Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 3
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL
www.laeknabladid.is
Vísindi á vordögum 2010
Uppskeruhátíð vísindamartna á Landspítala er nú orðinn árviss viðburður og fastur í sessi. Með hverju
árinu hefur umfang farið vaxandi, spjöldum á kynningu fjölgað og athöfnin í Hringsal orðið glæsilegri. Það
er í góðu samræmi við önnur merki vaxandi vísindastarfsemi á Landspítala, fleiri samkeppnisstyrkir, fleiri
birtingar greina og vaxandi ákall utanað frá um aukið samstarf við okkar vísindamenn.
Aðsetur
Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi
Útgefandi
Læknafélag íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Símar
564 4104-564 4106 (fax)
Að þessu sinni eru 127 ágrip í þessu hefti frá nærri 400 vísindamönnum úr 15 starfsstéttum, og hafa þau
aldrei verið fleiri.
I upphafi þessa árs var lokið undirbúningstímabili fyrir klínískt rannsóknasetur Landspítala og Háskóla
íslands sem segja má að hafi verið draumur vísindamanna í áratugi. Á þennan hátt er nú safnað saman á
einn stað helstu þáttum innviða sem mynda munu stoðþjónustu við vísindamenn spítalans, með megin
áherslu á aukna styrkjasókn og styrkjaöflun, einkum erlendis frá. Það er mjög mikil samkeppni um innlenda
styrki um þessar mundir og því mikilvægt að klínískar rannsóknir sæki í auknum mæli styrki beggja vegna
Atlantshafsins. Slík styrkjasókn kostar mikið umstang og krefst nánast sérfræðikunnáttu sem ætlað er að
sækja og að verði til boða í gegnum þetta klíníska rannsóknasetur.
Á sama tíma má finna fyrir mjög auknum áhuga á samstarfi við vísindamenn Landspítala, sem að sjálfsögðu
eru langflestir jafnframt í stöðum við Háskóla íslands. Hróður framúrskarandi íslenskra vísindamanna í
samstarfi við bandaríska aðila hefur farið víða og opnað möguleika á ríkara samstarfi við ákveðnar stofnanir
og er þá einkum litið til styrkjaumsókna til stofnana eins og National Institute of Health í Bandaríkjunum. f
Evrópu er jafnframt verið að byggja upp lífsýnabanka og gagnabanka og mjög litið til íslands er varðar stöðu
mála og allt skipulag. Hér heima fyrir þurfum við því að efla skipulag inni á Landspítalanum og samstarf
við þær stóru stofnanir sem unnið hafa með spítalanum, svo sem Hjartavernd, íslenska erfðagreiningu og
Krabbameinsskrá Kf.
Á þeim óvissutímum, sem verið hafa síðustu misserin og eflaust eru líka framundan, hefur verið mjög
ánægjulegt að finna fyrir þeirri einörðu afstöðu stjómenda spítalans, forstjóra og framkvæmdastjórnar, að
standa skuli vörð um kennslu og vísindi, vera í fremstu röð norðurevrópskra háskólasjúkrahúsa og halda
áfram vísindarannsóknum á heimsmælikvarða. Þótt samdráttur í klínískri þjónustu hljóti óneitanlega að
koma niður á kennslu og vísindastarfi þá hefur þessi afstaða stjórnenda spítalans verið sérstaklega verðmæt
og skilað sér beinustu leið inn í stefnumörkunarvinnu spítalans fyrir næstkomandi misseri. Þegar líka er horft
til þeirra ánægjulegu framfaraskrefa sem tekin hafa verið í sambandi við nýjan spítala, þar sem Landspítalinn
og Háskóli íslands hafa nú tengst böndum sem aldrei fyrr, er eiginlega varla hægt að gera kröfur um meira.
Boltinn liggur nú hjá þeim sem að háskólastarfi koma á spítalanum og Heilbrigðisvísindasviði HÍ, að nýta
þennan góða byr til framfara og framþróunar.
í umræðunni hafa verið viðraðar áhyggjur um að fjárhagsstaðan á íslandi geti leitt til þess að unga fólkið,
sem hefur sótt sér menntun og reynslu erlendis og ætlað að flytja hana heim og stuðla að bættu mennta- og
heilbrigðiskerfi, sjái sér bestan hag í því að koma ekki heim og að jafnvel þeir sem hafa komið heim, fari
aftur úr landi. Þótt þessa sjái dæmi eru sem betur fer dæmi um hið gagnstæða, þar sem fólk vill gjaman
koma heim. Það er okkar að skapa þeim aðstöðu þannig að þeirra reynsla og menntun nýtist. Slík aðstaða
til kennslu og vísinda á Landspítala er einn mikilvægasti þátturinn í því að mennta- og heilbrigðiskerfi
þjóðarinnar geti haldið áfram að dafna með sama glæsibrag og verið hefur.
Ritstjórn
Jóhannes Björnsson,
ábm. og ritstjóri
Anna Gunnarsdóttir
Bryndís Benediktsdóttir
Engilbert Sigurðsson
Gunnar Guðmundsson
Inga S. Þráinsdóttir
Tómas Guðbjartsson
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Dögg Árnadóttir
dogg@lis.is
Blaðamaður og Ijósmyndari
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
400
Áskrift
9.500,- m. vsk.
Lausasala
950,- m. vsk.
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt
til að birta og geyma efni
blaðsins á rafrænu formi,
svo sem á netinu.
Blað þetta má eigi afrita
með neinum hætti, hvorki
að hluta né í heild án leyfis.
Prentun, bókband
og pökkun
ísafoldarprentsmiðja
„Vísindi á vordögum" sýna að við getum búið í haginn fyrir okkur og eigum ekki að láta deigan síga.
Kristján Erlendsson
læknir, framkvæmdastjóri vísinda-, mennta- og gæðasviðs Landspítalans,
varadeildarforseti læknadeildar Háskóla íslands
Ljósmynd á forsíðu:
Inger Helene Bóasson
ISSN: 0254-1394
LÆKNAblaðlð 2010/96 3