Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 40
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 63 fyrir C. difficile og einstakar sýkingar voru 1492. Heildarnýgengi sýkingar hækkaði um 29% á tímabilinu og var hæst í aldurshópnum >80 ára þar sem það var 387 tilfelli á hverja 100.000 einstaklinga >80 ára hvert ár. Fjöldi sýkinga á hverjar 1.000 innlagnir jókst um 71% og fjöldi sýkinga á hverja 10.000 legudaga jókst um 102%. 47% sýkinganna flokkuðust sem spítalasýkingar. Meirihluti sjúklinga tók sýklalyf innan þriggja mánaða fyrir sýkingu og algengasta einkenni sýkingar var niðurgangur. Yfirgnæfandi meirihluti (93%) þeirra sem nægar upplýsingar fundust um náðu bata eftir eina sýklalyfjameðferð og enginn gekkst undir aðgerð. Ályktun: Sýkingum með C. difficile hefur fjölgað undanfarin ár á Landspítala en ekki jafnmikið og innsendum sýnum. Fáir sýkjast án þess að hafa einn eða fleiri þekktra áhættuþátta. Flestum dugði stök meðferð með metrónídazóli til þess að uppræta sýkingu. Meinvirkni C. difficile virðist ekki hafa aukist hér á landi. V-125 Fylgni beinþéttni og hvetjandi vöðvasamdráttar í þverlömuðum sjúklingum sem fá raförvunarmeðferð Paolo Gargiulo' * 2, Benedikt Helgason', Páll Jens Iteynissorr, Egill Axfjnrð Friðgeirsson2, Pórður Helgassonu, Halldór Jónsson jr14 'Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala, 2Heilbrigðisverkfræðideild, Háskólinn í Reykjavík, 3) bæklunarskurðdeild Landspítala, 4bæklunarskurðlæknisfræðadeild - læknadeild HÍ, 5skurðtækni- og vefjaverkfræðisviði - verkfræðideild Bemarháskóla í Sviss paologar@lsh.is Inngangur: Eftir mænuskaða, verður beinþéttni þverlamaðra einstaklinga fyrir hraðri samfelldri rýmun sem veldur beinþynningu með þeim afleiðingum að hætta á alvarlegum beinbrotum eykst. Innan RISE verkefnis á vegur Evrópusambandsins hafa sjúklingar með þverlömun hlotið meðferð á lærvöðva með raförvun heima fyrir. Þar af leiðandi hefur vöðvasamdrátturinn búið til álag á bein sem er mjög hagstætt fyrir beinþéttnina, sem stjórnaði þar með beinþéttni meðan á rannsókn stóð. Markmið: Upplýsingamar sem notaðar vom til að rannsaka hnéskelina voru teknar úr spíral tölvusneiðmyndum er myndaðar vom yfir rannsóknina. Þrívíddar líkanagerð var notuð til þess að rannsaka beinþéttni breytingar á hnéskel. Aðferðarfræðin er byggð á gagnaöflun frá háupplausna spíral tölvusneiðmyndum, notkun á vinnsluforritum þeim tengdum (MIMICS, SolidWorks, Matlab, ANSYS) og tölulegum aðferðum. Aðferð: Til að rannsaka beinþéttni var búin til síunargríma; hnéskelin var einangmð frá öðmm vefjum og flutt yfir í tölvuvætt form þar sem fjaðurstuðull var umreiknaður frá HU-gildum sneiðmynda1-2 og smurður á tölvuvædda líkanið með NI aðferð3 til að sýna myndræna framsetningu á yfirborði hnéskeljarinnar. Rúmfræðilegar breytingar á hnéskelinni vom mældar sem bein afleiðing af raförvuninni. Niðurstöður: Niðurstöðumar benda til að rýmunarhraði beinþéttni minnki í þeim sjúklingum sem stundi raförvun samviskusamlega. Eini hugsanlegi þáttur sem útskýrir minnkandi rýmunarhraða er krafturinn sem kemur frá lærvöðva við samdrátt. Ályktun: Líkanið er hægt að nota til að mæla og tengja saman krafta og endursköpun beins ásamt því að sannprófa nýstárlega hugmynd fyrir meðferð á beinþynningu byggða á titmnarkrafti, sem örvar bein. 1. Jóhannesdóttir F. BONE-Use it or lose it. Verkfræðideild Hí, 2006. 2. Morgan EF, Bayraktar HH, Keaveny TM. Trabecular bone modulus-density relationships depend on anatomic site. J Biomech 2003; 36: 897-904. 3. Helgason B, Perilli E, Schileo E, Taddei F, Brynjólfsson S, Viceconti M. Mathematical relationships between bone density and mechanical properties: A literature review. Clin Biomech 2008; 23:124:135-46. V-126 Frumgerð taugastoðtækis fyrir endurhæfingu fingra og sjálfstæði notanda Ama Óskarsdóttir2, Haraldur Sigþórsson2, Þórður Helgason'2 'Rannsóknar- og þróunarstofu HLITS, Landspítala, 2Háskólanum í Reykjavík arnao05@ru.is Inngangur: Taugastoðtækið er þróað til þess að gera fólki sem er lamað fyrir neðan háls kleift að auka virkni fingra og framkvæma þannig helstu dagleg verk með notkun raförva. Raförvun er aðferð til að draga saman lamaða vöðva í þeim tilgangi að mynda eða auka glataða vöðvavirkni. Mikilvægt er að ná upp vöðvamassa í vöðvum sem hafa rýmað eftir skaða til að kraftur verði nægur og hreyfingar fingra hæfari til að framkvæma verk. Markmið: Helstu markmið verkefnisins er að finna leið til að endurhæfa fingrahreyfingar og í kjölfar þess að hanna taugastoðtæki í formi hulsu sem einstaklingur, með mænuskaða við hálsliði C4-C8, getur notað sjálf- stætt, þ.e. án hjálpar. Notandi þarf að geta komið hulsunni á sig sjálfur og stjómað búnaði tengdum henni. Aðferðir: Fyrsta skref er að tryggja að nægjanlegur vöðvakraftur sé til reiðu og hreyfanleiki fingra hamli ekki hreyfingum. 111 þess að ná þessu marki eru viðkomandi fingurvöðvar þjálfaðir og hreyfanleiki fingra tryggður. Fylgst er með fingrahreyfingum og breytingar á rúmmáli og þéttni vöðva mældar með tölvusneiðmyndum. Fyrsta frumgerð huls- unnar er gerð úr plastgifsi. Hún er í þremur hlutum og eru riflásar notaðir til að festa hulsuna á hönd notandans. Á enda hvers rifláss er lykkja sem notandinn krækir í til að opna eða festa hulsuna á sig. Hulsan er þétt að hendinni og vel föst sem veitir notandanum öryggi. í hulsunni eru rafskaut sem em staðsett á ákveðnum stöðum til að ná fram mis- munandi hreyfingum. Þessar hreyfingar eru fingurrétta, fingurkreppa, þumalrétta og þumalkreppa. Staðsetningar em fundnar með hjálp rafskautafylkja. Á hulsunni er áfest stjómstöð sem ákvarðar hvert str- aumurinn fer en honum er stjórnað með fjórum rofum á stjómstöðinni. Hulsan er síðan tengd við raförva sem gefur straumpúlsa sem hægt er að stjóma. Niðurstöður: Niðurstöður sýna aukinn hreyfanleika og kraft í fingrum. Þær sýna einnig að lamaður einstaklingur með skaða við hálsliði C6-C7 getur sett hulsuna á sig sjálfur, stillt búnaðinn, framkvæmt æfingar og tekið hulsuna af sér að lokum, allt án utanaðkomandi aðstoðar. Ályktun: Niðurstöður benda til að þjálfun með raförvun og notkun rafskautahulsu fyrir sjálfstæða beitingu notanda sé ákjósanleg leið til að endurheimta tapaðar fingrahreyfingar. Reynist þetta rétt er fýsilegt að hanna hulsu sem þessa. Hún sparar tíma og peninga notanda og af henni gæti orðið hagrænn ávinningur. V-127 Vanstarfsemi heiladinguls í síðfasa í kjölfar höfuðáverka eða innanskúmsblæðinga Ásta Dögg Jónasdóttir1, Pétur Sigurjónsson', Guðrún Höskuldsdóttir2, Ingvar Hákon Olafsson5, Sigurbergur Kárason4, Guðrún Karlsdóttir5, Rafn Benediktsson6, Guðmundur Sigþórsson7, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir1’ 'Lyflækningadeild Landspítala, ^slysa- og bráðadeild, 3heila- og taugaskurðlækningadeild, 4gjörgæslu- og svæfingadeild,5endurhæfingardeild, 6innkirtla- og efnaskiptadeild, ^klínískri lífefnafræðideild Landspítala astadogg@landspitali.is Inngangur: Niðurstöður nýlegra rannsókna benda til að vanstarfsemi heiladinguls sé algengur fylgikvilli höfuðáverka (HÁ) og innan- skúmsblæðinga (SAH). Rannsóknir hafa sýnt að slík vanstarfsemi getur gengið til baka en einnig birst síðar hjá öðrum. Markmið: Að meta algengi og þróun heiladingulsbilunar í síðfasa eftir HÁ og SAH á íslandi. Aðferðir: í rannsóknina voru valdir 18-65 ára sjúklingar sem koma á Landspítala og vom greindir með miðlungs alvarlega (GCS 9-12) og alvarlega (GCS <9) HÁ eða SAH á tímabilinu 9. mars 2009 til 9. mars 2010. Sjúklingunum verður fylgt eftir í tvö ár og verða metnir þremur, tólf og tuttugu og fjórum mánuðum eftir greiningu. Þremur og tólf mánuðum eftir HÁ/SAH verður framkvæmt ítarlegt mat á heiladingulsstarfsemi. Mæld verða hormónagildi í blóði og framkvæmt verður insúlínþolpróf. Ef frábendingar fyrir insúlínþolprófi eru til staðar verður framkvæmt GHRH+ Arg og Synachten próf. Sjúklingar fylla út AGHDA lífsgæðaspurningalista. Tuttugu og fjórum mánuðum eftir greiningu munu þeir sjúklingar sem þurft hafa uppbótarhormónameðferð fylla út AGHDA-lífsgæðaspumingalista. Niðurstöður: 38 sjúklingar, 22 sjúklingar með höfuðáverka og 16 sjúklingar með SAH, hafa samþykkt þátttöku í rannsókninni. Sautján sjúklingar (11 karlmenn og 6 konur) hafa verið metnir þremur mánuðum eftir höfuðáverka. Tveir sjúklingar reyndust hafa vaxtarhormónaskort sem staðfest var með GHRH+Arg prófi. Annar þeirra hafði hlotið alvarlegan HÁ en hinn SAH. Ályktanir: Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að skoða starfsemi heiladinguls í kjölfar HÁ og SAH. 40 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.