Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 18
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 63
V-39 Skráning og mat á ávinningi íhlutunar lyfjafræöinga á deildum
sem njóta klínískrar lyfjafræðiþjónustu
María Erla liogadóttir', Anna Birna Almarsdóttir', Anna I. Cunnarsdóttir, Þórunn
K. Guðmundsdóttir2, Pétur S. Gunnarsson3
'Lyfjafræðideild HÍ, 2Sjúkrahúsapóteki Landspítala, 3Actavis og RUL
thorunnk@landspitali.is, meb1 ©hi.is
Inngangur: Klínísk lyfjafræðiþjónusta er starfrækt á völdum deildum
LSH, með þátttöku lyfjafræðinga í stofugangi, skráningu lyfjasögu,
yfirferð og eftirfylgni lyfjaávísana og lyfjaupplýsingagjöf.
Markmið: Að meta klínísk og hagræn áhrif íhlutana lyfjafræðinga þar
sem klínísk lyfjafræðiþjónusta er veitt.
Aðferðir: Lyfjafræðingar skráðu fhlutanir á sérhannað eyðublað, á 6
legudeildum. Meistaranemi í lyfjafræði og klínískur lyfjafræðingur
flokkuðu íhlutanirnar. Lyfjatengd vandamál voru flokkuð skv. Blix and
Viktil og Cipolle et.al. og klínískt mikilvægi var flokkað skv. Overhage &
Lukes og Bosma.
Niðurstöður: íhlutanir voru 684.1 58,6% tilfella voru íhlutanir teknar til
greina, 2,8% ekki teknar til greina, 24,3% átti ekki við/óútfyllt og 14,3%
var ekki fylgt eftir. Lyfjatengd vandamál voru 758, 32% tengd virkni
lyfs, 24,2% öðrum vandamálum, 17,1% meðferðarumræðu, 15,9% öryggi
meðferðar og 10,5% ábendingu. í 4,9% tilfella var íhlutun metin sem
mjög þýðingarmikil - ákaflega þýðingarmikil, 54,6% ekkert mikilvægi -
nokkuð þýðingamikil og 40,5% þýðingamikil. Engin íhlutun leiddi af sér
óheppileg áhrif. Gögn vantaði til geta lagt mat á hagræn áhrif íhlutana.
Alyktanir: Eftirspurn virðist vera eftir klínískri lyfjafræðiþjónustu á LSH,
en 11,5% íhlutana var á öðrum deildum en þeim sem njóta þjónustunnar.
Sterk vísbending er um að læknar kunni að meta íhlutanir lyfjafræðinga
þar sem meirihluti þeirra var tekin til greina. Lyfjatengd vandamál
skráð gefa til kynna að lyfjafræðingar gegna mikilvægu hlutverki í
lyfjafræðilegri umsjá. Skráningu íhlutana þarf að þróa áfram, til þess
að meta nánar klínísk og hagræn áhrif klínískar lyfjafræðiþjónustu.
Vísbendingar eru um að íhlutanir lyfjafræðinga geti leitt til lækkunar á
lyfjakostnaði LSH.
V-40 Faraldsfræði gáttatifs undanfarna tvo áratugi og spá um
framtíðarþróun
Höfundar: Hrafnhildur Stefánsdóttir', Thor Aspelund2, Vilmundur Guðnason2,
Davíð O. Amar'
'Lyflækningasviði Landspítala, 2Hjartavemd
hrafnhis@landspitali.is
Inngangur: Gáttatif getur valdið verulegum einkennum, hefur alvarlega
fylgikvilla og því fylgir mikill kostnaður. Markmið rannsóknarinnar var
að kanna þróun nýgengis og algengis gáttatifs hér á landi og reyna að
spá fyrir um hver fjöldi sjúklinga með gáttatif verður næstu áratugina.
Aðferðir: Leitað var afturvirkt að öllum höfuðborgarbúum sem greinst
höfðu með gáttatif á LSH frá 1987 til 2008. Þróun nýgengis og algengis
var metið með Poisson regression. Sett var upp líkan sem byggir m.a. á
nýgengi gáttatifs, dánartíðni og mannfjöldaspá á íslandi til að spá fyrir
um algengi gáttatifs fram til 2050.
Niðurstöður: Kyn- og aldursstaðlað nýgengi gáttatifs per 1000 persónuár
var 2,0 árið 1991 og 2.4 árið 2008. Aukning á hverju ári var 0,1% (p=ns)
hjá körlum og 0,9% (p=0,003) hjá konum. Frá 1998 til 2008 jókst kyn- og
aldursstaðlað algengi gáttatifs úr 1,5% í 1,9% (p= 0,001). Hjá einstakling-
um a75 ára var algengið 18,0% hjá körlum og 11,7% hjá konum. Áætlað
er að fjöldi einstaklinga á íslandi sem greinst hafa með gáttatif sé um 4500
í dag, árið 2050 verði fjöldinn 10700 ef nýgengi gáttatifs helst óbreytt en
12000 ef nýgengi hjá konum eykst áfram.
Ályktun: Gáttatif er algengur sjúkdómur sérstaklega hjá eldri einstak-
lingum. Nýgengi þess hefur farið vaxandi meðal kvenna en ekki karla
á síðustu tveimur áratugum. Búist er við að fjöldi sjúklinga með gáttatif
muni þrefaldast á næstu fjórum áratugum. Því er líklegt að heilsufars-
legar afleiðingar gáttatifs eigi eftir að verða enn meira áberandi.
V-41 Sheehan heilkenni á 21. öld
Hallgerður Lind Kristjánsdóttir', Sigrún Perla Böðvarsdóttir2, Helga Ágústa
Sigurjónsdóttir* 1'3
‘Lyflækningasviði, 2kvennadeild Landspítala, 3HÍ
hallgerdur.lind@gmail.com
Inngangur: Sheehans heilkenni (SH) er heiladingulsbilun sem verður
hjá konum eftir fæðingu. Fyrir hálfri öld var algengið 10-20 per 100.000
konur. Með betri fæðingarhjálp hefur algengi SH minnkað og því fengið
litla athygli.
Markmið: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi SH á 21.
öldinni á íslandi.
Efni og aðferðir: Sjúklingar voru fundnir með viðtölum við alla starfandi
innkirtlasérfræðinga á íslandi og rafræna skráningarkerfi LSH frá 1983
var skannað. Upplýsingum varðandi fæðingarhjálp, einkenni við grein-
ingu og niðurstöður hormónaprófa var safnað.
Niðurstöður: Átta konur fundust með SH og algengi því 5,1 per 100.000
konur. Meðalaldur við inngöngu í rannsókn var 51,5 (spönn 41-81) ár.
Elsta konan (fædd 1928) var útilokuð vegna skorts á upplýsingum.
Meðalaldur við fæðingu og greiningu var 33,0 (spönn 21-39) ár og 36,6
(spönn 30-41) ár og greiningartöf (GT) því 2-240 mánuðir. Konan með
lengstu GT greindist fyrir tilviljun. Fjórar konur höfðu lágan blóðþrýst-
ing í fæðingu og fimm höfðu hlotið mikið blóðtap (>1000 mL). Einungis
ein fæðingin var fylgikvillalaus. Algengasta einkennið var vangeta til
að mjólka og að fara aftur á blæðingar. Sjúklingarnir voru með 3-5 hor-
mónaöxla skaðaða.
Umræður: Lágt algengi SH á íslandi skýrist mögulega af góðri fæðingar-
hjálp. Löng GT og tilviljanagreiningar benda til þess að einhverjar konur
séu ógreindar úti í samfélaginu.
Auðvelt er að greina og meðhöndla SH en ógreint getur það verið
lífshættulegt. Mikilvægt er að læknar og ljósmæður séu vakandi fyrir
greiningunni.
V-42 Árangur Landspítala í fyrirbyggjandi meðferð gegn
bláæðasegasjúkdómum - framsýn þversniðsrannsókn
Hallgerður Lind Kristjánsdóttir1, Guðný Stella Guðnadóttir1, Sigríður Bára
Fjalldal1, Hulda Rósa Þórarinsdóttir2, Agnar Bjamason1, Óskar Einarsson1
1 Lyflækningasviði,2 svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala
hallgerdur.lind@gmail.com
Inngangur: Bláæðasegasjúkdómar (venous thromboembolism (VTE))
eru taldir valda 5-10% af dauðsföllum hjá inniliggjandi sjúklingum.
ENDORSE, fjölþjóðleg rannsókn frá 2008 sýndi að 51,8% sjúklinga á
bráðadeildum voru í áhættuhópi fyrir VTE en af þeim fengu 58,5% og
39,5% sjúklinga á skurð (SKD)- og lyflækningadeildum (LD) forvamar-
meðferð (1). Tilgangur rannsóknarinnar er að sjá hver árangur LSH er í
að veita fyrirbyggjandi meðferð gegn VTE. Niðurstöðurnar verða bomar
saman við árangur annarra landa úr ENDORSE.
Efni og aðferðir: Þann 2.des 2009 var farið yfir sjúkraskrár allra inni-
liggjandi sjúklinga á SKD og LD LSH. Kannað var hvort viðkomandi var
að fá fyrirbyggjandi meðferð gegn VTE skv. leiðbeiningum American
College of Chest Physicians (ACCP) frá 2008 (2).
Niðurstöður: Inntökuskilyrðin uppfylltu 251 sjúklingur. Leiðbeiningum
ACCP var fylgt hjá 82% sjúklinga á SKD og 76% á LD. Inniliggjandi
sjúklingar á LSH voru í 47% tilfella með ábendingu fyrir forvamar-
meðferð (áhættusjúklingar) og af þeim fengu 57% slíka meðferð.
Áhættusjúklingar fengu forvarnarmeðferð í 78% tilfella á SKD og 26%
tilfella á LD.
Umræður: Árangur skurðlæknisdeilda LSH var góður og yfir meðal-
tali í ENDORSE rannsókninni en árangur lyflæknisdeilda var slakur.
Skurðlæknar eru betur meðvitaðir um efnið en eins eru ábendingar
skýrari. í þessum niðurstöðum felst tækifæri til að bæta gæða þjónustu
LSH. Besta leiðin til þess er að deildir hafi skýrar leiðbeiningar um fyrir-
byggjandi meðferð, notist við stöðluð innlagnafyrirmæli eða kvaðir í
tölvuskráningu lyfja.
18 LÆKNAblaðió 2010/96