Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 25
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 63
V-66 TGF-beta1 og IL-2 hafa samverkandi áhrif á tjáningu
viöloöunarsameindarinnar Integrin alphaE
Brynja (.unnKuigsdóttir'' Snlrún Melkorka M.iggaiióttir1 • I.aufev Geirsdóttir1'2-
Inga Skaftadóttir1, Bjöm Rúnar Lúðvíksson1,2
'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2Iæknadeild HÍ, 3rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, Landspítala
brynja@landspitali.is
Inngangur: Viðloðunarsameindin Integrin alphaE (CD103) gegnir
lykilhlutverki við vefjasækrti og bólgusvari T-frumna. Jafnframt er talið
að tjáning hennar einkenni FoxP3+ T stýrifrumur (Tst). Rannsóknir hafa
sýnt að frumuboðefnið TGF-betal stuðli að tjáningu FoxP3 og CD103.
Hins vegar hafa ekki verið ítarlega skilgreind þau ræktunarskilyrði sem
þama liggja til grundvallar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna
áhrif ræktunarskilyrða auk vaxtarþáttarins IL-2 á tjáningu CD103 og
FoxP3.
Aðferðir: Einkjama hvítfmmur vom einangraðar úr naflastrengsblóði
og örvaðar með einstofna mótefnum um T frumuviðtaka (anti-CD3) og
hjálparviðtaka (anti-CD28). TGF-betal og IL-2 var bætt í valdar ræktir.
Tjáning T-fruma á CD4, CD8, CD103, CD25, Integrin alpha4, Integrin
beta7 og FoxP3 metin með fmmuflæðisjá.
Niðurstöður: TGF-betal og IL-2 höfðu samverkandi jákvæð áhrif á CD103
tjáningu T fmma sem eingöngu voru örvaðar um T frumuviðtakann og
stuðluðu að fjórfaldri aukningu CD4+ CD103+ T fruma (% CD103+:
+IL-2+TGF = 9,0 m.v. viðmið = 1,3, P=0,009) en tífaldri aukningu CD8+
CD103 T fruma (+IL-2+TGF = 41,9 m.v. viðmið= 3,9, P=0,05). Hins vegar
reyndist hjálparörvun um CD28 draga vemlega úr tjáningu á CD103 í
kjölfar TGF-betal og IL-2 meðferðar (% fækkun: CD4+ = 27% og CD8+
= 40%). Fmmniðurstöður sýna að hlutfallsleg tjáning Tst á CD103 nái
hámarki þegar vaxtarþátturinn IL-2 og hjálparræsing um CD28 eru til
staðar.
Ályktun: Ljóst er að samsetning bólguboðefna hefur afgerandi áhrif
á hæfni T-fmma til vefjaviðloðunar fyrir áhrif CD103. Líklegt er að
bólguferlar sem framkalli ofangreind hámarks skilyrði T-frumuræsingar
stuðli að sérhæfingu Tst fmma og viðloðunar þeirra á bólgustað í
gegnum CD103.
V-67 Myndun snemmbærra æðaþelslíkra klasa er T-frumu háð
Dagbjört Helga Pétursdóttir, Bjöm Rúnar Lúðvíksson
Ónæmisfræðideild Landspítala
dagbhp@landspitali.is
Inngangur: Fjöldi æðaþelsstofnfrumna (ÆS) í blóði hefur neikvæða
fylgni við hjarta- og æðasjúkdóma. Myndun og fjöldi snemmbærra
æðaþelslíkra klasa (SÆK) eftir sértæka ræktun einkjömunga er talinn
gefa upplýsingar um fjölda ÆS í blóði. Hins vegar er ekki ljóst hvaða
sértæku aðstæður og frumuhópar taka þátt í sérhæfingu SÆK. Markmið
rannsóknarinnar var því að meta þátt T-frumna í sérhæfingu SÆK.
Aðferðir: Einkjarna blóðfrumur vom einangraðar úr heilbrigðum
einstaklingum og þær ræktaðar við sértækar aðstæður í 7 daga.
Sérhæfing SÆK var metin út frá klasamyndunarhæfni (smásjá) og
svipgerð (flæðifrumusjá). Sérhæfing SÆK var metin með eða án
T-frumna. T-frumur vom einangraðar eða fjarlægðar með segulflokkun.
Niðurstöður: Flæðifrumusjárgreining leiddi í ljós að SÆK samanstóð af
tveim frumuhópum, aðgreinanlegum út frá stærð og sértækri tjáningu
yfirborðssameinda. Smærri frumuhópurinn tjáði sameindir einkennandi
fyrir T-frumur (CD3, CD4, CD8) en stærri fmmuhópurinn tjáði sameindir
sem einkenndu átfrumur (CD14, CD68). Frumur sem tjáðu einkennandi
sameindir fyrir æðaþelsfrumur (VEGFR-2, CD144) voru þó fáar (1-
10%) og tjáðu þær allar átfrumusameindina CD14. T-frumur höfðu
afgerandi áhrif á sérhæfingu SÆK með tvíþættum hætti. Þannig var SÆK
sérhæfing alfarið háð tilvist T-fmma þar til ákveðnum þröskuldi var náð,
en þá hömluðu T-frumur myndun SÆK.
Ályktun: Sérhæfing SÆK ákvarðast út frá vaxtarþáttum og nánu
samspili við aðliggjandi einfmmunga. Niðurstöður okkar sýna eindregið
fram á nauðsyn T-frumna í sérhæfingarferlinu. Einnig benda þær til
þess að íferð T-fmmna á bólgustað geti hamlað sérhæfingu á SÆK.
Áframhaldandi rannsóknir okkar munu beinast að þeim sértæku ferlum
sem hér um ræðir og kanna tengsl þeirra við hjarta- og æðasjúkdóma.
V-68 Arfgerðin C4B*Q eykur líkur á langvinnri lungnateppu meðal
reykingamanna
Einar Teitur Bjömsson1'2, Karolína Einarsdóttir1, Bryndís Benediktsdóttir5,
Þórarinn Gíslason’, Guðmundur Jóhann Arasonu
'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3lyflækningasviði Landspítala
garason@lsh.is
Inngangur: Rannsóknir okkar sýna að C4B*Q0 er alvarlegur áhættuþáttur
fyrir fólk sem reykir (tíðni lækkar úr 19.2% í 4% og 0% við 50 og 60
ára aldursbilið). f leit að ástæðu athuguðum við fólk með grunaðan
kransæðasjúkdóm (CVD) og fundum að C4B*Q0 var hækkað í
reykingafólki með hjartaöng (AP) (p=0,005; OR 30.07) eða hjartaáfall
(MI) (p=0,0003; OR 22.66), og líkur á dauðsfalli eftir hjartaáfall vom 3.50
(p=0,008) (OR=odds ratio).
Markmið: Að kanna hvort C4B‘Q0 geti einnig tengst öðmm sjúkdómi
sem herjar á reykingafólk eftir miðjan aldur, þ.e. langvinnri lungnateppu
(LLT).
Aðferðir: Til athugunar var slembiúrtak íslendinga yfir 40 ára aldri
(BOLD rannsóknin), alls 755 manns. Tíðni C4B*Q0 var skoðuð með
rafdrætti og borin saman við sögu um reykingar og sjúkdómsgreiningu.
Sjúklingar með kransæðasjúkdóm vom útilokaðir.
Niðurstöður: Búið er að greina helming sýna. Tíðni C4B*Q0 féll úr
20,7% í 14,42% eftir 50 ára aldur (p=0,067) og úr 17,2% í 9,6% meðal
reykingafólks (p=0,109). Tíðnin var hækkuð í LLT sjúklingum með stig II
(p=0,018), einkuð meðal þeirra sem reyktu (p=0,007).
Ályktun: C4B*Q0 eykur líkur reykingafólks á að greinast með LLT stig
II. C4B*Q0 er því áhættuþáttur fyrir tvo mikilvæga sjúkdóma sem herja
á fólk við miðjan aldur, þ.e. LLT og kransæðasjúkdóm. Fyrri niðurstöður
sem sýndu fall C4B*Q0 við miðjan aldur hjá reykingafólki eru studdar
af núverandi niðurstöðum, sem eru að vísu ekki marktækar en þær eru
áhugaverðar (p=0,109). Full ástæða er til að greina afgang sýna.
V-69 Framleiðsla prótínsins VCP í framleiðslukerfi gersveppsins
Pichia pastoris
Guðni Á. Alfreðsson’, Hafliði M. Guðmundsson1, Björn Rúnar Lúðvíksson2,
Girish J. Kotwal2, Guðmundur Jóhann Arason2-
'Örverufræðistofu, líffræðiskor; HÍ Öskju; 2ónæmisfræðideild Landspítala
garason@lsh.is
Inngangur: Prótínlyf eru nú <10% af heimsframleiðslu lyfja en eru
talin ná 30% á næstu árum. VCP er hindri fyrir magnakerfið, og e.t.v.
fyrir bólgu almennt. Dýramódel sýna að VCP getur bæði hindrað
bólguskemmdir í kjölfar kransæðastíflu (eingjöf), og meinþróun
sjúkdómsins sjálfs (endurteknar gjafir).
Markmið: að framleiða VCP hérlendis til vísindarannsókna og til
lyfjaþróunar.
Aðferðir: VCP hefur verið framleitt í framleiðslukerfi gersveppsins P.
pastoris (rVCP) síðan 1999; geninu var stökkbreytt 2005 (hrVCP)** til að
auka virkni. í ársbyrjun 2009 voru fengnar 3 klónur fyrir rVCP og 2 fyrir
hrVCP, með það fyrir augum að velja bestu klónurnar, staðla framleiðslu-
og einangrunaraðferðir, og hámarka framleiðslu. Fyrst er unninn lífmassi
gersvepps með tveggja daga ræktun, þá er sá lífmassi látinn framleiða
VCP í tvo daga, og það endurtekið. Afurðir eru greindar með SDS-PAGE
og WB, og VCP einangrað á heparínsúlu.
Niðurstöður: VCP myndar 30 kDa bönd í SDS-PAGE. Með endurbótum
á framleiðsluferlinu hefur framleiðslugeta kerfisins verið fjórfölduð. Til
eru staðlaðar vinnuáætlanir (SOP)** fyrir ræktun lífmassa, framleiðslu
VCP úr þeim lífmassa, greiningu sýna, hreinsun VCP, prófun á gæðum
afurða, og pökkun.
Umræður: Þróun aðferða hefur á einu ári skilað fjórfaldri framleiðslugetu,
sem samsvarar allt að 100 mg á mánuði per starfsmann. Heimsframleiðsla
VCP prótínsins í P. pastoris fer nú öll fram á íslandi. Næsta skref i þróun
VCP er að fá vottað framleiðsluferli.
" VCP= vaccinia virus complement control protein; r=recombinant; h=humanized; SOP=standard
operating protocol
LÆKNAblaöið 2010/96 25