Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 9
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 63 hita lengur en sólarhring áður en mæling á CRP var framkvæmd. Alyktanir: Mjög há CRP gildi í börnum benda oft til bakteríusýkingar sem krefst sýklalyfjameðferðar. Mælingar á CRP við greiningu veikinda geta sagt til um alvarleika sýkingar hafi veikindin staðið yfir í nokkurn tíma þar sem CRP hækkar ekki í blóði á fyrstu klukkustundunum. Áframhaldandi notkun og rannsóknir tengdar mælingum á CRP auka þekkingu okkar á þessari greiningaraðferð og auka enn frekar notagildi hennar. V-5 Langtímaáhrif cisplatin- og carboplatin- krabbameinslyfjameðferðar í æsku á heyrn Einar Jón Einarsson' -', Trausti Oskarsson* * 3, Máns Magnusson2, Christian Moell1, Jón R. Kristinsson3 3, Ásgeir Haraldsson3 3, Hannes Petersen1-5 * * * * 'Háls-, nef- og eymadeild Landspítala, 2Háskólasjúkrahúsinu Lundi, 3Bamaspítala Hringsins, 4Bamadeild Háskólasjúkrahússins Lundi, slæknadeild HÍ asgeir@lsh.is Inngangur: Krabbameinslyfirt carboplatin og cisplatin eru mikið notuð í meðferð illkynja æxla hjá börnum og unglingum. Vel þekkt aukaverkun þessara lyfja er heyrnarskaði sem i vissum tilfellum er óafturkræfur og getur versnað með árunum. Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna langtímaáhrif á heym einstaklinga sem fengu krabbameinslyfjameðferð með cisplatin og/eða carboplatin í æsku. Aðferðir: Sjúkraskrá allra barna og unglinga sem greindust með illkynja æxli á íslandi á ámnum 1981-2006 og fengu meðferð með cisplatin og/ eða carboplatin voru yfirfarnar. Gerðar voru ítarlegar heyrnarmælingar á þátttakendum auk þess sem þeir mátu sjálfir áhrif heyrnarskaðans á daglegt líf með aðstoð Hearing Measurement Scale (HMS). Heyrnarskaði var metinn útfrá Brock's skala. Niðurstöður: Fimmtán einstaklingar uppfylltu þátttökuskilyrði rannsóknarinnar. Þrír einstaklingar greindust með heyrnarskaða, tveir af þeim fengu cisplatin og einn fékk cisplatin og carboplatin. Mestur var heymarskaðinn hjá þeim sem fékk bæði cisplatin og carboplatin. Áhrifin vom mest á hátíðnisvið heymarinnar. Suð fyrir eyrum greindist hjá níu einstaklingum. Niðurstöður HMS benda til þess að sumir þátttakendanna eiga erfiðara með að heyra undir ákveðnum kringumstæðum. Ályktun: Hætta er á langtíma heymarskaða eftir krabbmeinslyfjameðferð með cisplatin og carboplatin og á það sérstaklega við um cisplatin. Mikilvægt er að fylgja eftir sjúklingum sem fengið hafa cisplatin og carboplatin meðferð í æsku. V-6 Áhrif sýklalyfjaónæmis á meðferð bráðrar miðeyrnabólgu í börnum Hildigunnur Úlfsdóttir, Ásgeir Haraldsson, Martha Hjálmarsdóttir, Kristján Guðmundsson, Hannes Petersen, Karl G. Kristinsson Læknadeild HÍ, Ðamaspítala Hringsins, sýklafræði- og HNE deildir Landspítala og Læknastöðinni Glæsibæ karl@landspitali.is Inngangur: Pneumókokkar em algeng orsök bráðrar miðeyrnabólgu sem er oftast meðhöndluð með sýklalyfjum. Fjölónæmum pneumókokkum fjölgaði á ámnum 1990-1996, fækkaði síðan áður en þeim fjölgaði á ný frá árinu 2002. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort tengsl væm á milli sýklalyfjaónæmis pneumókokka og meðferðar bráðrar miðeyrnabólgu í börnum. Aðferðir: Upplýsingar um sýklalyfjanæmi og hjúpgerðir pneumókokka frá bömum á tímabilinu 1995-2008 fengust frá Sýklafræðideild Land- spítalans og um greiningar á miðeymabólgum úr gagnagrunni Landspítalans fyrir tímabilið 1990-2008. Urtak sjúkraskýrslna frá þeim árum þar sem fjölónæmi pneumókokka var mest (1996 og 2007) og minnst (2001) voru skoðaðar. Niðurstöður: Hlutfall fjölónæmra stofna var nálægt 20% til ársins 1999, undir 15% 2000-2002 en um og yfir 30% frá árinu 2005. Fjölónæmir stofnar vom nær eingöngu af hjúpgerð 6B í fyrra toppnum og 19F í þeim síðari. Skoðaðar voru sjúkraskýrslur 260 barna. Hlutfallslega fleiri fengu amoxicillin-klavulansým meðferð á ártmum 1996 og 2007 borið saman við 2001. Fleiri fengu háskammta- eða stungulyfjameðferð árin 1996 og 2007 (37% og 32%) en árið 2001 (24%), en þó ekki marktækt (p=0,l og p=0,2). Eins fengu fleiri stungulyfjameðferð árið 1996 borið saman við 2001 og 2007 (25% á móti 18% og 19%), en sá munur var ekki marktækur. Ályktanir: Fjölgun fjölónæmra pneumókokka á íslandi virtist leiða af sér ný meðferðarúrræði eins og háskammta- og shmgulyfjameðferð. V-7 Kawasaki sjúkdómur á íslandi 1996-2005 Halla Sif Ólafsdóttir1, Gyifi Óskarsson1-2, Ásgeir Haraldsson1-2 'Læknadeild HÍ, 2Bamaspítala Hringsins, Landspítala asgeir@lsh.is Inngangur: Kawasaki sjúkdómurinn (KS) er æðabólgusjúkdómur sem einkennist af hita, útbrotum, tárubólgu, slímhúðarbólgu, roða og bjúg á útlimum og eitlastækkunum. Alvarleiki sjúkdómsins felst í myndun kransæðagúla og jafnvel kransæðastíflu. Markmið: Að athuga faraldsfræði KS hér á landi á tímabilinu 1996-2005 og skoða fylgikvilla sjúkdómsins, bráða og síðkomna. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn fyrir árinl996 til og með 2005. Leitað var að tilfellum eftir ICD númerum (KS og atypiskur KS) og gögnum safnað úr sjúkraskrám. Öllum sem greindust á Barnaspítalanum var boðið í ómskoðun af hjarta og blóðprufur. Niðurstöður: Alls greindust 30 með KS á árunum 1996-2005. Nýgengi var 10,7/100.000 börn < 5 ára á ári og kynjahlutfall 2,3:1 (dr:st). Öll börnin fengu meðferð með mótefnum án alvarlegra fylgikvilla. Miðfjöldi daga frá upphafi veikinda til mótefnagjafar var 6 dagar (3-31dagur). Tveir (6,7%) fengu kransæðagúla og önnur eða báðar megin kransæðarnar víkkuðu hjá þremur (10%) í bráðafasa sjúkdómsins. Enginn sjúklinganna dó. Við endurkomu voru tveir með víkkun á kransæð og sex voru með míturlokuleka (22,7%). Ályktanir: Nýgengi og kynjahlutfall er sambærilegt við fyrri íslenska rannsókn og rannsóknir frá Norðurlöndunum. Fá böm greindust með kransæðabreytingar í bráðafasanum, þær breytingar gengu til baka í öllum nema einum án alvarlegra fylgikvilla. Sérstaka athygli vekur miturlokuleki hjá fimm. Horfur bama sem greinast með KS á íslandi em góðar. V-8 Bólusetning gegn Neisseria meningitidis C á íslandi Sigurður Árnason1, Valtýr Stefánsson Thors2, Þórólfur G uönason11, Haraldur Briem3, Karl G. Kristinsson1'3, Ásgeir Haraldsson1'5 'Bamaspítala Hringsins, Landspítala 2Wilhelmina kinderziekenhuis, Utrecht, Hollandi' 3landlæknisembættinu, 4sýklafræðideild Landspítala 5HÍ asgeir@lsh.is Inngangur: Bólusetning gegn Neisseria meningitidis C (MenC) hófst á íslandi árið 2002 (NeisVac-C®; Baxter). Öll böm 0-18 ára vom bólusett á ámnum 2002-2003 og síðan hafa öll böm verið bólusett við sex og átta mánaða aldur. Bólusetning gegn MenC á íslandi er kostnaðarhagkvæm.1 Markmið: Að meta árangur bólusetningar á íslandi gegn MenC sem hófst árið 2002. Efniviður og aðferðir: Niðurstöður allra blóð- og mænuvökvaræktana hjá börnum 0-18 ára á Sýklafræðideild Landspítala frá september 1994 til mars 2005 (> 90% af blóðræktunum á íslandi eru gerðar á Sýklafræðideild). Upplýsingar um fjölda sjúklinga með ífarandi MenC sýkingu árin 2005-2009 voru fengnar frá sóttvarnalækni. Niðurstöður: Neisseria meningitidis ræktaðist hjá 72 börnum á rannsóknartímabilinu; 42 af hjúpgerð B (58,3%) og 30 af hjúpgerð C (41.7%). Öll tilfelli af hjúpgerð C komu fram fyrir 2002 nema eitt. Fyrir bólusetningu 2002 ræktaðist MenC hjá 3,8 börnum að meðaltali á ári en frá 2002 hefur hjúpgerðin aðeins ræktast hjá einu barni en það bam hafði ekki verið bólusett gegn sjúkdómnum.2 Ályktun: Bólusetning gegn MenC hefur tekist mjög vel en engin staðfest sýking hefur komið fram hjá bóiusettu bami síðan bólusetning hófst árið 2002. ífarandi MenC sýkingum hefur einnig fækkað hjá fullorðnum. Bergþórsson GI, Matthíasson Þ, Guðnason Þ, Briem H. Kostnaðarhagkvæmnisgreining á bóluset- ningu gegn meningókokkum C á íslandi. Læknablaðið 2004; 90: 379-83. Farsóttafréttir Landlæknisembættisins. www.Iandlaeknir.is - Janúar 2008. LÆKNAblaðið 2010/96 9

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.