Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 30
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 63
V-85 Klónar pneumókokka og hlutverk pili (festiþráða), 1995-2008
Karl G. Kristinsson, Helga Erlendsdóttir, Martha Á. Hjálmarsdóttir, Þóra
Gunnarsdóttir, Hólmfríður Jensdóttir, Gunnsteinn Haraldsson
Sýklafræðideild Landspítala og HÍ
karl@landspitali.is
Inngangur: Hjúpur pneumókokka er mikilvægur meinvirkniþáttur en
mismunandi klónar sömu hjúpgerðar geta haft mismikinn sýkingarmátt.
Mikilvægi annarra eiginleika í meinvirkni er óljós. Pili (festiþræðir)
sem nýlega uppgötvuðust á pneumókokkum, gætu verið mikilvægir
í pneumókokkasýkingum. Markmið rannsóknarinnar er að flokka
ífarandi pneumókokka í klóna og sjá hverjir eru með pili og af hvaða
gerð.
Aðferðir: Frá 1995 hafa ífarandi stofnar (blóð og mænuvökvi) verið
frystir (-80°C). Allir tiltækir stofnar voru hjúpgreindir og klónagreindir
með PFGE, fulltrúastofnar mikilvægustu kióna stofngreindir með MLST
og tilvist pili og piligerðar könnuð með PCR (Moschioni et al, 2008).
Niðurstöður: Af 498 pneumókokkum voru 459 frá blóði og 39 frá
mænuvökva, 121 frá yngri en 7 ára og 190 frá eldri en 64 ára. Af 491
hjúpgreindum stofnum voru algengustu hjúpgerðirnar 7F (86), 14 (60), 4
(41), 9V (35), 6B (32), 23F (31), og 19F (19). PFGE greining var framkvæmd
á 460 (92%) stofnanna. Fjöldi klóna innan hverrar hjúpgerðar var mjög
mismunandi. Allir 7F stofnamir tilheyrðu 2 klónum (ST191, ST218).
Nýgengi algengustu klónanna var breytilegt eftir árum. Lækkun á
nýgengi hjúpgerða 6B og 7F fækkaði stofnum af klónum ST90 og ST218.
Pilus gen fundust ekki í tveimur algengustu klónunum (ST191, ST218).
Af 7 algengustu klónunum fundust pili aðeins í ST162 (hjúpgerð 9V,
clade-I), ST205 (hjúpgerð 4, clade-I) og ST90 (hjúpgerð 6B clade-II).
Ályktun: Nýgengi klóna getur breyst án þess að það endurspegli tíðni
hjúpgerða. Það að pilus gen finnist aðeins í 3 af 7 algengustu ífarandi
klónunum, bendir til þess að pili sé ekki mikilvægur þáttur í ífarandi
sýkingum.
V-86 Arfgerðir breiðvirkra beta-laktamasa og sýklalyfjanæmi hjá
Escherichia coli og Klebsiella spp
Eygló Ævarsdóttir* 1, Freyja Valsdóttirb, Guðrún Svanborg Hauksdóttirb, Ingibjörg
Hilmarsdóttirab
i .æknadcild HÍ, ^Sýklafræðideild Landspítala
ingibjh@landspitali.is
Inngangur: Breiðvirkir beta-laktamasar (ESBL) í Enterobacteriaceae eru
hratt vaxandi vandamál í heiminum. Þeir valda ónæmi fyrir öllum beta-
laktamlyfjum nema karbapenum, og þeim fylgir oft ónæmi fyrir öðrum
sýklalyfjum. Yfir 200 gerðum hefur verið lýst; TEM, SHV og CTX-M
eru algengastar. Á Sýklafræðideild er leitað að ESBL í næmisprófum, en
arfgerðagreiningar á viðkomandi bla genum hafa ekki verið gerðar hér
á landi.
Markmið: Kanna arfgerðir ESBL og sýklalyfjanæmi hjá völdu úrtaki af
ESBL myndandi E. coli og Klebsiella spp. sem greindust á Sýklafræðideild
á árunum 2007 - 2009.
Aðferðir: Leitað var að blaTEM, blasm og WflCTX_Mí 77 bakteríum; þar af voru
25 úr faraldri ESBL myndandi Klebsiella spp. á Landspítala og voru þær
stofngreindar. Að auki var sýklalyfjanæmi ESBL jákvæðra og neikvæðra
baktería kannað.
Niðurstöður: ESBL gerðir af í)/flTEM, WflSHV og fa/flCTX M fundust í 45
bakteríum; 69% þeirra höfðu Wa^.^.j5; hinar höfðu önnur WaCTX M gen
eða blasm. b/flCTX M15fannst í 21 af hinum 25 Klebsiella spp. úr faraldrinum.
Fyrstu niðurstöður stofngreiningar bentu til að um helmingur
faraldurstilfellanna hefði orsakast af útbreiðslu sama stofns. Ónæmi
fyrir öðrum sýklalyfjum var margfalt algengara hjá ESBL jákvæðum en
ESBL neikvæðum bakteríum; 50% af 24 jákvæðum, en aðeins 5% af 1161
neikvæðum, voru ónæmar fyrir ciprófloxacíni.
Umræða: Niðurstöður benda til að við glímum við sömu vandamál og
nágrannalöndin, þ.e. hraða útbreiðslu á CTX-M-15 beta-laktamösum,
ESBL myndandi Klebsiella pneumoniae sem berst á milli sjúklinga í
spítalaumhverfinu og fjölónæmi ESBL myndandi baktería. Þetta er fyrsta
sameindafaraldsfræðirannsókn á ESBL myndandi bakteríum hér á landi,
og leggur hún grunninn að áframhaldandi þekkingaröflun á þessu sviði.
V-87 Faraldsfræði mænuskaða og hryggbrota í slysum á íslandi
Sigrún Knútsdóttir1, Herdís Þórisdóttir1, Páll Ingvarsson1, Kristinn Sigvaldason2,
Aron Bjömsson3, Halldór Jónsson jr '
'Sjúkraþjálfun- og endurhæfingardeild, Grensási, 2gjörgæsludeild, Fossvogi, 3heila- og
taugaskurðdeild, 4bæklunarskurðdeild, ^bæklunarskurðlækningasviði, læknadeild HI
sigrunkn@landspitali.is
Inngangur: Allt frá stofnun endurhæfingardeildar Landspítala á
Grensási árið 1973 hafa flestir sem hljóta mænuskaða í slysum hlotið
þar endurhæfingu. Umferðarslys hafa verið ein algengasta orsök
mænuskaða og hefur forvarnarstarf aðallega beinst að þeim.
Markmið: Til að efla forvarnir enn frekar, er víðtækari kortlagning
þessara áverka nauðsynleg.
Aðferð: í fyrsta hluta rannsóknarinnar beindist athyglin að tíðni, orsök,
aldri, kyni og alvarleika mænuskaða frá 1973 til 2008.
Niðurstöður: Við afturvirka skoðun á sjúkragögnum frá tímabilinu
fundust 191 einstaklingar; ka 73% (n=140), ko 27% (n=51); meðalaldur
37 ár (5-81). Árlegt meðalnýgengi mænuskaða var 5,3 (36 ár). Á árunum
2005-08 jókst nýgengið í 9,75 sem var marktæk aukning miðað við fyrri
ár. 44% (n=84) voru 30 ára eða yngri en 11% (n=28) voru yfir sextugt og
var marktæk fjölgun í þessum aldurshópi frá 2001 miðað við 28 árin á
undan (p< 0.05). Umferðarslys voru orsök skaðans í 46% tilfella (n=87)
og föll í 29% (n=55). Föll voru helsta orsök mænuskaða hjá einstaklingum
yfir sextíu ára. Frístundaslys voru orsök mænuskaða í 20,5% tilfella
(n=39), þar af gerðust 19 árin 2001-2008 og var það marktæk aukning
(p<0.01). Hestaslys voru 13 eða 32,5% af öllum frístundaslysum; sjö
áttu sér stað 2001-2008. Tólf hlutu mænuskaða við vetraríþróttir (skíði,
snjóþotur, vélsleðar). Tíu voru vegna annarra slysa, oftast vegna höggs.
Alvarleiki skaðans var slíkur að tíu manns létust innan 10 daga. Af þeim
181 sem lifðu af hlutu 55% (n=100) tetraplegiu og 45% (n=81) paraplegiu.
Níutíu manns urðu háðir hjólastól.
Ályktun: Ljóst er að mikilvægt er að beina forvörnum meira að föllum og
frístundaslysum með sérstakri áherslu á hestamennsku og vetraríþróttir.
í öðrum hluta rannsóknarinnar verður sjónum því beint sérstaklega að
orsök og tegund hryggbrotanna, aldri og frístundaiðkun.
V-88 Árangur ristilaðgerða hjá 70 ára og eldri á Landspítala
Ámi Þór Amarson ', Elsa Björk Valsdóttir 1:, Karl Kristinssonl1'2, Kristján
Jónasson3, Páll Helgi Möller1,2
1 Landspítala, 2læknadeild HÍ, Verkfræði- og náttúruvísindasviði Hí
arnithor@landspitali.is
Tilgangur: Að kanna útkomu og afdrif sjúklinga eldri en 70 ára sem
gengust undir valaðgerð á ristli, borið saman við yngri sjúklinga. Einnig
að athuga hvort eldri sjúklingar fái frekar fylgikvilla, hafi hærri dánartíðni
eða fleiri legudaga. Slíkt hefur ekki verið kannað á íslandi áður.
Efniviður: Þetta var afturskyggn rannsókn. Rannsóknarþýðið voru allir
sjúklingar sem gengust undir hluta- eða heildarbrottnám á ristli á LSH
árið 2008. Bráðaaðgerðir voru ekki teknar með. Lengd aðgerðar, ASA
flokkun, fylgikvillar, dánartíðni og fjöldi legudaga voru m.a. þeir þættir
sem skráðir voru og bomir saman milli hópanna.
Niðurstöður: Alls voru 106 sjúklingar. Tæplega helmingur þeirra var
eldri en 70 ára (44,3%). Flestir fóru í aðgerð vegna krabbameins (54,7%),
en aðrir vegna endurtekinnar sarpbólgu í digurgirni (24,5%), sepa í ristli
(10,4%) eða annarra sjúkdóma (10,4%).
Tæplega fjórðungur sjúklinga fékk fylgikvilla (23,6%). Algengustu
fylgikvillar vom sárasýking (6,6%), ígerð (5,7%), leki á garnatengingu
(6,6%), þvagfærasýking (3,7%) og lungnabólga (2,8%). Tveir sjúklingar
fengu ígerð í kjölfar leka á garnatengingu. Tíðni sýkinga hjá eldri
sjúklingum var 23,4% og tfðni allra fylgikvilla 25,5%. Sambærilegar
tölur hjá yngri sjúklingum voru 20,3% og 22,0%. Ekki var tölfræðilega
marktækur munur á tíðni fylgikvilla milli hópanna (p=0,71 og p=0,68).
Enginn sjúklingur lést innan 30 daga frá aðgerð. Sjúklingar eldri en 70 ára
voru inniliggjandi að jafnaði í 6 daga en yngri sjúklingar í 5 daga og var
það tölfræðilega marktækt.
Ályktanir: Sjúklingum eldri en 70 ára sem gangast undir val ristilaðgerð
á LSH vegnar ekki verr m.t.t fylgikvilla, þrátt fyrir að þurfa lengri
innlögn. Aldur einn og sér ætti því ekki að vera frábending fyrir aðgerð.
30 LÆKNAblaðið 2010/96