Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 39
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 63 "thermodilution", svæðisblóðflæði í „superior mesenteric" slagæð og nýmaslagæð með „transit time" flæðimælingu og smáæðablóðflæði í smáþörmum með laser Doppler flæðimælingu. Súrefnisþrýstingur í gamavef var mældur með Clark-skautum. Niðurstöður: Hópur C fékk samtals 985 ± 44 ml og hópur NE 964 ± 69 ml af RL. Hópur NE fékk 35 ± 12 ng/kg/mín af noradrenalíni til að hækka meðalslagæðaþrýsting upp í 65 mmHg og 120 ± 50 ng/kg/mín til að hækka þrýsting í 75 mmHg. Blóðþrýstingshækkun með noradrenalíni hafði lítil áhrif á svæðis- eða smáæðablóðflæði í smáþörmum eða nýrum. Súrefnisþrýstingur í garnavef breyttist ekki heldur. Umræða: Noradrenalín dreypi, sem var beitt til að meðhöndla lágan blóðþrýsting, hafði lítil sem engin áhrif til að bæta blóðflæði og/eða súrefnisþrýsting í þörmum og nýrum. V-121 Alvarleg sýklasótt á íslenskum gjörgæsludeildum - Tíðni, meingerð og meðferðarárangur Edda Vésteinsdóttir1, Sigurbergur Kárason1-1, Sigurður E. Sigurðsson3, Magnús Gottfreðsson2'1, Sigrún Hallgrímsdóttir1, Alma Gunnarsdóttir1, Gísli H. Sigurðsson1’4 ’Svæfinga- og gjörgæsludeild, ^smitsjúkdómadeild Landspítala, 3svæfinga- og gjörgæsludeild Sjúkrahúss Akureyrar, 4læknadeild HÍ eddave@lsh.is Inngangur og markmið: Sýklasótt er ein algengasta ástæða gjörgæsluinnlagna. Dánartíðni er há, frá 15-30 % í alvarlegri sýklasótt og upp í 50% í sýklasóttarlosti. Lungu og kviðarhol eru algengustu sýkingarstaðir. Síðustu 15-20 ár hefur sýkingum af völdum gram- jákvæðra sýkla fjölgað á kostnað gram-neikvæðra. Tilgangur okkar rannsóknar var að kanna faraldsfræði sýklasóttar sem leiðir til innlagnar á gjörgæsludeildir hér á landi. Aðferðir: Framsýn rannsókn á 12 mán. tímabili, frá 1. apríl 2008 til 31. mars 2009. Þátttakendur voru allir sjúklingar (al8 ára) sem uppfylltu skilyrði fyrir alvarlegri sýklasótt eða sýklasóttarlosti við innlögn á gjörgæsludeildir LSH og FSA. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám sjúklinga. Niðurstöður: 115 sjúklingar lögðust inn á gjörgæsludeildir LSH og FSA vegna sýklasóttar. Nýgengi er 0,48 tilfelli per 1000 íbúa á ári. Meðalaldur var 65,4 ár og karlar voru 53%. Sjúklingar komu frá bráðamóttökum (50%), lyfjadeildum (23%) og skurðdeildum (19%). Dánartfðni við 28 daga var 25%. Helstu sýkingarstaðir voru: Lrmgu (37%), kviðarhol (28%) og þvagfæri (8%). Sýkingar skiptust í gram jákvæðar (39%), gram neikvæðar (30%) og blandaða flóru (28%). Fjölónæmir sýklar ræktuðust frá 9% sjúklinga. Empirísk sýklalyfjameðferð var ekki virk gegn þeim meinvaldi sem ræktaðist í 21% tilfella. Ályktun: Nýgengi sýklasóttar á íslenskum gjörgæsludeildum er svipað og erlendis. Dánartíðni í rannsókninni var með því lægsta sem sést í rannsóknum. Uppruni sýkinga og tegund sýkla eru í samræmi við þróun erlendis síðustu ár. Sýklasótt af völdum sveppa virðist fátíð á íslandi. V-122 Alvarlegar blæðingar: Áhrif af gjöf fíbrínógenþykknis Hulda R. Þórarinsdóttir', Friðrik Þ. Sigurbjömsson1, Kári Hreinsson1, Páll T. Önundarson24, Tómas Guðbjartsson31, Gísli H. Sigurðsson1'4 'Svæfinga- og gjörgæsludeild, ^blóðmeinafræðdeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 4læknadeild HI huldaros@landspitali.is Inngangur: Fíbrínógen er mikilvægur storkuþáttur sem virðist lækka fyrr en blóðflögur og aðrir storkuþættir við alvarlegar blæðingar. Dýrarannsóknir hafa sýnt bætta storknun blóðs þegar lyfið er notað við alvarlegar blæðingar. Klínískar rannsóknir eru hins vegar af skom- um skammti. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur af gjöf fíbrínógenþykknis við alvarlegar blæðingar á Islandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem tók til 30 sjúklinga (meðalaldur 74 ár, bil 23-87, 50% karlar) sem fengu fíbrínógen við al- varlegum blæðingum (>2000 mL) á Landspítala 2006-2008. Sjúklingar sem fengu marga skammta af fíbrínógeni eða virkjaðan storkuþátt Vlla voru ekki teknir með í rannsóknina. Flestir sjúklinganna fengu alvarlega blæðingu í tengslum við hjarta- (67%) eða kviðarholsaðgerð (17%). Skráð var tímasetning fíbrínógengjafar og styrkur þess í sermi, einnig blóðhluta- og vökvagjafir, blæðingarpróf (APTT; PT), blóðflögur og D-dímer; fyrir og eftir gjöf lyfsins. Notkun annarra storkuhvetjandi lyfja, áhættuþættir blæðinga, undirliggjandi sjúkdómar og afdrif sjúklinganna voru könnuð. Niðurstöður: Eftir gjöf fíbrínógenþykknis (miðgildi 2g, bil l-6g) hækkaði s-fíbrínógen úr l,8g/L í 2,5g/L (p<0,001). Einnig varð marktæk lækkun á APTT og PT-gildum (p<0,001) en blóðflögufjöldi og D-dímer héldust óbreytt. Gjöf rauðkornaþykknis minnkaði marktækt á 24 klst. eftir gjöf fíbrínógens en ekki varð marktæk breyting á gjöfum blóðvatns eða blóðflagna. Engar aukaverkanir tengdar gjöf lyfsins voru skráðar. Níu sjúklingar (17%) létust á gjörgæslu, flestir innan 28 daga, en 76% útskrif- uðust af sjúkrahúsi og voru á lífi hálfu ári síðar. Ályktun: Fíbrínógen gjöf við alvarlegar blæðingar virðist (1) hækka marktækt styrk fíbrínógens í blóði, (2) bæta blæðingarpróf (PT og APTT) þegar það er gefið sem viðbót við hefðbundna meðferð og (3) gæti tengst minnkaðri þörf á rauðkornaþykkni. V-123 Bráður nýrnaskaði á gjörgæsludeildum LSH samkvæmt RIFLE-skilmerkjum íris Ösp Vésteinsdóttir',Kristinn Sigvaldason2, Ólafur Skúli Indriðason3, Gísli H. Sigurðssonu ‘1-æknadeild HÍ, 2svæfinga- og gjörgæsludeild, 3meltinga- og nýmadeild Landspítala gislihs@landspitali.is Inngangur: Bráður nýrnaskaði (Acute Kidney Injury) er algengt vandamál hjá gjörgæslusjúklingum sem veldur verulegri aukningu á dánartíðni þeirra. Fram að þessu hafa rannsóknir verið ómarkvissar þar sem ekki hefur verið alþjóðleg samstaða um skilgreiningu ástandsins. Nýlega náðist sátt um alþjóðlegan staðal, s.k. RIFLE skilmerki, og er því nú hægt að bera saman niðurstöður rannsókna milli landa. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi og eðli bráðs nýmaskaða hjá fullorðnum sjúklingum á gjörgæsludeildum Landspítala. Efniviður og aðferðir: Úrtakið var allir sjúklingar 18 ára og eldri sem lögðust inn á gjörgæsludeildir LSH árið 2007. Leitað var að s-kreatínín grunngildi í gagnagrurtni LSH og hjá heilbrigðisstofnunum landsbyggðarinnar. Reiknað var út frá RIFLE skilmerkjum hvort sjúklingur fékk bráðan nýmaskaða eða ekki. Sjúkraskrár voru skoðaðar m.t.t. orsaka og meðferðar bráðs nýrnaskaða. Niðurstöður: Alls voru 1026 sjúklingar 18 ára og eldri lagðir inn á gjörgæsludeildir LSH á árinu (meðalaldur 60,6 ár (±17,8), karlar 61,1%). Þar af voru 231 (22,5%) með bráðan nýmaskaða skv. RIFLE skilmerkjum. Meðalaldur þeirra sem hlutu bráðan nýrnaskaða var 67,0 (±16,0) ár á móti 58,7 (±18,0) ár hjá þeim sem ekki hlutu bráðan nýrnaskaða (p<0,001). Sjúklingar með nýrnaskaða dvöldu að meðaltali 8,3 (±13,1) daga á gjörgæslu en án nýmaskaða dvöldu 3,2 (±4,0) daga (p<0,001). Spítaladánartíðni nýrnaskaðahóps var 40,7% samanborið við 9,1% hjá þeim sem ekki hlutu nýrnaskaða. Ályktanir: Algengi bráðs nýmaskaða á gjörgæsludeildum LSH var 23% sem er marktækt lægri tíðni en í nýlegum erlendum rannsóknum. Dánartíðni þeirra sjúklinga sem fá bráðan nýrnaskaða er þó sambærileg hér og erlendis. V-124 Clostridium difficile sýkingar á Landspítala 1998-2008 Rúnar Bragi Kvaran1, Elsa Björk Valsdóttir1'2, Helgi Kjartan Sigurðsson2, Magnús Gottfreðsson1'3 ‘Læknadeild HÍ, 2skurðdeild, 3smitsjúkdómadeild Landspítala rbk2@hi.is Tilgangur: Að kanna faraldsfræði og alvarleika ristilbólgu af völdum C. difficile á LSH og meta hvort meinvirkni sýkingarinnar hafi aukist á Islandi líkt og víða á Vesturlöndum. Efniviður og aðferðir: Sýkingar með C. difficile á LSH árin 1998-2008 voru fundnar með því að finna jákvæð eiturefnapróf í hægðasýnum. Úrtak klínískra upplýsinga um sjúklinga, sem greindust sjötta hvem mánuð á rannsóknartímabilinu, var skoðað sérstaklega. Niðurstöður: Á11 ára tímabili reyndist 1.861 sýni af 11.981 (16%) jákvætt LÆKNAblaðið 2010/96 39

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.