Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 15
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 63
en vegna geðklofa hjá konum, en ekki körlum. Meðal karlmanna með
fíknisjúkdóma þá auka aðrir geðsjúkdómar á dánarlíkur þeirra, það
gildir hins vegar ekki um konur.
Umræða: Fíknisjúkdómar hafa orðið stöðugt algengari ástæða fyrir inn-
lögnum á geðdeildir; neysla kvenna skýrir að mestu leyti þessa þróun.
Tengsl fíknisjúkdóma og annarra geðkvilla er mismunandi meðal karla
og kvenna hvað lifun áhrærir.
V-28 Lifun inniliggjandi geðsjúklinga með fíknisjúkdóm
Steinn Steingrímsson1-2, Thor Aspelund3, Sigmundur Sigfússon4, Andrés
Magnússon1
Geðdeild Landspítala,1 læknadeild,2 raunvísindadeild HÍ,3 geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri4
steinnstein@gmail.com
Inngangur: Ffknisjúkdómur er algengur og alvarlegur sjúkdómur bæði
meðal almenns þýðis og inniliggjandi geðsjúklinga. Fíknisjúkdómur
getur verið meginorsök innlagnar á geðdeild eða verið meðvirkandi
þáttur.
Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að bera saman tvo hópa
inniliggjandi sjúklinga; þá með og án fíknigreiningar.
Aðferðir: Rannsóknin náði til allra innlagna (18 ára og eldri) á geðdeildir
íslands á 25 árum. Gengið var út frá greiningu við fyrstu innlögn;
bomir voru saman þeir sem höfðu fíknigreiningu við þá sem höfðu
ekki þá greiningu. Útreikningar voru aðskildir fyrir kyn og notað Cox-
áhættulíkindareikningur. Leiðrétt var fyrir aldri og innlagnarári. Sá
hópur sjúklinga sem var bæði með fíknisjúkdóm og aðrar meðfylgjandi
geðgreiningar var skoðaður sérstaklega.
Niðurstöður: Á tímabilinu lögðust inn 14.025 sjúklingar á geðdeild.
Eftirfylgnitími var alls 156.123 ár. Lifun karla með fíknisjúkdóm var
svipuð lifun geðklofasjúklinga án fíknisjúkdóms (HR=1,02, p>0,05)
en verri borin saman við sjúklinga með lyndisraskanir (HR=0,86,
p<0,05) og aðra geðsjúkdóma (HR=0,79, p<0,05). Lifun kvenna með
geðklofa (HR=0,75, p<0,05), lyndisraskanir (HR=0,60, p<0,05) og
aðra geðsjúkdóma (HR=0,66, p<0,05) var betri heldur en þeirra með
fíknigreiningu. Önnur geðgreining ásamt fíknisjúkdóm borin saman við
einungis fíknigreiningu jók marktækt dánartíðni karla (HR=1,23, p<0,05)
en ekki kvenna (HR=1,11, p>0,05).
Ályktun: Fíknisjúkdómur hefur verri lífshorfur en lyndisraskanir og
aðrir geðsjúkdómar án fíknisjúkdóms. Hjá körlum er lifun svipuð við
fíknigreiningu og geðklofa án fíknigreiningar en fíknisjúkdómur gefur
verri lífshorfur hjá konum. Önnur geðgreining samhliða fíknisjúkdómi
eykur dánartíðni karla en ekki kvenna.
V-29 Samskipti heilahvela: Tengsl stærðar hvelatengsla við
hliðlægni taugabrauta
Sunna Amarsdóttir1-2, Marco Catani2
'Geðsviði Landspítala, 2Institute of Psychiatry, King's College London
sunnaarn@landspitali.is
Inngangur: Starfræn sérhæfing vinstra og hægra heilahvels er áberandi
þáttur í heilastarfi. Hvelatengsl (HT), stærsta taugabraut heilans, miðlar
upplýsingum á milli hvelanna og almennt er talið að samband sé á milli
stærðar HT og sérhæfingu hvela: stærri HT, meiri samhverfa í heilastarfi.
Markmið: Markmiðið var að athuga sambandið á milli stærðar HT og
hliðlægni (e. lateralization) taugabrauta heilans. Búist var við að aukin
stærð FIT hefði fylgni við minni vinstri hliðlægni/aukna samhverfu
taugabrauta og einnig kynjamun í þessu sambandi.
Aðferð: Rannsóknin var framsýn hóprannsókn á 25 einstaklingum (11
kvk/14 kk), mældum 14 og 19 ára. Hefðbundin og „diffusion tensor"
segulómun (e. DTÍ) var notuð til að meta stærð og hliðlægni 13 tengi- og
frávarpsbrauta (e. association & projection tracts) og fylgni mæld við stærð
og breytingar HT á unglingsaldri (14-19 ára).
Niðurstöður: Stærri HT höfðu ekki alltaf fylgni við aukna samhverfu
í staðsetningu taugabrauta og einnig mældist mismunandi samband á
milli HT og tengi- og frávarpsbrauta. Stærri HT höfðu fylgni við minni
vinstri hliðlægni frávarpsbrauta, en hliðlægnimynstur tengibrauta
var flóknara. Aðeins tengibrautir tengdar tungumáli höfðu fylgni við
breytingar á HT á unglingsaldri. Reyndust tvær þeirra meira hliðlægar 1
vinstra hveli, með auknum vexti fremsta hluta HT.
Kynjamunur mældist, meiri fylgni var á milli HT stærðar og tengi- og
frávarpsbrauta hjá stúlkum en drengjum.
Ályktun: Niðurstöður benda til að vöxtur fremsta hlutar HT sé nauðsyn-
legur fyrir hliðlægni tungumálabrauta í vinstra hveli og styðja jafnframt
hömlunarkenningu um hlutverk HT. Af þessum niðurstöðum má því
álykta að ólíkar taugabrautir þroskist á mismunandi hátt og að vöxtur og
stærð hvelatengsla geti haft áhrif þar á.
V-30 Áhrif geðheilbrigðisþjónustu og sjónarhorn notenda
Sveinbjörg J. Svavarsdóttir, Guðrún K. Blöndal, Kristín V. Ólafsdóttir, Halldór
Kolbeinsson
Geðsviði Landspítala, endurhæfing
sveinbsv@landspitali.is
Bakgrunnur: Hátúns módelið í íslenska heilbrigðiskerfinu er einstakt.
Það einkennist af dagdeild í sama húsi og langveikir geðfatlaðir
einstaklingar búa. Deildin var legudeild á endurhæfingu geðsviðs
LSH þar til í maí 2008 þegar henni var breytt í dagdeild (DAG HT 28),
sem þjónar einstaklingum, sem búa sjálfstætt, ýmist í sama húsi og
dagdeildin (n=38) eða annars staðar (n=25). Mikið hefur verið rætt og
ritað um hversu óheppilegt er að hafa búsetu svo margra fatlaðra í einu
húsi.
Markmið: Meta Hátúns módelið með því að bera saman ofangreinda
hópa og kanna hvaða áhrif innlögn, þegar deildin var innlagnardeild,
hafði á fjölda innlagnardaga á bráðadeildir geðsviðs LSH.
Aðferðir: Rannsóknin sem er um lífsgæði geðfatlaðra á DAG HT 28 er
bæði megindleg og eigindleg. Þátttakendurnir eru metnir m.t.t. þarfa
og að hve miklu leyti þær eru uppfylltar. Það er gert með CAN-R
spurningalista. Þá voru lífsgæði þeirra mæld með lífsgæðalistanum QOL
og loks voru ýmsar lýðfræðilegar, félagslegar og heilsutengdar breytur
mældar. Þá er fjöldi legudaga á bráðadeildir geðsviðs LSH skoðaður fyrir
og eftir innlögn í Hátún.
Klínískt og vísindaleg gildi: Niðurstöður rannsóknarinnar munu varpa
ljósi á lífsgæði þátttakenda og skila sér í markvissari þjónustu í ljósi
þekkingar á Hátúns módelinu.
Niðurstöður: Samantekt hefur verið gerð á fjölda innlagnardaga á
bráðadeildum geðsviðs LSH fyrir og eftir innlögn í Hátúni og voru þeir
983 ári fyrir, 39 ári eftir, 38 tveimur árum eftir og 70 þremur árum eftir
innlögn.
Samantekt: Gagnaöflun er lokið hjá þátttakendum sem búa í Hátúni, og
fljótlega verður byrjað hjá þeim sem búa utan Hátúns. Lokaniðurstöður
eru væntanlegar síðar á þessu ári. Ljóst er að þeir þátttakendur sem áður
höfðu mikið notast við bráðadeildir geðsviðs þurftu lítið sem ekkert á því
að halda eftir lengri tíma innlögn í Hátúni.
V-31 Algengi þrýstingssára á Landspítala: Áhættumat og forvarnir
Guðrún Sigurjónsdóttir1' Ásta Thoroddsen,2 Árún K. Sigurðardóttir3
’Grensásdeild Landspítaia, Tijúkrunarfræðideild HÍ, 3heilbrigðisvísindasviði HA
gudsigr@landspitali.is
Inngangur: Þrýstingssár eru algeng vandamál í heilbrigðiskerfinu.
Algengi þeirra erlendis er breytilegt, frá 7 til 45%. Þau hamla bata, rýra
lífsgæði og eru kostnaðarsöm
Markmið: Að kanna a) algengi, alvarleika og staðsetningu þrýstingssára
hjá inrúliggjandi sjúklingum ákveðinn dag, b) helstu áhættuþætti
sjúklinga að fá þrýstingssár; c) forvamir, tegund undirlags og notkun
snúnings- og hagræðingarskema á Landspítala.
Aðferðir: Rannsókrún var lýsandi þverskurðarrannsókn. Þýðið var
inniliggjandi sjúklingar á Landspítala 7. maí 2008, 18 ára og eldri,
að undanskildum sjúklingum á sængurkvenna- og geðdeildum.
Notað var mælitæki Evrópsku ráðgjafarsamtakanna um þrýstingssár.
Niðurstöður: Þátt tóku 66,8% sjúklinga (n=219). Algengi þrýstingssára
var 21,5% (n=47). Fimmtán sjúklingar voru með fleiri en eitt sár.
Þrýstingssár voru samtals 66. Með 1. og 2. stigs þrýstingssár voru 70%
(n=33), með 3. og 4. Stigs sár (fullþykktarsár) voru 30% (n=14).
LÆKNAblaðið 2010/96 15