Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 13

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 13
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 63 verða með einum eða öðrum hætti fyrir áhrifum af því umhverfi sem þeir lifa í og mikilvægt er að huga vel að samspili einstaklings- og umhverfisþátta þar sem það hefur mismikil áhrif á lífsgæði fólks og þátttöku þeirra í samfélaginu. Markmið: Megintilgangur rannsóknarinnar var að afla þekkingar á sjónarhorni fólks með mænuskaða á umhverfi sínu og því hvaða þættir hamla þátttöku þess í daglegu lífi. Aðferðir: Rannsóknin byggir á blandaðri rannsóknaraðferð. I megindlega hlutanum fylltu þátttakendur, þ.e. 24 meðlimir í Samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra 18 ára og eldri, út matslistann CHIEF (Craig Hospital Inventory of Environmental Factors) ásamt viðbótarspurningalista um lýðfræðilega þætti. í eigindlega hlutanum voru sex þátttakendur valdir með hentugleikaúrtaki til að taka þátt í rýnihópaumræðu um efnið. Niðurstöður: Helstu hindranir sem þátttakendur tilgreindu tengjast efnislegu umhverfi, svo sem ýmsum þáttum í náttúrunni og skipulagi og hönnun bygginga og rýmis. Aðrar helstu hindranir tengjast þjónustu og aðstoð ásamt stjómsýslulegum þáttum. Alyktun: Rannsóknin varpar ljósi á reynslu einstaklinga með mænuskaða á áhrifum umhverfis á þátttöku í daglegu lífi og getur nýst við skipulag og framkvæmd þjónustu við markhópinn. Einnig getur hún auðveldað ráðamönnum að skilja betur þarfir fólks með mænuskaða og taka ákvarðarúr um breytingar til að ryðja hindrunum úr vegi. V-21 Vonir og væntingar fjölskyldna í endurhæfingarferlinu: Fræðileg samantekt Dóróthea Bergs, Ellen Þórarinsdóttir, Marta Kjartansdóttir Endurhæfingardeild Grensási, Landspítala Dorothea@landspitali.is Inngangur: Von, örvænting, þjáning og mögulegar líkur á bata eru hug- sanir sem líf fjölskyldna fer að snúast um þegar fjölskyldumeðlimur fær langvinnan sjúkdóm. Þetta hefur áhrif á fjölskyldutengslin og getur haft truflandi áhrif á endurhæfingarferli sjúklings. Þó hjúkrunarfræðingar séu vel meðvitaðir um hlutverk sitt í að safna upplýsingum og meta líkamlegt ástand sjúklinga, skortir þá oft frumkvæði í að efla og styrkja vonir og væntingar aðstandenda. Ef byggt er upp gott meðferðarsam- band í gegnum fjölskylduhjúkrun, er hægt að takast á við og draga úr neikvæðum tilfinningum og hugsunum fjölskyldunnar. Eftirfarandi spurningar voru settar fram; 1. Hvaða vonir hafa fjölskyldur í endurhæfingarferlinu? 2. Hvað er hlutverk hjúkrunar í að greina vonir/vonleysi fjölskyldna? 3. Hvemig er hægt að efla hjúkrunarfræðinga í að nota mats- og meðferðarlíkan fjölskylduhjúkrunar? Aðferð: Notuð var kerfisbundin, fræðileg samantekt. Leitað var í eftir- farandi gagnabönkum: Medline, Pubmed, Cinahl, OVID, Psyclnfo og Synergy upp að árinu 2009. Notuð voru eftirfarandi lykilorð:Von, vænt- ingar, þátttaka, fjölskylda, fjölskylduhjúkrun, fötlun, lífsgæði og þessi leitarorð voru ennfremur samþætt. Efni var lesið yfir og metið af tveim rannsakendum og flokkað m.t.t. rannsókna- og fræðigreina þar sem lögð var áhersla á kenningar og hugtök tengt viðfangsefninu. Niðurstöður: Alls voru 60 fræðigreinar teknar inn f samantektina og flokkaðar í eftirfarandi þemu: Von og lífsgæði; von og væntingar fjölskyldna; að kenna um vonina; að byggja upp meðferðasamband. Ályktun: Vonin er mikilvægur þáttur í því að ná bata. Með því að efla von, aukast lífsgæði fjölskyldna og batinn eða aðlögunin að heilsufari verður auðveldari. V-22 Gott næringarástand leiðir til betri lífsgæða heilablóðfallsjúklinga Dóróthea Bergs, Marianne Klinke, Þóra Hafsteinsdóttir Endurhæfingardeild Grensási, Landspítala, hjúkrunarfræðideild HÍ Dorothea@landspitali.is Inngangur: Tilgangur rannsóknar er að kanna hvort innleiðing og notkun klínískra hjúkrunarleiðbeininga um mat og vamir gegn næringar- og vökvavandamálum heilablóðfallsjúklinga leiði til betra heilsufarsástands þeirra. Markmið: Markmiðið er að kanna áhrif notkunar á klínískum hjúkrunarleiðbeiningum á; næringarástand, hreyfigetu, fylgikvilla og lífsgæði heilablóðfallsjúklinga. Aðferðir: Rannsóknin er framsýn (prospective), rannsókn með viðmiðunarhópi fyrir innleiðingu klínískra leiðbeininga um mat og vamir gegn næringar- og vökvavandamálum heilablóðfallsjúklinga og tilraunahópi eftir innleiðingu. Upplýsinga er aflað varðandi næringarástand sjúklingsins, getu hans til að hreyfa sig, sjálfsbjargargetu, lífsgæði og fylgikvilla sem tengjast næringarvandamálum og truflunum á salt- og vökvabúskap. Sjúklingum sem uppfylla skilyrði til þátttöku, þ.e. em með nýgreint heilablóðfall, samþykkja þátttöku (eða maki eða forráðamaður), búa á stór höfuðborgarsvæðinu og hafa lagst inn síðustu 3 sólarhringa er boðin þátttaka í rannsókninni. í viðmiðunarhóp (fyrir innleiðingu á leiðbeiningum) voru heilablóðfallsjúklingar sem lögðust inn frá lok janúar til loka maí 2009. Þeir sjúklingar sem lögðust inn á Grensás var fylgt eftir þangað en þeir sem útskrifuðust heim boðið að koma í blóðprufur og viðtal í Fossvogi. Klínískar leiðbeiningar um næringu og vökvaástand verða síðan innleiddar haust 2010. Þegar innleiðingu er lokið mun sjúklingum verða boðin þátttaka í tilraunarhópi í 4 mánuði.. Niðurstöður: Endanlegir þátttakendur í fyrri hluta voru 62. Meðalaldur var rétt rúmlega 70 ár og 50% þeirra útskrifaðist heim. Um 20% sjúklinga skomðu <2 á MUST næringarkvarða, þ.e. em í áhættu vegna vannæringar. Ályktun: Vonast er til þess að niðurstöður rannsóknar sýni fram á bætt næringarástand heilablóðfallssjúklinga eftir innleiðingu gagnreyndra klínískra leiðbeininga, ásamt cost-effectiveness þ.m.t. færri fylgikvillum, styttri legutíma og bættum lífsgæðum. V 23 Aukið úthald og minni fallhætta hjá nýrnasjúklingum eftir þjálfun á meðan þeir voru í skilun Ebba Malmberg, Emma Strandberg, María Ragnarsdóttir Endurhæfing Landspítala Hringbraut ebbab@andspitali.is Inngangur: Við upphaf meðferðar í skilun er talið að líkamshreysti sjúklinga sé um 50% af því sem búast má við af heilbrigðum jafnöldrum. Líkamsþjálfun er því mikilvæg til að sporna við síminnkandi líkamlegri getu og aukinni þörf fyrir aðstoð. Markmið: Að kanna áhrif sex mánaða þjálfunar á sjúklinga í blóðskilun. Aðferðir: Sjúklingum í blóðskilun á LSH var boðin þátttaka í þjálfun og þáðu 21 af 35. Líkamleg geta þeirra var mæld með 6-mínútna gönguprófi, 6MGP, "Timed-up-and go" TUG, standa upp af stól 10 sinnum með tímatöku og Rombergs prófi. Borg skali var notaður til að meta álag í 6MGP og TUG prófi. Sjúklingarnir hjóluðu í MOTOmed letto hjóli (ReckMOTOmed.com) í 12 - 40 mínútur þrisvar í viku með vaxandi álagi eftir getu hvers og eins. Við úrvinnslu gagna var notuð lýsandi tölfræði og Wilcoxon Signed Ranks Test með SPSS forriti, 11. útgáfu. Niðurstöður: Tólf sjúklingar (níu karlar og þrjár konur) luku 3ja mánaða þjálfun, meðal aldur var 66±16 ár (37-88), meðalfjöldi ára í blóðskilun var 4±3.6 (1-11) ár og BMI 25.4±3.4 (20-31). Rombergs próf var jákvætt hjá fjórum í upphafi en þrem eftir þriggja mánaða þjálfun. Níu (sjö karlar og tvær konur) luku 6 mánaða þjálfun. Engin þeirra var með jákvætt Rombergs próf. Göngulengd í 6MGP jókst marktækt eftir þriggja og sex mánaða þjálflm (p=0.002; p=0.012), tími í TUG prófi (p=0.041; p=0.044) og að standa upp af stól 10 sinnum (p=0.015; 0.018) styttist marktækt miðað við fyrir þjálfun. Ályktun: Þolþjálfun eykur göngulengd og minnkar fallhættu hjá sjúklingum í blóðskilun. Lykilorð: Nýmabilun, þolþjálfun, 6MGP, "Timed Up &Go", Rombergs próf. LÆKNAblaðið 2010/96 13

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.