Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 10

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 10
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 63 V-9 Lifun barna sem greindust með krabbamein á íslandi 1981-2006 Trausti Óskarsson* 1, Ólafur Gísli Jónsson1'2, Jón R. Kristinssonu, Guðmundur K. Jónmundsson1'2, Jón Gunnlaugur Jónasson' ’1, Ásgeir Haraldsson1'2 ‘Bamaspítala Hringsins, 2læknadeild HÍ, 3rannsóknarstofu í meinafræði, 4Krabbameinsskrá íslands asgeir@landspitali.is Inngangur: Krabbamein er næst algengasta dánarorsökin hjá börnum. Um fjórðungur bama sem greinist með krabbamein deyr vegna sjúkdómsins eða tengdra ástæðna. Markmið: Að kanna lifun barna sem greinst hafa með krabbamein á íslandi. Aðferðir: Rannsóknin var lýðgrunduð og náði til allra einstaklinga yngri en 18 ára sem greindust með krabbamein á íslandi frá upphafi árs 1981 til loka ársins 2006. Upplýsingar um sjúkdómsgreiningar og faraldsfræðilega þætti fengust frá Krabbameinsskrá íslands, sjúkraskrám og Hagstofu íslands. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu greindust 279 böm með krabbamein á fslandi. Af þeim vom 215 á lífi í lok árs 2008. Níu einstaklingar greindust með meðferðartengd krabbamein, átta þeirra létust. Á tímabilinu var fimm ára lifun 81,2% (76,1-85,4%) og 10 ára lifun 76,7% (71,1-81,4%). Ekki var marktækur munur á lifun milli kynja (P=0,8174), tímabilanna 1981-1993 og 1994-2006 (P=0,4542), aldurshópanna 0-4 ára, 5-9 ára, 10-14 ára og >15 ára (P=0,3284) eða búsetu við greiningu borið saman milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar (P=0,5273). Ályktun: Horfur bama á íslandi með krabbamein eru góðar og sambærilegar því sem gerist í nágrannalöndunum. Horfur eru mun verri í meðferðartengdum krabbameinum. V-10 Algengi vikulegra verkja á árunum 1989-2006 meðal íslenskra skólabarna Guðrún Kristjánsdóttir Hjúkrunarfræðideild HÍ, Bamaspítala Hringsins, Landspítala gkristi.is Inngangur: Fyrri rannsóknir á íslandi og á Norðurlöndum sýna að endurteknir verkir í höfði, maga og baki em algengir meðal skólabarna á aldrinum 11-16 ára. Sýnt hefur verið fram á stigmögnun vanlíðunar, skert lífsgæði og náms- og starfsgetu við tíða og samsetta verki í maga, höfði og baki. Tilgangur: Rannsókn þessi skoðaði þróun í algengi bak-, maga- og höfuðverkja meðal íslenskra skólabama á árunum 1989 og 2006. Efniviður: Byggt var á gögnum úr landskönnunum á heilsu og lífskjörum íslenskra skólanema frá árunum 1989 og 2006 sem tengjast fjölþjóðlegum könnunum WHO í um 40 löndum (HBSC). Rannsóknin tekur til tveggja árganga skólabama í 6. og 10. bekk grunnskóla. Fyrri könnun tók til tilviljunarúrtaks 2073 skólabama og var svarhlutfall 90,5%, en síðari könnunin tók til tilviljunarúrtaks 5697 skólabama og var svarhlutfall 86%. Spurt var hve oft bömin hefðu upplifað bak-, maga- og höfuðverki. Algengi var athugað eftir kyni og aldri. Niðurstöður: Niðurstöður sýna að algengi vikulegra stakra verkja hefur ekki breyst marktækt hjá 11-12 ára bömum og er höfuðverkur enn leiðandi í vikulegu algengi ('89/'06 = 25,0/27,9), en magaverkir annar í röðinni ('89/'06 = 23,1/24,5), og lægsta tíðnin er í bakverkjum ('89/'06 = 15,3/15,5). Hjá 15-16 ára bömunum hefur vikulegt algengi allra verkja hækkað marktækt á þessum 17 árum. Höfuðverkir úr 19,2% í 39,2%, magaverkir úr 14,1% í 29,9% og bakverkir úr 25,4 í 38,3%. Algengi vikulegra stakra verkja hefur aukist úr 40,4% í 55,5%, samsettra tveggja vikulegra verkja úr 15,1% í 29,6% og algengi þriggja vikulegra verkja úr 4,7% í 12,8%. Ályktun: Sláandi er hin mikla aukning á algengi allra tegunda verkja í eldri aldurshópnum. Erlendar rannsóknir benda til svipaðrar þróunar í auknu algengi verkja, þó ekki sé vitað til að gerður hafi verið slíkur samanburður á landsvísu. Þó eru engin dæmi um svo mikla aukningu á algengi endurtekinna verkja 15-16 ára bama og ljóst að í þessu sambandi er brýn þörf á að endurskoða heilbrigðisþjónustu skólabarna. V-11 Mat á sársauka 2 mánaða til 2 ára barna við ástungu á bráðamóttöku - samanburður tveggja mæliaðferða Guðrún Kristjánsdóttir1'2' Anna Ólafía Sigurðardóttir2' Rakel Björg Jónsdóttir1'1 Ólöf Kristjánsdóttir3 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Bamaspítala Hringsins, Landspítala, 3Dalhousie University, IWK Health Centre, Halifax, Kanada gkrist@hi.is Inngangur: Þegar þróa á viðeigandi aðferðir til að lina eða koma í veg fyrir íþyngjandi sársauka í álagsvaldandi aðstæðum hjá ómálga börnum þarf ábyggileg matstæki. MBPS (Modified Behavioral Pain Scale) er eitt af fáum matstækjum til að meta sársauka hjá 0-2 ára bömum. MBPS samanstendur af þremur þáttum, andlitstjáningu, hreyfingu og grát- mynstri og gefur safnstig sem spanna frá 0-10 eftir styrk sársaukans. VAS (Visual Analogue Scale) er 10 cm einföld lína sem reynst hefur gagnleg til að leggja mat á styrkleika verkja hjá börnum jafnt sem fullorðnum. Rannsóknir sýna samræmi í niðurstöðum milli matsaðila bæði fyrir VAS og MBPS þegar böm eiga í hlut. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvort þessi matstæki séu í innbyrðis samræmi við sársaukamat á 2 mánaða til 2 ára börnum sem verða fyrir ástungu á bráðamóttöku. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 103 2 mán.-2 ára börn sem fóru í ástungu á bráðamóttöku bama á LSH yfir 12 mánaða tímabil. Starfsmaður rannsóknar mat hvert bam með MBPS og VAS við ástungu. Hjúkrunarfræðingur sem framkvæmdi ástungu og foreldri bamsins mátu einnig sársaukann með VAS við sömu ástungu. Niðurstöður: Meðalskor fyrir MBPS reyndist 4.9 (SD=2.75). Meðalskor VAS mats var 3,05-3,41. Sá sem stakk gaf marktækt lægri gildi en foreldri og starfsmaður sem horfðu á. Marktæk fylgni var milli MBPS og VAS mats starfsmanns rannsóknar (r=0,83; p<0,0001). Einnig var marktæk fylgni milli VAS mats allra þeirra sem framkvæmdu slíkt mat (r=0,65-0,7; p<0,0001). Ályktanir: Niðurstöður eru í samræmi við þau MBPS gildi sem fram komu í forprófun og benda einnig til að VAS gefi sambærilega niðurstöðu um styrk sársauka og MBPS hjá barni við einfalda ástungu í bráðaaðstæðum. Eiginleikar þessara tveggja matstækja sýna þó tvær ólíkar víddir, sem geta reynst gagnlegar við rannsóknir á árangri inn- gripa til að lina sársauka í slíkum aðstæðum. V-12 Áhrif kæliúða á verki 2 til 24 mánaða barna við nálastungur á bráðamóttöku barna: Tvíblind tilraun Guðrún Kristjánsdóttir1'2, Ólöf Kristjánsdóttir', Anna Ólafía Sigurðardóttir2, Rakel Björg Jónsdóttir1'2 1 Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Bamaspítala Hringsins, Landspítala,3 Dalhousie University, IWK Health Centre, Haiifax, Kanada gkrist@hi.is Inngangur: Sársaukafull inngrip eru megin orsök streitu og verkja hjá börnum á bráðamóttöku bama. Ef verkir barna eru greindir og meðhöndlaðir er hægt að koma í veg fyrir streitu og töf á nauðsynlegum inngripum. Meðhöndlun verkja vegna sársaukafullra inngripa er ábótavant á bráðamóttökum einkum meðal yngstu aldurshópa bama (< 2 ára). Rannsóknir sem notað hafa kæliúða (etýlklóríð) sem verkjadeyfingu við nálarstungur yngri barna sýna jákvæðar niðurstöður. Markmið: Að kanna áhrif kæliúða á sársaukaupplifun og -viðbragð 2-24 mánaða bama á bráðamóttöku sem þurfa blóðprufu og/eða æðaleggsuppsetningu vegna greiningar og/eða meðferðar. Aðrir samverkandi þættir sem tengja má við sársaukaupplifun í annasömu umhverfi bráðamóttöku verða skoðaðir í þeim tilgangi að stjórna fyrir áhrifaþáttum öðmm en meðferðaríhlutuninni. Aðferð: Tvíblind klínísk tilraun 200 bama á aldrinum 2-24 mánaða á bráðamóttöku barna á Landspítalanum. Þátttakendum var skipt tilviljunarkennt í 2 rannsóknarhópa. Meðferðarhópur (n=97) fékk etýlklóríð vætt í bómull á húð fyrir stungu: samanburðarhópur (n=103) fékk sæft-vatn (placebo) vætt í bómull á húð fyrir stungu. Verkjaviðbrögð vom metin blint af þjálfuðum aðstoðarmönnum með mælitækinu 'Modified Behavioral Pain Scale' (MBPS) auk þess sem foreldrar og heilbrigðisfagfólk mátu verkjaupplifun barns með 100 mm sjónrænum verkjaskala (VAS). 10 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.