Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 28
Vl'SINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 63 með ELISA aðferð. Angafrumur, meðhöndlaðar með vatnsútdráttum af vallhumli eða horblöðku, voru einnig samræktaðar með ósamgena CD4+ T frumum og áhrif þeirra á T frumufjölgun mæld með þrívetna týmidíni og áhrif á boðefnaseytun mæld með ELISA aðferð. Niðurstöður: Angafrumur meðhöndlaðar með vatnsútdráttum af hor- blöðku og vallhumli seyttu minna af IL-12p40 og jafnmikið (horblaðka) eða meira af IL-10 (vallhumall) samanborið við angafrumur ræktaðar án vatnsútdrátta. CD4+ T frumur, samræktaðar með angafrumum sem meðhöndlaðar höfðu verið með vatnsútdráttum af horblöðku og vall- humli, seyttu minna af IL-17 en T frumur sem voru samræktaðar með ómeðhöndluðum angafrumum. Alyktun: Niðurstöðurnar benda til þess að vatnsleysanleg efni í vall- humli og horblöðku hvetji til ónæmisdempandi svipgerðar hjá anga- frumum sem leiði til minni ræsingar Thl7 frumna. Slík áhrif gætu mögulega haft hagnýtt gildi í að draga úr sjálfsofnæmisbólgusjúk- dómum þar sem IL-17 er ráðandi. V-78 Áhrif kverkeitlatöku á sóra (psoriasis) - framvirk blind rannsókn með viðmiðunarhóp Ragna Hlín Þorleifsdóttir1-2, Andrew Johnston3, Sigrún Laufey Sigurðardóttir', Jón Hjaltalín Ólafsson2, Bárður Sigurgeirsson2, Hannes Petersen1, Helgi Valdimarsson’ ’Ónæmisfræðideild LSH, 2Húð- og kynsjúkdómadeild LSH, 'Húðsjúkdómadeild, University of Michigan, Ann Arbor, USA, 4Háls, nef og eymadeild LSH ragnahlin@gmail.com Inngangur: Streptokokka hálsbólgur tengjast tilurð og versnun á sóra (psoriasis) en rannsóknir án viðmiðunarhóps hafa sýnt fram á góð áhrif kverkeitlatöku á sóra. Við höfum sýnt fram á að í blóði sórasjúklinga eru víxlvirkar T-frumur sem virkjast af stuttum peptíðum með aminosýruröðum sem eru sameiginlegar fyrir M-protein streptókokka og keratin í húð (M/K peptíð). Markmið: Tilgátan er sú að kverkeitlar séu uppeldisstöðvar fyrir þær T-frumur sem valda sóra. Því erum við að kanna klínísk og ónæmisfræðileg áhrif kverkeitlatöku á sóra. Aðferðir: 30 sjúklingum með krónískan skellusóra og sögu um versnun eftir hálsbólgur er skipt í tvo sambærilega hópa, annar fer í kverkeitlatöku en hinn er til viðmiðunar. Þeim er fylgt eftir í 2 ár með blindu mati á sjúkdómsvirkni (PASI) og greiningu á fjölda T-frumna sem framleiða IFN-y eða IL-17 eftir örvun með M/K peptíðum. Niðurstöður: í mars 2009 höfðu 29 einstaklingar hafið þátttöku. Eftir 2, 6, 12 og 18 mánuði hafði PASI lækkað að meðaltali um 40% hjá þeim sem fóru í aðgerð (n=15, p=0.012) miðað við óbreytt viðmið (n=14). Eftir 24 mánuði var lækkun á PASI enn um 32% (n=ll, p=0.05) hjá aðgerðarhópnum. Batinn hjá aðgerðarhópnum hélst í hendur við verulega fækkun víxlvirkra CLA+CD8+ T frumna í blóðinu og hefur þessi fækkun haldist í allt að 24 mánuði. Samsvarandi fækkun hefur ekki greinst hjá viðmiðunarhópnum. Alyktun: Sóraútbrot minnka a.m.k. tímabundið eftir kverkeitlatöku og niðurstöðurnar styðja þá tilgátu að víxlvirkar T-frumur í kverkeitlum sórasjúklinga komist út í húð þeirra og taki þátt í myndun sóraútbrota. V-79 Aukið algengi sýkinga og ofnæmissjúkdóma einstaklinga með IgA-skort; tengsl við heilsutengd lífsgæði Guðmundur H. Jörgensen1-2, Sigurveig Sigurðardóttir1-2 Sigurjón Amlaugsson3 Ásgeir Theodórs4 Ingunn Þorsteinsdóttir5, Sveinn Guðmundsson6, Lennart Hammarström7, Bjöm R. Lúðvíksson1-2 1 Læknadeild HÍ, 2Ónæmisfræðideild Landspítala, 'Tannlæknadeild HÍ, 4Lyflæknissvið, 5Rannsóknarstofnun Landspitala, 6Blóðbankinn, 7Ónæmisfræðideild Karolinska spítali, Svíþjóð guðmhj@landspitali.is Inngangur: Sértækur skortur á IgA (IgA-skortur/IgAD) er algengur ónæmisgalli en áhrif á heilsufar eru mjög mismunandi milli einstaklinga. Markmið rannsóknar: Meta heilsufarslegar afleiðingar af IgA-skorti m.t.t. algengi sýkinga, ofnæmissjúkdóma og áhrifa á heilsutengd lífsgæði. Aðferðir: 32 fullorðnir einstaklingar með IgA-skort voru bomir saman við 63 einstaklinga, handahófskennt valda úr þjóðskrá með tilliti til aldurs og kyns. Þátttakendur svöruðu spumingarlistum sem m.a. lutu að algengi greininga og einkenna ofnæmissjúkdóma og sýkinga. Heilsutengd lífsgæði voru metin með almennum (SF-36) og ónæmissjúkdómasértækum lífsgæða spumingalista á 3 tímapunktum (0-6-12 mán.). Ytarleg læknisskoðun var framkvæmd ásamt rannsóknum svo sem blástursprófi til greiningar á virkri H. pylori sýkingu, lungnablástursprófi og ofnæmis húðprófi. Niðurstöður: Samanlagt algengi ofnæmissjúkdóma var marktækt hærra hjá IgA-skorts einstaklingunum samanborið við viðmiðunarhóp (46.9% vs. 24.4%) og jafnframt reyndist IgE næming algengari (56.3% vs. 22.2%). Algengi herpes sýkinga í varir, hálsbólgu og sýkinga í efri og neðri öndunarvegum var marktækt aukin í IgA-skorts einstaklingum. Enginn munur var á hópunum m.t.t. algengi sýkinga í meltingarvegi, kynfæmm eða þvagvegum. Við læknisskoðun reyndust marktækt fleiri IgA-skorts einstaklingar vera með húðvörtur, húð-eða naglsvepp og exem. Enginn marktækur munur var á algengi H. Pylori sýkinga í magaslímhúð (38% vs. 33%). Almennt reyndust lífsgæði einstaklinga með IgA-skort sambærileg á við lífsgæði viðmiðunarhóps. Hinsvegar, höfðu áhyggjur IgAD einstaklinga vegna mögulegra sýkinga aukist 6 mánuðum eftir viðtal. Ályktun: IgA-skort einstaklingar eru útsettir fyrir ofnæmissjúkdómum og öndunarfærasýkingum. Lífsgæði einstaklinga með IgA-skort em almennt góð. V-80 Samanburður á lektínferli komplimentkerfisins hjá sjúklingum með IgA nýrnamein og Henoch-Schönlein Purpura Ragnhildur Kolka1, Steffen Thiel2, Magnús Böðvarsson3, Sverrir Harðarson4, Sigrún Laufey Sigurðardóttrr1, Helgi Valdimarsson1, Þorbjöm Jónsson5. 'Ónæmisfræði, 3Lyflækningadeild, 4Rannsóknastofa í meinafræði og 5Blóðbankinn, 2Immunology og microbiology, Árósaháskóla ragnhk ©landspitali.is Inngangur og markmið: IgA nýrnamein (IgAN) og Henoch-Schönlein Purpura (HSP) einkennast af IgA innihaldandi ónæmisfléttum (IC) sem valda skaða í nýmagauklum. HSP sjúklingar hafa stærri IC sem einnig geta fallið út í æðum utan nýrna. Styttri ferill komplimentkerfisins er virkjaður í IgAN en klassíski ferillinn er ekki talinn ræstur. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna þátt lektínferilsins í IgAN og HSP. Aðferðir: Sermi var safnað frá 49 sjúklingum með IgAN, 36 með HSP og 46 heilbrigðum einstaklingum. MBL og C4d var greint með ELISA prófi. L-fíkólín, H-fíkólín, MASP-2 og MASP-3 var mælt með time-resolved immunofluorometric assay. C4 arfgerðir voru greindar með rafdrætti. Niðurstöður: Áberandi aukning fannst á MASP-3 í blóði ásamt auknu magni af MBL og L-fíkólín hjá HSP sjúklingum borið saman við bæði IgAN sjúklinga og viðmiðunarhópinn. Enginn munur var á MASP-2 og H-fíkólín milli IgAN og HSP hópanna. Hjá HSP sjúklingum, en ekki IgAN sjúklingum, fannst marktæk aukning á C4B null arfgerð og tengd- ist sú arfgerð lágu magni af C4d ræsiafurð. Ályktun: Þar sem rannsóknir hafa bent til að MASP-3 geti hindrað lektínháða komplimentræsingu gæti hátt magn MASP-3 ásamt lágu C4 útskýrt hvers vegna HSP sjúklingar hafa stærri IC í blóði, sem hafa tilhneigingu tii að falla út í æðaveggjum utan nýma. Þekkt er að klassíski ferill komplimentkerfisins hindrar myndun stórra IC af IgG og IgM gerð. Lektínferillinn gæti á sambærilegan hátt hindrað myndun stórra IC af IgA gerð. V-81 Samanburður á svörun C57BI/6 og NMRI músa á Inflúensubóluefni (H5N1) Sindri Freyr Eiðsson u, Þórunn Ásta Ólafsdóttir1,2, Luuk Hilgers5, Karen Duckworth6- Ingileif Jónsdóttir1'2'3 'Landspítala, ónæmisfræðideild, 2læknadeild HÍ, 3íslenskri erfðagreiningu, 4Erasmus MC Uniersity, Rotterdam, 5Nobilon Intemational BV, Boxmeer, the Netherlands, 6BTG, London sindrifr@landspitali.is Inngangur: Heimsfaraldur inflúensu veldur alvarlegum veikindum og dauða og heimsfaraldur af völdum HlNl-inflúensustofns geisar víða. Bólusetningarleiðir sem auka vemd og breikka virkni með minna magni af veiruónæmisvaka gætu mætt þörfum fyrir bóluefni í 28 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.