Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 20
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 63 V-47 Áhrif þyngdartaps og fiskneyslu á bólguþætti í blóði Alfons Ramél*, J. Alfredo Martinez11, Mairead Kiely'v Narcisa M. Bandarrad, Inga Þórsdóttir3 aRannsóknastofu í næringarfræði, Landspítala og HÍ, bThe Department of Physiology and Nutrition, University of Navarra, Navarra, Spain., cDepartment of Food and Nutritional Sciences, University College Cork, Cork, Ireland., dThe National Research Institute on Agriculture and Fisheries Research, Lissabon alfons@landspitali.is Inngangur: Ofþyngd og offita eru tengdar aukinni bólgu. In vitro rannsóknir hafa sýnt fram á að langar fjölómettaðar n-3 fitusýrur geta haft lækkandi áhrif á bólgu, hins vegar veita íhlutandi rannsóknir í ofþungum eða of feitum misvísandi niðurstöður. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var því að kanna áhrif þyngdartaps og fiskneyslu á bólguþætti í blóði. Aðferðir: Alls hófu 324 karlar og konur (20-40 ára) frá fslandi, Spáni og írlandi, með líkamsþyngdarstuðul á bilinu 27,5-32,5 kg/m2 þátttöku. íhlutun stóð yfir í 8 vikur. Dagleg orka sem þarf til að halda óbreyttri þyngd var metin fyrir hvern þátttakanda í upphafi íhlutunarinnar og hver einstaklingur fékk matseðil sem samsvaraði 30% orkuskerðingu. Þátttakendum var af handahófi skipt í fjóra rannsóknarhópa: (1) viðmiðunarhóp (sólblómaolíu hylki, enginn fiskur eða fiskiolíur), (2) þorskhóp (3 x 150g af þorski/viku), (3) laxhóp (3 x 150g af laxi/viku), (4) fiskolíu hóp (DHA/EPA hylki, enginn fiskur). Mælingar á C-reactive pró- tein (hsCRP), interleukin-6 (IL-6), glutathione reductase (GSHR) og pros- taglandin F2a (PGE F2a) í blóði voru gerðar við upphaf og lok íhlutunar. Niðurstöður: fhlutun hafði jákvæð áhrif á líkamsþyngd þátttakenda (-5,2±3,2kg, P<0,001) og allar bólgubreytur lækkuðu marktækt. Þegar hver hópur var skoðaður sérstaklega kom í ljós að laxhópurinn kom best út - þrír af fjórum bólguþáttum lækkuðu (hsCRP=-32,0%; IL-6=-18,4%; PGE F2a=-18,5%; allir þættir P<0,05). í þorskhópnum lækkuðu tveir bólguþættir (hsCRP=-21,5% og IL-6= -10,8%). Það voru engar marktækar breytingar í hinum tveimur hópunum sem hugsanlega stafar af stórum staðalfrávikum sem voru á mælingunum. Alyktun: Meðalgildi bólguþátta í blóði lækka meðan á megrun stendur. í rannsókninni kom laxhópurinn best út - þrír af fjórum bólguþáttum lækkuðu marktækt í laxhópnum. V-48 Næring 7-9 ára skólabarna - íhlutandi rannsókn til að bæta mataræði Ása Guðrún Krístjánsdóttir, Inga Þórsdóttir Rannsóknastofu í næringarfræði (RÍN) við Landspítala og matvæla- og næringarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs HÍ asagk@landspitali.is Inngangur: RÍN hefur tekið þátt í tveimur evrópskum og tveimur íslenskum samstarfsverkefnum sem rannsaka leiðir til að auka hollustu mataræðis skólabarna. Hér er um að ræða rannsóknarverkefni unnið með menntavísindasviði og læknadeild (HVS) HÍ. Markmið: Meta áhrif íhlutandi aðgerða í skólaumhverfi á þróun og hollustu mataræðis 7-9 ára barna. Aðferðir: Mataræði barna (n=165) var metið með þriggja daga nákvæmri fæðuskráningu 2006 og 2008, fyrir og eftir íhlutun í 3 skólum en 3 skólar voru til viðmiðunar. fhlutun fólst m.a. í fræðslu og einföldum reglum sem skólar/bekkir settu sér. Ahrif íhlutunarinnar voru metin út frá ráðleggingum Lýðheilsustöðvar og Norrænum ráðleggingum um næringarefni. Niðurstöður: Árið 2006 náði minna en einn fimmti hluti barnanna ráðleggingum varðandi ávaxta- og grænmetisneyslu og um helmingur ráðleggingum varðandi fiskneyslu. Meðalneysla viðbætts sykurs var meiri en ráðlagt er og trefja lægri, sem endurspeglar lítil gæði kolvetnaríkra matvæla. Meðalneysla D-vítamíns og joðs var undir ráðlögðum dagskömmtum. Mat á áhrifum fhlutunarinnar sýndi að ávaxta- og grænmetisneysla jókst um 47% í íhlutunarskólum (meðaltal=61g/dag) og minnkaði um 27% í viðmiðunarskólunum (meðaltal=46g/dag). Fiskneysla jókst í báðum hópum. Sykumeysla var enn há. Báðir hópar náðu að meðaltali ráðlögðum dagskammti af joði árið 2008, en ekki af D vítamíni. Trefjaneysla jókst í íhlutunarskólum, sem og kalíum, magnesíum, p-karótín og C vítamín. Auk þessa leiddi verkefnið í ljós að auka þarf kennslu í næringarfræði mannsins í grunnskólum. Ályktun: íhlutunin hafði jákvæð áhrif á ávaxta- og grænmetisneyslu skólabarna, trefjar og ákveðin vítamín í fæðunni. Námsskrá grunnskóla 2007 tók mið af verkefninu varðandi kennslu í næringarfræði mannsins. V-49 Næring ungbarna - próteininntaka og vöxtur á seinni hluta fyrsta árs Ása Vala Þórísdóttir, Inga Þórsdóttir Rannsóknastofu í næringarfræöi (RÍN) við Landspítala og matvæla- og næringarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs HÍ asavala@landspitaii.is Inngangur: Rannsókn á íslenskum ungbörnum 1995-1997 sýndi hærri próteininntöku en ráðlagt er. Jákvæð tengsl sáust milli vaxtarhraða og próteinneyslu á fyrsta aldursári, sem aftur tengdist hærri líkamsþyngdarstuðli við sex ára aldur meðal drengja. Ráðleggingum um mataræði ungbama var breytt 2003, lögð var meiri áhersla á brjóstagjöf og stoðmjólk ráðlögð í stað venjulegrar kúamjólkur. Stoðmjólk hefur lægri próteinstyrk en kúamjólk. Markmið: Að kanna próteininntöku og vöxt ungbarna 2005-2007. Aðferðir: Þátttakendur voru handahófsvalin heilbrigð, fullburða börn fædd 2005 (n=196) sem fylgt var eftir til 12 mánaða aldurs. Gögnum um fæðuinntöku var safnað með fæðissögu fyrir 0-5 mánaða böm og mánaðarlegum mataræðisskráningum frá 5-12 mánaða. Stærðarmælingar voru gerðar reglulega. Niðurstöður: Brjóstagjafatíðni síðasta hluta fyrsta árs var hærri heldur en í fyrri rannsókninni og stoðmjólk hafði að töluverðu leyti komið í stað kúamjólkur eftir 6 mánaða aldur. Þyngdaraukning frá 6-10 mánaða aldri var marktækt minni en í fyrri rannsókninni (1345±522 g miðað við 1537±558 g, p<0,001). Próteininntaka var einnig marktækt lægri við 9 mán aldur (23,4 d/dag miðað við 28,3 g/dag, p<0,001) og 12 mán aldur (31,5 d/dag miðað við 35,7g/dag, p=0,001). Jákvæð tengsl sáust milli próteininntöku (við 9 mán aldur) og þyngdaraukningar (frá 8-12 mán) (r=0,204, p=0,019). Líkt og í fyrri rannsókninni var próteirvneysla lægri meðal bama sem voru höfð á brjósti. Ályktun: Þyngdaraukning á síðari hluta fyrsta árs er minni 2005- 2006 heldur en í fyrri rannsókn, 1995-1997, sem gæti skýrst af lægri próteininntöku, aukinni tíðni brjóstagjafar og notkun stoðmjólkur. Langtímaáhrif lækkaðrar próteininntöku og vaxtarhraða ungbarna þarf að meta. V-50 Tengsl vaxtarhraða í barnæsku við offitu á fullorðinsárum meðal íslendinga sem fæddireru 1912-1932 Ingibjörg Gunnarsdóttir1, Þórhallur Ingi Halldórsson1, Vilmundur Guðnason2-1, Thor Aspelund ’, Inga Þórsdóttir1 ‘Rannsóknarstofu í næringarfræði HÍ og Landspítala, 3Hjartavemd, 3HÍ ingigun@landspitali.is Inngangur: Rannsóknir sýna að hraður vöxtur í bamæsku tengist offitu á fullorðinsárum og á þetta sérstaklega við um börn sem eru í ofþyngd. Markmið: Að kanna tengsl vaxtarhraða í barnæsku við offitu á full- orðinsárum. Aðferðir: Þátttakendur voru 1333 drengir og 1258 stúlkur, fædd í Reykjavík 1912-1932 og tóku þátt í hóprannsókn Hjartaverndar. Upplýsinga um hæð og þyngd í bamæsku var aflað úr skóla- skoðunarskrám. Breytingar á líkamsþyngdarstuðli (LÞS, kg/m2) voru metnar yfir tveggja ára tímabil, 8-10 ára, 9-11 ára, 10-12 ára og 11-13 ára. Samband milli breytinga á LÞS í barnæsku og LÞS á fullorðinsárum var kannað með aðhvarfsgreiningu. Tekið var tillit til fæðingarstærðar, fæðingarárs, LÞS við upphaf hvers tímabils og aldurs við mælingar á fullorðinsárum. Niðurstöður: Yfir 95% þátttakenda voru í kjörþyngd sem böm meðan einungis 41% karla og 54% kvenna voru í kjörþyngd á fullorðinsárum (meðalaldur 51 ár við mælingu). Meiri vaxtarhraði (á öllum tímabilum) í bamæsku tengdist aukinni hættu á ofþyngd og offitu á fullorðinsárum, bæði meðal karla og kvenna (p<0,05). Líkur (líkindahlutfall) á ofþyngd 20 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.