<0,001, 61±7 sbr. við 65±7, p<0,001 og 61±7 sbr. við 65±7 mm Hg, p<0,001). Meðal- SBÞ var 111±9 mm Hg með báðum aðferðum (p=0,67) en meðal-HBÞ var 62±7 mm Hg með SM og 65±7 mm Hg með HM (p<0,001). Þegar meðaltal mælinga var notað reyndust 15,9% hafa slagbilsháþrýsting (a95. hundraðsröð) með SM en 14,0% með HM. Helmingur þeirra sem mældust með hækkaðan BÞ með annarri aðferðinni reyndist hafa eðlilegan BÞ með hinni. Ályktun: Okkar niðurstöður benda til nokkurs misræmis milli sjálfvirkra og handvirkra blóðþrýstingsmælinga. Þar sem BÞ lækkar við endurteknar mælingar skiptir röð þeirra einnig máli og það flækir samanburðinn. V-17 Dreifing blóðþrýstings, tengsl við líkamsþyngdarstuðul og algengi háþrýstings í 9-10 ára börnum á íslandi Sandra Dís Steinþórsdóttir', Sigríður Bima Elíasdóttir', Runólfur Pálssonu, Ólafur Skúli Indriðason2, Inger María Sch Ágústsdóttir3, Viðar Öm Eðvarðsson1J 'Læknadeild HÍ, 'nýmalækningum, 'bamalækningum Landspítala vidare@landspitali.is Inngangur: Engar rannsóknir eru til um dreifingu blóðþrýstings (BÞ) og algengi háþrýstings meðal íslenskra barna. Markmið: Að kanna dreifingu BÞ, tengsl BÞ við líkamsþyngdarstuðul (LÞS) og algengi háþrýstings meðal bama í 4. bekk gmnnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Aðferðir: Blóðþrýstingur var mældur hjá 1023 börnum í samtals 39 grunnskólum. í upphafi var BÞ mældur 4 sinnum í sitjandi stöðu með mínútu millibili. Börn með blóðþrýsting að meðaltali a95. hundraðsröð við fyrstu mælingu voru mæld aftur á sama hátt tveimur vikum síðar og væri meðaltal BÞ þá a95. hundraðsröð var þriðja mælingalotan framkvæmd. Börn með BÞ a95. hundraðsröð í öll skiptin voru talin hafa háþrýsting. Fengnar voru upplýsingar um kyn, hæð og þyngd og LÞS reiknaður. Til að reikna hundraðsröð og fjórðungsbil BÞ var notast við gögn um eðlilegan BÞ í bandarískum bömum. Niðurstöður: Af 989 börnum sem áttu fullnægjandi gögn, voru 496 (50,2%) stúlkur. Við fyrstu mælingu var BÞ stúlkna 111±7,9/63±5,8 mm Hg og drengja 112±7,3/64±5,0 mm Hg. Við fyrstu mælingu voru 0,5%, 9,7%, 29,8% og 60% bama með slagbilsþrýsting (SBÞ) og 3,4%, 32,5%, 49,5% og 14,6% voru með hlébilsþrýsting í 1., 2., 3. og 4. fjórðungi. Meðaltal SBÞ var a95. hundraðsröð hjá 13,0%, 6,0% og 2,8% bamanna eftir fyrstu, aðra og þriðju mælingarlotu. Af 28 börnum með háþrýsting reyndust 6 (21,4%) hafa eðlilegan sólarhingsblóðþrýsting. Jákvæð fylgni var milli BÞ og LÞS (r = 0,261, p = <0,001). Ályktun: Þótt BÞ hafi verið hár í fyrstu mælingunni miðað við bandarísk börn er algengi háþrýstings lægra hér, eða 2,8% hjá 9-10 ára bömum. Vaxandi offita barna gæti leitt til aukningar á algengi háþrýstings og þarf að sporna við þeirri þróun. V-18 Faraldsfræði langvinns nýrnasjúkdóms á stigi II - V meðal íslenskra barna Helgi M. Jónsson', Ólafur S. Iiuiriöasoir, Loftur I. Bjamason3, Runólfur Pálsson'2, Viðar Ö. Eðvarðsson1'4 'Læknadcild heilbrigðisvísindasviði, 'tölvunarfræðideild, verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ, 'nýmalækningum, 'bamalækningaum Landspítala vidare@landspitali.is Inngangur: Faraldsfræði lokastigsnýmabilunar meðal barna er vel þekkt en tíðni vægari stiga langvinns nýrnasjúkdóms (LNS) hefur ekki verið vel rannsökuð. Markmið: Að kanna faraldsfræði LNS á stigi II - V meðal íslenskra barna á tímabilinu 1997-2006. Aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og náði til áranna 1997-2006. Leitað var að öllum mælingum kreatíníns í sermi (SKr), á Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og sjálfstæðum rannsóknarstofum fyrir einstaklinga <18 ára. Reiknaður gaukulsíunarhraði (r-GSH) var metinn með Schwartz-jöfnu. Stig II LNS var skilgreint sem r-GSH milli 60-89, stig III 30-59, stig IV 15-29 og stig V <15 ml/mín. /l,73m2 eða meðferð við lokastigsnýmabilun. Niðurstöður: Við fundum 40.486 mælingar SKr hjá 15,170 bömum. Af þeim voru 19 (9 drengir) með LNS á stigi II-V, þar af 13 börn sem vom með LNS við upphaf rannsóknartímabilsins. Á hverju ári höfðu 10-14 börn LNS á stigi II-V og var meðalalgengi 15,5/100,000 börn. Sex böm greindust með LNS á tímabilinu og var árlegt nýgengi 0,77/100,000 böm að meðaltali. Átta börn voru á stigi V við upphaf tímabilsins og 6 börn færðust yfir á stig V. Árlegt nýgengi lokastigsnýmabilunar var því 0,77/100,000 börn og meðalalgengi 7,7/100.000 böm. Að auki höfðu 373 böm óeðlilega lág gildi r-GSH en áttu ýmist aðeins eina mælingu SKr, eða að r-GSH varð eðlilegur innan 3 mánaða og töldust þvl ekki hafa LNS. Umræða: Þessi rannsókn, sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, gefur nýjar upplýsingar um faraldsfræði LNS f bömum. Fyrir hvert bam með lokastigsnýmabilun er um það bil eitt á stigi II - IV. Algengi og nýgengi lokastigsnýmabilunar hjá börnum á íslandi er svipuð og hjá öðrum Evrópuþjóðum. V-19 Sérhannað húsnæði aldraðra: Stefnumótun og löggjöf á íslandi 1983-2008 Steinunn K. Jónsdóttir Félagsráðgjöf, öldrunarlækningadeildum, Landspítala, Félagsráðgjafardeild HÍ steinkj@lsh.is Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að veita fræðilegt yfirlit stefnu í húsnæðismálum aldraðra á íslandi á undanförnum 25 árum og auka skilning á þróun hennar. Einnig að kanna framboð íbúða eldri borgara og hvort þjónusta sé aðgengileg eða fylgi búsetu í húsnæðinu. Aðferðir: Notuð var stefnugreining á löggjöf og stefnumótun og skjalagreining á löggjöf og opinberum gögnum. Gerð var könnun á umfangi íbúða fyrir eldri borgara í landinu og meðfylgjandi þjónustu. Spurningalisti var sendur félagsmálastjórum og viðbótarupplýsinga aflað. Niðurstöður: Uppbygging stofnanarýma er í samræmi við markmið, en skort hefur á stefnumótun um hvar þörf er hjúkrunarheimilum, nánari útfærslu á aðstöðu fyrir hvern íbúa og í hverju þjónusta eigi að felast. Löggjöf um þjónustuíbúðir er óskýr og ábyrgð á stefnumótun og framkvæmd í uppbyggingu íbúða hefur verið dreifð milli ráðuneyta og nefnda á sveitarstjórnarstigi. Könnun og skilgreining á húsnæði fyrir eldri borgara á íslandi leiddi í ljós meira af sérhönnuðu húsnæði hér en á hinum Norðurlöndunum. í nóvember 2008 bjuggu 3344 á hjúkrunar- og dvalarheimilum, og fjöldi íbúða með aðgengi að þjónustu var 3304. Ályktun: Auðvelda þarf búsetu heima með skipulagi umhverfis og þjónustu er eykur öryggistilfinningu. Fjöldi íbúða eldri borgara vitnar um andsvar við stofnanaáherslu. Aukin þjónusta í slíkum íbúðum, sambærileg við þá sem veitt er í þjónustu- og öryggisíbúðum, gæti seinkað flutningi á hjúkrunarheimili. Bæta þarf úr skilgreiningum á þjónustuíbúðum og gera rekstraraðilum kleift að sækja um notkun þjónustuíbúðaheitis eftir á. Aðgreina þarf rekstur hjúkrunarrýma á sjúkrahúsum frá rekstri sjúkrahúsa og samræma þannig ákvæði um hjúkrunarheimili. Stefnt er að því að stytta meðalbiðtíma eftir hjúkrunarheimili í 90 daga og er því eitt mikilvægasta réttindamál eldra fólks að fá nægilega endurhæfingu í kjölfar heilsufarsáfalla. V-20 Áhrif umhverfis á þátttöku í daglegu lífi: Sjónarhorn einstaklinga með mænuskaða Hjördís Anna Benediktsdóttir',Guðrún Heiða Kristjánsdóttir2, Snæfríður Þóra Egilson3 ‘Iðjuþjálfun Landspítala Grensási, 2Þjónustumiðstöðinni Víðilundi, 3iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri hjordben@lsh.is Inngangur: Miklar framfarir hafa orðið í læknavísindum á síðustu áratugum og samfara því hafa lífslíkur aukist eftir stór áföll sem leiðir til þess að þeim fjölgar sem fara aftur út í lífið skaddaðir á mænu. Allir 12 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.