Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 17
VÍSINDI Á VORPÖGUM FYLGIRIT 63 meinssjúklinga samþykktu þátttöku og 223 (67%) luku rannsókn. Mælitækin voru Family Inventory of Needs, Quality of Life Scale og Hospital Anxiety and Depression Scale. Niðurstöður: Af 20 þörfum var meðalfjöidi (SF) mikilvægra þarfa 16.6 (4.3) og mikilvægra þarfa mætt 9.9 (6.1). Konur höfðu fleiri þarfir en karlar (p=.02) og fengu færri þörfum mætt (p=.02). Ekki var munur á fjölda þarfa eftir tengslum við sjúkling , en makar voru líklegri til að fá þörfum mætt en aðrir (p<.05). Yngri (en 55 ára) höfðu fleiri þarfir en eldri (p=.04) og fengu færri þörfum mætt (p=.00). Heildarmeðallífsgæðaskor (SF) var 84.88 (14.7), svipað og hjá almenningi en makar höfðu verri lífsgæði en aðrir (p=.02). Marktæk jákvæð fylgni var á milli lífsgæða og fjölda þarfa mætt. Meðalkvíðaskor (SF) var 5.5 (2.8) og meðalþunglyndisskor 7.3 (2.7). Hvorttveggja hærra en meðal almennings og meðal íslenskra krabbameinssjúklinga í lyfjameðferð. Konur höfðu meiri einkenni kvíða en karlar (p=.01) og þeir sem höfðu einkenni kvíða voru með fleiri þarfir sem ekki var mætt heldur en þeir sem ekki höfðu einkenni (p=.02). Samband lífsgæða og einkenna kvíða og þunglyndis var marktækt. Ályktun: Þrátt fyrir auknar áherslur á þjónustu fyrir aðstandendur virðast þeir ekki fá nema um helmingi mikilvægra þarfa mætt, sem getur haft áhrif á líðan og lífsgæði. V-36 Vanstarfsemi heiladinguls í bráðafasa höfuðáverka og innanskúmsblæðinga: framsýn rannsókn Pétur Sigurjónsson1A7, Ásta Dögg Jónasdóttir1’7, Ingvar Hákon Ólafsson3, SigurbergurO Kárason17, Guðrún Karlsdóttir1, Guðmundur Sigþórsson5, Rafn Benediktsson6-7, Helga Ágústa SigurjónsdóttiC' . 'Lyflækningasviði, 'svæfinga- og gjörgæsludeild, 3heila- og taugaskurðdeild, 'endurhæfingardeild, 5klínískri lífefnafræðideiid, Snnkirtla- og efnaskiptadeiid Landspítala, fiæknadeild HÍ petursig@landspitali.is Inngangur: Höfuðáverkar (TBI) eru algengasta orsök fötlunar og dauða ungs fólks. Innanskúmsblæðingar (SAH) valda einnig fötlun og dauða. Rannsóknir sýna að TBI og SAH geti fylgt tímabundin eða varanleg vanstarfsemi heiladinguls (HP), allt að 50% í bráðafasa TBI. Markmið: Meta algengi HP í bráðafasa eftir alvarlega TBI (A-TBI) og miðlungsalvarlega TBI (M-TBI) (Glasgow coma score s8 eða 9-12) og SAH á LSH. Aðferðir: Á einu ári voru framsýnt valdir 21 TBI sjkl., 6 M-TBI og 15 A-TBI, 17 karlar og 4 konur, meðalaldur 34±13 ár (aldursbil 18-65 ára). Nítján SAH sjkl., 12 karlar og 7 konur, meðalaldur 54±14 ár (aldursbil 30-85 ára). Hormónagildi voru mæld við innlögn og 6 dögum síðar, kortisól að morgni dags 1-6 og synacthen próf á degi 6. Niðurstöður: Á degi 6 höfðu, 3 af 6 M-TBI, 6 af 15 A-TBI og 3 af 19 SAH sjkl. miðlægan kynhormónaskort, einn A-TBI mið- lægan skjaldkirtilshormónaskort, þrír SAH sjkl. mögulegan vaxtar- hormónaskort, einn A-TBI sykursteraskort sem hafði lagast á degi 19. Tveir A-TBI og einn SAH sjkl. höfðu vanstarfsemi á tveimur hormónaöxlum. Sjö voru ekki athugaðir á degi 6, fjórir höfðu látist, þrír mættu ekki. Algengi HP við M-TBI og A-TBI til samans var 42,9% og SAH 26,3%. Ályktun: Algengi HP við TBI er sambærilegt við erlendar rannsóknir. Miðlægur kynhormónaskortur finnst í bráðafasa SAH eins og TBI. Vanstarfsemi annarra hormónaöxla er líklegri við A-TBI og SAH en M-TBI. Rannsóknin sýnir að HP getur fylgt SAH í bráðafasa líkt og TBI, því hefur ekki verið lýst áður. V-37 Verkir, ávísanir á ópíóíða, fræðsla, fræðsluþarfir og ánægja með verkjameðferð meðal íslenskra krabbameinssjúklinga á ópíóíð meðferð Sigríður Gunnarsdóttir,' Valgerður Sigurðardóttir 'Ayflækningasviði Landspítala, 'hjúkrunarfræðideild HÍ sigridguðlandspitall.is lyfin var háttað, þarfir sjúklinga fyrir fræðslu og ánægju þeirra með verkjameðferðina. Aðferðir: 150 sjúklingar, þátttakendur í alþjóðlegri rannsókn Evrópsk rannsókn á lyfjaerfðafræði ópíóíða, svöruðu stuttum verkjalista (Brief Pain Inventory) auk spurninga varðandi verkjameðferð. Niðurstöður: Niðurstöður voru skoðaðar með lýsandi tölfræði. Meðalaldur var 64 ár, 41% voru karlar og 59% konur. Flestir (67%) fengu þjónustu á dag- og göngudeildum eða í heimahúsum. Meðaltími (sd) frá greiningu var 36,32 (55,14) mánuðir og frá upphafi ópíóíðanotkunar voru 4,04 (6,03) mánuðir. Meðalgildi (sd) á styrk verkja var 11,64 (7,22) á kvarða frá 0-40. Meðalgildi jafngildisskammta morfíns, gefnir reglubundið, var 378.03 (592.23) mg og 35,00 (265.86) mg fyrir gegnumbrotsverki. Nær allar (97%) ávísanir á ópíóíða voru frá krabbameinslækni. Um 70% sjúklinga sögðust hafa fengið upplýsingar um ópíóíða og mögulegar aukaverkanir þeirra. Upplýsingamar voru oftast gefnar munnlega (63%) af meðferðarlækni eða hjúkrunarfræðingi, en sjaldan fylgdu skriflegar upplýsingar (18%). Þriðjungur sjúklinga sögðust hafa fengið upplýsinga um aðra meðferð við verkjum en lyf. Flestir (70%) sjúklingar vildu meiri upplýsingar um lyfin, verkun þeirra og aukaverkanir. Um 80% vom mjög ánægðir eða ánægðir með verkjameðferðina. Aðeins 2,9% voru ósáttir. Ályktun: Niðurstöðumar benda til þess að bæta þurfi sjúklingafræðslu í tengslum við verkjameðferð. íslenskir krabbameinssjúklingar eru almennt ánægðir með verkjameðferðina þrátt fyrir að þeir hafi töluverða verki sem er í takt við niðurstöður erlendra rannsókna. V-38 Vísbendingar um óæskileg áhrif lyfja sem leiða til innlagna á sjúkrahús Guðrún Þengilsdóttir', Anna Bima Almarsdóttir1, Þórunn K. Guðmundsdóttir2, Aðalsteinn Guðmundsson’, María Heimisdóttir' 'Lyfjafræðideild Hí, 'Sjúkrahúsapóteki 3öldrunarlækningum, 4hag og upplýsingarmálum Landspítala thorunnk@landspitali.is, gth2@hi.is Inngangur: Óæskileg áhrif lyfja (ÓÁL) er hugtak sem á við um að lyfjanotkun valdi sjúklingi á einhvem hátt skaða. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á ÓÁL, meðal mismunandi hópa sjúklinga, á mismunandi þrepum í heilbrigðiskerfinu og með mismunandi aðferðafræði. Niðurstöður benda til að líkur á ÓÁL fari vaxandi eftir því sem sjúklingur tekur fleiri lyf og séu oft meira vandamál meðal aldraðra. ÓÁL hafa lítið verið rannsökuð á fslandi. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að þróa aðferðafræði til að meta tengsl ÓÁL við innlagnir á LSH. Aðferðir: Rannsakaðar vom bráðainnlagnir 369 sjúklinga, a75 ára, á LSH árið 2007. Ræsimerkjaaðferð (e.trigger tool) var þróuð, með því að lesa sjúkraskrá afturrýnt í leit að 66 fyrirfram ákveðnum ræsimerkjum. Einnig var þróuð aðferðafræði, byggð á ræsimerkjum sem fimdust og lyfjum sem sjúklingur var á við komu til að meta líkumar á að innlögn væri vegna ÓÁL. Niðurstöður: Að meðaltali fundust 4,8 ræsimerki hjá hverjum sjúkling. Sjúklingar á fjöllyfjameðferð (a7 lyf) voru með fleiri ræsimerki en þeir sem voru ekki á fjöllyfjameðferð. Fjöldi ræsimerkja var mismunandi milli sjúklinga sem tóku eða tóku ekki lyfin fúrósemíð, kalíum, warfarin og digoxin og ákveðin ræsimerki reyndust vera sértæk fyrir sjúklinga á þeim lyfjum. Ályktun: Auðvelt og fljótlegt var að nota ræsimerkjalistann, en í heild reyndist hann töluvert næmari en listar í öðrum rannsóknum. Endurskilgreina þarf val og viðmiðunarmörk ræsimerkja fyrir framhaldsrannsókn. Sum ræsimerki fundust of oft til að koma að gagni við greiningu ÓÁL, en önnur virtust vera sértæk til að greina ástand sem rekja má til tiltekinna lyfja. Ul að leggja frekara mat á styrkleika tengsla ræsimerkja til að skima fyrir ÓÁL, er nauðsynlegt að fá sérfræðiálit á því hvaða innlagnir eru raunverulega vegna ÓÁL. Tilgangur: Tilgangur rannsóknar var að meta styrk verkja meðal íslenskra krabbameinssjúklinga sem taka ópíóíða reglubundið, skoða hvaða læknar ávisuðu ópíóíðum, hvernig sjúklingafræðslu varðandi LÆKNAblaðið 2010/96 17

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.