Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Side 11

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Side 11
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 63 Niðurstöður: Niðurstöður sýndu mun á verkjaupplifun barnanna, mældum með VAS og MBPS, fyrir og við inngrip (p<0.0001). Bömin sem fengu sársaukadeyfingu með kæliúða við nálastungur sýndu minni verkjahegðun (MBPS) en samanburðarhópurinn. Sá munur mældist ekki marktækur (p=0.064). Ekki kom fram marktækur munur (p>0.05) á hópunum þegar allar mælingar voru skoðaðar saman. Alyktun: Þessi rannsókn var liður í að þróa nýja aðferð við verkjameðhöndlun yngri barna í bráðaaðstæðum. Notkun kæliúða með bómullar aðferð reyndist ein og sér ekki draga marktækt úr verkjaupplifun þessa aldurshóps. Mikilvægt er að rannsaka útfærslu kæliúðameðferðar nánar meðal yngri barna og samþættingu þess við aðrar verkjameðferðir. V-13 Lífsmarkamælingar á barnadeildum Hanna Guðrún Brynjarsdóttir1; Guörún Kristjánsdóttir' 1 1 Hjúkrunarfræðideild HÍ, JBamaspítala Hringsins, Landspítala gkrist@hi.is Inngangur: Rannsóknir sýna að lífsmarkamælingar eru oftast hluti af rútínubundinni starfsemi bamadeilda. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna lífsmarkamælingar á bamadeildum m.t.t. tækja og viðhorfa starfsfólks til framkvæmdar og mikilvægis þeirra í samhengi fræðilegrar þekkingar. Efniviður og aðferðir: Vettvangsathugun var gerð með hálfstöðluðum viðtölum við 19 starfsmenn (sjúkraliða, lækna og hjúkrunarfræðinga) á fjórum bamadeildum um viðhorf þeirra til lífsmarkamælinga auk könnunar á tegund, ástandi og notkun tækja til mælinganna. Við úrvinnslu gagna var notast við efnisþáttagreiningu og þemu einangruð. Tegund, fjöldi, tengsl og dreifing tækja á deildum var skráð. Niðurstöður voru skoðaðar í ljósi fræðilegrar úttektar á rannsóknum og fræðilegri umræðu. Niðurstöður: Tæki til lífsmarkamælinga eru í nokkm samræmi við þarfir skjólstæðinga deildanna. Takmarkaðar upplýsingar fengust um reglulegt viðhald þeirra og aðgengi starfsfólks að leiðbeiningu um notkun þeirra. Víða vantaði aldurstengda fylgihluti tækja. Ur viðtölum voru greind fjögur þemu (þægindi við mælingar, ástand og viðbrögð barns við mælingu, aðferð við notkun tækja og réttmæti tækja til lífsmarkamælinga) sem falla undir framkvæmd lífsmarkamælinga og fimm um mikilvægi lífsmarkamælinga (öryggi bams, eftirlit með ástandi, viðmiðunargildi, fer eftir yfirvegun og mati fagmanna, mælingar komi öðru til leiðar). Viðhorf sýndu skýrt sérstöðu bama í framkvæmda og mikilvægi lífsmarkamælinga. Alyktanir: Bæta þarf eftirlit með tækjakosti og gera leiðbeiningar aðgengilegar starfsfólki. Viðhorf starfsmanna er í samræmi við fræðilega umræðu og rannsóknir og kalla á frekari rannsóknir á gildi, framkvæmd og skráningu lífsmarkamælinga á barnadeildum. Lífsmarkamælingar fara fram við breytilegar kringumstæður og brýnt er að móta skýrari verklagsreglur við framkvæmd þeirra í samræmi við niðurstöður rannsókna. V-14 Fósturhjartaómskoðanir á íslandi 2003- 2007; ábendingar og útkoma Sigurveig Þórisdóttir', Hildur Harðardóttir1-2, Hulda Hjartardóttir2, Gylfi Óskarssonu, Hróðmar Helgason3, Gunnlaugur Sigfósson1-3 ’Læknadeild HÍ, 3kvennasviði Landspítala, 3Bamaspítala Hringsins, Landspítala hhard@landspitali.is Inngangur: í þessari rannsókn voru skoðaðar ábendingar og útkoma fósturhjartaómskoðana og hvaða ábendingum fylgja mestar líkur á hjartagalla. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir ábendingar og útkomu fósturhjartaómana sem gerðar voru á árunum 2003-2007 og hjartagallar sem greindust skráðir. Meðgöngulengd við greiningu, hnakkaþykkt fósturs við 12 vikur, afdrif þungunar, niðurstöður krufninga og greiningu bams eftir fæðingu fengust úr sjúkraskýrslum. Niðurstöður: Alls vom framkvæmdar 1187 fósturhjartaómskoðanir og greindist hjartagalli í 73 fóstmm. Algengasta ábendingin var fjölskyldusaga um hjartagalla (n=631;53,2%) sem leiddi til greiningar 18 hjartagalla í fósturlífi (2,9%). Næst algengasta ábendingin var aukin hnakkaþykkt (n=159) og vom 16 hjartagallar greindir (10,1%). Þrjátíu konur fóru í fósturhjartaómun vegna óeðlilegrar fjögurra hólfa sýnar sem leiddi til greiningar 22 (73,3%) hjartagalla sem kröfðust inngrips á nýburaskeiði eða höfðu slæmar horfur. Aðrar ábendingar leiddu til greiningar á minniháttar hjartagöllum. Ályktanir: Óeðlileg fjögurra hólfa sýn er mikilvægasti forspárþátturinn fyrir greiningu hjartagalla í fósturlífi. Sú ábending var aðeins 2,5% af heildarfjölda fósturhjartaómana á tímabilinu en leiddi til greiningar 30% allra hjartagalla og voru allir meiriháttar. V-15 Greining þvagfæragalla á meðgöngu og útkoma eftir fæðingu Þorbjöm Jónsson1, Hildur 1 larðardóttir13, Viðar Öm Lðvarösson13, Hulda Hjartardóttir2 'Læknadeild HÍ, 2fæðinga- og kvensjúkdómalækningum, 3bamalækningum, Landspítala thorbjo@gmail.com Inngangur: Engar íslenskar rannsóknir eru til á greiningu þvagfæragalla á meðgöngu og útkomu eftir fæðingu. Markmið: Að rannsaka með afturvirkum hætti greiningu þvagfæragalla við fósturómskoðun sem gerð er við 12. og 20. viku og síðar á meðgöngu. Útkoma eftir fæðingu og faraldsfræði er skoðuð. Aðferðir: Gagna var aflað úr sjúkraskrám LSH fyrir tímabilið 01.01.2004- 31.12.2008. Upplýsingar um greiningar á meðgöngu og greiningar/ inngrip eftir fæðingu voru skráðar og horfur metnar. Niðurstöður: Á tímabilinu vaknaði grunur um þvagfæragalla í 105 tilfellum við fósturómskoðun. Eftir fæðingu reyndust 7 hafa annan meðfæddan sjúkdóm en ekki þvagfæragalla og 14 voru heilbrigð. Ellefu tilfelli greindust með þvagfæragalla við 12 vikna skoðun, 2 við 16 vikur, 54 við 20 vikur (0,33% allra skoðaðra) og 30 síðar á meðgöngu. Upplýsingar vantar um tímasetningu greiningar hjá 1 tilfelli. Af 84 fóstrum með þvagfæragalla, staðfesta eftir meðgöngu, fæddust 67 lifandi böm, 15 meðgöngur enduðu með fósturláti (sjálfkrafa eða framkölluðu) og 2 börn fæddust andvana. Eftir fæðingu greindust 41 með víkkun á safnkerfum þvagvega (þar af 14 með góðkynja víkkun), 22 höfðu sjúkdóm í nýrnavef, tvö höfðu galla í færslu fósturvefja (migration anomalies) og upplýsingar vantar um tegund galla hjá tveimur. Þrjú (4%) bamanna hafa látist og 17 (25%) gengist undir skurðaðgerðir. f öllum tilvikum fósturláta (sjálfkrafa/framkallaðra) var um alvarlega fósturgalla að ræða (15/16 tengdir þvagfæmm). Ályktun: Horfur fósturs/bams með meðfæddan þvagfæragalla eru verri og tíðni fósturláta, burðarmálsdauða og ungbamadauða er aukin miðað við íslenskt þýði. Tegund, nýgengi og horfur meðfæddra galla á þvagfærum eru svipaðar á íslandi og gerist hjá öðmm Evrópuþjóðum. V-16 Samanburður á sjálfvirkum og handvirkum blóðþrýstingsmælingum hjá 9-10 ára börnum á íslandi Sigríður Bima Elíasdóttir1, Sandra Dís Stcinþórsdóttir', Runóltur Pálsson1'2, Ólafur Skúli Indriðason2, Viðar Öm Eðvarðssonu ‘Læknadeild, heilbrigðisvísindasviði HÍ, 2nýrnalækningum, 3barnalækningum Landspítala vidare@landspitali.is Inngangur: Notkun sjálfvirkra blóðþrýstingsmæla hefur aukist gríðarlega í barnalækningum en rannsóknum ber ekki saman um áreiðanleika þeirra. Markmið: Að rannsaka mismun á blóðþrýstingi (BÞ) mældum með sjálfvirkum mæli (SM) eða handvirkum mæli (HM) hjá 9-10 ára börnum. Aðferðir: BÞ var mældur hjá 1023 skólabömum sem slembiraðað var í tvo hópa. í hópi 1 var hvert barn mælt í tvígang með HM og svo tvisvar með SM og jafnoft í hinum hópnum en í öfugri röð. Hópamir voru bornir saman með t-prófi og x2- Niðurstöður: Sökum ófullnægjandi gagna voru 65 börn ekki tekin með og vom 505 í hópi 1 og 453 £ hópi 2. Enginn munur var á hópunum m.t.t. kyns, hæðar eða líkamsþyngdarstuðuls. Fyrsta mæling slagbilsþrýstings (SBÞ) var hærri með SM (115±10 sbr. við 113±9 mm Hg, p<0,001). Enginn LÆKNAblaðið 2010/96 11

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.