Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 31
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 63
V-89 lceSG - meðferðarteymi sarkmeina á íslandi
Bjami A Agnarsson8, Eiríkur Jónsson6, Halldór Jónsson jr3, Halldóra Kristín
Þórarinsdóttir1, Helgi Hafsteinn Helgason4, Helgi Sigurðsson4, Hildur
Einarsdóttir5, Hlynur N Grímsson4, Ingibjörg Guðmundsdóttir7, Jón R
Kristinsson1, Kristrún R Benediktsdóttir8, Margrét Snorradóttir7, Ólafur Gísli
Jónsson1, Óskar Þór Jóhannsson4, Þráinn Rósmundsson2
1 Bamaly flækningadeild, ^bamaskurðlækningadeild, ^bæklunarskurðlækningadeild,
4) krabbameinslækningadeild, 5myndgreiningardeild, 6þvagfæraskurðdeild,
7fmmurannsóknardeildin í Glæsibæ, 8rannsóknarstofu HÍ í meinafræði
halldor@landspitali.is
Inngangur: Sarkmein eru um 1% allra krabbameina. Samkvæmt tveimur
íslenskum rannsóknum á nýgengi sarkmeina, mjúkvefja- (1955-88) og
beina- (1955-74), var tíðni svipuð og í nágrannalöndunum. Sarkmein
voru algengari í mjúkvefjum (1,8/100.000), en beini (0,85/100.000). í nýrri
rannsókn 2004 fyrir 1989 - 2003 var veruleg aukning á mjúkvefjaæxlum
hjá körlum (1,8 1955-88 í 3,01989-02), en tíðni beinsarkmeina var óbreytt.
Markmið: Þann 17.10.2007 var formlega stofnaður vinnuhópur fyrir
greiningu og meðferð sarkmeina á íslandi sem gefið var nafnið IceSG
í samræmi við SSG í Lundi, Svíþjóð. Eftirfarandi verkferli er viðhaft á
Landspítalanum þegar beiðni berst:
Einstaklingur boðaður í skoðun og mat í Endurkomudeild í Fv. Þar eru
fyrri rannsóknir endurskoðaðar og nýjar pantaðar. Rannsóknir eru:
æ MR af mjúkvefjum og rtg + MR af beinum
b. Fínnálar-, grófnálar eða vefjasýni, allt eftir eðli æxlis á mynd
c, CT af lungum, beinascann
Að fengum niðurstöðum frumu- og /eða vefjarannsókna gera skurð- og
krabbameinslæknar stigun og taka ákvörðun um meðferð (sjá einnig
heimasíðu Landspítala (ytra net) - Sérþjónusta/ Sarkmein)
Aðferð: Skráning allra tilfella er í Excel grunn, en afgreiðsla
beiðna, meðferð, eftirlit og rannsóknarniðurstöður í Sögukerfið og
Röntgenkerfið. Að lokum eru öll staðfest sarkmeinatilfelli skráð í
sérstakan gagnagrunn (IceSG Registry) á þar til gert eyðublað sem allir
meðlimir hafa aðgang að og fylla út. IceSG gagnagrunnsblöð eru send
til sameiginlegs gagnagrunns SSG í Lundi. Samræmingarfundir eru
mánaðarlega og þess utan tölvupóstur.
Niðurstöður: Fjöldi aðsendra beiðna jókst frá 40/ár í 80 árið 2009; þar af
voru 13 sarkmein sem er í samræmi við það sem búast má við á íslandi.
Alyktun: Með stofnun IceSG hefur á 2 árum tekist að ná utan um nánast
öll útlimasarkmein sem áður var víða á Islandi.
V-90 Endurkoma á bráðamóttöku eftir skurðaðgerð
Guðrún Eiríksdóttir1, Elsa Björk Valsdóttir1'2, PállHelgi Möller1'2
'Læknadeild HÍ, :skurðlækningadeild Landspítala
gudruei@hi.is
Inngangur: Endurkoma sjúklinga á BMT eftir aðgerð er þekkt vandamál.
Astæður eru margvíslegar, svo sem blæðingar, sýkingar eða verkir. í
sumum tilfellum ieiðir þetta til endurinnlagnar. Tilgangur rannsóknar
var að skoða endurkomur sjúklinga skurðdeildar á BMT eftir aðgerð með
tilliti til helstu áhættuþátta fyrir endurkomu.
Efniviður og aðferðir: Um var að ræða afturskyggna rannsókn.
Rannsóknarþýðið voru sjúklingar sem gengust undir valaðgerð á
almennri skurðdeild árið 2009 og Ieituðu á BMT innan 30 daga frá
útskrift. Tegund aðgerðar, ASA-skor, fylgikvillar aðgerðar, legulengd,
ástæða endurkomu og afdrif á bráðamóttöku voru m.a. þeir þættir sem
skráðir voru.
Niðurstöður: Alls gengust 1799 sjúklingar undir valaðgerð á tímabilinu.
Þar af leituðu 135 á Bráðamóttöku innan 30 daga frá útskrift. Konur
voru 62%, meðalaldur var 56 ár. Algengustu ástæður endurkomu voru
einkenni frá sári í 49 tilfellum, þar á eftir sýkingar í 31 tilviki. Helstu
afdrif á bráðamóttöku voru ráðgjöf (28%) eða gjöf sýklalyfja (24%).
Endurinnlagnir voru 13%.
Alyktun: Rúmur þriðjungur leitar á BMT vegna verkja frá skurðsári og
mætti kanna hvort ekki mætti bæta úr því við útskrift. Annar þriðjungur
þeirra sem leita á bráðamóttöku fær enga meðferð og þarf að athuga
hvort finna megi betri farveg fyrir slík tilfelli.
V-91 Dagdeildarmeðferð á Landspítala - gallblöðrutaka um kviðsjá
GunnarThorarensen1, Páll Helgi Möller1'2, Guðjón Birgisson1'2
1 Skurðlækningadeild Landspítala,2 læknadeild HÍ
gunnarth@landspitali.is
Inngangur: Dagdeildarmeðferð á Landspítala færist sífellt í vöxt og
hafa sjúklingar sem gangast undir gallblöðrutöku verið útskrifaðir
samdægurs í auknum mæli síðastliðin ár.
Markmið: Að skoða dagdeildarsjúklinga sem koma í gallblöðrutöku um
kviðsjá (GK) lýðfræðilega og meta árangur þessa fyrirkomulags m.v. þá
sem fara um legudeild.
Aðferðir: Rannsóknin er aftursýn og nær til allra sjúklinga sem gengust
undir valaðgerð á tímabilinu maí 2007 til febrúar 2010. Skoðaðir voru
lýðfræðilegir þættir og bornir saman fyrir dag- og legudeildarsjúklinga
og tíðni endurinnlagna athuguð.
Niðurstöður: Fjöldi valaðgerða sem fór í gegnum dagdeild voru 334.
Milli áranna 2008 og 2009 jókst fjöldi dagdeildaraðgerða um 240% og
hlutfall þeirra af öllum skipulögðum GK fór úr 31,2% í 59,7%. Sjúklingar
dagdeildar voru yngri en sjúklingar legudeildar (46,1 ár og 55,6 ár)
og höfðu lægra ASA skor að meðaltali (p<0,05). Hlutfall kvenna var
hærra meðal dagdeildarsjúklinga (p<0.05). Ekki sást munur á tíðni
endurinnlagna milli dag- og legudeildarsjúklinga (1,5% og 3,8%) og
hlutfall dagdeildarsjúklinga sem þurfti að leggja inn á legudeild í kjölfar
aðgerðar lækkaði úr 20,8% árið 2007 í 9,7% 2009 (p<0,05). Þeir sjúklingar
reyndust eldri og með hærra ASA skor (p<0,05).
Alyktun: Dagdeildarsjúklingar sem fara í GK eru yngri og
heilsuhraustari en legudeildarsjúklingar. Tíðni endurinnlagna meðal
dagdeildarsjúklinga sem fara í GK er lág og hlutfall þeirra sem ekki tekst
að útskrifa samdægurs var 9,7% 2009.
V-92 Stórdýramódel til rannsókna á umhverfisviðbögðum nýrra
ígræða
Halldór Jónsson jr,u, Elín Laxdal1-2'6, Sigurbergur Kárason12, Atli Dagbjartsson1,
Eggert Gunnarsson1, Bergþóra Eiríksdóttir3, Gissur Örlygsson*, Jóhannes
Bjömsson1, Jóhannes Gíslason', J M. Einarsson5, Ng Chuen How5
'Læknadeild HÍ, 2Landspítala, 3ArcticLAS, Reykjavík, 4Nýsköpunarmiðstöð íslands, 5Genis ehf.
Reykjavík, 6Dpt of Surgical Sciences, University of Bergen
halldor@landspitali.is
Inngangur: Við þróun ígræða til lækninga þarf að skapa kringumstæður
sem líkjast fyrirhuguðum notkunarstað. Nýsköpunarfyrirtækið Genís
hefur unnið að þróun efnis til að leiða og örva beinvöxt. Fyrirtækið hefur
unnið í nokkur ár með mismunandi samsetningar kítínafleiddra fjöl- og
fásykra. Ákveðið var að nota kindur þar sem ætla má að þar sé álag á
bein með svipuðum hætti og í manni.
Markmið: Markmiðið með stórdýramódeli var að þróa aðferð til að bera
saman ígræði frá Genís og Chronos (tricalcium-phosphate), sem er algengt
í klínískum aðgerðum á fólki til að leiða beinvöxt í beinskörðum (osteo-
conductive).
Aðferð: Rúmlega vetur gamlar gimbrar og ær voru svæfðar með
Diprivan (Propofol) í hálsæð og barkaþræðingu og tengdar við sæfinga-
vél. í hægri hliðarlegu var efri hluti vinstri sköflungs sótthreinsaður
og dekkaður með aðgerðarlökum. Gerð var frílagning á innri og efri
hluta sköflungs og boruð tvö 8mm göt rétt neðan liðbils. Bæði göt voru
tæmd af beinmerg; efra skilið eftir tómt en neðra fyllt með tilraunaefni
(skurðlæknum óþekkt) eða Chronos. Skurði var lokað með saumi í bein-
himnu og húð og aðgerðarsvæði staðdeyft (Markain 0.5%). Gefin voru
sýkla- og verkjalyf. Eftir 6 og 12 vikur var kindunum lógað, leggimir
settir í formalín og skannaðir í micro-CT skanna.
Niðurstöður: Tveimur kindum var lógað vegna fótbrots gegnum
neðra borgatið. Sneiðmyndir sýndu afgerandi mun á beinvexti milli
viðmiðunar- og efnisgats. Þá kom einnig fram afgerandi þróun í við-
brögðum á mismunandi tíma. Niðurstöðurnar staðfesta fyrri þekkingu
á virkni efnanna tilraunum sem framkvæmdar voru í ísrael og Arizona
í Bandaríkjunum.
Ályktun: Stórdýramódel með kindum og kortlagning með micro-CT
skanna eins og að ofan er lýst er nýlunda á fslandi. Aðferðin hentar vel til
rannsókna á virkni nýrra ígræða og skapar nýja möguleika í íslenskum
rannsóknum á þessu sviði.
LÆKNAblaðið 2010/96 31