Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 38
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 63
V-117 Lungnaskurðaðgerðir við lungnakrabbameini á íslandi:
Tegund aðgerða og árangur
Húnbogi Þorsteinsson', Ásgeir Alexandersson', Guðrún Nína Óskarsdóttir1, Rut
Skúladóttir1, Helgi J. ísaksson3, Steinn Jónsson1,4, Tómas Guöbjartsson1-
‘Læknadeild HÍ, 2hjarta- og tungnaskurðdeild, Vannsóknarstofu í meinafræði, 4lungnadeild
Landspftala
hth140hi.is
Tilgangur: Helstu skurðaðgerðir við lungnakrabbameini öðru en
smáfrumukrabbameini (LÖES) eru blaðnám, lungnabrottnám og fleyg-/
geiraskurður. Hér á landi hefur vantað upplýsingar um hversu hátt
hlutfall sjúklinga með LÖES gangast undir skurðaðgerð á lungum með
lækningu að markmiði. í Bandaríkjunum hefur þetta hlutfall verið í
kringum 30% en lægra í Evrópu (-20%). Markmið þessarar rannsóknar
var að kanna þetta hlutfall hér á landi og bera saman árangur aðgerðanna
þriggja-
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum með
LÖES sem gengust undir lungnaaðgerð á íslandi 1994-2008. Upplýsingar
um tegund aðgerða, alvarlega fylgikvilla og skurðdauða (<30 d.) fengust
úr sjúkraskrám. Upplýsingar um heildarfjölda greindra tilfella fengust úr
Krabbameinsskrá, en þau voru 1757. Æxlin voru stiguð skv. TNM-kerfi
og reiknaður lífshorfur. Borin voru saman þrjú 5 ára tímabil.
Niðurstöður: Alls gengust 387 sjúklingar undir 397 aðgerðir; þar af voru
73% blaðnám, 15,1% lungnabrottnám og 11,9% fleyg-/geiraskurðir (tafla
1). Hlutfallið af öllum greindum sjúklingum var 22,6% fyrir allt tímabilið
og breyttist ekld marktækt á milli tímabila. Ekki var heldur marktækur
munur á tíðni tilviljanagreindra æxla á milli tímabila, hlutfalli sjúklinga
á stigi I+II eða hlutfalli kirtilmyndandi krabbameina (58,7% í heild).
Skurðdauði var 0,7% eftir blaðnám, 3,3% eftir lungnabrottnám og 0%
eftir fleygskurð (p>0,l). Lífshorfur eftir lungnabrottnám reyndust
marktækt verri en eftir blaðnám og fleygskurð (p<0,005), og marktækt
betri á síðasta tímabili samanborið við það fyrsta (p = 0,04).
Ályktun: Hlutfall sjúklinga með LÖES sem gangast undir skurðaðgerð
í læknandi tilgangi á Islandi (22,6%) er vel sambærilegt við önnur
Evrópulönd. Árangur aðgerðanna er góður, enda tíðni alvarlegra
fylgikvilla lág og skurðdauði aðeins 1,0% fyrir hópinn í heild.
Tafla 1 Blaðnám Lungna- brottnám Fleyg-/geira- skurður Samtals
Fjöldi aðg. og hlutfall (%) af 290 60 47 397
heildarfj. greindra (n=1757) (16,5%) (3,4%) (2,68%) (22,6%)
Hlutfall á stigi l+ll 78,9% 60,1% 95,7%* 78,1%
Tíðni alv. fylgikvilla 5,9% 18,3%* 4,3% 7,6%
5 ára lífshorfur 44,6% 21,2%* 40,9% 40,3%
Skurðdauði (<30 d.) 0,7% 3,3% 0% 1,0%
* marktækur munur (p<0,05)
V-118 Fylgikvillar blaðnámsaðgerða við lungnakrabbameini á
íslandi 1999-2008
Rut Skúladóttir', Guðrún Nína Óskarsdóttir', Helgi J. ísakssorr, Steinn Jónsson11,
Húnbogi Þorsteinsson', Tómas Guðbjartsson1'4
‘Læknadeild HÍ, 2rannsóknarstofu í meinafræði, 3lungnadeild, 4hjarta- og lungnaskurðdeild
Landspítala
rus2@hi.is
Inngangur: Skurðaðgerð er helsta meðferðin við lungnakrabbameini
og er langoftast beitt blaðnámi. Markmið þesssarar rannsóknar var að
kanna ábendingar og snemmkomna fylgikvilla blaðnáms á íslandi.
Efniviður og aðferðir: 213 sjúklingar sem gengust undir blaðnám vegna
lungnakrabbameins á árabilinu 1999-2008. Kannaðar voru ábendingar,
fylgikvillar, æxlisgerð og TNM-stigun. Aðhvarfsgreining var notuð til að
meta áhættuþætti fylgikvilla.
Niðurstöður: 85 sjúklingar (40%) greindust fyrir tilviljun en aðrir vegna
einkenna sjúkdómsins. Kirtilmyndandi (62%) og flöguþekjukrabbamein
(29,1%) voru algengust. Flestir greindust á stigi I (59,6%) og stigi II
(17,8%), 7% á stigi IIIA og 14,8% á stigum IIIB-IV. Miðmætisspeglun var
gerð hjá 13,6% sjúklinga fyrir blaðnámið. Meðal aðgerðartími var 128
mín. og blæðing í aðgerð 580 ml. Sextán sjúklingar (7,5%) fengu alvarlega
fylgikvilla og 36 (17%) minniháttar fylgikvilla, oftast lungnabólgu (6,1%)
og gáttatif/flökt (6,1%). Tólf sjúklingar þurftu enduraðgerð, tveir vegna
fleiðruholssýkingar og einn vegna berkjufleiðrufistils. Eldri sjúklingar
með hátt ASA skor og langa reykingasögu voru í aukinni hættu á að fá
fylgikvilla eftir aðgerðimar. Legutími eftir aðgerð var 10 dagar (mið-
gildi). Enginn sjúklingur lést <30 daga frá aðgerð en fjórir (1,9%) <90
daga frá aðgerð.
Ályktun: Skammtímaárangur blaðnámsaðgerða vegna lungnakrabba-
meins er góður hér á landi samanborið við aðrar rannsóknir.
V-119 Hlutabrottnám á nýra vegna nýrnafrumukrabbameins á
íslandi
Elín Maríusdóttir5, Sverrir HarðarsonM, Vigdís Pétursdóttir2, Eiríkur Jónsson1',
Valur Þór Marteinsson4, Guðmundur Vikar Einarsson1, Tómas Guðbjartsson3'5
‘Þvagfæraskurðdeild, 2rannsóknarstofu í meinafræði, 3skurðsvið Landspítala, ^Sjúkrahúsinu á
Akureyri, 5læknadeild HÍ
elm1@hi.is
Inngangur: Hlutabrottnám hefur löngum verið beitt við nýrnafrumu-
krabbamein í stöku nýra eða þegar nýmastarfsemi er skert. í vaxandi
mæli hefur aðgerðin verið framkvæmd hjá sjúklingum með lítil æxli
og sýna rannsóknir að sjúklingum famast betur en eftir hefðbundið
brottnám á öllu nýranu. Tilgangur þessarar afturskyggnu rannsóknar var
að kanna ábendingar og árangur hlutabrottnáms hér á Iandi.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tekur til sjúklinga sem gengust undir
hlutabrottnám vegna nýrnafrumukrabbameins árin 1991-2005 á íslandi.
Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og voru tilfellin TNM-stiguð,
skráðir fylgikvillar og reiknaðar lífshorfur (Kaplan-Meier). Miðgildi
eftirfylgdar var 94 mán.
Niðurstöður: Alls voru gerð 25 hlutabrottnám (meðalaldur 60 ár, bil 33-80
ár, 20 karlar), eða 6% af 421 aðgerð á nýra við nýrnafrumukrabbameini
á tímabilinu. í 18 (72%) tilfella greindust sjúklingar fyrir tilviljun.
Algengasta ábendingin fyrir aðgerð var lítið æxli (<4 cm) hjá 40%
sjúklinganna, 28% höfðu þekkta nýmabilun og 24% stakt nýra. Kreatinín
fyrir og eftir aðgerð var 94 mm/L (bil 65-196) og 110 mm/L (bil 64-311) að
meðaltali. Meðalstærð æxlanna var 3,6 cm og 84% sjúklinga voru á stigi I
eða II. Aðgerðin tók 140 mín. að meðaltali og var meðalblæðing í aðgerð
926 ml (bil 0,1-5,4 L). Allir lifðu aðgerðina en 4 (16%) fengu fylgikvilla
eftir aðgerð; blæðingu, þvagleka, ígerð í nýra, gamastíflu eða lungna-
bólgu. Miðgildi legutíma var 8 d. Tveir sjúklingar (8%) fengu staðbundna
endurkomu og fóru í brottnám á nýra. Eins og fimm ára lífshorfur (sjúk-
dóma sértækar) voru 100% og 91%.
Ályktanir: Hlutfall sjúklinga sem fóru í hlutabrottnám (6%) er heldur
lægra en erlendis en fer vaxandi. Árangur af hlutabrottnámi er góður hér
á landi, horfur góðar og staðbundin endurkoma krabbameins fátíð. Hafa
verður þó í huga að flestir sjúklinganna höfðu lítil æxli á lágum stigum
og því um valinn sjúklingahóp að ræða.
V-120 Áhrif vökva og pressora á smáæðablóðflæði í þörmum við
opnar kviðarholsaðgerðir
Gísli H Sigurðsson, Luzius B Hiltcbrand, Oliver Limberger, Sebastian Brandt
Department of Anaesthesiology, Inselspital, Beme and University of Bem, svæfinga og
gjörgæsludeild Landspítala og læknadeild HÍ
gislihs@landspitali.is
Inngangur: Blóðþrýstingsfall er algengt við svæfingu sjúklinga sem
undirgangast stórar kviðarholsaðgerðir. Venjan hefur verið að mæta
þessari blóðþrýstingslækkun með aukinni i.v. vökvagjöf. Því hefur
verið haldið fram að ríkuleg vökvagjöf tefji fyrir bata sjúklinga sem
fara í valaðgerðir. Við könnuðum áhrif þess að nota noradrenalín í stað
aukins vökva til að hækka blóðþrýsting hjá svínum sem undirgengust
opna kviðarholsaðgerð í svæfingu þar sem líkt var eftir aðstæðum hjá
mönnum við aðgerð og svæfingu eins og frekast var kostur.
Aðferð: 20 svín voru svæfð, lögð í öndunarvél og skipt í viðmiðunarhóp
C (n=10) og noradrenalínhóp NA (n=10). Báðir hópamir fengu
Ringer laktat (RL) lausn í æð, 3 ml/kg/klst. Hópur NE fékk auk þess
noradrenalín dreypi til að hækka meðalslagæðaþrýsting upp í 65
og 75 mmHg í tveimur skrefum. Hjartaútfall var mælt með stöðugri
38 LÆKNAblaðið 2010/96