Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 37
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 63 V-113 Kirtilfrumukrabbamein í botnlanga á íslandi 1990-2009 Halla ViðarsdóttirJón Gunnlaugur Jónasson 2,4, Páll Helgi Möller1,4 ‘Skurðlækningadeild, 2rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði, 3læknadeild HÍ hallavi@landspitali.is Inngangur: Kirtilfrumukrabbamein í botnlangatotu er sjaldgæft, eða minna en 0,5% af öllum krabbameinum í meltingarvegi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða tíðni, einkenni, meinafræði og meðferð þessa krabbameins hér á landi. Hfniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem greindust með kirtilfrumukrabbamein í botnlangatotu á íslandi 1990- 2009. Skoðaðir voru faraldsfræðilegir þættir, meðferð og lifun (Kaplan- Meier). Meðaleftirfylgni var 35 mánuðir (bil: 0-145). Niðurstöður: Alls greindust 22 sjúklingar með kirtilfrumukrabbamein í botnlanga (aldur 60 ár, bil: 30-88, 50% karlar). Aldurstaðlað nýgengi er því 0,4/100.000/ár. Aigengasta einkennið var kviðverkur (n=17) en 8 sjúklingar höfðu klínísk einkenni botnlangabólgu. CEA (carcinoembryonic antigen) var mælt hjá 9 sjúklingum og hækkað hjá tveimur. Flestir greindust í aðgerð eða við vefjagreiningu eða 21 sjúklingur en 1 var greindur við krufningu. Fimm sjúklingar fór í botnlangatöku, 12 í brottnám á hægri hluta ristils.. Einn sjúklingur fór ekki í skurðaðgerð og hjá 3 var eingöngu tekið sýni til vefjarannsóknar. Tólf sjúklingar fengu krabbameinslyfjameðferð þar af 7 við útbreiddum sjúkdómi. Ellefu sjúklingar höfðu slímkrabbamein, sjö kirtilfrumukrabbamein, 2 sigðfrumukrabbamein og 2 kirtilfrumukrabbalíkisæxli. Hjá 3 sjúklingum var æxlið upprunnið í kirtilæxli. Rúmlega helmingur hafði sjúkdóm á stigi IV (n=12), 3 á stigi III, 3 á II og 3 á stigi I. Skurðdauði var 4,8% (n=l). 1 og 5 ára lifun var 75 og 44%. Ályktun: Kirtilfrumukrabbamein í botnlanga er sjaldgæft. Allir sjúklingar greinast fyrir tilviljun í aðgerð,við vefjarannsókn eða í krufningu. Rúmlega helmingur sjúklinga er með útbreiddan sjúkdóm við greiningu. V-114 Lægri dánartíðni sjúklinga með blóðfituhækkun eftir kransæðahjáveituaðgerð - verndandi áhrif blóðfitulækkandi statína? Sæmundur J. Oddsson', Hannes Sigurjónsson', Sólveig Helgadóttir2, Martin Ingi Sigurðsson', Þórarinn Amórsson’, Tómas Guðbjartssonu 'Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild HÍ saemiodds@hotmail.com Inngangur: Hækkun á blóðfitum er þekktur áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma og felst meðferð m.a. í lyfjameðferð með statínum. Sýnt hefur verið fram á að statín minnki bólguviðbrögð (SIRS) í líkamanum, m.a. eftir skurðaðgerðir. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif blóðfituhækkunar/statína á tíðni fylgikvilla og dánartíðni eftir krans- æðahjáveituaðgerð. Efni og aðferðir: Rannsóknin var aftursýn og náði til 720 sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala (LSH) árin 2002- 2006. Bornir voru saman sjúklingar sem höfðu sögu um blóðfituhækkun (S-kólesteról a7,8 mmól/L) og voru á statínum (n=421) við sjúklinga sem ekki höfðu hækkaðar blóðfitur eða tóku statín (n=299). Ein- og fjölþátta- greining var notuð til að meta áhrif á fylgikvilla og dánartíðni s30 daga. Niðurstöður: Sjúklingar með blóðfituhækkun voru marktækt yngri (65,6 vs. 67,6 ára) og þyngri (BMI 28,3 vs. 27,6), en EuroSCORE þeirra lægra (4,5 vs. 5,2). Ekki var marktækur munur á meiriháttar fylgikvillum í hópunum tveimur, þ.m.t. heilablóðfalli, sýkingu í bringubeini, krans- æðastíflu og enduraðgerð vegna blæðingar. Hjá sjúklingum með blóðfituhækkun sást tilhneiging til lægri tíðni bráðs andnauðarheil- kennis (ARDS) og fjölkerfabilunar (MOF) (2,1% vs 4,7%, p=0,089). Dánartíðni s30 d. var marktækt lægri hjá sjúklingum með blóðfitu- hækkun (1,4 vs. 5,7%, p=0,003) en legutími á gjörgæslu og heildar- legutími sambærilegur. í fjölþáttagreiningu, þar sem m.a. var leiðrétt fyrir aldri (OR 1,12, p=0,04) og EuroScore (OR 1,59, p=0,0002) reyndist saga um blóðfituhækkun vera sjálfstæður forspárþáttur lægri dánartíðni s30 d. (OR 0,24, p= 0,03). Ályktun: Sjúklingar með blóðfituhækkun virðast hafa marktækt lægri dánartíðni en þeir sem hafa eðlilegar blóðfitur. Hugsanlega má rekja þessi áhrif til bólguhemjandi áhrifa statína, samanber tilhneigingu til lægri tíðni fjölkerfabilunar og andnauðarheilkennis. V-115 Fleyg- og geiraskurðir við lungnakrabbameini á íslandi Ásgeir Alexandersson1, Steinn Jónsson1'2, Helgi J. ísaksson3, Tómas Guðbjartsson1,4 'Læknadeild HÍ, dungnadeild, Tannsóknarstofu í meinafræði, 4hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala asa6@hi.is Inngangur: Hefðbundin aðgerð við lungnakrabbameini öðru en smáfrumukrabbameini (ÖES) er blaðnám. í völdum tilvikum er þó gripið til fleyg- eða geiraskurðar, t.d. ef lungnastarfsemi er mikið skert. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur þessara aðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir fleyg- eða geiraskurð vegna lungnakrabbameins (ÖES) á íslandi 1994-2008. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og voru kannaðar ábendingar aðgerðar, TNM-stigun, fylgikvillar, og heildarlífshorfur. Öll vefjasýni voru endurskoðuð. Niðurstöður: Alls gengust 44 sjúklingar (52,3% konur) undir samtals 47 fleyg- eða geiraskurði. Meðalaldur var 69,1 ár og greindust 38,3% sjúklinga fyrir tilviljun. Alls höfðu 55,3% sögu um kransæðasjúkdóm og 40,4% langvinna limgnateppu. Meðal ASA-skor var 2,6. Aðgerðirnar tóku að meðaltali 82,5 mínútur (bil 30-131), blæðing í aðgerð var 260 ml (bil 100-650) og miðgildi legutíma 9 dagar (bil 4-24). Sýni úr eitlum voru tekin í 12,8% aðgerðanna en miðmætisspeglun aðeins gerð einu sinni. Helstu fylgikvillar voru lungnabólga (14,9%), langvarandi loftleki (12,8%) og blæðing í aðgerð (>500 ml) (8,7%). Tveir sjúklingar fengu alvarlega fylgikvilla, 36,2% dvöldu á gjörgæslu yfir nótt, en enginn lést <30 daga frá aðgerð. Meðalstærð æxlanna var 2,3 cm (bil 0,8-5). Kirtilmyndandi krabbamein var algengasta vefjagerðin (66,7%) og 43,8% æxlanna illa þroskuð. Eftir aðgerð voru 78,7% sjúklinga á stigi IA/IB, 17,0% á stigi IIA/IIB og tveir á stigi IIIA. Eins og 5 ára lífshorfur voru 85,1% og 40,9%. Ályktun: Tíðni fylgikvilla eftir fleyg- og geiraskurði er lág á íslandi, og lítið hærri en eftir blaðnám. Lífshorfur eru einnig nokkuð sambærilegar og eftir blaðnám. Þetta er athyglisvert þar sem flestir þessara sjúklinga hafa undirliggjandi hjarta- og æðasjúkdóma. V-116 Forspárþættir lífshorfa eftir blaðnám við lungnakrabbameini á íslandi 1999-2008 Guðrún Nína Óskarsdóttir1, Rut Skúladóttir1, Húnbogi Þorsteinsson1, Helgi J. Isaksson2, Steinn Jónsson3-4, Tómas Guðbjartsson1-4 ’Læknadeild HÍ, hannsóknarstofu í meinafræði,3lungnadeild, 4hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala gno1@hi.is Inngangur: Skurðaðgerð er helsta læknandi meðferð við lungna- krabbameini. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna stigun, lífshorfur og forspárþætti lífshorfa hjá sjúklingum sem gengist hafa undir lungnablaðnám vegna lungnakrabbameins á íslandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 213 sjúklingum (meðalaldur 66,9 ár) sem gengust undir blaðnám á íslandi við lungnakrabbameini öðru en smáfrumukrabbameini (ÖES) á tímabilinu 1999-2008. Æxlin voru stiguð samkvæmt TNM-stigunarkerfi og ein- og fjölþáttagreining notuð til að meta forspárþætti lífshorfa. Niðurstöður: Heildarlífshorfur (Kaplan-Meier) eftir 1 og 5 ár voru 82,7% og 45,1%, en enginn lést <30 daga frá aðgerð. Algengustu vefjagerðir voru kirtilfrumu- (62%) og flöguþekjukrabbamein (29,1%) og meðalstærð æxlanna var 3,7 cm. Flestir sjúklinganna greindust á stigi I (59,6%) eða II (17,8%,) en 7% á stigi IIIA og 14,6% á stigi IIIB-IV. Stigun, stærð æxlis, kirtilfrumukrabbamein (HR=0,5, p=0,002), skert lungnastarfsemi og hjartsláttaróregla reyndust sjálfstæðir forspárþættir lífshorfa í fjölbreytugreiningu. Ályktun: Lífshorfur eru sambærilegar við erlendar rannsóknir, en tæplega helmingur sjúklinga var á lífi fimm árum eftir aðgerð. Hátt TNM sjúkdómsstig, skert lungnastarfsemi og saga um hjartsláttaróreglu fyrir aðgerð skerða lífshorfur þessara sjúklinga. Sjúklingum með kirtilfrumukrabbamein vegnar hins vegar betur en sjúklingum með flöguþekjukrabbamein, ólíkt því sem flestar aðrar rannsóknir hafa sýnt. LÆKNAblaðið 2010/96 37

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.