Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 27
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 63
gegn óskyldum bóluefnum sem voru gefin allt að þremur mánuðum
síðar.
V-74 Áhrif fjölsykra úr íslenskum fléttum og cyanóbakteríu á
frumuboðamyndun THP-1 mónócýta
Guðný Ella Thorlacius1'2, Sesselja S. Ómarsdóttir3, Elín Soffía Ólafsdóttir3,
Ingibjörg Harðardóttir2, Jóna Freysdóttir1
'Rannsóknarstofu í gigtsjúkdómum og ónæmisfræðideild Landspítala, 2lífefna- og
sameindalíffræðistofa læknadeildar, 3lyfjafræðideild HÍ
getl@hi.is
Inngangur: Notkun flétta á borð við fjallagrös (Cetraria islandica) á sér
langa sögu í alþýðulækningum og hafa þær m.a. verið notaðar til að
meðhöndla ýmsa bólgusjúkdóma. Collema fléttumar klappaslembra
(Collema glebulentum) og hreisturslembra (Collema flaccidum), hafa
hins vegar lítið verið rannsakaðar og því fátt vitað um áhrif þeirra á
ónæmiskerfið. Fyrri rannsóknir okkar hafa sýnt að fjölsykran lichenan úr
fjallagrösum dempar ónæmissvör í angafrumulíkani in vitro og dregur
úr liðbólgu í rottum.
Markmið: Að kanna áhrif fjölsykrunnar lichenans og grófhreinsaðra
fjölsykra úr fléttunum klapparslembru og hreisturslembru og
cýanóbakteríunni N. commune á IL-6, IL-10 og IL-12p40 seytingu
mónócýta.
Aðferðir: THP-1 mónócýtafrumulína (úr mönnum) var meðhöndluð
með IFN-y í 3 klst og síðan örvuð með inneitri (LPS) í návist eða án
fjölsykra í mismunandi styrkjum. Eftir 48 klst voru frumumar spunnar
niður, floti safnað og styrkur frumuboða mældur með ELISA aðferð.
Niðurstöður: THP-1 frumur örvaðar í návist lichenans seyttu minna af
IL-12p40 og IL-6 en frumur örvaðar án lichenans. THP-1 frumur örvaðar
í návist grófhreinsaðra fjölsykra úr klapparslembru, hreisturslembm
og N. commune seyttu einnig minna af þessum frumuboðum með
eða án áhrifa á IL-10 en fmmur örvaðar án fjölsykra. Cýklóoxýgenasa
hindrinn indómetacín kom nánast í veg fyrir þessi áhrif fjölsykra úr
klapparslembm.
Alyktanir: Minnkun á IL-12p40 seytingu THP-1 mónócýta í kjölfar
meðferðar með fjölsykrum úr fléttum og N. commune gæti bent til
tempmnar ónæmissvars, þar sem minni seytun á IL-12 dregur úr Thl
ónæmissvari. Ahrif fjölsykra úr klapparslembru virðast vera í gegnum
cýklóoxýgenasaferilinn.
V-75 Fiskolía í fæði músa minnkar hlutfall CCR2 jákvæðra
mónócýta í heilbrigðum músum en eykur hlutfallið í músum
sprautuðum með inneitri
Hildur H. Amardóttir1'2, Jóna Freysdóttir2, Ingibjörg Harðardóttir1
‘Lífefna- og sameindalíffræðistofa, læknadeild HÍ, 2rannsóknastofu í gigtsjúkdómum og
ónæmisfræðideild Landspítala
hha3@hi.is
Inngangur: Fiskolía, rík af ómega-3 fjölómettuðum fitusýmm, hefur
jákvæð áhrif í sumum krónískum bólgusjúkdómum og einnig í
sýkingum. Flakkboðinn CCL2 er mikilvægur í togi mónócýta úr
beirtmerg í blóð og einnig úr blóði til heilbrigðra og sýktra vefja. CCL2
binst flakkboðaviðtakanum CCR2 sem er tjáður af undirgerð mónócýta
sem gjaman em kallaðir bólgu-mónócýtar.
Markmið: Að ákvarða áhrif fiskolíu í fæði músa á undirgerðir mónócýta
í blóði og á styrk CCL2 í sermi úr heilbrigðum músum og músum
sprautuðum með inneitri (LPS).
Aðferðir: Kvenkyns C57BL/6 mýs fengu fóður byggt á vestrænu
fæði með eða án fiskolíu. Helmingur hvors fæðuhóps var sprautaður
með LPS í kviðarhol þremur eða 48 klst áður en blóði var safnað.
Yfirborðssameindir og flakkboðaviðtakar á blóðfrumum vom greindir í
frumuflæðisjá og styrkur CCL2 í sermi mældur með ELISA aðferð.
Niðurstöður: Heilbrigðar mýs sem fengu fiskolíu voru með lægra
hlutfall af bólgu-mónócýtum (mónócýtar sem tjá CCR2) í blóði en
mýs sem fengu viðmiðunarfæði. Eftir sprautun með inneitri jókst
hlutfall bólgu-mónócýta í músum sem fengu fiskolíu en ekki í músum
sem fengu viðmiðunarfæði. Styrkur CCL2 í sermi heilbrigðra músa
sem fengu fiskolíu var minrú en styrkur CCL2 í sermi músa sem
fengu samanburðarfæði. Hins vegar var styrkur CCL2 í sermi LPS-
sprautaðra músa sem fengu fiskolíu meiri en í sermi músa sem fengu
viðmiðunarfæði.
Alyktun: Niðurstöðumar benda til þess að fiskolía hafi dempandi
áhrif á bólguvirkni í jafnvægi og ef til vill í krómskri bólgu en auki
hins vegar bólguviðbragð eftir sýkingu. Dempandi áhrif fiskolíu í
heilbrigðum músum samræmist jákvæðum áhrifum hennar á króníska
bólgusjúkdóma en aukið bólguviðbragð gæti að hluta skýrt jákvæð áhrif
hennar í sýkingu.
V-76 Fiskolía í fæði músa eykur hlutfall daufkyrninga í blóði og
kviðarholi músa 48 klst eftir innsprautun með inneitri
Hildur H. Amardóttir1'2, Jóna Freysdóttir2, Ingibjörg Harðardóttir1
'Lífefna- og sameindalíffræðistofa, læknadeild HÍ, ^rannsóknastofu í gigtsjúkdómum og
ónæmisfræðideild Landspítala
hha3@hi.is
Inngangur: Fiskolía, rík af ómega-3 fjölómettuðum fitusýmm, hefur
jákvæð áhrif í sumum krónískum bólgusjúkdómum og einnig í
sýkingum. Flakkboðarnir KC (CXCLl), MIP-2 (CXCL2) og MlP-la
(CCL3) og viðtakarrúr sem þeir bindast gegna mikilvægu hlutverki í togi
daufkyminga á sýkinga- og bólgustaði.
Markmið: Að ákvarða áhrif fiskolíu í fæði músa á styrk flakkboðanna
KC, MIP-2 og MlP-la í sermi og kviðarholsvökva, og á undirflokka
daufkyrninga í blóði og kviðarholi í músum sprautuðum með inneitri
(LPS).
Aðferðir: Kvenkyns C57BL/6 mýs fengu fóður byggt á vestrænu fæði
með eða án fiskolíu. Helmingur hvors fæðuhóps var sprautaður með
LPS í kviðarhol þremur eða 48 klst áður en blóði og kviðarholsvökva
var safnað. Yfirborðssameindir og flakkboðaviðtakar á blóð- og
kviðarholsfrumum voru greindir í frumuflæðisjá. Styrkur KC, MIP-2 og
MlP-la í sermi og kviðarholsvökva var mældur með ELISA aðferð.
Niðurstöður: Eftir innsprautun með LPS, kom í ljós sérstæður
undirflokkur daufkyminga í blóði sem var stærri og minna kyrndur
en daufkymingar í blóði frá heilbrigðum músum. Mýs sem fengu
fiskolíu fæði vom með hærra hlutfall af þessum sérstæða undirflokki
daufkyminga í blóði 48 klst eftir LPS sprautun, meira en tvöfalt miðað
við mýs sem fengu viðmiðunarfæði. Einnig voru mýs sem fengu
fiskolíu í fæði með hærra hlutfall daufkyminga í kviðarholi 48 klst
eftir LPS sprautun. Þá jók fiskolía í fæði styrk MlP-la bæði í sermi og
kviðarholsvökva 3 og 48 klst eftir innsprautun með inneitri en minnkaði
hins vegar styrk MIP-2 í sermi 3 klst eftir LPS sprautun.
Alyktun: Niðurstöðumar benda til þess að fiskolía hafi áhrif á tog
daufkyrrúnga í blóði og kviðarholi í kjölfar sýkingar og að áhrif hennar
gætu að hluta til verið vegna áhrifa á MlP-la.
V-77 Áhrif vatnsútdrátta af vallhumli og horblöðku á ræsingu
angafrumna og getu þeirra til að ræsa CD4+ T-frumur in vitro
Guðbjörg Jónsdóttir1'2'3, Ingibjörg Harðardóttir3, Sesselja Ómarsdóttir4, Amór
Víkingsson1, Jóna Freysdóttir1-2
‘Rannsóknastofa í gigtsjúkdómum, LSH, 2Ónæmisfræðideild LSH, 3LæknadeiId HÍ,
4Lyfjafræðideild HI
gj@hi.is
Inngangur: Vallhumall og horblaðka hafa verið notuð i alþýðulækn-
ingum í aldaraðir og em talin hafa góð áhrif á ýmsa sjúkdóma m.a.
gigt. Áhrif þessara plantna á ónæmiskerfið hafa hins vegar lítið verið
rannsökuð og engin gögn eru til um áhrif þeirra á angafmmur, sem
gegna veigamiklu stjómunarhlutverki í ónæmiskerfinu.
Markmið: Að kartna hvort vatnsútdrættir af vallhumli og horblöðku
hafi áhrif á þroskun angafmmna in vitro og hvort þroskaðar angafrumur
ræktaðar með vatnsútdráttum frá vallhumli og horblöðku hafi áhrif á
ræsingu CD4+ T fmmna.
Aðferðir: CD14+ mónócýtar úr mönnum voru ræktaðir í 7 daga með IL-4
og GM-CSF til að sérhæfa þá í angafrumur. Angafrumurnar voru síðan
ræktaðar með IL-lfi, TNF-a og LPS í 2 daga með eða án vatnsútdrátta af
vallhumli og horblöðku í nokkmm styrkjum. Boðefnaseytun var mæld
LÆKNAblaðið 2010/96 27