Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 16
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 63
Flest þrýstingssár voru á spjaldhrygg (n=20) og á hælum (n=16). Karlar
voru með marktækt fleiri sár en konur. í áhættu skv. Bradenkvarða voru
38% sjúklinga (n=80). Áætlaður legutími á deild var marktækt lengri
og áhættustig á Bradenkvarða, að undanskildum raka- og þvag- og
hægðaleka, voru marktækt lægri hjá sjúklingum með sár en hjá sjúklingum
án sára. Fjórtán áhættusjúklingar lágu á svampdýnu og fjórir án áhættu
lágu á loftskiptidýnu. Fimm snúnings- og hagræðingarskemar fundust.
Ályktun: Algengi þrýstingssára var fremur hátt, en þó ekki hærra
en í mörgum sambærilegum rannsóknum. Aðgerðir til varnar
þrýstingssárum virtust ómarkvissar, sjúklingar lágu ekki alltaf á réttu
undirlagi miðað við áhættu og of fáir snúnings- og hagræðingarskemar
fundust. Með aukinni þekkingu starfsfólks um áhættumat og varnir gegn
myndun þrýstingssára á að vera unnt að lækka algengi þrýstingssára á
Landspítala.
V-32 Meðferð í Bláa Lóninu bælir niður Th17 og Tc17 frumusvar
hjá sjúklingum með psoriasis
Jenna Huld Eysteinsdóttir (a), Jón Hjaltalín Ólafsson (b), Steingrímur Davíðsson,
Ása Brynjólfsdóttir (c), Bárður Sigurgeirsson(b), Bjöm Rúnar Lúðvíksson (b,d)
(a) Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala, (b) læknadeild HÍ, (c) Bláa Lónið Lækningalind, (d)
ónæmisfræðideild Landspítala
jenna@landspitali.is
Inngangur: Meðferð í Bláa Lóninu er áhrifarík meðferð við psoriasis, en
verkunarmáti þess er ekki að fullu þekktur.
Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að skoða bæði klínísk og
ónæmisfræðileg áhrif meðferðar í Bláa Lóninu við psoriasis og bera
saman við hefðbundna UVB ljósameðferð. Hér kynnum við niðurstöður
frá fyrstu 18 þátttakendunum.
Aðferðir: Átta þátttakendur fengu tveggja vikna innlögn í Bláa Lónið
ásamt fjögurra vikna UVB ljósameðferð, fimm þátttakendur fengu 6
vikna göngudeildarmeðferð í Bláa Lónið og fimm þátttakendur fengu
6 vikna UVB ljósameðferð á göngudeild. Psoriasis Area Severity Index
(PASI) var reiknað út og blóði safnað fyrir meðferð og eftir tveggja og 6
vikna meðferð. Hlutfall T-fruma sem tjáðu CD4+/CD8+, IL-23 viðtakann
(IL-23R) og CD45RO eða seyttu IL-17, IL-22, interferon-y (IFN-y) og
tumor necrosis factor-a (TNF-a) eftir 16 klst örvun með anti-CD3 og anti-
CD28 var metið með frumuflæðisjá.
Niðurstöður: Innlögn í Bláa Lónið leiddi til 74% bælingar á frumum sem
tjá CD4+/CD45RO+/IL23R+ (Thl7) svipgerð í T-frumum í blóði (p<0,05),
og 79% bælingar á CD8+/CD45RO+/IL23+ (Tcl7) svipgerð í T frumum
í blóði (p<0,05). Thl og Thl7 svipgerða innanfrumu boðefnasvar eftir in
vitro örvun fyrir og eftir meðferð mun verða kynnt. Þessi bólguhamlandi
áhrif í blóði sáust einnig við klíníska skoðun þar sem PASI skor lækkaði
um 79% við innlögn í Bláa Lónið, 74% við göngudeildarmeðferð í Bláa
Lóninu og 62% við hefðbundna UVB ljósameðferð.
Ályktun: Thl7 og Tcl7 sjálfsofnæmissvar hefur sterka fylgni við
psoriasis, ásamt því að meðferð í Bláa lóninu virðist hafa marktæk
bólgueyðandi áhrif í blóði.
V-33 Að lofa hvern dag sem kemur: Andlegar og trúarlegar þarfir
fólks sem þiggur líknarmeðferð
Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir/ Einar Sigurbjörnsson,2 Rannveig Traustadóttir,3
Sigríður Gunnarsdóttir/ Valgerður Sigurðardóttir5
'Líknardeild Landspítala, Kópavogi, 2hugvísindasviði, 3félagsvísindasviði, hjúkrunarfræðideild
HÍ og fræðasviði krabbameinshjúkrunar á Landspítala4, Líknardeild, Kópavogi5
gudlauga@landspitali.is
Inngangur: Andleg og trúarleg þjónusta er einn af meginþáttum
líknarmeðferðar.
Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að skoða andlegar og trúarlegar
þarfir fólks sem þiggur líknarmeðferð. Leitast er við að meta vægi
andlegra og trúarlegra þátta gagnvart lífsógnandi aðstæðum og áhrif
þeirra á vellíðan.
Aðferðir: Byggt er á hagnýtri guðfræði sem felst í gagnrýninni guðfræði-
legri greiningu sem leitast við að fjalla um mannlega reynslu. Eigindleg
nálgun er notuð sem byggir á túlkunarfræðilegri fyrirbærafræði.
Gagnasöfnun hefur farið fram og viðtöl hafa verið tekin við tíu
einstaklinga sem þáðu líknarmeðferð á líknardeildum LSH og/eða voru
í þjónustu heimahlynningar.
Niðurstöður: Gagnagreining sýnir að andleg og trúarleg reynsla fólks
sem stendur nálægt dauðanum grundvallast á leitinni að merkingu
og tilgangi. Niðurstöður birta gildi fjölskyldunnar og samskipta við
fjölskyldumeðlimi þar sem fjölskyldan var einn af mikilvægustu
þáttunum í lífi þátttakenda. Bænin skipti máli þar sem þátttakendur
báðu sjálfir eða þáðu fyrirbænir annarra. Níu sögðust vera trúaðir en
einn taldi sig ekki trúaðan. Dauðinn var álitinn eðlilegt ferli, ferðalag,
hið óþekkta og ógn. Hugmyndir um líf eftir dauðann komu eirrnig fram.
Vonin var lífgefandi afl sem hjálpaði þátttakendum.
Ályktun: Gildi rannsóknarinnar er að varpa ljósi á andlegar og
trúarlegar þarfir fólks til að auka þekkingu og skilning meðferðaraðila
í líknarmeðferð og fagfólks í heilbrigðisþjónustu á nauðsyn andlegrar
og trúarlegrar þjónustu. Rannsóknin er nýjung í guðfræðirannsóknum.
V-34 Fjölskylduhjúkrun á lungnadeild - ávinningur af stuttum
meðferðarsamræðum við hjúkrunarfræðing
Bryndís S. Halldórsdóttir, Erla Kolbrún Svavarsdóttir
Göngudeild A3 Landspítala Fossvogi og hjúkrunarfræðideild HÍ
brynhall@landspitali.is
Inngangur: Langvinn lungnateppa (LLT) er sjúkdómur sem leggur
miklar byrðar á sjúkling og fjölskyldu hans. Fjöldi þeirra sem hafa
LLT fer vaxandi og æ fleiri látast úr sjúkdómnum á hverju ári.
Sjúklingar með LLT eru lagðir inn á lungnadeild þegar sjúkdómurinn
ágerist. Fjölskylduhjúkrun nýtur vaxandi athygli í tengslum við
langvinn veikindi. Þegar sjúklingur með langvinnan sjúkdóm er
lagður inn á sjúkrahús er fjölskyldan mikilvæg I bata sjúklingsins.
Hjúkrunarfræðingar á lungnadeild fá dýrmætt tækifæri við innlögn til
að vinna með sjúklingum og fjölskyldum.
Markmið: Að meta ávinning af stuttum fjölskyldumeðferðarsamræður
á lungnadeild.
Aðferðir: Stefnutilgáta var, að þeir sem fá stuttar fjölskyldu-meðferðar-
samræður telji sig fá meiri stuðning en þeir sem fá hefðbundna hjúkrun
á lungnadeild. Beitt var hálfstöðluðu rannsóknarsniði. Upplýsinga
var aflað um bakgrunn þátttakenda auk þess að svara tveimur
spurningalistum, um fjölskylduvirkni fyrir og eftir hjúkrunarmeðferð
og um fjölskyldustuðning eftir hjúkrunarmeðferð. Þátttakendur eru
nánustu ættingjar sjúklinga á lungnadeild. Alls 30, 15 í tilraimahópi
(n=15) og 15 (n=15) í samanburðarhópi, 8 karlar og 22 konur, á aldrinum
19-&60 ára. Hjúkrunarmeðferðin fólst í einu stuttu meðferðarsamtali sem
tók að meðaltali 23 mínútur.
Niðurstöður: Helstu niðurstöður voru að marktækur mvrnur er á
upplifuðum stuðningi á milli tilrauna- og samanburðarhóps sem styður
rannsóknartilgátuna um að stuttar fjölskyldumeðferðarsamræður veiti
nánustu ættingjum sjúklinga á lungnadeild meiri upplifaðan stuðning en
hefðbundin hjúkrunarþjónusta á lungnadeild.
Ályktun: Rannsóknin er vísbending til hjúkrunarfræðinga um að stuttar
fjölskyldumeðferðarsamræður geta bætt líðan fjölskyldna sjúklinga sem
leggjast á lungnadeild og þannig aukið gæði þjónustunnar.
V-35 Þarfir, lífsgæði og einkenni kvíða og þunglyndis meðal
aðstandenda sjúklinga með krabbamein
Nanna Friðriksdóttir/2 Guðbjörg Guðmundsdóttir/ Amdís Jónsdóttir/ Hrefna
Magnúsdóttir/ Kristín Lára Ólafsdóttir/ Þórunn Sævarsdóttir/ Svandís íris
Hálfdánardóttir/ Sigríður Gunnarsdóttir12
’Lyflækningasviði Landspítala, 2hjúkrunartræðideild HÍ
nannafrí@landspitali.is
Inngangur: Aðstandendur sjúklinga með krabbamein hafa margvíslegar
stuðningsþarfir sem oft er ekki mætt innan heilbrigðiskerfisins.
Markmið: Að kanna þarfir aðstandenda sjúklinga með krabbamein,
sérstaklega þær sem ekki er mætt, lífsgæði, einkenni kvíða og þunglyndis
og samband þessara breyta.
Aðferð: Lýsandi þversniðsrannsókn. Aðstandendur 332 krabba-
16 LÆKNAblaðið 2010/96