Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 19
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 63
V-43 Áhrif natalizumab (Tysabri) meðferðar á þreytu hjá
MS-sjúklingum
Sólveig Jónsdóttir, Elías Ólafsson, Haukur Hjaltason, Jónína Hallsdóttir, Sóley
Þráinsdóttir
Taugalækningadeild Landspítala, læknadeild HÍ
soljonsd@landspitali.is
Inngangur: Þreyta er eitt algengasta einkenni MS-sjúkdómsins og skerðir
verulega bæði lífsgæði og starfshæfni sjúklinga. Undanfarin ár hafa
komið á markað lyf, sem draga úr bólguvirkni MS-sjúkdómsins, en áhrif
þeirra á þreytu hafa lítið verið könnuð.
Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að athuga áhrif 12 mánaða
meðferðar með natalizumab á þreytu hjá MS-sjúklingum. Rannsóknin
er hluti stærri rannsóknar, sem öllum MS-sjúklingum, sem fara á
natalizumab meðferð á íslandi, er boðin þátttaka í.
Aðferðir: Þreyta var mæld hjá 16 MS-sjúklingum (meðalaldur 45,9;
konur 56,3%) fyrir natalizumab meðferð og aftur eftir 12 mánuði á
meðferð. Þreyta var mæld með Modified Fatigue Impact Scale (MFIS)
(skor 0 til 84; skor >38 = alvarleg þreyta). Þunglyndi var metið með Beck
Depression Inventory (BDI). MFIS þreytukvarðinn var líka lagður fyrirló
heilbrigða einstaklinga (meðalaldur 47,5; konur 75%).
Niðurstöður: Meðal þreytuskor sjúklinga fyrir meðferð var 43,6 (SD 12,5)
og lækkaði niður í 27,8 (SD 10,4) (p < 0,001) eftir 12 mánaða meðferð.
Þreyta minnkaði hjá öllum sjúklingum nema einum. Fyrir meðferð
voru 75% sjúklinganna með alvarlega þreytu, en eftir meðferð voru
þeir 18,8%. Meðal þreytuskor hjá heilbrigðum var 16,8 (SD 9,3). Meðal
þunglyndisskor fyrir meðferð hjá sjúklingum var 11,1 (SD 8,5) og eftir
meðferð 8,2 (SD 6,8) (p = 0,06). Enginn sjúklinga mældist með alvarlegt
þunglyndi.
Alyktun: Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til að tólf mánaða
meðferð með natalizumab dragi mjög marktækt úr þreytu hjá MS-
sjúklingum. Meðferðin hafði ekki marktæk áhrif á þunglyndiseinkenni.
Niðurstöður vekja vonir um að lyfið natalizumab bæti bæði lífsgæði og
starfshæfni MS-sjúklinga.
V-44 Faraldsfræði Multiple System Atrophy (MSA) á íslandi
Anna Bjömsdóttir1, Grétar Guðmundsson1’2, Hannes Blöndal3, Elías ölaíssun -
’Læknadeild HÍ, 3taugadeild, 3meinafræðideild Landspítala
abjorns@gmail.com
Inngangur: MSA er síversnandi taugahrörnunarsjúkdómur sem leggst
á einstaklinga eldri en 40 ára og einkennist af truflun í ósjálfráða
taugakerfinu auk parkinsonisma eða einkennum frá litla heila.
Sjúkdómurinn orsakast af ct-synuclein útfellingum í glia frumum
miðtaugakerfisins.
Markmið: Að ákvarða 10 ára nýgengi og stundaralgengi MSA á íslandi.
Efni og aðferðir: Tilfella var leitað á taugadeild Landspítalans sem
og hjá öllum starfandi taugalæknum á íslandi. Það að auki voru allar
sjúkraskrár göngudeildar taugadeildar með greininguna Parkinson
sjúkdómur skimaðar á 10 ára tímabili.
Niðurstöður: 19 tilfelli MSA greindust á tímabilinu (11 konur, 8
karlar). Nýgengi var 0,6;100.000. Tíu voru lifandi 15. apríl 2009 þegar
stundaralgengi var ákvarðað, 3.1:100,000. Sextán höfðu probable og þrír
possible MSA skv. skilgreiningu. Sextán höfðu MSAp og þrír MSAc.
Meðalaldur við greiningu var 68 ár en aldur við upphaf einkenna var 65
ár. Níu dóu á rannsóknartímabilinu. Þrír voru krufðir og greining MSA
staðfest.
Ályktun: Nýgengi MSA á íslandi er svipað því sem skýrt hefur verið frá
í fyrri rannsóknum. Þetta er fyrsta faraldsfræðilega rannsóknin sem gerð
er skv. nýjum og bættum greiningarskilmerkjum MSA svo vitað sé.
V-45 Nýgengi Multiple Sclerosis á íslandi 2002-2007
Ólöf Jóna Elíasdóttir1, Elías Ólafsson1'2, Ólafur Kjartansson3
’Taugalækningadtíild Landspítala, 2læknadei!d HÍ, 3röntgendeild Landspítala
olofel@hi.is
Inngangur: Multiple sclerosis (MS) er algengur sjúkdómur og ein
algengasta orsök fötlunar hjá ungu fólki.
Markmið: Við gerðum rannsókn til að ákvarða nýgengi MS á íslandi á 6
ára tímabili.
Aðferðir: Leitað var að öllum MS sjúklingum sem greindust á sex ára
tímabili (2002-2007) og höfðu búsetu á íslandi. Tilfelli voru fundin úr
gögnum sjúkrahúsa, og frá öllum sjálfstætt starfandi taugalæknum.
Sjúklingamir uppfylltu allir alþjóðleg skilmerki (Poser) um clinically
definite MS og var greiningin miðuð við annað MS kast sjúklingsins.
Nýgengi var reiknað út frá persónuárum þar sem tölur frá Hagstofunni
voru notaðar.
Niðurstöður: Alls greindust 136 sjúklinga með MS á tímabilinu og þar
af 102 (75%) konur. Meðalaldur við greiningu var 36,3 ár (konur 35.7 ár
og karla 38,3 ár). Reiknað meðal árlegt nýgengi á tímabilinu 1. janúar
2002 til og með 31. desember 2007 var 7,6 á hverja 100 þúsund íbúa. Nær
allir sjúklingarnir (99%) gengust undir MRI rannsókn við greiningu og
61% (83/136) af þeim uppfyllti Barkhof greiningarskilmerki fyrir MS.
Rannsóknin var eðlileg hjá 0,7% tilfella. Sjónhrifrit var framkvæmt hjá
68% (93/136) sjúklinga, við greiningu 30% (28/93) sjúklinga höfðu
óeðlilega rannsókn. Mænustunga var gerð hjá 78% (106/136) sjúklinga
og 75% (80/106) höfðu oligoklonal bönd.
Ályktun: Mikilvægt er að hafa sem nákvæmastar upplýsingar um tíðni
MS hér á landi, m.a. vegna mats á þörf þessa sjúklingahóps fyrir þjónustu
heilbrigðiskerfisins. Þessar tölur eru hærri en áður hafa birst frá íslandi.
V-46 Notkun á SPR (Statistical Pattern Recognition) á heilaritum til
greiningar á Alzheimers sjúkdómi
Jón Snædal11, Gísli Hólmar Jóhannesson21, Þorkell Elí Guðmundsson11, Nicolas
Blin21, Kristinn Johnsen21
'’Öldrunarlækningadeild Landspítala, 21Mentis Cura, rannsóknar- og þróunarfyrirtæki,
Reykjavík
jsnaedal@landspitali.is
Inngangur: Alzheimers sjúkdómur (AS) veldur fyrst og fremst
breytingum í heilaberki og ætti því að vera vel fallinn til rannsóknar með
heilariti sem mælir fyrst og fremst heilabarkar-rafvirkni. Meginbreytingar
á heilariti í AS er að hægar bylgjur verða meira áberandi en þær hraðari
og aflið er minnkað. Næmi tækninnar þykir vera ágæt en sértækni
lakari og greiningarnákvæmmi nálægt 80%. SPR er staðtöluleg greining
á gögnum úr gagnagrunni, í þessu tilviki gagnagrunni heilarita. Með
þessari aðferð er hægt að nota atriði sem skilja að rit heilbrigðra frá riti
sjúklinga með sjúkdóm eins og AS.
Markmið: Markmiðið er að auka greiningamákvæmni frá því sem nú er
hægt með venjulegu megindlegu heilariti.
Aðferðir: Þátttakendur voru 300 sjúklingar greindir með AS á
minnismóttöku öldrunarlækningadeildar LSH á Landakoti og 400
heilbrigðir einstaklingar. Þátttakendur voru á aldrinum 50-90 ára.
SPR aðferðin notaði um 600 atriði úr ritunum til að aðgreina hópana.
Kvarði á bilinu 0-100 er notaður til að lýsa líkunum á AS í hverju
tilviki (AS-index). Sjúkdómsgreiningar voru endurmetnar óháð af
tveimur öldrunarlæknum, og þegar ekki var samræmi var komist að
sameiginlegri niðurstöðu með þriðja lækninum.
Niðurstöður: Þessi aðferð greindi einstaklega réttilega í liðlega 90%
tilvika. Ennfremur var samræmi milli niðurstöðu á MMSE prófi og
AS-index. Einnig reyndist aðferðin aðgreina AS rétt frá æðavitglöpum í
liðlega 80% tilvika.
Ályktun: SPR aðferð við úrvinnslu á megindlegum EEG heilaritum
virðist vera nákvæmari til greiningar á Alzheimers sjúkdómi en fyrri
aðferðir með heilaritum. Aðferðin er einföld í notkun og því auðveldara
að koma henni við en flóknari greiningaraðferðum.
LÆKNAblaðið 2010/96 19