Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 32
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 63 V-93 Smádýramódel til magngreiningar á beinvef Halldór Jónsson jr,1:, Elín Laxdal116, Bergþóra Eiríksdóttir3, Þóra Jóna Dagbjartsdóttir3, Katrín Ástráðsdóttir3, Atli Dagbjartsson1, Eggert Gunnarsson1, Gissur Örlygsson4, Jóhannes Björnsson1, Jóhannes Gíslason3, Jón M. Einarsson5, Ng Chuen Hows 'Læknadeild HÍ, 2Landspítala, 3ArcticLAS, Reykjavík, 4Nýsköpunarmiðstöð ísiands, ^Genis ehf. Reykjavík, 6Dpt of Surgical Sciences, University of Bergen halldor@landspitali.is Inngangur: Ferli við þróun nýrra ígræða er mjög flókið. Nýsköpunarfyrirtækið Genís hefur urtnið í nokkur ár með mismunandi samsetningar kítínafleiddra fjöl- og fásykra sem ígræðsluefni til að örva virkni beinvefs. Frumniðustöður í kindum gefa vísbendingu um mjög góða virkni samanborið við efnið Chronos (tricalcium-phosphate), sem er mikið notað í klínískum aðgerðum á fólki til að fylla upp í beinskörð og leiða beinvöxt (osleoconductivé). Markmið: Markmiðið með smádýramódeli var að athuga hvort hægt væri að hraða beinmyndunarferlinu með því að besta samsetningu og efniseiginleika kítínafleiðanna. Verkefnið var unnið í samstarfi við ArcticLAS. Aðferð: Framkvæmdar voru 2 tilraunir; fyrri til að þróa aðferðir og síðari til að mæla eiginleika mismunandi samsetninga. Notaðar voru fullorðnar Sprague Dawley karlrottur og borað 4mm gat („critical size bone defect" ;holrými sem ekki grær sjálfkrafa) í vinstra kjálkabeinið, sem er aðgengilegt og án hættu að skemma yfirliggjandi vefi eða skerða burðarmátt beinsins. í fyrri tilrauninni var rottum skipt í 4 hópa og voru 7 dýr í hverjum hópi; 4 sem fengu ígræði og 3 með tómt gat. Tekin voru sýni samkvæmt fyrirfram skilgreindu tímaplani; degi 7, 10, 14 og 21. Micro-CT tækni var notuð til að magngreina rúmmál nýs beinvefs sem myndast hafði í hverjum tímapunkti. Þannig fékkst fram kúrva sem lýsti ferli beinmyndunarinnar yfir tímabilið. Þessar niðurstöður voru notaðar til að ákvarða lengd líffasa (7 d.) í seinni tilrauninni, þar sem 4 mismunandi samsetningar voru prófaðar í sams konar tilraun. Fylgst var náið með líðan dýranna í báðum tilraununum og öll heilsueinkenni skráð samkvæmt gæðakerfi ArcticLAS. Niðurstöður: Beinvefsaukningin tengdist á afgerandi hátt samsetningu ígræðisins. CT-greiningin reyndist öflug til magngreiningar á nýmyndun beins og var hægt að sannreyna beinmyndun með hefðbundinni vefja- rannsókn. Ályktun: Magngreining í smádýramódeli með rottum eins og að ofan er lýst til rannsókna á nýjum ígræðum er nýlunda á íslandi. V-94 Breytt staða axlargrindar og hálshryggs hjá einstaklingum með hálsverki Harpa Helgadóttir1, Eyþór Kristjánsson', Halldór Jónsson jr1'2 'Læknadeild HÍ, 'Landspítala harpahe@hi.is Inngangur: Breytt staða axlargrindar getur orsakað og viðhaldið rangri starfsemi í hálsi- og brjósthrygg. Þessi rannsókn er sú fyrsta sem notar viðmið International Society of Biomechanics (STCISB) við mat á stöðu axlargrindar hjá einstaklingum með hálsverki. Stöðu axlargrindar- innar er lýst með tveimur snúningum viðbeinsins: upp-/ niður snúningi og fram-/ aftur snúningi, og þremur snúningum herðablaðsins: upp-/ niður snúningi, inn-/ út snúningi og fram-/aftur halla. Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að finna út hvort ein- staklingar með hálsverki hefðu breytt mynstur á stöðu axlargrindar miðað við heilbrigða einstaklinga. Aukamarkmið var að meta stöðu hálshryggs hjá þessum sömu hópum. Aðferð: Einstaklingar með hálsverki eftir bílákeyrslu (n=23) og einstak- lingar með hálsverki af óþekktum uppruna (n=21) voru bornir saman við 20 heilbrigða einstaklinga, Þrívíddargreinir (Fastrak) mældi stöðu viðbeins og herðablaðs í samræmi við tilmæli STCISB. Niðurstöður: Mæligildi á stöðu axlargrindar staðfestu með marktækum hættiaukinnframsnúningviðbeinsogniðursnúningherðablaðshjáeinstak- lingum með hálsverki miðað við heilbrigða einstaklinga. Marktækur mismunur var á milli einstaklinga með hálsverki af óþekktum uppruna og eftir aftanákeyrslu þar sem sá fyrri hafði aukinn niður- snúning viðbeins en seinni aukinn framhalla á herðablaðinu. Aukin framhöfuðstaða fannst einnig hjá einstaklingum með hálsverki miðað við heilbrigða einstaklinga. Ályktun: Breytt staða axlargrindar hjá einstaklingum með hálsverki bendir til breyttrar starfsemi stöðugleikavöðva axlargrindar og stuttra ofvirkra vöðva sem geta valdið ofálagi á háls- og brjósthrygg. Aukin framhöfuðstaða bendir til minnkaðrar getu hálshryggjar til þungaburðar sem getur meðal annars stafað af truflaðri starfsemi í djúpu beygju- vöðvum hálsins. V-95 Stærð nýrnafrumukrabbameina, líkur á meinvörpum og lífshorfur Jóhann P. Ingimarsson', Sverrir Harðarson2-4, Vigdís Pélursdóttir, Eiríkur Jónsson', Guðmundur V. Einarsson', Tómas Guðbjartsson3 'Þvagfæraskurðdeild, 'rannsóknastofu í meinafræði, 'skurðsviði Landspítala, 'læknadeild HÍ johanningimars@gmail.com Inngangur: Sífellt fleiri nýmafrumukrabbamein greinast fyrir tilviljun, og mörg þeirra eru smá (<4 cm). Oftast er mælt með brottnámi þessara æxla. Sumir hafa þó hallast að virku eftirliti (active surveillance), einkum hjá eldri sjúklingum og þeim sem síður eru taldir þola aðgerð. Slíkt eftirlit hefur verið byggt á þeim forsendum að smærri æxlin hafi aðra klíníska hegðun en þau stærri og meinverpist síður. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif stærðar nýmafrumukrabbameins á tíðni meinvarpa við greiningu og lífshorfur sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 791 sjúklingum með nýmafrumukrabbamein á íslandi 1971-2005. Aðeins vom tekin með tilfelli þar sem greining var staðfest með vefjasýni og stærð æxlis lá fyrir. Öll sýni voru endurskoðuð og TNM-kerfi notað við stigun. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám. Fjölbreytugreining var notuð til að meta áhrif stærðar á tíðni meinvarpa og lífshorfur (sjúkdóma sértækar). Niðurstöður: 28% sjúkl. höfðu meinvörp og jókst tíðni þeirra marktækt með vaxandi æxlisstærð; eða frá 9% fyrir æxli <4 cm í 48% fyrir æxli >11 cm. Fimm ára lífshorfur versnuðu marktækt með aukinni stærð, eða úr 86% fyrir æxli <4 cm í 35% fyrir >11 cm æxli (p<0,001). Við fjölþáttagreiningu reyndist stærð marktækur sjálfstæður forspárþáttur,. bæði fyrir meinvörpum við greiningu (OR 1,08, p=0,01), og lífshorfum (OR 1,09, p<0,01), þótt leiðrétt hafi verið fyrir TNM stigi (OR=2,58, p<0,01). Umræður: Eftir því sem nýmafrumukrabbamein eru stærri aukast líkur á meinvörpum og lífshorfur skerðast. Þessi áhrif stærðar bætast við forspárgildi TNM stigs sem er langsterkasti forspárþátturinn. Æxli <4 cm geta meinverpst, eða í 9% tilfella, og 5 ára sjúkdóma sértækar lífshorfur eru 86%. Þetta ber að hafa í huga þegar íhugað er virkt eftirlit í stað brottnáms þessara æxla. V-96 Nýrnafrumukrabbamein af litfælugerð íslandi 1971-2005 Jóhann P Ingimarsson', Sverrir Harðarson24, Vigdís Pétursdóttir2, Eiríkur Jónsson', Guðmundur V. Einarsson', Tómas Guðbjartsson3-4 'Þvagfæraskurðdeild, 'rannsóknastofu í meinafræði, 'skurðsviði Landspítala, 'læknadeild HÍ johanningimars@gmail.com Inngangur: Litfæluæxli (chromophobe) eru sjaldgæfur undirflokkur nýrnafrumukrabbameina. Erlendar rannsóknir benda til betri lífshorfa sjúklinga með þessi æxli, en fáar byggja á stóru þýði sjúklinga frá heilli þjóð. Markmið rannsóknarinnar var að kanna lífshorfur þessara sjúklinga borið saman við aðra vefjaflokka. Efniviður og aðferðir: 828 vefjafræðilega staðfest nýrnafrumukrabbamein greindust á íslandi 1971-2000. Öll vefjasýni voru endurskoðuð og reyndust 15 þeirra af litfælugerð. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám. Æxlin voru stiguð og reiknaðar út lífshorfur (sjúkdóma sértækar), með aðferð Kaplan-Meier. Litfæluæxlin voru borin saman við tærfrumu (n=740) og totugerð (n=66) nýmafrumukrabbameina, bæði með ein- og fjölþáttagreiningu. Eftirfylgd var 5 ár að miðgildi. Niðurstöður: Litfæluæxli vom 1,8% nýrnafrumukrabbameina og nýgengi 0,17/100.000/ári fyrir bæði kyn. Samanborið við hinar vefjagerðimar voru æxli af litfælugerð oftar greind vegna einkenna, (93% vs 71%, p=0,02) og á lægri stigum (73% vs 45% á stigum I+D, p<0,01). Einn 32 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.