Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 14
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 63 V-24 Tíðni og einkenni kynferðisofbeldis gegn konum sem leituðu til Neyðarmóttöku á árunum 1998 til 2007 Agnes Gísladóttir1, Berglind Guöniundsdóttir ', Ragnhildur Guðmundsdóttir1, Eyrún Junsdóttir, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir2, Már Kristjánsson2, Unnur Anna Valdimarsdóttir1 'Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ, ^bráðasviði, 3 4geðsviði Landspitala agnesg@hi.is Inngangur: Kynferðisofbeldi er alvarlegt lýðheilsuvandamál um allan heim en rannsóknir hafa sýnt að slíkt ofbeldi er algengt og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga sem verða fyrir því. Markmið: Að kanna tíðni og einkenni kynferðisofbeldis gegn konum sem leituðu til Neyðarmóttöku Landspítala frá 1998 til 2007. Aðferðir: Komuskýrslur voru lesnar og kóðaðar og ópersónugreinan- legur gagnagrunnur útbúinn. Arlegt nýgengi var reiknað fyrir fjölda koma, og einkenni ofbeldis, þolenda og gerenda borin saman yfir tíma. Niðurstöður: Af 1152 komum kvenna á Neyðarmóttökuna voru 827 (71,8%) vegna alvarlegs kynferðisofbeldis (nauðgunar). Komum fjölgaði á tímabilinu, úr 12,5 í 16,9 fyrir hverjar 10.000 konur á íslandi á aldrinum 13-49 ára (p=0,01). Komum vegna alvarlegs kynferðisofbeldis fjölgaði einkum meðal 18-25 ára kvenna (p<0,01). Einkenni voru borin saman milli 1998-2002 og 2003-2007. Árásum af hendi fleiri en eins geranda fjölg- aði úr 13,7% í 19,0% (p=0,04). Hlutfall kvenna sem hafði neytt áfengis þegar ofbeldið átti sér stað var óbreytt, en á seinna tímabilinu var hærra hlutfall af þeim sem höfðu neytt áfengis með verulega skerta vitund (p<0,01) og fleiri voru undir áhrifum ólöglegra vímuefna (p<0,05). Hlutfall erlendra gerenda hækkaði ekki umfram fjölgun 15-49 ára karl- manna á íslandi með erlent ríkisfang. Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til aukningar á komum á Neyðarmóttöku á árunum 1998 til 2007, einkum meðal 18-25 ára kvenna. Vert er að veita aukningu á fjölda gerenda, skertu vitundarástandi og vímuefnaneyslu þolenda eftirtekt. Kynferðisofbeldi er lýðheilsuvanda- mál á íslandi sem og annars staðar, því er nauðsynlegt að þjónusta sé veitt og stuðlað að forvörnum. V-25 Algengi þunglyndis meðal aldraðra með sykursýki af tegund 2 á íslandi Benedikt Bragi Sigurðsson1-2, Thor Aspelund3B, Ama Guðmundsdóttir1, Brynja Björk Magnúsdóttir2, Þórður Sigmundsson5,6, Vilmundur Guðnason 3'5, Eiríkur Öm Amarson2'5 ‘Háskólanum í Kaupmannahöfn, 2sálfræðiþjónustu Landspítala, geðsviði, 3Hjartavemd, 4göngudeild sykursjúkra, Landspítala, 5HÍ, 6geðsviði Landspítala eírikur@landspitali.is Inngangur: Sykursýki af tegund 2 (SS2) og þunglyndi eru alvarlegir sjúkdómar. Rannsóknir benda til að algengi þunglyndis sé meira meðal SS2 en heilbrigðra. Markmið: Að karvna samband þunglyndis og SS2 meðal aldraðra. Þeir sem frumgreindust með SS2 við rannsókn voru bomir saman við áður greinda. Kannað var hvort tími frá greiningu og insulín-meðferð hefði áhrif á sambandið og mat þunglyndra og sykursjúkra á eigin heilsu. Aðferðir: Gögn voru fengin úr Öldrunarrannsókn Hjartavemdar, sem var handahófsúrtak (n = 5.764), dregið úr þýði eftirlifandi íslendinga, sem bjuggu á Stór-Reykjavíkur svæðinu árið 1967 (N = 30.795) og voru hluti af Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar (n=19.381). Þátttakendur, sem uppfylltu viðmið, vom 4.605 (42,7% karlar og 57,3% konur), meðalaldur 76,3 ár. Þátttakendur mátu eigin heilsu á fimm stiga kvarði. Þunglyndi var skimað með GDS, en M.I.N.I. til staðfestingar greiningu. Blóðsykurpróf staðfesti nýjar greiningar á SS2. Niðurstöður: Samband þunglyndis og SS2 sem varað hafði í minna en 10 ár (áhættuhlutfall = 1,65), og þunglyndis og þeirra með SS2 sem greindust við rannsókn (áhættuhlutfall = 1,02), var ekki marktækt. Marktækt samband reyndist milli þunglyndis og þekktrar SS2 sem varað hafði í 10 ár eða lengur, áhættuhlutfall = 1,98 (95% öryggisbil: 1,13-3,47, p = 0,018) og þunglyndis og þess að vera á insulin-meðferð vegna SS2 (áhættuhlutfall = 3,88 - 99% öryggisbil 1,55-9,69 p = 0,004). Þunglyndir og sykursjúkir mátu heilsu sína marktækt verr en samanburðarhópur. Stjórnað var fyrir 10 breytum, sem útskýrðu ekki sambandið. Ályktun: Algengi þunglyndis meðal SS2 eykst eftir því, sem lengra hefur liðið frá greiningu. Ekki var samband milli þunglyndis og þeirra sem greindust með SS2 við rannsókn og bendir til að sálfélagslegir þættir tengdir SS2 auki líkur á þunglyndi fremur en líffræðilegir. V-26 Geð- og atferlisbreytingar hjá einstaklingum sem greindir hafa verið með heilabilun og álag á aðstandendur Sólveig Rósa Davíðsdóttir1, Kristín Hannesdóttir1, Jón G. Snædal2 1 Geðsviði Landspítala, 2Minnismóttöku Landakots solvrosa@landspitali.is Inngangur: Rannsóknir sýna að geð- og atferlisraskanir eru algengur fylgikvilli heilabilana. Talið er að þær geti þróast í nokkum tíma áður en vitræn skerðing gerir vart við sig og einnig áður en klínísk greining á sjúkdómnum á sér stað. Hegðunartruflanir (t.d. þunglyndi og sinnuleysi), breytingar á atferli (t.d. árásargimi) og breytingar á líffræðilegri virkni (svefn og matarlyst) eru algengar. Sýnt hefur verið fram á að geðraskanir hafa í för með sér aukið álag á umönnunaraðila og auki líkur á innlögn sjúklings á sjúkrahús. Jafnframt geta lífsgæði bæði sjúklinga og aðstandenda þeirra skerðst. Markmið: Markmiðið með þessari rannsókn var að meta hegðunarbreytingar hjá sjúklingum með heilabilun sem og álag og streitu á aðstandendur. Aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni voru 38 aðstandendur sjúklinga sem greindir höfðu verið með heilabilun á Minnismóttöku Landakots. Til að meta breytingar á atferli sjúklings (ásamt atferlistengdum einkennum og þunglyndi) voru Taugageðlækniskvarði með álagskvarða fyrir aðstandendur (NPI-D), auk annarra kvarða, lagðir fyrir aðstandendur. Álag og streita aðstandenda var metin með nokkmm kvörðum og spurningalistum. Niðurstöður: Um 80% sjúklinga sýndu að minnsta kosti eina atferlistengda breytingu. Sinnuleysi var algengasta og alvarlegasta atferlisröskunin (82%) ásamt matarlyst og afbrigðilegum matarvenjum (66%). Atferlistengdar breytingar virðast hafa áhrif á álag og streitu aðstandenda, þá sérstaklega sinnuleysi sjúklings. Ályktun: Geð- og atferlisraskanir virðast algengar hjá einstaklingum með heilabilun og þá sérstaklega sinnuleysi. Aukinn skilningur á atferlisröskunum í heilabilun getur leitt til sérhæfðari meðferðar og endurhæfingar, en einnig dregið úr álagi á aðstandendur. V-27 Breytingar á vímuefnaneyslu kvenna á íslandi og kynjamunur í dánartíðni fíknisjúkdóma Steinn Steingrímsson,1 Hanne Krage Carlsen,2 Sigmundur Sigfússon,3 Andrés Magnússon1 Geðdeild Landspítala,1 Miðstöð í Lýðheilsuvísindum, læknadeild HÍ,2 geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri3 steinnstein@gmail.com Inngangur: Áfengis- og vímuefnaneysla er alvarlegt heilsufarsvandamál á íslandi, hún leiðir til ótímabærs dauða ungra einstaklinga og eykur mjög álag á sjúkrahús og geðdeildir. í aldanna rás hafa það fyrst og fremst verið karlmenn sem hafa ánetjast áfengi og vímuefnum en það er ástæða til að ætla að hin síðari ár hafi þetta breyst með breyttum kynja- hlutverkum hérlendis. Markmið: Markmið rannsóknar var að rannsaka breytt hlutfall sjúklinga sem hafa fíknigreiningu yfir 25 ára tímabil með sérstakri áherslu á kynja- hlutföll. Aðferðir: Rannsóknin byggðir á íslenskum gagnagrunni sem hefur skráð allar innlagnir á geðdeildir á íslandi síðastliðin 25 ár. Einnig var rann- sakað hvort neysla vímuefna hjá einstaklingum með geðsjúkdóma hefði önnur áhrif á lifun kvenna en karla. Lifunargreining (survival analysis) var reiknuð með Cox proportional hazards regression líkani, leiðrétt fyrir aldri og árinu sem einstaklingurinn kom inn í rannsóknina. Niðurstöður: Síðustu 25 ár hefur hlutfall innlagna vegna fíknisjúkdóma sífellt aukist á meðan að innlagnir vegna annarra geðkvilla hafa hlut- fallslega minnkað. Fyrir 25 árum síðan var hlutfall þeirra sem lögðust inn á geðdeild vegna fíknisjúkdóma fjórir karlar fyrir hverja konu. í dag er hlutfallið orðið 1,5:1. Dánartíðni vegna fíknisjúkdóma er hærri heldur 14 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.