Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 26
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 63 V-70 Bólguboðar og sérhæfing T-stýrifrumna Laufey Geirsdóttir 2, Brynja Gunnlaugsdóttir1'2, Inga Skaftadóttir2, Bjöm R. Lúðvíksson1,2 'Læknadeild HÍ, 2ónæmisfræðideild Landspítala laufeyge@landspitali.is Inngangur: T-stýrifrumur (Tst) sem myndast utan thymus eru taldar nauðsynlegar til að viðhalda árangursríku sjálfsþoli. Tst eru einkenndar með hárri yfirborðstjáningu á Interleukin (IL)-2 alpha viðtaka keðju (CD25), lágri tjáningu af IL-7 alpha viðtakakeðju (CD127) og stöðugri tjáningu á umritunarþættinum FoxP3. Óreyndar T-frumur geta sérhæfst í Tst þegar TGFfll og IL-2 eru til staðar en einnig getur A-vítamin afleiðan retinoic acid stuðlað að þeirri sérhæfingu. Sýnt hefur verið fram á að há tjáning á FoxP3 er nauðsynleg fyrir þroskun og bæligetu Tst. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif helstu bólgu- miðlanna, TNFa og IL-lþ, á sérhæfingu T stýrifrumna. Aðferðir: CD4+CD25- T-frumur úr naflastrengjum voru einangraðar og ræktaðar í návist TGFþl og IL-2 f allt að 7 daga með ræsingu um TcR og CD28; ± TNFa eða IL-lþ. Frumumar vom því næst litaðar daglega fyrir TNFRI, TNFRII, FoxP3, CD25 og CD127. Lausir TNFRII viðtakar og TNFa í floti voru mældir með ELISA. Niðurstöður: T-frumur sem ræktaðar em við bestu skilyrði Tst sérhæfingar tjá minna af FoxP3 á degi 2 og 3 in vitro (-12%+/-1,2 og -ll%+/-4,2; p>0,05). T-fmmumar seyttu miklu magni af TNFRII viðtökum og náðu að hlutleysa það TNF sem var til staðar í æti þeirra eftir dag 4. Við hlutleysingu TNFa fóm Tst að tjá aftur FoxP3. Aftur á móti virðist IL-ip bæla algerlega FoxP3 tjáningu og þess vegna Tst sérhæfingu á degi 6-7. Ályktun: Bólgumiðlarnir TNFa og IL-ip geta báðir hindrað sérhæfingu Tst jafnvel þótt að aðrir nauðsynlegir sérhæfingarþættir eru til staðar. Niðurstöður okkar benda þó til að T-frumur sem ræsast geti komist hjá áhrifum TNFa með viðtakalosun í langvarandi bólguástandi. Aftur á móti hefur langvarandi IL-lp viðvera, eins og finna má í bólgusjúk- dómum, bælandi áhrif á sérhæfingu Tst. V-71 Langtímaviðhald Haemophilus influenzae type b sértækra B-minnisfrumna Maren Henneken1, Einar Thoroddsen3, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir1'4, Emanuelle Trannoy1, Ingileif Jónsdóttir11' 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2Sanofi Pasteur, Marcy 1’ Etolie, Frakklandi, 3há!s-, nef- og eymadeild Landspítala, 4) læknadeild HÍ, íslenskri erfðagreiningu marenhOlandspitali.is Inngangur: Bólusetningar þurfa að vekja ónæmisminni til að veita langtímavemd gegn smitsjúkdómum. Fjölsykrusértækar (PS-specific) B-minnisfrumur sem myndast í æsku geta viðhaldist án náttúrulegrar útsetningar fyrir sýklinum. Bólusetning ungbarna gegn Hib hófst 1989, sem gerir okkur kleyft að rannsaka langlífi Hib-PS-sértækra minnisfrumna í ungmennum, sem voru eða voru ekki bólusettir sem ungbörn fyrir yfir 20 árum. Hib bakterían hvarf úr samfélaginu eftir að Hib-bólusetningar hófust, svo náttúruleg útsetning getur ekki orsakað viðhald ónæmisminnis. Efniviður og aðferðir: Tíðni Hib-PS-sértækra B-frumna í blóði var ákvörðuð og svipgerð þeirra (minnisfmmur, meyfmmur, mótefnaflokkur) greind í flæðifmmusjá eftir litun með flúrskinsmerktri Hib-fjölsykm og flúrskinsmerktum mótefnum. Eftir örvun in vitro voru mótefnaseytandi frumur (antibody secreting cells, AbSC) taldar með ELISpot. Mótefni í sermi verða mæld með ELISA. Blóð 16 ungmenna (10 bólusettir og 9 óbólusettir/óþekkt) hefur verið rannsakað. Niðurstöður: Hib-sértækar CD19+ B-frumur voru 0.2% meðaltal fyrir hópinn f heild, 0.11% í bólusettum (N=10) og 0.27% í óbólusettum/ óþekktum (N=9). Fyrir hópinn í heild voru 71% (45.8 -89.7%) af CD19+ B-frumum CD20+CD27+ minnisfrumur. Meirihluti Hib-sértækra B-minnisfrumna hafði gengið í gegnum flokkaskipti og tjáði IgG eða IgA. Ályktanir: Bráðabirgðaniðurstöður okkar sýna að Hib-sértækar minnisfrumur em mælanlegar í einstaklingum sem hafa verið bólusettir fyrir yfir 2 áratugum, en smæð rannsóknarúrtaksins leyfir okkur ekki að meta áhrif bólusetningar á tíðni þeirra. Við erum að stækka rannsóknarúrtakið og munum kanna hvort tíðni Hib-sértækra B-fmmna er hærri hjá þeim sem vom bólusettir fyrir meira en 20 árum, en þeim sem ekki voru bólusettir. V-72 Fylgni bólgumiðilsins C3 við æðakölkunarsjúkdóm og áhættuþætti hans Perla Þorbjömsdóttir1, Siguröur Þór Sigurðarson2, Sigurður Böðvarsson2, Guðmundur Þorgeirsson-', Guðmundur Jóhann Arasonu ‘Ónæmisfræðideild, fiyflækningadeild Landspítala, 3læknadeild Hí garasonOlsh.is Inngangur: Magnakerfið er einn öflugasti bólgumiðill mannslíkamans. Stungið hefur verið upp á því að C3 hækkun í blóði geti haft forspárgildi fyrir æðakölkunarsjúkdóm. Aðferðir: Til skoðunar voru 271 sjúklingar með kransæðasjúkdóm og 132 heilbrigðir. Styrkur C3 var mældur með strýturafdrætti í mótefnageli. Niðurstöður voru bomar saman við eftirfarandi áhættuþætti kransæðasjúkdóms: sykursýki (DM) eða hár fastandi glúkósi (pre-DM) (>6,1 mmól/L), háþrýstingur (>130/85 mm Hg), lágt HDL kólesteról (HDLC) (<1,04 mmól/L í körlum, <1,29 mmól/1 í konum), há fastandi þríglyseríð (>1,69 mmól/L) og há líkamsþyngd (LÞS>25). Ef þrjú eða fleiri þessara einkenna fóru saman var það greint sem efnaskiptaheilkenni (metabolic syndrome). Niðurstöður: í viðmiðunarhóp var C3 hækkað í einstaklingum með há þríglyseríð (p<0,001), háa líkamsþyngd (p=0,002) eða háþrýsting (p=0,019), og sérstaklega þeim sem höfðu þrjá eða fleiri áhættuþætti (p<0,001). C3 gildi voru hækkuð í hjartaöng (p=0,035), kransæðastíflu (p<0,001) og þeim sem höfðu sögu um kransæðastíflu (p=0,004), en þetta reyndist bundið við þá sem höfðu efnaskiptaheilkenni. Af þeim 9 sem voru með efnaskiptaheilkennið við komu greindust 6 með kransæðasjúkdóm á næstu 10 árum (6/9), en af þeim 28 sem var ekki með efnaskiptaheilkennið við komu hafði enginn greinst með kransæðasjúkdóm 10 árum síðar (p<0,001). Ályktun: Styrkur C3 sýnir fylgni við efnaskiptaheilkenni og einstök skilmerki hans, og getur hugsanlega spáð fyrir um kransæðasjúkdóm síðar meir. V-73 Áhrif BCG á ónæmissvar nýburamúsa við bólusetningu gegn meningókokkum C Siggeir F. Brynjólfsson1'2, Stefania P. Bjamarson1'2, Elena Mori3,Giuseppe Del Giudice3, Ingileif Jónsdóttir1'2-4 'Ónæmisfræðideild Landspítala, fiæknadeild HÍ, 3Novartis Vaccines, Siena, Ítalíu, 4Islenskri erfðagreiningu siggeirOlandspitali.is Inngangur: Vamir nýbura gegn ýmsum sýklum em skertar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif berklabóluefnisins BCG á ónæmissvar nýburamúsa við próteintengdu fjölsykrubóluefni meningókokka af gerð C, MenC-CRM]97, en BCG er víða gefið nýburum. Aðferðir: Nýburamýs vom fmmbólusettar undir húð eða um nef með MenC og BCG gefið samtímis, degi fyrir eða viku fyrir MenC bólusetningu. Mýsnar voru endurbólusettar með MenC 16 dögum síðar. Mótefni vom mæld með ELISA og myndun ónæmisminnis metin út frá hraða og styrk mótefnasvarsins. Drápsvirkni sermis (semm bactericidal activity, SBA) var einnig mæld. Niðurstöður: Mýs bólusettar með MenC sem nýburar höfðu marktækt hærri IgG mótefni en mýs sem fengu saltvatn. Nýburamýs sem fengu BCG samtímis MenC bóluefninu höfðu marktækt hærra IgG mótefnamagn en mýs sem fengu eingöngu MenC. Enginn munur var á magni IgG mótefna músa sem fengu BCG degi eða viku fyrir MenC bólusetningu og þeirra sem fengu aðeins MenC. Drápsvirkni sermis var aðeins mælanleg í músum sem fengu BCG og MenC samtímis og voru endurbólusett með MenC undir húð eða um nef. BCG jók og flýtti ónæmissvari nýburamúsa, sem endurspeglar eflingu ónæmisminnis. BCG hafði áhrif á undirflokka IgG sem bendir til aukins Thl svars. Ályktanir: Niðurstöðumar sýna að BCG hefur ónæmisglæðandi áhrif sé það gefið samtímis MenC. Þær stangast á við niðurstöður rannsókna, sem sýndu að BCG sem er gefið nýburum manna eykur mótefnasvar 26 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.