Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 36
V í S I N D I Á VORDÖGUM F Y L G I R I T 6 3 Inngangur: Espaður storkuþáttur VII (recombinant factor Vlla, rFVIIa) hefur verið notaður á Landspítala (LSH) frá árinu 1999 við blaeðingar af ýmsum orsökum. Tilgangur þessarar aftursæju rannsóknar var að athuga ábendingar og árangur af notkun rFVIIa á LSH frá upphafi til ársloka 2008. Efniviður og aðferðir: Fengnar voru upplýsingar um notkun rFVIIa frá apóteki LSH og gagnagrunni blæðaramiðstöðvar. Klínískar upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám og voru m.a. skráðar ábendingar notkunar lyfsins; klínísk svörun að mati meðhöndlandi læknis; fjöldi blóðhluta gefinn 12 klst. fyrir og 12 klst. eftir gjöf rFVIIa; storkupróf fyrir og eftir gjöf; og afdrif sjúklinga. Niðurstöður: Alls fengu 73 sjúklingar rFVIIa, meðalaldur 51 ár (0-84). Helstu ábendingar voru óviðráðanlegar blæðingar við hjartaskurðaðgerðir (n=23), eftir áverka (n=8) og fæðingu (n=9). Átta sjúklingar fengu lyfið vegna heilablæðingar, níu sem fyrirbyggjandi meðferð fyrir skurðaðgerð og 16 við öðrum ábendingum. Klínísk svörun var góð í 73% tilfella. Notkun rauðkornaþykknis minnkaði að meðaltali úr 10,6 einingum 12 klst. fyrir lyfjagjöf (bil 0-32, miðgildi 10) í 4,3 einingar 12 klst. eftir gjöf lyfsins (bil 0-22, miðgildi 3; p<0,0001); notkun blóðvökva minnkaði úr 10,2 einingum (bil 0-26, miðgildi 8) í 6,2 (bil 0-33, miðgildi 5,5; p<0,002); og PT styttist um 6,9 sek (p<0,0001). AIls létust 24 sjúklingar innan 30 daga (33%), þar af 6 af 9 með heilablæðingu og 10 af 24 sjúkl. eftir opnar hjartaaðgerðir. Ályktun: Þrír af hverjum fjórum sjúklingum svöruðu rFVIIa vel skv. klínísku mati. Marktæk minnkun á gjöf blóðhluta og stytting PT styður það mat. Þótt dánarhlutfall sé hátt (33%), sérstaklega eftir heilablæðingar (66%), þá ber að hafa í huga að lyfið var aðeins gefið þegar önnur meðferðarúrræði höfðu brugðist. V-110 Skurðaðgerðir vegna lungnameinvarpa á íslandi 1984-2008 Halla Viðarsdóttir’, Páll Helgi Möller1*, Jón Gunnlaugur Jónasson3'4, Tómas Guðbjartsson14 'Skurðlækningadeild^hjarta- og lungnaskurðdeild, 3rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði, Mæknadeild HÍ hallavi@landspitali.is Inngangur: Rúmur 1/3 hluti sjúklinga með krabbamein greinist með lungnameinvörp. Þegar meinvörpin eru bundin við lungu kemur til greina að fjarlægja þau með skurðaðgerð til að bæta lífshorfur. Markmið þessarar afturskyggnu rannsóknar var að kanna algengi og árangur þessara aðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar sem gengust undir brottnám á lungnameinvörpum með lækningu að markmiði á íslandi 1984-2008. Litið var nánar á sjúklinga með 3 algengustu frumæxlin, m.a. kannaðar ábendingar, fylgikvillar aðgerða og reiknuð út lifun (Kaplan-Meier). Útreikningar miðuðust við 31. des. 2009 og var eftirfylgni 45 mán. (bil: 3-311). Niðurstöður: Alls fóru 83 sjúklingar í aðgerð vegna lungnameinvarpa á tímabilinu (aldur 55 ár, bil: 2-81, 51% karlar). Algengustu frumæxlin voru krabbamein í ristli og endaþarmi (32%, n=27), sarkmein (25%, n=21) og nýrnafrumukrabbamein (17%, n=14). Fjórðungur sjúklinga hafði önnur krabbamein, flestir sortuæxli (n=4). Hlutfall sjúklinga sem fóru í aðgerð var 1.0%, 6,5% og 1,4% fyrir þrjár algengustu æxlisgerðirnar. Þessir 62 sjúklingar gengust undir 79 aðgerðir. Fleygskurður (n=45) og blaðnám (n=30) voru algengastar en 3 sjúklingar fóru í lungnabrottnám. Skurðdauði var 1,2%. Miðgildi legutíma var 11 dagar (bil: 4-85). Fimm ára lifun fyrir sjúklinga með ristil og endarþarmskrabbamein var 45%, nýmafrumukrabbamein 39% og sarkmein 19% (p=0,ll). Ályktun: Hlutfall sjúklinga sem greindust með krabbamein og fóru í brottnám á lungnameinvörpum var lágt. Árangur hér á landi var góður og sambærilegur við erlendar rannsóknir. Bestur var árangur hjá sjúklingum með ristil og endaþarmskrabbamein en tæpur helmingur þeirra var á lífi 5 árum eftir aðgerð. V-111 Sjúkratilfelli: Krabbamein í botnlanga með fistil yfir í þvagblöðru Halla Viðarsdóttir1, Páll Helgi Möller1'4, Kristrún Benediktsdóttiri4, Guðmundur Geirsson'4 ‘Skurðlækningadeild, 2rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði, 3þvagfæraskurðlækningadeild,4 læknadeild HI hallavi@landspitali.is Inngangur: Krabbamein í botnlanga er sjaldgæfur sjúkdómur eða um 0,5% allra illkynja sjúkdóma í meltingarvegi. Hér er kynnt tilfelli krabbameins í botnlanga með fistil yfir i þvagblöðru. Sjúkl. var með óþægindi í kviðarholi og tíð þvaglát en ekki dæmigerð einkenni fyrir þarmablöðrufistil s.s loftmigu eða þvagfærasýkingar. Tilfelli: 64 árakonu var vísað á BMT með 3 vikna sögu um kviðverk, hita, slappleika og þyngdartap. Við uppvinnslu þá var hún með dreifð þreifieymsli, blóðleysi og hægðir voru jákvæðar fyrir blóði. CEA var hækkað 7,8 ng/mL. Þvagskoðun og tölvusneiðmynd af kvið var neikvæð. Tveimur vikum síðar var gerð ófullkomin ristilspeglun sem var kláruð með eðlilegri röntgenmynd af ristli. Sjúkl. hafði áfram óþægindi í kvið og tíð þvaglát. Sex mánuðum síðar leitaði sjúkl. til kvensjúkdómalæknis og fannst þá fyrirferð við leggangaómun. Segulómun gaf grun um fistil á milli smágimis og þvagblöðru. Blöðruspeglun leiddi í ljós dæmigert fistilsop í aftari vegg þvagblöðru. Við aðgerð var botnlangi og smágimi vaxið við þvagblöðruvegg og í ristilhengju fimdust stækkaðir eitlar. Fyrirferðin var fjarlægð í heilu lagi með góðri skurðbrún á þvagblöðruvegg ásamt hægri hluta ristils. Vefjarannsókn leiddi í ljós slímmyndandi kirtilfrumukrabbamein í botnlanga með rofi yfir í þvagblöðm og vöxt í gegnum öll vegglög yfir á smágirni. Alls fundust 23 eitlar og vom þeir neikvæðir. Meinafræðileg stigun var T4N0M0. Sjúkl. útskrifaðist á 5. degi eftir aðgerð og er nú í viðbótarkrabbameinslyfjameðferð með 5-fluorouracil, leucovorin og oxaliplatin. Umræða: Hér er um að ræða sjaldgæft krabbamein með óvenjulega birtingarmynd. Kirtilfrumukrabbamein í botnlanga með fistil yfir í þvagblöðru er afar sjaldgæft en einungis tvö tilfelli hafa verið birt. V-112 Aukin notkun ECMO meðferðar á íslandi Halla Viðarsdóttir1, Þorsteinn Astráðsson2, Bjami Torfasonu/ Líney Símonardóttir1, Tómas Guðbjartssonu/ Felix Valssonu ‘Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 3læknadeild HÍ hallavi@landspitali.is Inngangur: ECMO-meðferð (extracorporeal membrane oxygenation) getur verið lífsbjargandi í alvarlegri öndunarbilun (V-V (Veno-Venous) ECMO) eða mikilli hjartabilun (V-A (Veno-arterial) ECMO).. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ábendingar og árangur ECMO-meðferðar hér á landi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði tíl allra sjúklinga sem fengu ECMO-meðferð á íslandi fram að 2010 , bæði V-V og V-A ECMO. Skráðar voru ábendingar og fylgikvillar meðferðar en einnig hverjir lifðu af meðferðina. Niðurstöður: 29 sjúklingar (20 karlar), með meðalaldur 45,7 ár (bil 14- 84) voru meðhöndlaðir á tímabilinu. Alls fóru 17 (59%) sjúklingar í V-A ECMO vegna hjartabilunar, þar af 12 meðhöndlaðir 2007-2009, í 8 tíl- fellum eftír hjartaaðgerð. Heildarlifun var 35% en 25% fyrir þá sem fóru í ECMO eftir hjartaaðgerð. Meðalaldur sjúklinga í V-A ECMO sem lifðu meðferðina var 36 ár samanborið við 60 ár fyrir þá sem létust. Tólf sjúk- lingar voru meðhöndlaðir með V-V ECMO vegna öndimarbilunar og var lifunin 67%, þar af tveir með HlNl sýkingu og lifðu báðir. Marktækur munur var á aldri sjúklinga sem lifðu af V-V ECMO og þeirra sem létust (31 vs. 50 ár, p=0,03) en einnig sást marktækt betri lifun hjá sjúklingum sem höfðu verið <7 daga á öndunarvél fyrir ECMO-meðferð (p<0.05). Algengastí fylgikvilli meðferðar voru blæðingar sem sáust í 10 til- fellum, en 4 sjúklingar í V-A ECMO fengu blóðrásarskerðingu í ganglim. Ályktun: Árangur VV-ECMO-meðferðar er mjög góður á íslandi (67% lifun) og sambærilegur við það sem best þekkist erlendis. Árangur eftir V-A ECMO, sérstaklega eftír hjartaaðgerð, er hins vegar síðri (25% lifun), og því mikilvægt að meta ábendingar fyrir notkun ECMO í slíkum tíl- fellum. 36 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.