Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 35
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 63
er 5 tilfellum af Landspítala (LSH) sem meðhöndluð voru á tveggja ára
tímabili.
Efniviður og aðferðir: Safnað var upplýsingum um öll tilfelli þar sem
rof á hjarta hafði greinst með vissu eftir gangráðsísetningu á LSH frá 1.
jan. 2008 til 31. des. 2009. Farið var yfir sjúkraskrár og könnuð meðferð
og afdrif sjúklinganna.
Niðurstöður: 5 sjúklingar greindust á tímabilinu, einn árið 2008 og 4 árið
eftir. Á sama tímabili voru gerðar 389 nýísetningar á gangráðum á LSH
og komið fyrir samtals 700 gangráðsvírum. Tíðni hjartarofs var því 0,7%
fyrir hvern vír og 1,3% fyrir hverja gangráðsísetningu. Meðalaldur var 71
ár (51-84 ára) og karlar 2 talsins. Algengasta einkennið var brjóstverkur
og hafði enginn sjúkl. klár einkenni um bráða hjartaþröng (tamponade).
Greining var staðfest með TS (gated CT) eða ómskoðun og greindust allir
nema einn innan tveggja vikna frá aðgerð (bil: 1 sólarhr. - 33 mán.). Hjá
3 sjúklinganna var gerður bringubeinsskurður, blóð tæmt úr gollurshúsi
(mest 0,5 L), saumað yfir gatið og nýjum leiðslum komið fyrir. Hjá
hinum 2 var vírinn dreginn á skurðstofu með vélindaómstýringu. Fjórir
sjúklingar lifðu af og útskrifuðust en 83 ára kona dó á gjörgæslu úr
lungnabólgu sem ekki tengdist gangráðsísetningimni.
Ályktun: Rof á hjartavöðva eftir gangráðsísetningu er hættulegur
fylgikvilli sem getur valdið blæðingu inn í gollurshúsið. Fáar rannsóknir
eru til um tíðni þessa fylgikvilla og sömuleiðis hvaða meðferð sé
skynsamlegast að beita. Mikilvægt er að hafa rof á hjartavöðva í huga
hjá sjúklingum með brjóstverk eða lágþrýsting eftir gangráðsísetningu.
V-105 Míturlokuskipti á íslandi 1990-2006
Sigurður Ragnarsson1, Þórarinn Arnórsson1, Tómas Cuóhjaitssnn11
’Hjarta- og lungnaskurðdeild, Tæknadeild HÍ
sigurra@landspitali.is
Tilgangur: Árangur míturlokuskipta á íslandi hefur ekki verið kannaður
áður en fyrsta slíka aðgerðin hér á landi var gerð 1990. Tilgangur
rannsóknarinnar var að kanna skammtímaárangur þessara aðgerða,
þ.m.t. dánartíðni og fylgikvilla.
Aðferðir: Aftursýn rannsókn sem náði til allra sjúklinga sem fóru í
míturlokuskipti á íslandi 1990-2006, samtals 52ja sjúklinga. Karlmenn
voru 34 (65%) og meðalaldur 61 ár (bil 17-85). Rúmlega 2/3 voru með
míturlokuleka en 15 með þrengsli. Sex sjúklingar höfðu hjartaþelsbólgu,
7 nýlegt hjartadrep og 90% voru í NYHA flokki III-IV fyrir aðgerð.
Meðal logEuroSCORE var 16,2% (bil 1,5-78,9%). Helmingur fór
samtímis í kransæðahjáveituaðgerð, 19,2% í ósæðarlokuskipti og 9,6% í
þríblöðkulokuviðgerð. Fjórðungur hafði áður farið í opna hjartaaðgerð.
Niðurstöður: Tveir fengu lífræna loku en 50 gerviloku. Meðalstærð
nýju lokanna var 30,3 mm (bil 27-31). Meðaltími á hjarta- og lungnavél
var 162 mín. og tangartími 107 mín. Meðallegutími á gjörgæslu var
9,4 sólarhringar (bil 0,5-77). Marktæk hækkun á hjartaensímum (CK-
MB >70) greindist hjá 62% sjúklinganna og alvarlegir fylgikvillar hjá
46%. Nýtilkomið hjartadrep var algengast (22%), en aðrir alvarlegir
fylgikvillar voru öndunarbilun (n=5) og bráð nýmabilun (n=4). Sjö
sjúklingar (13,5%) fóru í enduraðgerð vegna blæðingar og 2 þurftu
ósæðardælu (IABP) eftir aðgerð. Minniháttar fylgikvillar greindust hjá
helmingi sjúklinga, og voru gáttatif, lungnabólga og skurðsýkingar
algengastar. Þrír sjúklingar létust <30 d. (7,1%), en tveir til viðbótar létust
fyrir útskrift.
Ályktun: Míturlokuskipti er umfangsmikil aðgerð þar sem tíðni
alvarlegra fylgikvilla er há, sérstaklega hjartadrep og blæðingar sem
krefjast enduraðgerða. Hér á landi er dánartíðni <30 daga tiltölulega lág,
sérstaklega þegar haft er í huga að margir sjúklinganna eru alvarlega
veikir fyrir aðgerð.
V106 Gáttatif eftir opnar hjartaaðgerðir á íslandi
Sólveig Helgadóttir1, Hannes Sigurjónsson2, Inga Lára Ingvarsdóttir1, Sæmundur
J. Oddsson2, Martin Ingi Sigurðsson2, Davíð O. Amar3, Þórarinn Amórsson2,
Tómas Guðbjartsson1-2
^Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdciid og 3hjartadeild Landspftala
soh2@hi.is
Inngangur: Gáttatif er algengur fylgikvilli opinna hjartaaðgerða.
Einkenni eru oftast væg en geta verið hættuleg og aukið tíðni fylgikvilla
og lengt legutíma. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni gáttatifs
eftir hjartaaðgerðir hér á landi og skilgreina áhættuþætti.
Efni og aðferðir: Rannsóknin var aftursýn og náði til sjúklinga sem gengust
undir kransæðahjáveitu- (n=638) og/eða ósæðarlokuskiptaaðgerð
(n=130) á Landspítala (LSH) 2002-2006. Sjúklingum sem gengust undir
aðrar hjartaaðgerðir eða höfðu þekkt gáttatif fyrir aðgerð var sleppt.
Gáttatif/-flökt var greint með hjartalínuriti eða hjartarafsjá, hafði staðið
í a.m.k. 5 mínútur, og/eða sjúklingur fengið lyfjameðferð við gáttatifi.
Ein- og fjölþáttagreining var notuð til að meta áhættuþætti gáttatifs
og sjúklingar með gáttatif bornir saman við þá sem höfðu reglulegan
hjartslátt.
Niðurstöður: Tíðni gáttatifs/-flökts fyrir allan hópinn var 44%,
marktækt hærri eftir ósæðarlokuskipti en hjáveituaðgerð (73% vs. 38%,
p<0,001). Útfallsbrot (EF) og helstu áhættuþættir kransæðasjúkdóms
voru sambærilegir í báðum hópum, en sjúklingar með gáttatif voru
marktækt eldri, oftar konur og með hærra EuroScore. Þeir höfðu einnig
lengri vélar- og tangartíma og tíðni bæði alvarlegra og minni fylgikvilla
var hærri. Auk þess var legutími sjúklinga með gáttatif 3 dögum lengri
(miðgildi) og dánartíðni þeirra marktækt hærri (0,9% vs. 4,8%, p=0,002).
í fjölbreytugreiningu reyndust aðeins aldur og EuroScore sjálfstæðir
áhættuþættir gáttatifs eftir aðgerð.
Ályktun: Gátttif er algengasti fylgikvilli hjartaaðgerða og greinist hjá
næstum helmingi sjúklinga. Helstu áhættuþættir hér á landi eru hærri
aldur og EuroScore, og hefur einnig verið lýst í öðrum sambærilegum
rannsóknum.
V-107 Bringubeinsfistlar eftir opnar hjartaskurðaðgerðir. - Tíðni,
áhættuþættir og horfur
Steinn Steingrímsson1'3, Tómas Guðbjartsson'4, Ronny Gustafsson2, Arash
Mokhtari2, Richard Ingemansson2, Johan Sjögren2
'Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2hjartaskurðdeild háskólasjúkrahússins á Skáni,
Svíþjóð, 'læknadeild HÍ
steinnstein@gmail.com
Inngangur: Bringubeinsfistlar er alvarlegur en fátíður fylgikvilli opinna
hjartaaðgerða. Erfitt er að uppræta þessa fistla og oft þörf á langvarandi
sýklalyfjameðferð og endurteknum skurðaðgerðum. Tilgangur þessarar
rannsóknar var að kanna tíðni þessara fistla, skilgreina áhættuþætti og
kanna afdrif og lifun sjúklinganna.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á framsýnum gagnagrunni
hjartaskurðdeildar Háskólasjúkrahússins í Lundi, eða 12.297 opnum
hjartaaðgerðum frá 1999-2008. Af þeim greindust 30 sjúklingar með
bringubeinsfistil. Aðhvarfsgreining var notuð við mat á áhættuþáttum
og 120 (4:1) sjúklingar án fistla notaðir sem samanburðarhópur.
Niðurstöður: Tíðni bringubeinsfistla var 0,23% einu ári frá aðgerð.
Meðalaldur sjúklinga var 68 ár, þar af 77% karlar. Flestir, eða 63%,
höfðu farið í kransæðahjáveituaðgerð og 20% í ósæðarlokuskipti. Helstu
áhættuþættir fistla voru fyrri saga um sýkingu í bringubeinsskurði
(OR=15,7), nýrnabilun (OR=12,5), reykingar (OR=4,7) og þegar beinvax
var notað í upphaflegu aðgerðinni (OR=4,2). Sárasugu var beitt í 20
alvarlegustu tilfellunum og létust tveir sjúklingar á meðan meðferð stóð.
Fimm ára heiidarlifun sjúklinga með fistla var 58% borið saman við 85%
í viðmiðunarhóp (p=0,003).
Ályktun: Dánartíðni er aukin hjá sjúklingum með bringubeinsfistla og
fylgikvillar tíðir. Fyrri sýking í bringubeinsskurði og nýmabilun em
langmikilvægustu áhættuþættimir. Flestir hafa þó ekki fyrri sögu um
sýkingu í bringubeini, sem bendir til að í þorra tilfella sé um síðbúna
sýkingu að ræða í kringum stálvíra sem halda saman bringubeininu. Á
síðari árum hefur sárasuga rejmst vel í meðferð þessara sjúklinga.
V-109 Notkun espaðs storkuþáttar VII á Landspítala á 10 ára
tímabili
Róbert Pálmason1, Brynjar Viðarsson2, Felix Valsson3, Kristinn Sigvaldason3,
Tómas Guðbjartsson4's, Páll Torfi Önundarson2,5
‘Lyflækningasviði, ^blóðmeinafraíðideild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, 4hjarta- og
lungnaskurðdeild Landspítala, 5læknadeild HÍ
robertpalmason@gmail.com
LÆKNAblaðið 2010/96 35