Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 34
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 63 lingar (22%) voru á stigi II. Ekki var hægt að stiga 6 sjúklinga þar sem upp- lýsingar vantaði eða þær voru ófullnægjandi. Skurðaðgerðir til grein- ingar voru gerðar hjá 14 sjúklingum og tekin fleiðrusýni, annaðhvort í gegnum brjóstholsskurð (n=8) eða með brjóstholsspelgun (n=6). Enginn sjúklinganna gekkst undir brottnám á fleiðru og lunga með lækningu að markmiði. Lífshorfur voru 8,3 mánuðir að meðaltali (miðgildi 6 mán), eða frá 2 vikum og upp í 40 mánuði fyrir þann sem lifði lengst. í dag eru 5 af 33 sjúklingum á lífi, allir greindir innan 48 mánaða. Ályktun: Illkynja fleiðruæxli eru fátíðari á íslandi miðað við nágranna- lönd. Flestir (78%) greinast með útbreiddan sjúkdóm þar sem lækning kemur ekki til greina. Ljóst er að stigun þessara sjúklinga er oft ábótabant og athyglisvert að enginn hafi gengist undir brottnám á fleiðru og lunga. V-101 Árangur kransæðahjáveituaðgerða á íslandi Hannes Sigurjónsson', Sólveig Helgadóttir2, Sæmundur J. Oddsson1, Martin Ingi Sigurðsson’, Þórarinn Amórsson', Tómas Guðbjartsson1'2 'Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3læknadeild HÍ hannes@landspitali.is Inngangur: Frá því fyrsta kransæðahjáveituaðgerðin var gerð á íslandi árið 1986 hafa >3500 slíkar aðgerðir verið framkvæmdar á Landspítala. í flestum tilvikum hefur verið notast við hjarta- og lungnavél (CABG) en á síðasta áratug hafa margar aðgerðanna verið gerðar á sláandi hjarta (OPCAB). Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur þessara aðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra sjúklinga (n=720) sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á íslandi árin 2002-2006. Sjúklingum sem gengust undir aðrar aðgerðir samtímis, t.d. lokuaðgerð, var sleppt. Bornir voru saman fylgikvillar og dánartíðni (s30 d.) þeirra sem gengust undir hefðbundna aðgerð (CABG-hópur, n=513), og á sláandi hjarta (OPCAB-hópur, n=207), og notuð til þess bæði ein- og fjölþáttagreining. Niðurstöður: Áhættuþættir voru mjög sambærilegir fyrir bæði CABG- og OPCAB-hópa, m.a. aldur, líkamsþyngdarstuðull, fjöldi æðatenginga (2,8) og EuroSCORE (4,8). Aðgerðir á sláandi hjarta tóku lengri tíma (222 vs. 197 mín., p<0,001) og blæðing í var aukin í samanburði við hefðbundna aðgerð og munaði 274 ml (p<0,001). Tíðni enduraðgerða vegna blæðinga og blóðgjafa var heldur hærri í CABG-hópnum og CK-MB sömuleiðis marktækt hærra (43,4 vs. 36,3 pg/L, p<0,05). Aftur á móti var tíðni gáttatifs (53%) og heilablóðfalls (2%) sambærileg í báðum hópunum, einnig legutími (12 dagar) og skurðdauði (3% vs. 4%). Tegund aðgerðar hafði ekki forspárgildi fyrir skurðdauða. Fjölþáttagreining á áhættuþáttum skurðdauða sýndi að EuroScore var sterkasti áhættuþátturinn, en hækkaðar blóðfitur og magn blóðgjafar reyndist einnig sjálfstæðir forspárþættir. Línuleg aðhvarfsgreining sýndi að tegund aðgerðar, líkamsþyngdarstuðull og fjöldi æðatenginga voru sjálfstæðir áhættuþættir aukinnar blæðingar. Ályktun: Árangur kransæðahjáveituaðgerða á íslandi er góður (3,2% skurðdauði) og sambærilegur við stærri hjartaskurðdeildir erlendis. Þetta á við um bæði hefðbundnar aðgerðir og aðgerðir á sláandi hjarta. í þessari óslembuðu rannsókn reyndist þó blæðing aukin eftir aðgerðir á sláandi hjarta en tíðni hjartadreps lægri. V-102 Framsýn rannsókn á skurðsýkingum eftir 246 opnar hjartaaðgerðir Helga G. Hallgrímsdóttir', Magnús Gottfreðsson2, Tómas Guðbjartsson3 ‘Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2smitsjúkdómadeild Landspítala. 3lseknadeild HÍ helgahal@landspitali.is Inngangur: í framsýnni rartnsókn á Landspítala árið 2007 kom óvænt í ljós að tíðni skurðsýkinga á ganglim eftir bláæðatöku við kransæðahjáveituaðgerðir (CABG) var 23,1%. í kjölfarið var ákveðið að yfirfara verkferla, m.a. húðþvott og frágang umbúða. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvernig til tókst, en í þetta sirtn á heilu ári og í ferfalt stærra þýði en í fyrri rannsókn. Einnig var markmiðið að kanna tíðni sýkinga í bringubeinsskurði. Efniviður og aðferðir: Framsýn rannsókn sem tók til allra sjúklinga sem gengust undir opna hjartaaðgerð á Landspítala á 12 mánaða tímabili, frá 18. nóv. 2008 til 17. nóv. 2009, samtals 246 einstaklinga (191 karlar, meðalaldur 66,5 ár). Flestir (60,1%) gengust undir kransæðahjáveitu (CABG/OPCAB), ósæðalokuskipti (11,4%) eða báðar aðgerðimar saman (13,4%). Skurðsár voru metin á 2., 4. og 6.-7. degi þegar sjúklingar lágu inni. Einnig var haft samband við alla sjúklinga nema þrjá símleiðis, 30 dögum frá útskrift. Skurðsár voru skilgreind skv. staðli CDC. Bomir voru saman sjúklingar með og án sýkingar og lagt mat á áhættuþætti. Niðurstöður: Alls greindust 39 sjúkl. með skurðsýkingu, 15 á bringubeini, 20 á ganglim og 4 á báðum stöðum. í flestum tilvikum var um yfirborðssýkingu að ræða (79,1%) en 7 af 15 sjúkl. með bringubeinssýkingu höfðu djúpa sýkingu með miðmætisbólgu. Fóru þeir allir í enduraðgerð með sárasugu. Af 184 sjúkl. sem gengust undir hjáveituaðgerð fengu 24 sýkingu í skurðsár á ganglim, eða 13,0%, langflestir yfirborðssýkingu (90%). Tæpur helmingur bringubeinssýkinga var greindur þegar sjúkl. lágu inni en aðeins 15% sýkinga á ganglim. Miðgildi legutíma var marktækt hærra hjá sjúkl. með skurðsýkingu í bringubeini en ganglim (15 vs. 9 dagar, p=0,045). Alls létust 9 sjúklingar <30 d. (3,6%). Ályktun: Skurðsýkingar eru töluvert vandamál eftir opnar hjartaaðgerðir og reyndust mun algengari á ganglim eftir bláæðatöku (13,0%) en á brjóstholi (6,1%). Ljóst er að tíðni þessara sýkinga á ganglim hefur lækkað um helming frá fyrri rannsókn, en tíðni djúpra bringubeinssýkinga (2,8%) er svipuð og í eldri rannsókn (2,5%). V103 Lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á íslandi 2002-2006 Inga Lára Ingvarsdóttir1, Sólveig Helgadóttir', Ragnar Danielsen1’, Tómas Guðbjartsson1J ‘Lœknadeild HÍ, 'hjartadeild, 'hjarta- og lungnaskurðdeild ilHOhi.iS Inngangur: Ósæðarlokuskipti er önnur algengasta hjartaaðgerðin og er oftast gerð vegna ósæðarlokuþrengsla. Hlgangur rannsóknarinnar var að gera ítarlega rannsókn á árangri ósæðarlokuskipta vegna ósæðar- lokuþrengsla á Islandi. Efniviður og aðferðir: Aftursæ rannsókn sem náði til allra sjúklinga með ósæðarlokuþrengsl er gengust undir ósæðarlokuskipti á Landspítala (LSH) á árunum 2002-2006, samtals 156 einstaklinga. Sleppt var 29 sjúklingum sem fóru í aðgerð vegna ósæðarlokuleka eða höfðu áður farið í hjartaaðgerð. Meðalaldur var 71,7 ár (bil 41-88) og 64,7% karlar. Skráðir voru áhættuþættir, fylgikvillar aðgerðanna, þ.á.m. skurðdauði og niðurstöður hjartaómana. Niðurstöður: Algengustu einkenni voru mæði (80,8%) og hjartaöng (52,6%), en 11 sjúklingar voru án einkenna. Fyrir aðgerð var hámarks þrýstingsfallandi (AP) að meðaltali yfir lokuna 74,1 mmHg, útfallsbrot (EF) 57% og EuroScore 9,6%. Meðalaðgerðar- og -tangartfmi voru 282 og 124 mínútur. Ríflega helmingur sjúklinganna gekkst samtímis undir kransæðahjáveitu og 9 undir aðgerð á míturloku. Lífrænni loku var komið fyrir í 127 aðgerðanna (81,4%), í 102 tilvikum án grindar (stent- less), og gerviloka hjá 18,6% sjúklinganna. Meðalstærð ígræddra loka var 25,6 mm (bil 21-29) og hámarks AP yfir nýju lokuna 28,1 mmHg. Algengustu fylgikvillar eftir aðgerð voru nýtilkomið gáttatif (64%) og nýrnaskaði (32%) en 19 sjúklingar (12,2%) fengu fjöllíffærabilun. Enduraðgerð vegna blæðingar þurfti í 12% tilfella. Miðgildi legutíma var 13 dagar, þar af 1 á gjörgæslu. Skurðdauði (s30 d.) var 6,4%. Ályktun: Alvarlegir fylgikvillar eru tíðir eftir ósæðarlokuaðgerðir, ekki síst blæðingar sem oft krefjast enduraðgerðar. Skurðdauði er helmingi hærri en eftir kransæðahjáveituaðgerðir, sem er í samræmi við aðrar rannsóknir. V-104 Rof á hjarta eftir gangráðsísetningu: Tilfellaröð af Landspítala Ingvar Þ. Sverrisson1, Halla Viðarsdóttir1, Gizur Gottskálksson2, Tómas Guðbjartsson1J 'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2hjartadeild Landspitala, 'læknadeild HÍ ingvarsv@landspitali.is Inngangur: Gangráðsísetning er algeng aðgerð og tíðni alvarlegra fylgikvilla er lág. Blæðingar og sýkingar eru algengustu fylgikvillarnir en einnig er þekkt að rof geti komið á hjartavöðvann og leiðslumar stungist út úr hjartanu. Um er að ræða sjaldgæfan en hættulegan fylgikvilla. Lýst 34 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.