Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 33
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 63 sjúklingur var með meinvörp við greiningu og annar greindist ári síðar. Báðir létust úr meininu en aðrir 6 létust af öðrum orsökum og 7 voru á lífi í lok árs 2009. Fimm ára lífshorfur voru 87% fyrir litfæluæxlin, en 59% og 50% fyrir tærfrumu og totufrumugerð. Munurinn var marktækur í einþáttagreiningu, en eftir að leiðrétt var fyrir stigun reyndist litfælugerð ekki sjálfstæður forspárþáttur lífshorfa. Umræður: Hlutfall litfæluæxla á íslandi (1,8%) er ívíð lægra en annars staðar hefur verið lýst (~2-3%). Þrátt fyrir að vera oftar einkennagefandi eru litfæluæxli oftar staðbundin í nýrum en æxli af hinum vefjagerðunum, þ.e á lægra stigi, sem skýrir líklega betri lífshorfur þeirra. Þetta bendir til að litfæluæxli hafi aðra líffræðilega hegðun en hinar vefjagerðimar. V-97 Góðkynja stækkun á hvekk, breytingar á meðferð og ábendingum fyrir aðgerðir - framhaldsrannsókn Jóhann Páll Ingimarsson, Guðmundur Geirsson Þvagfæraskurðdeild Landspítala johanningimars@gmail.com Inngangur: Fyrri íslenskar rannsóknir hafa sýnt lækkandi tíðni skurðaðgerða og aukna lyfjanotkun við meðferð einkenna vegna góðkynja stækkun á hvekk (BPH). Markmið þessarar framhaldsrann- sóknar var að athuga hvort áframhald væri á sömu þróun. Efniviður: Safnað var upplýsingum úr sjúkraskrám sjúklinga sem fóru í aðgerð á LSH vegna BPH á árunum 2006-08. Skoðaðar voru ábendingar, lyfjanotkun, legutími, enduraðgerðir, fylgikvillar o.fl. Upplýsingar um heildarlyfjanotkun vom fengnar frá Lyfjastofnim. Niðurstöður: Aframhaldandi fækkun er á skurðaðgerðum við hvekks- stækkun á tímabilinu, samtíma aukningu í notkun lyfja (úr 239 í 157 aðgerðum og úr 3672 í 4539 ársskömmtum á hverja 100.000 karla yfir 35 ára). Þannig hefur orðið veruleg aukning í meðhöndlun einkenna BPH. Aðgerðir vom oftast (96%) brottnám hvekks um þvagrás (TURP). Meðalaldur hélst óbreyttur frá fyrri rannsóknum. Meðallegutími styttist úr 4,4 í 3,1 dag. Fjórðungur sjúklinga hafði sögu um fyrri aðgerð á hvekk og 64% höfðu reynt lyf. Hlutfall algerra ábendinga á móti afstæðum hélst óbreytt 55 vs. 45%. Tilviljanagreining hvekksskrabbameins jókst, úr 10 í 15%. Tíðni blóðgjafa (5%), endurinnlagna (7%) og enduraðgerða (4%) hélst óbreytt. Heildarfylgikvillum fjölgar, úr 10 í 15 % einkum vegna fjölgunar þvagfærasýkinga úr 1 í 4%. Skurðdauði var enginn. Kostnaður vegna meðferðar hélst stöðugur á tímabilinu og vó minnkuð tíðni aðgerða upp aukin lyfjakostnað. Umræður: Samtímis og fleiri karlar eru meðhöndlaðir við einkennum góðkynjastækkunar á hvekk, f.o.f með aukinni lyfjanotkunar, fækkar bæði aðgerðum bæði vegna afstæðra og algerra ábendinga. Álykta má að 3% karlmanna á lyfjameðferð hverju sinni undirgangast aðgerð. Aukin tíðni þvagfærasýkinga eftir aðgerð þarfnast frekari skoðunar. V-98 Algengi, orsök og meðferð rofs á ristli á Landspítala, 1998- 2007 Kristín Jónsdóttir1, Elsa B. Valsdóttir1-, Páll Helgi Möller14 'Skurðlækningadeild Landspítala, 2læknadeild HÍ kristjo@landspitali.is Inngangur: Rof á ristli er alvarlegur sjúkdómur en samkvæmt erlendum rannsóknum er dánartíðnin há, eða frá 15-30%. Orsakir rofs á ristli eru margar, en helstar eru sarpabólga, krabbamein og utanaðkomandi áverki t.d. við ristilspeglun. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að meðferð hefur breyst á umræddu tímabili og færri fara nú í aðgerð sem fyrstu meðferð samanborið við áður. Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða algengi, orsakir og afdrif sjúklinga með rof á ristli á Landspítala á tímabilinu 1998-2007. Efniviður og aðferðir: Gerð var breið leit í gagnagrunnum Landspítala eftir lfklegum greiningarkóðum (ICD-10). Farið var yfir sjúkrarskrár og gögn um kyn, aldur, orsakir og afdrif einstaklinga með rof safnað. Niðurstöður: Alls fundust 618 einstaklingar en þar af voru 193 með staðfest rof á ristli, 108 konur og 85 karlar. Meðalaldur var 66 ár (bil 30-93 ára). Algengasta ástæða rofs var sarpabólga (67%), en aðrar ástæður voru áverkar, þar með talið eftir speglanir, (15%) og fylgikvillar aðgerða (4%). Aðrar sjaldgæfari orsakir voru 14%. í upphafi rannsóknartímabilsins var aðgerð algengasta fyrsta meðferð (67%) en í lok hans var það hlutfall komið niður í 35%. Vægi sýklalyfja og kera jókst á sama tíma. Ályktun: Sarpabólga var algengasta ástæða rofs á ristli á Landspítala. Vægi aðgerða sem fyrsta meðferð hefur minnkað á rannsóknartímabilinu og er það í samræmi við þróunina annars staðar. V-99 Menntun, starfsvettvangur og framtíðarhorfur á vinnumarkaði íslenskra skurðlækna Tómas Gudbjartsson1', Halla Viðarsdóttir', Sveinn Magnússon2 ‘Skurðlækningasviði LandspítalaPheilbrigðisráðuneytinu, 'læknadeiid HÍ tomasgud@landspitali.is Inngangur: Hér á landi hefur vantað upplýsingar um menntun íslenskra skurðlækna, starfsvettvang og framtíðarhorfur á vinnumarkaði. Markmið rannsóknarinnar var að bæta út því. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra íslenskra skurðlækna sem útskrifaðir eru frá læknadeild HÍ, í öllum undirsérgreinum skurð- lækninga, og búsettir eru á íslandi eða erlendis. Safnað var upplýsingum um sérgrein, menntunarland og prófgráður, en einnig lagt mat á framboð og eftirspum á vinnumarkaði fram til ársins 2025. Beitt var nálgunum, meðal annars að þörf fyrir þjónustu skurðlækna myndi haldast óbreytt miðað við íbúafjölda. Niðurstöður: Af 237 skurðlæknum með sérfræðiréttindi í ágúst 2008 vom tveir af hverjum þremur búsettir á íslandi og 36 komnir á eftirlaun. Rúmlega 2/3 höfðu stundað sérnám í Svíþjóð og flestir störfuðu innan bæklunar (26,9%) og almennra skurðlækninga (23,9%). Meðalaldur skurðlækna á íslandi var 52,1 ár og 44 ár erlendis. Hlutfall kvenna var 8% á íslandi en 17,4% á meðal 36 lækna í sérnámi erlendis (p<0,01). Alls höfðu 19,7% lokið doktorsprófi. Útreikningar benda til að árið 2025 muni framboð og eftirspurn eftir skurðlæknum á íslandi haldast í hendur, en framboð (n=248) verði mun meira en eftirspum (n=156) ef taldir eru með íslenskir skurðlæknar erlendis. Ályktun: Þriðjungur íslenskra skurðlækna er búsettur erlendis. Hlutfall kvenna er lágt en fer vaxandi. Næsta áratug munu margir skurðlæknar á íslandi fara á eftirlaun og endurnýjun því fyrirsjáanleg. Ljóst er að ekki munu allir skurðlæknar geta fengið vinnu á íslandi. Rétt er þó að hafa í huga að óvissuþættir em margir í þessum útreikningum og ná ekki til einstakra undirsérgreina. V-100 lllkynja iðraþekjuæxli í fleiðru á íslandi 1985-2008 Eyrún Valsdóttir1, Tryggvi Þorgeirsson1, Helgi J. ísaksson2, Hrönn Harðardóttir1, Tómas Guðbjartsson1'1 'Hjarta- og Iungnaskurðdeild, 2rannsóknarstofu í meinafræði, 3 4 *Iungnadeild Landspítala, 4læknadeild HI eyrunv@hotmail.com Inngangur: Æxli í fleiðru eru aðallega af tveimur gerðum, góðkynja SFTP-æxli (solitary fibrous tumor of pleura) eða illkynja fleiðruæxli (malignant mesothelioma). Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á illkynja fleiðruæxlum á íslandi. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tíðni sjúkdómsins hérlendis, einkenni, áhættuþætti og lífshorfur. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn hjá 33 sjúklingum (meðalaldur 71,5 ár, bil 49-89 ár, 88% karlar) sem greindust með illkynja fleiðmæxli á íslandi 1985-2009. Farið var yfir sjúkraskrár og einkenni sjúklinganna skráð ásamt atvinnu- og reykingasögu og hvort sjúklingar hefðu komist í snertingu við asbest. Æxlin voru endurskoðuð af meinafræðingi og stiguð skv. kerfi Intemational Mesothelioma Interest Group. Einnig voru reiknaðar lífshorfur (hráar) og miðast útreikningar við 31. des. 2009. Niðurstöður: Aldursstaðlað nýgengi var 4,9 fyrir milljón karla og konur (95% CI 3,32-7/106). Alls höfðu 87% sjúklinganna sögu um reykingar og 63% höfðu staðfesta sögu um snertingu við asbest. Algengustu einkenni sem leiddu til greiningar voru mæði og brjóstverkur Alls voru 78% sjúklinganna á stigi III eða IV við greiningu, þar af 11 (41%) með staðfest fjarmeinvörp, oftast í lifur og limgum. Enginn greindist á stigi I og 6 sjúk- LÆKNAblaðið 2010/96 33

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.